Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Freyðivín og kokteilar í Kaupmannahöfn - dagur 1

(English below)

Við systurnar ákváðum að skella okkur í svolitla heimsókn til Arnars og Mekkínar frænku, dóttir Maríu, núna í janúar en þau eru í námi í Kaupmannahöfn. Jólin er mikill vinnutími fyrir okkur eins og ég held að allir í verslunarrekstri þekkja vel svo örlítið skot til að skipta um umhverfi var akkurat það sem við þurftum. Makarnir stóðu vaktina í versluninni á Laugaveginum á meðan og leyfðu okkur systrunum alveg að eiga þessa dásemdar helgi útaf fyrir okkur! Takk hnoðrar - þið eigið inni dekur!

Við vorum með einfalt plan fyrir þessa ferð: ekkert skipulag!

Það var virkilega frelsandi, við vorum ekki búnar að ákveða að við YRÐUM að sjá þetta, prufa þetta eða fara þangað.. nei- einfaldlega vera, upplifa og njóta og það var akkurat það sem við gerðum! Kannski ekki alveg "eat-pray-love" upplifun en á okkar mælikvarða var skipulagsleysi og stressfrelsi akkurat kúplið sem við systur þurftum!

Við pökkuðum létt og versluðum á flugvellinum tollfrjálsan varning, samlokur og við vorum svo óstjórnlega slakar að litlu munaði að við misstum af vélinni! Ókei, smá spark í rass stelpur þó að fríið sé byrjað!..

Flugferðin var ljúf, svolítill svefn, Marías spilað með miklum metnaði og það þarf varla að segja frá því en litla systir burstaði - að sjálfsögðu! Skálað í freyðivíni og hrotið!

Mekkín tók á móti okkur á flugvellinum og símarnir voru mundaðir í „sjálfum“ víbrandi af spenningi fyrir komandi helgi!

Enn meira freyðivín var smakkað og ég skipti strax yfir í dönskuna. Ég tók eitt og hálft ár í námi í Herning á Jótlandi fyrir nokkrum árum síðan og bjóst ekki við því að danskan myndi smella svo fljótt inn.. kannski var það bara ljúft léttvínið..?

Veðrið var yndislegt og betra en það hafði verið í þónokkurn tíma í Kaupmannahöfn en sólin lét meira að segja sjá sig og bauð okkur systurnar velkomnar til Danaveldis!

Fyrsta kvöldið var ákveðið að við færum öll saman á Sticks n‘sushi!

Arnar rakaði rauða skeggið fyrir kvöldið meira að segja.. smá svona "fyrir-eftir" stemmning í pósti dagsins sumsé ;)

Maturinn var vægast sagt himneskur og við nutum til botn en eftirréttirnir, ahhhh eftirréttirnir færðu sko gleðina á annað plan og ég sver það, litlu munaði að ég myndi ættleiða kokkinn! Við pöntuðum svona „taste menu“ af eftirréttunum og 9 litlar skálar mættu á borðið ásamt Espresso Martini.. ég er að reyna að leggja mikla áherslu á þetta hérna en ALLIR eftirréttirnir voru úr öðrum heimi og það sannast af pollinum sem er hægt og rólega að myndast hérna á lyklaborðinu!

Ella Fitzgerald og dönsk húsgögn - I'm in heaven!

Þá fórum við fjórmenningarnir á röltið um borgina og fundum falinn lítinn bar sem lét ekki mikið yfir sér að utan. Trip Advisor leiddi okkur áfram að næsta drykk og við fylgdum símunum í blindni! Treystið Trip Advisor elskurnar, þessi sannaði sig! Duck and Cover heitir demanturinn!

Við vorum komin aftur til 1960 og ég var meira að segja í blómasamfesting með varalit, stóra gyllta lokka og háan snúð og fannst ég algjörlega eiga heima þarna! Ella Fitzgerald ómaði og við sátum á gömlum dönskum tekk húsgögnum með svörtu leðri og sötruðum kokteila meðan barþjónarnir (sem voru btw ægilega sætir) þjónuðu okkur.. ég meina halló, þessi helgi byrjaði vel!

Þegar ég var farin að smella myndum og plana endurinnréttingar á íbúðinni okkar Tótu var tími til kominn að halda heim á leið.. annar dagur á morgun!

Mekkín og Arnar búa svolítið frá miðbænum svo við tókum nú lest og strætó og það var ekkert annað að gera en að smella nokkrum myndum af okkur í gleðivímunni sem Kaupmannahöfn bauð okkur uppá!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Bubbles and cocktails in Copenhagen - day one!

My sister and I decided to do a little weekend getaway and bought a trip to Copenhagen. My niece, María’s daughter lives there with her boyfriend where they study so the sofa was our bunk for the weekend and they took us on a trip around the city. Spoiled ladies we were indeed and loved every second!

We had agenda for the weekend: absolutely no plan at all!

Ahh and it was liberating for sure! For planners like ourselves, this was exactly what we needed!

After a little tax free shopping at the airport we enjoyed some bubbles on air and played cards, gossiped, slept and looked forward to the weekend ahead!

Mekkín came to the airport and welcomed us with hugs and kisses and according "selfies" of course!

Couple more glasses of bubbles and I started speaking Danish.. didn’t really expect that so soon after arrival. I studied in Denmark for a while couple of years ago and it was nice to remember a bit of the local language.. I could well manage and then some.. maybe just the bubbles talking but still!

The weather was fab and nicer than it had been for a while, even some sunshine to welcome us sisters and we really appreciated it!

For the first evening we all decided to go out to Sticks n’sushi!

Ahh the food left us speechless and let me tell you: that for one thing is hard to do! Couple of fantastic cocktails and some really nice food and I was willing to adopt the chef! Not at all over yet because the desserts were, for reals, OUT OF THIS WORLD! We absolutely loved every single bite!

My sister and I have a hard time deciding on "only one thing", especially when it comes to some sweet things, so we chose the “taste menu” with no less than NINE different desserts and every single one was to die for! The Espresso Martini just took us over the edge and we left the restaurant in utter bliss!

Ella Fitzgerald and Danish furnitures - I'm in heaven!

Onwards and upwards, not that we thought that would be possible after the amazing meal. The quartet took to the feet and walked about the city with our phones as our guiding lights and Trip Advisor led us to a little bar. Didn’t really look like much from the outside, quite dark interior and well semi in a basement really. We thought that for the first Trip Advisor would have failed but let me tell you – Duck and Cover is the jewels name and we were so happy with the lucky find!

We had landed in the 1960’s and I, funnily enough was wearing a jumpsuit with large golden bangles and a big hair bun and felt right at home! Soft jazzy Ella and some beautiful classic Danish teak furnishings and greenery welcomed us, plus the bartenders were quite cute and served us amazing cocktails!

What a great start to this weekend!

When I had taken started planning my remodelling of my apartment back in Reykjavík and really began thinking: “how will I sell this idea to Tota”.. it was time to go home!

Mekkín and Arnar live a little away from the city centre so a train and a bus ride later with some serious selfie moments in bliss town, a deep sleep on the sofa was just the perfect ending to our first day!

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!