Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
2.960 kr 3.700 kr
2.320 kr 2.900 kr

"Seventies" útvíðar buxur, hippamussur og kögur: tískan 2016

(English below)

Ég er búin að vera að skoða nýjustu tískustraumana síðustu vikurnar og „the seventies“ eða áttundi áratugurinn er mjög áberandi. Þessi stíll sást fyrst á tískupöllunum fyrir haustið 2015 og er hvergi nærri hættur en heldur sterkur áfram inn í vorið 2016. Við sjáum stílinn ekki aðeins koma fyrir í fatnaði heldur förðun, hári, skarti, kvikmyndum sem og innanhúshönnun.

Mér þykir þessi tíska algjört æði, frjáls, opin, fjölbreytt og spennandi.

Það fylgir hönnunarferlinu mikil rannsóknarvinna og ég vil lesa mig vel til um nýjustu strauma og stíla. Afla mér þekkingar á því sem er í gangi í kringum mig og skapa svo mínar eigin útfærslur út frá því sem að mér og mínum stíl hentar.

Ég hafði því áhuga á að vita hvað það var sem var í gangi á árunum 1970-1980 og vil segja ykkur aðeins frá því og svona þessum helstu augnablikum tískunnar sem áttu sér stað þennan áratuginn.

Þar sem ég er ekki endilega sérfræðingur í sögu tískunnar þá nýti ég mér þekkingu Ásdísar Jóels sem að kenndi mér fatahönnun og listasögu í Fjölbraut í Garðabæ. Hún Ásdís er neflinlega uppfull af vitneskju og örugglega ein sú fróðasta á þessu sviði hér á landi en hún gaf út bókina „Tísku aldanna“ árið 2005. Ég mæli klárlega með þessari bók fyrir alla tískuunnendur þarna úti!

Eins og Ásdís skrifar: „Tímabilið einkennist af pólitískum sviptingum í opinberum stjórnmálum og vígbúnaðarkapphlaupi milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna og vaxandi hryðjuverkum. Eiturlyf, frjálst kynlíf og kommúnulíf voru mikilvægar staðreyndir, svo og kven- og jafnréttisbarátta. Tískan varð vettvangur til að sýna pólitíska og samfélagslega afstöðu“.

Þetta er mjög athyglisvert og við sjáum stíla frá sjöunda áratugnum blandast við strauma hippatímans með þjóðlegu ívafi, diskó og pönki. Litagleði fyrri áratugar er hér á undanhaldi og við tóku mun dekkri og daufari litatónar.

Hin barnalega og mjóslegna Twiggy var ekki lengur sú fyrirmynd sem sóst var eftir, heldur hin náttúrulea og þroskaða kona sem hafði jafnvel einhvern fegurðargalla sem gaf henni persónulegan þokka, til dæmis skarð á milli framtanna“.

Ég fann einnig nokkuð athyglisverðan lista yfir tískuhápunkta þennan merka áratug og má hér sá hluta af þeim sem að mér þykir áhugaverðastir. (Sjá má heildarlistann hér).

Diane Von Furstenberg And The Wrap Dress, 1974 

Það vita þetta kannski ekki margir en „wrap-kjóllinn“ eða bundni kjóllinn kom fyrst á sjónarsviðið árið 1974 þegar Diane Von Furstenberg kynnti hann fyrir heiminum. Þetta er ein sú allra besta uppfinning tískunnar þykir mér og algjörlega magnað að hann hafi ekki sést fyrr. Markmið hennar var að gera þægilegan kjól úr notalegu silki jersey efni sem myndi henta hvaða kvenlíkama sem er. Síðan þá hefur kjóllinn verið endurgerður í endalaust mörgum útgáfum og Diane var titluð „söluvænlegasti hönnuðurinn síðan Coco Chanel var uppi“.

Við hjá Volcano Design höfum einnig gert útgáfur af „wrap kjólnum hennar Diane“ sem má sjá hér, enda er „wrap sniðið“ einkar þægilegt og klæðilegt og þarf eiginlega að vera nauðsynleg eign í hverjum fataskáp.

Joni Mitchell, 1972

Joni Mitchell var kanadísk söngkona og lagahöfundur og Rolling Stones titlaði hana einn færasta lagahöfund tuttugustu aldarinnar. Einnig má sjá hana fyrir ef við hugsum um hippastílinn en hún var ein af táknmyndum áttunda áratugarins. Hún notaði tie-dye blússur lausar síðar gollur og lét hárið falla frjálst. Iðulega toppaði hún svo lúkkið með því að vera berfætt með gítar í hönd.

Eitt af mínum uppáhalds lögum með Joni er „A case of you“. Ahh hún er æði!

