Íslenskur heimagalli í jólapakkann frá Volcano Design - 18. í jólagjafatalinu.
(English below)
Ég elska svona notalegt heimastúss og sérstaklega þegar maður á virkilega að slaka vel á eins og til dæmis um jólin!
Þessi var því í raun sérstaklega gerður fyrir mig og gæðastundirnar mínar uppí bústað öll jólin! Já, planið er einfalt: kósýgallinn, fjölskyldan mín, góðar bíómyndir (hér er einmitt mjög góður listi), góðar bækur, spil og stór konfektkassi, ostar, jólaöl og ekkert nema notalegheit!
Mér þykir þetta bara nokkuð gott plan! Ef að veðrið verður gott er alveg spurning að hendast í einn og einn labbitúr um svæðið en það er ekkert möst, ég get líka alveg faðmað mig bara í þessum!
Toppurinn er úr bambus og það er eins og að vera í skýi að vera í þessum "gourmet" galla! Buxurnar eru úr laufléttu viscose og berar táslur eða notalegir ullasokkar eru málið!
Takið eftir strengnum, já hann er breiður og með mikilli teygju, það verður því nóg pláss fyrir allskyns gúmmelaði!! Elsku laufabrauð.. komdu bara, nú tökum við á því!!!
Svo erum við einmitt með tvö kósý "Gæðastundar teppi" í bústaðnum, þetta verður því uppskrift að einhverjum notalegustu jólum fyrr og síðar!!
Hér verð ég að gera EKKERT í nokkra daga!!! ahhhhhhhhhh en sú sæla!
18. í jólagjafatali Systra & Maka, vinningur dagsins er Victoria Ilmkerti: Jóladúó!
Vinningshafinn í Reykjavík er: Karen Guðmundsdóttir
Á Akureyri: Agnes Björk Blöndal
Við bjóðum ykkur velkomnar í verslanirnar okkar að sækja vinningana :)
Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)
Verið góð við hvort annað kæru vinir!
Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.
- Systur & Makar –
Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter
Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri
Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!
A cosy overall for a very chilled Christmas time is absolutely necessary, and here it is!
This one was in fact made especially for me, it is such a privilege to be able to make stuff for myself when I need it. And this overall was my next necessity to own! You see I have a plan: after a very busy December and well year in fact I see Christmas vacation in mirage as this super relaxed time in our summerhouse. We are talking this overall, my family, quality movies (and here is a good list btw), good books, board games, a large box of chocolate treats, cheeses, Christmas malt brew and nothing but cosy time!
A pretty good plan right?!
Perhaps we go for a walk or two around the area, but not at all a must! I can just as well just stay by the fireplace and hug myself wearing this, so soft!!
The top is made of bamboo and it is like wearing the clouds! The pants are a light viscose and bear toes or woolly socks is definitely the way to go!
Ahhh and notice the waist band, stretchy, wide and soft: bunch of space for all that gourmet food right!?!
Plus we have two of these cosy blankets in the summerhouse, so this will be a recipe for some of the nicest Christmases ever I believe!!!
Here I'll be staying, doing absolutely NOTHING for a few days!!
If you liked this post, please be a dear and share the joy:)
Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn
Katla, on behalf of
- Systur & Makar –
Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter
Plus you can sign up for our newsletter here on the right!