Hakk og kúrbítsspaghetti!
(English below)
María systir býður okkur Tótu stundum í mat sem er alltaf rosalega gott og gaman auðvitað og iðulega frekar hollt.
Við höfum fengið að prufa heilan helling af uppskriftum frá henni og ein af þeim var kúrbítspasta.. hún var sossum ekkert að gaspra því þá hvernig pasta þetta væri og ég hélt það væri bara venjulegt, eða eitthvað svona hollari útgáfa af einhverju... Það hefði reyndar ekki komið mér neitt á óvart ef hún hefði verið búin að rúlla upp pasta úr huski og eggi eða einhverju ótrúlegu. Nei pastað var gert úr kúrbít sagði hún og ég trúði því varla!
Uppskriftin hennar upphaflega er hér og hún er geggjuð!
Þetta var fyrir þónokkru síðan og við Tóta fórum og keyptum okkur græju til að skera kúrbítinn svona niður en við höfum gert okkur þetta nokkuð oft síðan. (Við fengum okkar í Duka í Kringlunni).
Við eigum alltaf soldið mikið af hakki þar sem að tengdaforeldrarnir kaupa alltaf skrokk og deila á fjölskyldurnar, og það er einstaklega hreint og fitulítið og sérstaklega gott og þar sem ég elska hakk og spaghetti þá gerum við það oft heima.
Ég ákvað núna að prufa að gera það með kúrbítspasta og vitiði, það er sko alls ekki síðra en hveitipastað og þetta er mun léttara í magann.
Spaghettí uppskriftin er sossum engin töfrauppskrift, ég reyni iðulega að hreinsa svolítið úr skápunum, nota það grænmeti sem er til og krydda soldið vel og soldið sterkt svo þið gerið hana eins og þið viljið auðvitað, en svona var þetta allavega hjá okkur í gær:
Innihald:
2 kúrbítar
500 gr nautahakk
2 laukar
2 litlir hvítlaukar
5 gulrætur
6 sveppir
1 pastakrukka frá Jamie oliver
2 dósir niðursoðnir tómatar (fínt ef þeir eru með einhverju bragði líka.. hvítlauk, basiliku osfrv).
salt, svartur pipar, malaður hvítur pipar, basilika, oregano, paprikukrydd, Tabasco sósa, (og það sem þér finnst gott ef þú vilt krydda meira).
Að lokum setti ég ferska basiliku, niðurrifinn parmesan og kotasælu.
Svona fór ég að þessu:
Fyrst þarf að byrja á að taka græna hlutann af kúrbítnum. (Þetta er ekki nauðsynlegt, ef þú vilt hafa pastað með meira "biti" þá má það alveg vera eftir á og rífa það niður með hinu, ég hef prufað bæði).
Svo þarf að rífa pastað niður með rifjárninu, ég sleppi iðulega miðjupartinum þar sem kúrbíturinn verður frekar mikið blautur í miðjunni.
Allt sett í skál og hér strái ég slatta af salti yfir, ég notaði gróft sjávarsalt en það á ekki að skipta neinu sossum. Bara mikið af salti og hræra svolítið í skálinni svo saltið fari um allt.
Þetta er gert til að "útvatna" kúrbítinn. Láttu þetta bíða í skálinni á meðan þú undirbýrð allt annað.
Ég notaði svona hvítlauk, tvö stykki og skar niður í fínt.
Laukinn skar ég niður í tvennt og helmingana svo í sneiðar. Hvítlaukurinn og laukurinn er steiktur þar til hann er farinn að svitna ansi vel.
Gulrótunum bætt útí þar sem ég hef skorið þær í þunnar sneiðar, þetta er allt látið svitna svolítið vel saman. Mér fannst þetta vera við það að brenna fyrst svo ég bætti við 3 msk af vatni, bara til að fá gufuna svolítið af stað.
Grænmetið er hreinsað af pönnunni og hakkið er sett af stað, ég setti smá olíu með því.
Þá hrúga ég öllum kryddunum á, ég bara slumpa magninu og set frekar meira en minna. Við Íslendingar kryddum ekkert svakalega mikið og ekki í miklu magni. Notið frekar meira af kryddum og minna af salti, það er hollara og mér finnst það gefa réttinum meiri dýpt.
