Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Sjómannadagurinn og Public House

(English below)

Laugardaginn 6 júní var Dagur Hafsins haldinn hátíðlegur enda Sjómannadeginum  sjálfum fagnað daginn eftir svo helgin var tileinkuð sjómönnunum okkar knáu.  Eins var Color Run hlaupið haldið í fyrsta sinn á Íslandi og bærinn því troðfullur af litríku fólki.

Við hjá Systrum&Mökum ákváðum að taka þátt í gleðinni og buðum gestum og gangandi upp á léttar veitingar yfir daginn, sykurlausa stevíu drykki sem slógu í gegn og döðlupoppið okkar sem fuðraði upp á nokkrum tímum enda dásamlega gómsætt. Minnir á karamellu en þó algjörlega án sykurs og því ekki eins dísætt og annað nammipopp vill verða.

 

Katla bauð krökkunum í andlitsmálningu og hvert annað listaverkið sveif brosandi út í sólina með poppkorn í annarri og svaladrykk í hinni. Ekki amalegt að komast í stólinn hjá Kötlu enda algjör snillingur með pensilinn.

 

Eftir lokun ákváðum við systur og ein starfsstúlkan hjá okkur að bregða undir okkur betri fætinum, reyndar hálfþreyttar í fótunum eftir langa vinnuhelgi en skvísuðum okkur upp og pöntuðum borð á Public House Gastropub á Laugaveginum. Við vissum í raun ekkert út í hvað við vorum að fara því staðurinn minnir á enska krá en maturinn er með japönsku twisti og unninn úr íslensku hráefni, s.s. allnokkur samsuða á ferð.

Við fengum borð  á ágætis stað og stemmingin var létt og hressileg tónlist í gangi. Þetta er ekta,“fyrir djamm“ veitingastaður ef sá gállinn er á manni. Við vorum frekar seint á ferð en það breytti engu því eldhúsið er opið til 01.00. Við vorum í „leyfum okkur allt „ gírnum og pöntuðum Crunchy smáréttaseðilinn bara eins og hann lagði sig. Bættum svo við einni japanskir Goya pizzu til að við myndum hreinlega ekki svelta, já einmitt !!

 SENBAI Timianreykt BLEIKJA á senbai kexi│ Dill mayo│ Chimichurri

Þessi réttur kom held ég óvart aukalega og heitir held ég

PIGGY SMALLS Kleinuhringur með rifnum GRÍSASKANKA│ Piparrótarmayo│ Hægeldaðar perur

 

Réttirnir voru hver öðrum girnilegri og allt dásamlega djúpsteikt og bragðgott. Við hefðum getað pantað drykki sem paraðir eru með hverjum rétt en við létum okkur nægja hvítvín hússins sem var bragðgott og svalandi. 

Mohito sem rann ljúft niður

Eitthvað var pantað af kokteilum og mögulega nokkur tequila skot því kvöldið var frábært í alla staði og við skemmtum okkur konunglega. Við mælum eindregið með þessum huggulega og töff stað, innviðirnir eru hannaðir af Leifi Welding sem margir eru eflaust farnir að kannast við því hann er orðinn einn sá heitasti í hönnun veitingastaða hér á landi og hann klikkar ekki hér frekar en fyrri daginn.  

CRISPS Kartöfluflögur með UXAHALA og eplasósu│ Provolone│ Reyktur sýrður rjómi│ Grænn chili

 

Þjónustan var mjög vinaleg, hressir þjónar og réttirnir kynntir fyrir okkur í mátulega langan tíma enda höfðum við dömurnar frá svo mörgu að segja að óþarfa blaður um hina og þessa matseld hefði verið nauðsynlegt.  Systur&Makar gefa þessum stað 4 fugla.  Hefðum vel getað hugsað okkur að kíkja í brunch daginn eftir en þurftum að opna búðina okkar svo við eigum þá ferð inni.

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja María Krista

- Systur & Makar –

 

ENGLISH

The weekend was dedicated to our seaman and is traditionally called “The seaman’s day”. Reykjavík was filled with events all over especially at the harbour and The Color Run was first held in Iceland on Saturday, so the town was filled with colourful people!

We, at Systur&Makar wanted to play our part in making the day wonderful and held a little “festival” on our own in the store. We offered our guests sugar free Stevia lemonades and dates-popcorn that got so well received and the recipe is here. It reminds you of a caramel coated popcorn but it is completely sugar free and not as sickly sweet as these recipes can get.


Katla offered all the children face paint and the kids left our store smiling from ear to ear with a lemonade in one hand, popcorn in the other and their faces colourful and sparkly!


After closing us sisters and one staff member decided to go out for dinner and drinks, a little tired after the long day but what the heck! We powdered our noses and ordered a table at a new restaurant called Public House Gastropub at Laugavegur. We didn’t really know what we were going to get because the place reminds you of an English pub but the food has Japanese twist and is made of Icelandic ingredients, quite mixed influences here.

We got seats at a little table and the mood was very nice, light and fresh and upbeat music was playing. It is the perfect “before party” place and the kitchen is open till 01:00 so no hurry there.
After all the sugar free treats that very day we wanted to go all out and ordered exactly what we wanted, the Crunchy hors-d'oeuvres menu was completely ordered plus a Japanese Goya pizza in case we were still hungry, right!

„PIZZA“ Japönsk gyoza pizza með GEITAOSTI│ Rauðbeður│ Fíkjusulta│ Pico de gallo│ Trufflu ponzu│ Chili

CHOPSTICKS ANDARCHOPSTICKS│ Trufflu ponzu

The courses got better and better as the evening went on, lightly deep fried and delicious! We could have ordered matching drinks with each course but decided to go for a bottle of the white house wine which was fresh and tasty plus some cocktails and perhaps some tequila shots. The evening was great, super fun and we had a blast!

TEMPURA JARÐSKOKKA tempura með rjómaosti│ JARÐSKOKKA crisps│ Jalapeno dip

JFC – „JAPANESE FRIED CHICKEN“ Jógúrtmarineraður og djúpsteiktur KJÚKLINGUR ,,kara-age“ með gráðaostasósu│ Chipotle bbq│ Sesamfræ

 We really recommend this place, it is very cool and trendy and designed by Leifur Welding which is getting very known for his fantastic restaurant designs. The service was very friendly, nice servers that didn't take too much time introducing each course especially since it was a girls night, you know, a lot of talking.. 


Systur & Makar give Public House Gastropub “4 birds”. We did want to go to their brunch the next day, which is apparently fantastic, but had to open the store so we will hopefully soon find a time to go.

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

María Krista on behalf of

- Systur & Makar –