Cher, 1973 

Cher er ótrúleg og gaf út heilar 10 plötur þennan áratuginn og var bókstaflega allsstaðar! Stíllinn hennar fór ekki framhjá neinum enda er hún ýkt í öllu; rödd, hári, munstrum og hún lifir svo sannarlega eftir einkunnarorðunum „more is more“ sem að mér persónulega finnst æðislegt. Ég er sjálf soldið svona „more is more“ týpa og fer frekar langt yfir strikið heldur en næstum því í öllu sem ég tek mér fyrir hendur.. td með sjúklega löngum bloggum! ;)

Studio 54, 1970s 

Studio 54 í New York var heitasti staðurinn/ diskótekið á áttunda áratugnum. Þangað fór allt þotuliðið eða „jet setters“ en það var orð sem notað var um hið nýríka og örþreytta fræga fólk sem stundaði ferðalög á fínu bað- og skíðastaðina til þess að skemmta sér og sniffa kókaín. Allt frá Andy Warhol til Yves Saint Laurent, allir sem voru eitthvað fundust hér að skemmta sér hvaða dag vikunnar! Hér er til dæmis Bianca Jagger en hún var ein af tískutáknum áratugarins og var innblástur fyrir marga hönnuði en hún heldur áfram að blása innblæstri enn þann dag í dag.

Diana Ross

Diana Ross var drottning motown og eftir að hafa slegið í gegn með sönghópnum fræga „The Supremes“ fór Diana að starfa sem sóló artist en hún gaf út 9 plötur þennan áratug. Hún var þekkt fyrir lausa wrap kjóla og XXL gull eyrnahringi. Hún var fræg fyrir stílinn sinn og ruddi brautina fyrir mörgum nýjum dökkum söngkonum.

Ég fann þetta förðunarvideo sem sýnir stílinn hennar ágætlega og mér finnst þetta skemmtileg útgáfa af hennar lúkki, hún var þó einna þekktust fyrir bláa og fjólubláa augnskugga, ég er persónulega hrifnari af svona gylltum tónum.

Biba 

Barbara Hulanicki upplifði mikla söluaukningu í versluninni sinni í London þegar hún kom með útvíðar buxur og jakka í stíl sem og þrönga síða kjóla í ýmsum litum á viðráðanlegu verði. Hún bauð einnig upp á póstsendingar svo konur um allt land gátu nú upplifað hina hröðu tísku „fast fashion“ í fyrsta skipti.

Disco, 1977
Saturday Night Fever kom í kvikmyndahúsin árið 1977 og heimurinn varð smitaður af diskóinu. John Travolta og Karen Lynn Gorney fengu alla til að teygja sig í þykkbotna skóna sína og útvíðu jakkafötin og heimurinn hóf að dansa áhyggjurnar burt!

Abba 

Nú erum við farin að tala um alvöru diskó og útvítt alla leið! Agnetha, Björn, Benny og Anni-Frid spruttu fram á tónlistar og tískusviðið árið 1972 þar sem þau kynntu Bretlandi fyrir conceptinu „Scandi cool“ í fyrsta skipti, „svala Skandinavía“. Fatnaðurinn þeirra var algjörlega út fyrir allt, glimmer, pallíettur, hot pants, silfurlit þykkbotna stígvél og allur kvartettinn íklæddur hvítum kimonoum. Abba kom – sá og sigraði Eurovision söngkeppnina árið 1974 með laginu Waterloo og þar má sjá skósítt pils og silfurlitu stígvélin – ahhh ég elska þennan tíma!!

 

Debbie Harry, 1976 

Hér er svo pönkið farið að ráða ríkjum meðal diskósins og gallabuxnaskyrtur ásamt útvíðum buxum var tilvalinn hversdagsklæðnaður áttunda áratugarins. Debbie Harry var ný á sjónarsviðið og náði trendinu snemma rétt þegar Blondie hóf sinn feril og pönk tískan fór að tröllríða götutískunni.

Tískustraumarnir koma úr öllum áttum og enn fleiri straumar réðu ríkjum þennan áratug. Nú er næst á dagskrá hjá okkur systrum að fara til Kaupmannahafnar í fyrramálið en þar ætlum við að rölta um göturnar og skoða verslanir, tísku og strauma ásamt því að njóta lífsins í nokkra daga í fylgd Mekkínar. Hún er í námi í Kaupmannahöfn og ætlar að gefa okkur svolítinn dekurtíma milli bókalesturs.

Það verður spennandi að sjá hvort að áttundi áratugurinn ráði ekki svolítið ríkjum í borginni og við munum passa okkur á að taka myndir af öllu þessu helsta. Hver veit nema að við komum til baka uppfullar af nýjum hugmyndum og innblæstri og skellum okkur á fullt í að gera nýjar vörur í anda „the seventies“!

Ég vil enda á þessu lagi sem hefur glatt mitt hjarta síðustu daga en það á ansi vel við þennan pistil og nær örugglega mörgum úr þungu skammdegi.

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

So I have been looking at the current trends recently and the seventies influences have been very prominent. This style was very obvious for the fall of 2015 and it is even more in fashion now for spring 2016. We see it in fashion, make-up, hairstyles, jewellery, interior design as well as movies hence the movie "Joy".

