Fréttir

Fallega fallega Ruby Rose í OITNB!

(English below)

Ef þið eruð ekki búin að sjá Orange is the new black, season 3.. þá skulið þið bara gera það!

Ástralska leikkonan, módelið og DJ-inn Ruby Rose er nýjasti meðlimur þáttanna en síðan það var tilkynnt í janúar að hún kæmi inn hefur allt orðið vitlaust í kringum hana!

Hún er í fyrsta lagi alveg óstjórnlega falleg en einnig dyggur styrktaraðili hjá nokkrum dýraverndunarfélögum, samtökum gegn einelti og geðheilsu ungmenna. Einnig skrifaði hún, framleiddi og lék sjálf í stuttmyndinni Break Free en ég sá hana fyrst fyrir þó nokkru síðan og hugsaði að þessi hlyti bara að ná langt! Myndin fjallar um kynjahlutverk og er virkilega falleg, mæli með því að þið gefið ykkur tíma í hana.

Ruby er líka ótrúlega smart og hrikalega mikill töffari, þekkt fyrir mikið af húðflúrum og hún berst einnig fyrir réttindum samkynhneigðra en hún tilkynnti það 12 ára gömul að hún væri samkynhneigð.

Hún er trúlofuð fatahönnuðinum og stílistanum Phoebe Dahl, en hún er barnabarn rithöfundarins Roald Dahl og frænka Sophie Dahl.

Phoebe rekur fyrirtækið Faircloth supply and það er góðgerðarfyrirtæki sem vinnur úr náttúrulegum efnum. 

Instagram síðan þeirra er full af myndum af þeim saman enda hrikalega flottar!

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

Who is Ruby Rose?!

Ruby Rose is the newest member of Orange is the new black, but ever since it was announced she has been getting so much buzz!

Now wonder, the girl er gorgeous inside and out! She is a great supporter of animal rights campaigns , anti-bullying and youth mental health. 

I saw her first some time ago when she released her short film Break Free. She wrote the film, produced it and she plays in it, talk about a wonder woman! 

She is engaged to fashion designer Phoebe Dahl but she runs Faircloth Supply which is a charitable clothing line. Some super sweet stuff there, definitely check that out! 

I also recommend checking out their Instagram account, they look like a super fun couple and ones to watch!

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

 

 

Lesa áfram

Sykurlaust Döðlupopp frá Systrum & Mökum

(English below)

Við systur áttum alveg dásamlega skemmtilegan Laugardag síðastliðinn, en við skelltum okkur í Iðnmark ehf. í Hafnarfirði (þar sem stjörnupoppið er framleitt).

Þar hittum við hann Sigurjón sem að tók svona glimrandi vel á móti okkur, skellti okkur í hárnet og skóhettur og inn í framleiðslu! Við höfum aldrei verið jafn smart!

Ég elska svona íslenskan iðnað og dýrka að sjá svona „how it‘s made“ verksmiðjur, hvað þá að fá að taka þátt í framleiðslunni, þetta var hrikalega skemmtilegur dagur!

Við poppuðum með sérstaklega hvítum baunum sem er sama baunin og er notuð í fitnesspopp. Poppið okkar var poppað í gufu án allrar olíu og það er ekkert saltað á þessu stigi.

Þá mældum við döðlublönduna okkar góðu og hrærðum við poppið í stórum potti sem var yfir gasi og wúallah- tilbúið sykurlaust döðlupopp!

Allt poppið var sett á álborð þar sem við blönduðum smá salti við og létum kólna, svo í fóru pakkarnir með rennu í „skammtarann“ en hann vigtar þetta allt saman hátt og lágt og skammtaði í fullkomna poka fyrir 50 grömmin okkar!

Því næst tókum við systur við pokunum sem komu dásamlegir úr vélinni og pökkuðum, þetta var alveg ALVÖRU!

Límmiði í carnival stíl var þá hannaður og smellt á pakkningarnar og systurnar fóru ansi sælar af stað með þetta í búðina! Svona eiga laugardagar að vera!

Hér er svo poppið til sölu: 

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

 

 

Sugar free caramel popcorn with dates from Systur & Makar.

Last Saturday I and my sister had a wonderful day! We went ahead to a little factory in Hafnarfjörður, a town in the Reykjavík area (where we are both born and raised) to make our own sugar free date/caramel popcorn.

We love to see “how it’s made” and to be able to take part is such a pleasure and privilege!

