Nýr kroppur, sami hláturinn !!
(English below)
Það sem ég er stolt af henni Öldu vinkonu minni !!!
Ég ætla að kynna ykkur fyrir vinkonu minni henni Öldu Þórunni Jónsdóttur.
Við Alda kynntumst þegar við vorum pínu ponsur í vesturbænum í Hafnarfirði. Hún bankaði bara upp á heima hjá mér einn daginn og spurði hvort stelpan sem ætti heima þarna vildi leika við sig og þar með upphófst margra ára vinátta okkar, ok, næstum 40 ára vinátta ef ég á að segja eins og er, við erum víst að eldast eitthvað.
Við vinkonurnar á uppvaxtarárunum, mikið að spá í kökum greinilega þarna ...
Við lékum okkur mikið saman á uppvaxtarárunum og vorum hreinlega límdar saman, hún einu ári eldri en við fylgdumst þó að í grunnskóla og langt fram á unglingsár. Við fórum saman í sumarbúðir þar sem hún huggaði vælukjóann mig sem grenjaði á hverju kvöldi af heimþrá og var stoð mín og stytta í öllu.
Hún var meira að segja svo huguð að hún skráði sig sem skiptinema í heilt ár til Bandaríkjanna. Það fannst mér ferlega kúl enda hefði ég aldrei þorað neinu svona ævintýralega spennandi. Alda eignaðist frábæra fjölskyldu í USA og kom heim sem pínu "ný" Alda, talaði með smá hreim og alveg svaka skvísa. Talaði um "mömmu" sína og "systur" í útlöndum og mér fannst það skrítið og var held ég pínu abbó.
Við tóku síðan framhaldsskólaárin og við fórum aðeins að stækka vinahópinn eins og gengur og gerist.
Ég ákvað síðan að gerast mamma aðeins 19 ára og fara að búa en þá skildu leiðir okkar Öldu. Ég var upptekin í bleyjuskiptum og stússi á meðan Alda hljóp af sér hornin, drottningin sem hún er.
Árin liðu og við Alda hittumst æ sjaldnar því miður, hún var ekki komin á fast og fannst mér ganga heldur hægt hjá henni að finna sér mann og stofna fjölskyldu enda er ég með eindæmum óþolinmóð og vil að allir hlutir gerist í gær.
Það kom þó að því að Alda mín kynnist ástinni sinni, honum Kristjáni og bomm 3 börn fæddust með talsvert stuttu millibili. Þau eru nú eins árs, þriggja ára og tæplega sex ára ! Já sæll, geri aðrir betur!
Það sem ég gladdist með Öldu og fjölskyldu og dáðist að því að "nenna" þessu að nálgast fertugt stelpan!
Við tók uppeldið og vinna og var heilsan sett í annað sætið eins og gengur og gerist hjá uppteknum mæðrum, ég þekki það allra best sjálf.
Það gladdi mig því mikið þegar ég hitti Öldu fyrir ekki svo löngu í verslun okkar Systra&Maka þar sem hún var að velja sér ný föt því gömlu fötin voru orðin svo stór !!! Hún sagðist vera farin að stunda hreyfingu af fullum móð og leit svo stórkostlega vel út að ég þekkti hana varla.
Fyrir 10 árum snéri ég sjálf við blaðinu við hjá mér og tengi því innilega við hennar upplifun. Ég ákvað því að spyrja hana nokkurra spurninga varðandi lífstílsbreytinguna því fyrir mér eru reynslusögur á við þessa einstök hvatning og kannski fyrir fleiri þarna úti.
Við systur báðum Öldu um að koma í myndatöku hjá okkur í nýju fötunum sem hún verðlaunaði sig með og erum við að springa úr stolti yfir þessari fallegu vinkonu okkar. En leyfum nú Öldu að fá orðið.
Hvernig kom það til að þú ákvaðst að breyta um lífstíl?
Ég var orðin mjög feit . Ég hafði hingað til verið nokkuð spræk þrátt fyrir þyngdina, en ég fann að ég var farin að veigra mér við ákveðinni hreyfingu því ég fann að hún hafði áhrif á hnéð (gömul íþróttameiðsl). Ég ákvað að ef ég ætlaði að geta gert eitthvað skemmtilegt með mínum nánustu í framtíðinni þá þyrfti eitthvað að breytast.
Leitaðir þú eftir aðstoð við að breyta um mataræði ?