I absolutely love this style and find it so free, versatile, open and intriguing!  

The design process includes vast time of researching and I want to learn about the upcoming trends and stiles that are happening every moment and then create my own version that fits my brand and style.

I became very interested in knowing what was actually happening in this period and tell you a little bit about it. Whereas I am not exactly a specialist in fashion history, I got much of my knowledge from my old fashion history teacher which really is an expert in this field and actually released a book here in Iceland about the history of fashion in 2005. 

Like she writes: The era is characterized by political changes and armament race between the US and the Soviet Union and growing terrorism. Drugs, free sex and commune life were facts of the time as well as women- and equal rights movements. The fashion became a domain to show political and sociological solidarity.

I find this very interesting and we see influences from the seventies as mixes between the hippie movement as well as disco and punk, quite a mix really! The extreme colour mix of the sixties is retreating and softer, darker tones are becoming more prominent. 

The childish skinny look from Twiggy was no longer the prefiguration but the natural ripe woman that even had a visible flaw giving her a personal charm and added interest, such as a gap between the teeth.

 

I also found quite an interesting list of fashion highlights and icons through this remarkable era and here is a part of that list, the things I found most interesting. The whole list can be viewed here.

Diane Von Furstenberg And The Wrap Dress, 1974 

Let's start with one of the most famous fashion inventions ever, shall we? Diane made her now-iconic wrap in 1974 after setting out to create a relaxed, silk jersey dress that could suit every woman's body with ease. Originally available in a small range of sooo Seventies prints, she was quickly given the cover of business bible Newsweek and declared the 'most marketable designer since Coco Chanel.' The magazine was right and by 1976 Diane had sold over 5 million of the dress worldwide, building a lasting fashion empire in the process. 

Joni Mitchell, 1972

The poster girl of hippie chic, Joni Mitchell was undoubtedly one of the Seventies' ultimate style icons. She wore tie dye blouses, earth-goddess hair and billowing kaftans like no other, usually completing her trademark look with bare feet and a guitar in hand. All together now, 'Don't it always seem to go...'

Cher, 1973 

Cher released a whopping 10 albums in the 1970s meaning, quite simply, that she was absolutely everywhere. From more-is-more prints to epic perms, she trialled every trend the decade had to offer with gusto.

Studio 54, 1970s 

Studio 54 in New York was the Seventies hottest venue bar none. From Andy Warhol to Yves Saint Laurent, anyone who was anyone could be found right here, having the time of their lives every day of the week. Here's Bianca Jagger riding into her Studio 54 birthday party on a white stallion, just because...

Diana Ross

Post The Supremes, Diana was all about lilac eyeshadow, loose wrap dresses and XXL hoop earrings. Like Cher, she whipped up an incredible nine albums in her first decade as a solo artist and was a key style icon, too. We're sure the sepia tones and retro wardrobe choices in this picture must have inspired American Hustle?
I also found this make-up video which shows her style quite well, she was indeed mostly known for her purple and blue eye shadows but I really love this gold version like in the video. 

 

Biba 

What did real women wear in the Seventies? Barbara Hulanicki's London boutique Biba experienced a sales boom, selling bell bottom power suits (cat covered, of course) and smock dresses in saturated colours, all at affordable price points. The roots for high street fashion were firmly planted and, thanks to an unrivalled mail ordering service, women around the country were able to experience fast fashion for the first time.  

Disco, 1977

Saturday Night Fever hit cinemas in 1977 and the world became infatuated with disco. John Travolta's car-salesman suit and Karen Lynn Gorney's major commitment to ruffles had everyone reaching for their platforms and dancing their troubles away.

Abba 

Now there's a pair of flares. Agnetha, Björn, Benny and Anni-Frid burst onto the music and fashion scenes in 1972, introducing the UK to the concept of 'Scandi cool' for the first time. Their outfits were outrageous - think sequin hot pants and silver moon boots, or the entire quartet all clad in white kimonos.

 

Debbie Harry, 1976 

The denim market exploded in the 1970s as a denim shirt and flared jeans were declared the decade's ideal casual wear ensemble. Newcomer Debbie Harry caught on to the trend early, just as Blondie took off and the punk era really kicked in.
The seventies is an interesting decade indeed and not only for its fabulous fashion styles! 
Tomorrow me and María are going to Copenhagen to visit her daughter, my niece, and I cannot wait! We will be walking the streets with no particular plan and that is my absolute favourite way of travelling! Plan free, going with the flow.. maybe a little bit in the style of the seventies, free and flowing right?
I am pretty sure we will get lots of inspiration and perhaps we will come back full of ideas for the next products in the spirit of the seventies.
Finally I would like to end this post with a song that I have been playing on repeat for the past couple of days. Perfect for a rainy and a bit snowy days just to get you out of any funk, tune this beauty up and enjoy it!

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!