In we went, hairnets on and off to popping!

The popcorn is popped with hot fumes and no oil or salt is added at this stage.

Then we mixed our special date, butter and coconut oil mix with the popcorn in a large pot heated over gas.

Then it is cooled and slightly salted on a cooling table and finally packed with the coolest measuring, packing, dispensing machine ever!

Finally we added our little touch with a carnival themed sticker and voila! A readymade sugar free caramel/dates popcorn!

And here it is for sale online! 

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa áfram

Eggjamúffur með chili og skinku(English below)

Einfaldar eggjamúffur sem taka nákvæmlega 5 mínútur að útbúa og aðeins 15 mín í ofni.

Já stundum er gott að grípa í eitthvað fljótlegt og hætt við að það sé ekki í hollari kantinum ef maður er ekki undirbúinn. Hafrakex með osti er t.d. minn helsti óvinur og læt stundum nægja að vefja ostssneiðinni bara utan um kexið. Svo er ég með extra stóran munn og því hverfur kexið oft bara í heilu lagi ofan í mig !! Asnaleg hönnun á munni finnst mér. Ég er nefninlega ekki svona bíómyndatýpa sem nartar í beyglu í kortér, ó nei, bara gúff, 2-3 bitar hámark. En jæja hér er fín redding sem getur hentað sem morgunmatur, hádegismatur eða bara kaffi eins og núna hjá mér eftir nokkuð strembinn vinnudag og fáar pásur. Skutlaði öllu í Thermomix blenderinn minn sem er fjölhæfari en ég veit ekki hvað og hellti svo blöndunni í nýju formin mín úr BILKA, en viðkoma í eldhúsdeildum í útlöndum er orðinn fastur liður hjá mér og er silikonformaskápurinn löngu sprunginn. Ég er sem sagt bökunarformaperri !! þannig er það bara. Prófið þessa næst þegar þið eruð gargandi svöng og vantar hugmynd af einhverju fljótlegu.

 

Chili eggjamúffur ( 9 litlar múffur )

3 egg

3-4 sneiðar skinka eða beikon

2 msk piparostur rifinn

2 msk sýrður rjómi

1-2 msk rifinn parmesan

1 rauður chili ( notaði meðalstóran með fræjum og öllu)

Salt ½ tsk

Aðferð:

Setjið allt í blenderinn og maukið duglega. Hellið í silikonform eða smurt álform og bakið svo á blæstri í 200°c heitum ofni í 15-20 mín, fer eftir styrk ofnsnis.

Njótið í botn !!

 

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja María Krista

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri).

 

 

Sometimes I crave food, like I want it now !!! Too often I go for some unhealthy cracker with cheese but I am trying to be extra healthy minded now after 4 days of indulging feast with my family in Copenhagen. Ice included and a fair amount of sugar !!! Sorry.. well at least I‘m taking the sensible road today. I made these eggmuffins with chili and ham and it tasted beautifully. Very easy and quick recipe so you should´nt fall into the cracker trap that easily.

You can use whatever you find in the fridge but this is my version. I used my new silicone baking tray which I just bought in BILKA and they popped out perfectly, no greese no fuss.

 

Chili eggmuffins ( 9 small pieces )

3 eggs

3-4 slices ham or bacon

2 tbs pepperjack cheese

2 msk sour cream

1-2 msk shredded parmesan

1 red chili with seeds

Salt ½ tsp

How to:

Put everything into a blender and mix. Pour into a silicon tray or greesed tin and bake on 200°c for about 15-20 min.

 

Enjoy my darlings !

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

María Krista, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

 

 

Lesa áfram

Sítt sítt sítt sítt finnst mér vera fínt fínt!

(English below)

Ég elska skósítt, maxi pils, síða kjóla allt sítt er svo fínt, en það getur verið erfitt að „bera“ sítt! Ég hef sjálf verið frekar feimin við skósítt, finnst oft erfitt að para jakka eða skó við síðar flíkur en það er bara afþví ég er vanari styttri sniðum, maður verður svo ferlega vanafastur að það getur verið áskorun að breyta til. Þegar ég bít svo á jaxlinn og skelli mér í sítt finnst mér það æði! Hrikalega þægilegt og ferlega „töffaralegt“ eitthvað!

Sérstaklega þegar það er svona fallegt veður eins og núna upp á síðkastið þá finnst mér geggjað að vera í síðu, með stórt skart og kannski hatt til að toppa það! Alveg ekta „bohemian chic“!