Þá steikti ég hakkið þar til það var orðið frekar þurrt og vel brúnað.
Bætti þá nokkrum niðurskornum sveppum útí pönnuna og leyfði þeim að brúnast svolítð með hakkinu.
Því næst skellti ég steikta lauknum og gulrótunum aftur útí og blandaði saman við.
Hér var æsingurinn eitthvað mikill á mér og ég var búin að tæma úr annarri dósinni þegar ég mundi að ég átti eftir að taka mynd. Ég nota ss tvær dósir af tómötum og svo eina af pastasósu. Jú vissulega gæti ég gert eigin pastasósu og duddað eitthvað í því, en mér finnst þetta ósköp þægilegt. Ég kaupi aldrei sömu sósuna, bara það sem mér finnst girnilegast hverju sinni. Jamie varð fyrir valinu í þetta skiptið!
Svo skolaði ég kúrbítspastað vel (það var þónokkuð salt á því) og kreysti það svolítið til að losna við aukavökvann. Það fór svo beint í hakksósuna þar sem ég leyfði öllu saman að bubbla í svolítinn tíma og hitna vel!
Setti svo í skál, með góða slummu af kotasælu, reif niður svolítinn parmesan ost (afþví ostur er bestur!) og blandaði nokkrum laufum af ferskri basiliku við!
Ferlega gott og mjög hollt! :)
Þetta er líka mjög gott í hádeginu, upphitað daginn eftir! :)
Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)
Verið góð við hvort annað kæru vinir!
Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.
- Systur & Makar –
Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter
Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri
Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!
Healthy zucchini spaghetti with meat sauce!
I love pasta with meat sauce and generally I cook it quite often at home, but the wheat pasta is a bit heavy for my stomach to digest. That doesn't mean I don't cook it, I just love to have the alternative if I want something a bit lighter.
My sister introduced me to zucchini pasta, which is basically strings of spaghetti that simply replace the wheat spaghetti. They don't really taste of much, but then again, neither does wheat pasta, and they are way lighter plus healthier for you.
I made my version of the meat sauce the other day and I would like to share with you guys and I hope you enjoy.
The recipe for the sauce isn't any magic recipe really, normally when I make a dish like this I try to use whatever I have in my fridge and load quite a lot of vegetables in there:
Ingredients:
2 zucchinis500 grams ground beef
2 onions
2 small garlic onions
5 carrots
6 mushrooms
1 can of pasta sauce (this time I used one from Jamie Oliver)
2 cans tomato
salt, black pepper, white ground pepper, dried basilica, dried oregano, spicy paprika and Tabasco
Finally I dressed the dish with a spoonful of cottage cheese, fresh basilica and sliced parmesan cheese.
This is how I made it:
First I took the green part of the zucchini, this you don't have to do if you like the pasta to have a bit more bite to it. This time I decided to take it off.
Then you need to have a julienne cutter and cut down vegetable into thin strips. I don't use the centre whereas it becomes quite wet in the middle.
I put all the juliennes in a bowl and salt well with a coarse salt. This will get some of the water out of the vegetable so just leave it in the bowl while you make the rest of the dish.
This is the sort of garlic I used, I cut it down finely and put on the pan with a little oil.
I cut down the onions as well and added them to the garlic. I let it sweat for a while.
Then I added the sliced carrots to the mix and let them sweat as well until the onion had turned a bit brown and luminescent and the carrots were a bit soft.
I took all the vegetables out and put to the side and started frying of the meat.
Then I add all the spices and I tend to use more then less of them and use less salt instead.
I fry the beef until it is well toasted and quite brown and dry.
Add couple of sliced mushrooms to the mix and let them brown with the meat.
Then I add the roasted onion and carrot back in and mix well.
I did use two cans of tomatoes and one of the Jamie Oliver sauce and mixed that in with the meat.
Then I washed the julienne zucchini and drained it well. I even squeezed out most of the liquid before adding it to the meat sauce.
I let it heat up well and plated it.
Then I put a good table spoon of cottage cheese on top, slivers of parmesan cheese and couple of fresh basil leaves.
Very healthy and tasty, plus it is great to be heated up the next day!
Enjoy!
If you liked this post, please be a dear and share the joy:)
Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn
Katla, on behalf of
- Systur & Makar –
Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter
Plus you can sign up for our newsletter here on the right!