Ég skráði mig á Heilsulausna námskeið i Heilsuborg. Þar fékk ég fjölbreytta fræðslu og í framhaldi af því valdi ég þá leið sem ég taldi henta mér best. En svona við mataræðið dags daglega þá skoða ég ýmis matarblogg til að fá hugmyndir um hvað ég hef í matinn hverju sinni t.d. ef ég vil prófa eitthvað nýtt.
Hvað telur þú að sé mikilvægt að hafa í huga þegar breyta á um lífsstíl ?
Það er mikilvægt að prófa sig áfram til að finna það sem hentar hverjum og einum og aðlaga þetta að sínum þörfum og smekk. Mjög mikilvægt að breyta ekki öllu í einu, taka þetta frekar í fleiri smærri skrefum.
Áttu þér þinn uppáhaldsmat ?
Erfið spurning, mér finnst flest allur matur góður. En ef ég ætlaði að gera vel við mig þá er góð steik ofarlega á listanum.
Hvernig breyttist matseðillinn hjá þér og ertu búin að taka eitthvað alveg út ?
Helsta breytingin fólst í því að ég fór að borða reglulega, sérstaklega fyrri part dagsins, sem hafði verið dálítið happa og glappa hjá mér. Núna borða ég morgunmat og borða hádegismat og kem þannig í veg fyrir að ég sé orðin glorhungruð í eftirmiðdaginn og á kvöldin. Það var hættulegasti tíminn hjá mér og maður tekur ekki bestu matarákvarðanirnar þegar maður er orðinn svona svangur.
Í öðru lagi fór ég að skrá niður hvað ég var að borða, til þess nota ég forrit sem heitir MyFitnessPal. Þá fór ég að átta mig betur á því hvaðan hitaeiningarnar sem máttu missa sín voru að koma.
Ég fór þá leið að í raun væri ekkert bannað. En ég vel sjálf að sleppa ákveðnum hlutum eða að fá mér frekar lítið af þeim.
Ertu að stunda einhverja hreyfingu og getur þú mælt með einhverri ákveðinni leið ?
Ég fer í mína föstu tíma 3 sinnum í viku í Heilsuborg.
En ég og maðurinn minn höfum einnig byrjað að fara í styttri og lengri gönguferðir. Í styttri ferðirnar höfum við getað tekið krakkana með, en svo eigum við mjög góða að sem hafa passað fyrir okkur þegar við förum í lengri ferðirnar. Gengum t.d. Fimmvörðuhálsinn í sumar. Mér finnst frábært að geta sameinað útivist og hreyfingu og það gefur mér mikið og ég mæli heils hugar með því.
Hvað myndir þú segja að það væri best við þennan breytta lífsstíl hjá þér?
Það besta er líklega þessi aukna orka sem maður finnur. Hlutirnir eru bara auðveldari þegar líkaminn er kominn í betra ástand.
Hvað var erfiðast í ferlinu við að byrja?
Það erfiðasta við að byrja var að breyta gömlum siðum og búa til nýja. Breyta hugsunarhættinum og skipuleggja sig fram í tímann. Maður er ekkert nema vaninn og leitar oft í það sem maður þekkir og finnst auðveldast.
Verðlaunaðir þú þig með einhverju til að fagna góðum árangri ?
Ég verðlaunaði mig reglulega. Fékk t.d. nýjan vatnsbrúsa eftir fyrstu 5 kílóin, svo ný íþróttaföt o.s. frv. Nú er ég komin ansi nálægt lokatakmarkinu og þá fór ég einmitt í Systur og Maka og keypti mér flíkur frá henni Kötlu sem mig hafði lengi langað í.
Settirðu þér einhver markmið?
Í upphafi ákvað ég að setja mér markmið sem væri ekki algjörlega kílóatengt heldur heilsutengt, þar sem þessi breyting hjá mér snýst um betri heilsu. Ég setti mér það markmið að vera komin niður fyrir 88 cm í mittinu fyrir september 2015. Það tókst með stæl, ég náði af mér 25 cm í mittinu og er núna 84 cm. Næst er líklega að komast niður fyrir 80 cm, sjáum hvernig það gengur.
Má ég spyrja hvað þú hefur misst mörg kíló, það er alltaf vinsæl spurning ?
Ég er búin að missa 37 kg síðan í janúar segir Alda og brosir sínu fallega brosi.
Við þökkum Öldu Þórunni fyrir spjallið og óskum henni alls hins besta. Hver veit nema við séum búin að finna annað módel fyrir búðina okkar.
Ef þér líkar þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)
Verið góð við hvort annað kæru vinir!
Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja María.
- Systur & Makar –
Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter
Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)
Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!
I am so proud of my dear friend Alda!
