Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Veitingastaður tekinn í gegn: fyrir & eftir.

(English below)

Þar sem þið eruð alveg sjúklega heit fyrir "Fyrir & eftir" verkefnum ákvað ég að deila aftur breytingum sem að við Tóta sáum um á veitingarstað á Þórshöfn.

Ég hef nú skrifað um þennan stað áður en lesendahópurinn á þessu litla bloggi okkar hefur aukist til muna síðan þá svo mér datt í hug að þið hefðuð kannski fleiri gaman að því að sjá þetta verkefni:

Báran er veitingarstaður á Þórshöfn sem að við Tóta buðumst til að taka í gegn. Við gerðum það með hjálp vina og vandamanna sem og góðkunningjum Bárunnar. Ferlega skemmtilegt verkefni sem að við græjuðum síðustu páska.

Báran er ss veitingarstaður, kaffihús, bar og notaður af öllum aldri. Sjónvarpið er mikið nýtt af sjómönnum og gestum til að horfa á íþróttaleiki svo við vildum gera notalega stofustemmningu sem myndi vera hentug fyrir þá en líka dömurnar og vinahópana sem koma í happy-hour.

Staðurinn var svolítið "beige" áður og okkur fannst vanta soldið mikið uppá notalegheitin og kósý stemmninguna svo það var aðalmarkmiðið.

Hér má sjá upprunalega póstinn þar sem hægt er að lesa meira um verkefnið:

Ef ykkur líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þið vilduð vera yndi og deila gleðinni! :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

Kósý hornið fyrir - cosy corner before.

 

Kósý hornið eftir- cosy corner after.

Notalegur staður til að horfa á leiki - nice spot to watch sports!

Tveggja manna hornið við gluggann, uppáhalds staðurinn minn!

The two person spot by the window, my favourite spot!

Hér má sjá vinahornið, frábært til að taka í spil! This is the friend table- fantastic to play some cards!

Salurinn orðinn miklu notalegri - the dining room is now much more intimate! 

Þetta snýst allt um smáatriðin - the devil's in the details! 

 

Barinn nú einfaldari og skipulagðari - the bar is now much more simple and more organized!

 

Báran- a restaurant, bar, coffee-house and a sports bar: before & after.

 This was a project we did last Easter and you can read more about it here: 

Our group of readers have increased vastly since we first released this blog so I thought this might interest the new readers that missed this the first time. The summerhouse changes really got a great read so before & after pictures really seem to interest you guys!

If you would like to know more about this please press the link above :)

If you liked this post it would be wonderful if you could share the joy! :)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!