I would like to introduce you to my friend Alda but we became dear friends when we were little girls playing in our neighbourhood in Hafnarfjörður.
She knocked on my door one time and asked if she could play with the girl that lived there and that day became the start of a yearlong friendship, well almost 40 years because apparently we are becoming grown-ups..
We used to play together all the time when we were growing up and we were kind of glued together! She is one year older then I am but we attended the same school.
I remember when we went to a summer camp together and the drama queen I am cried every evening from home sickness and she comforted me and was my statue the whole time!
She became an exchange student in USA and I remember I thought she we was so brave and adventurous! She got to know a whole new family there and talked about here american parents and american sister! I must admit I got a bit jealous really!
Soon it was time to attend college and our group of friends grew larger. I became a mum only 19 years old and became busy with changing diaper´s while she enjoyed a different life to mine.
She found her love and whoosh 3 children in a short time, they are now one year old, a three year old and a six year old!
I was so happy for her and admired her for “being bothered” in her thirties!!
Upbringing became her priority and herself and her health took second place like is so common with busy mothers, and I know that all too well myself! When I saw her again not so long ago in our store she was choosing new clothes because her older ones were now all too big! She told me that she had started working out and eating healthier and she looked so wonderful I hardly recognised her!
About ten years ago I turned my page myself and I completely connect to her experience! I decided to ask her a couple of questions about this great life change she had made because for me these kind of stores are such a motivation and probably for many others out there!
My sister and I asked her to come for a photo shoot in her new clothes and we are so happy for her and basically exploding with pride!
Why did you decide to change your lifestyle?
Well, I had become too fat. Up till now I have been quite brisk besides my weight but now I had started to avoid certain activities and felt it hurt my knee (an old sports wound). I thought that if I was going to enjoy my life with my family, something had to change!
Where did you get information about your new diet?
I signed myself up at Heilsuborg, a health centre here in Reykjavik but they specialise in getting healthy and an “all-around” change! They offer lessons, gym sessions, weigh-ins etc. and I got a very diverse schooling and I based on that I chose the road that suited me the best! But about my everyday diet I look at a lot of blogs to get new food ideas and I am very adventurous in the kitchen and love to try new things!
What advise can you give others that would like to change their diet?
Well I think it is different for everybody! It is important to find what suits each one and adjust this to each ones taste and need. I also believe it is important not to change everything at one, take smaller steps!
What it your favourite food?
This is a tough one, I love all food! But if I want to treat myself a nice steak would have to be high on that list!
What was the biggest change for you, diet wise?
The biggest change for me was to start eating regularly, especially at the beginning of each day which had been an up and down thing. Now I eat breakfast and lunch and avoid getting super hungry late afternoon and during the evenings! That was my most dangerous time and you don’t make the best decisions when you become so hungry!
Secondly I began noting what I was eating and for that I use a programme called MyFitnessPal. Then I started realising where my calories were coming from. I decided that nothing is off limits! But I choose to avoid certain things or consume them in smaller portions!
Are you exercising something that you would recommend?
I take my regular classes at Heilsuborg, three times a week. My husband and I have also began taking shorter and longer walks. Fort the shorter walks we have included our kids but we are also very lucky to have close friends and family members that can babysit. I love to be able to combine exercise and enjoying the outdoors into one and I really recommend that!
What would you say is the best thing about this changed lifestyle?
The best thing it this added energy. Things just get way simpler when the body is in better shape!
What was the hardest to get started with?
The hardest thing was to change old habits and make new ones! Change the way you think and get organised ahead! I think you tend to get stuck in a certain rut and often look for what is familiar and the easiest! This can be a challenge to overcome by itself!
Did to award yourself with anything when you did well?
I awarded myself regularly! I bought myself a new water bottle after the first 5 kg, then new gym clothes and so on. Now I am very close to my final goal and I went to Systur & Makar and bought myself some new clothes I had been longing for, for a while!
Did you set yourself some goals?
In the beginning I decided to set myself a goal that was completely health concerned not weight loss concerned, whereas this change has everything to do with better health! I set myself a goal to be down to 88cm in the waist before September. I reached that and then some and I am now 84cm in the waist, about 25cm gone! Next it is probably getting below 80 cm but we will see how that will go!
May I ask how many kg you lost, that is always a popular question!
Yes, I have lost 37 kg since January!
We thank our dear Alda for the talk and wish her the very best for the future!
If you liked this post, please be a dear and share the joy:)
Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn
María, on behalf of
- Systur & Makar –
Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter
Plus you can sign up for our newsletter here on the right!