Bara hjólabuxnaleggings með aðhaldi innanundir svo elsku innanverð lærin (sem eru svo þéttar vinkonur) fái ekki sár og ég er good to go!

Maxi hlýri er væntanlegur í búðina á morgun, svart stroffefni, nær hátt upp í handakrika og felur „krúttin“ sem leynast stundum þar, „racer“ bak snið sem ég er alveg sérstaklega hrifin af og svolítið laus yfir magasvæðið! Ég held að þessi verði ansi mikið notaður í sumar, töff við flata, sérstaklega flottur við hæla og paraður við allskonar kimonoa, vesti og stóra skartgripi, ég held það nú!

Maxi sumar- hér kem ég!

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri).

 

Maxi summer- here I come!

Maxi skirts and dresses, cardigans and vests, well everything MAXI really, are some of my all-time favourite things! They can be hard to “pull” but damn if I “grow a pair” and get over my timidity its fantastic! So comfortable and becoming!

I sometimes find it hard to pair it with shoes and jackets but I that’s just because I’m more used to wear shorter things! I just need to use my imagination a bit and if all fails go to Pinterest and inspiration will follow!

The weather has been fantastic in Iceland lately and I am determined to get some balls and use my new maxi tank and skirts to the MAXI (pun intended) this summer!

The tank top is actually really great, it is going to the stores tomorrow and it is black, made of cotton riffled fabric, with racerback that I just love! It is patterned high up to the armpits and hides the little “berries” that can sometimes be found there (you know what I mean, little skin fat that is wonderful but really not so much). A little loose around the tummy and I think it will be really easy to wear this little number on a daily bases, for going out or whatever really!

 

I’ll just wear my short supportive legging hot pants so my thighs (that are great and THIGHT buddies) won’t get sores and I am good to go!

 Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa áfram

Afskiptasama mamman

(English below)

Vid hjónin kíktum í heimsókn til dóttur okkar um helgina en hún og kærastinn stunda nám í Kaupmannahöfn næstu árin. Mamman var ekki allskostar ánægð med plássið fyrir snyrtibudduna sem er engin smásmíði og heimtaði ad fá að laga aðeins til á baðinu. Skutlast var í IKEA og nokkrum krónum fátækari var hægt ad snurfusa aðeins til og bæta geymsluplássið. Fátæka námsfólkið eyðir auðvitað ekki í neina vitleysu og því skiljanlega ekki búið ad fylla allt af húsgögnum og óþarfa dótaríi.

(Hér má sjá nokkrar myndir af baðinu eins og það var fyrir breytingar).

 

Eins og sjá má er ekki mikið geymsluplássið fyrir foreldrana og úr því var bætt.

Og hér er baðið tilbúið- allt annað líf og pláss fyrir bjútíbudduna!

Hornhillur úr IKEA gerðu helling fyrir þetta litla pláss sem um var ad ræða og nokkrar bastkörfur gátu falið snyrtidót og misfallegar kremtúpur sem engan samanstað áttu.

Ódýrir límmiðar úr Søstrene Grene komu vel út á flísunum og minna pínulítið á sápukúlur, ofsalega "bað-legt". :)

Nokkur ný handklæðii lífguðu upp á hvítt baðherbergið.

Sæt lítil pottaplanta gerði gæfumuninn í tómlegt hornið.

Stórsnidugt Poo pourree sem spreyjað er ofan í klóid fyrir "þið vitið hvað" hehe og eyðir allri lykt. Sætar umbúðir líka!

Verið góð við hvort annað kæru vinir og eigið dásamlega helgi!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja María

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

The meddling mother!

My husband and I went to visit our daughter and hubby to Copenhagen but they are spending the next couple of years there to study. When we arrived I wasn't at all happy with the space my beauty box was supposed to get in the bathroom so a trip to IKEA and a meddling mother was exactly what was needed!

We bought corner shelves to be used underneath the sink but that was the perfect solution for that space! Couple of cute baskets, flowers and lid candles and the mother was happy! Amazing what just a few ideas and a bossy mum can do! (And you know, they didn't exactly "hate" the attention we gave them and the fact that we gave the poor students this makeover as a gift for all their hard studying work!)

Well off to Tivoli, the kids need to show us how to work the town! 

Enjoy your weekend darlings! Har det rigtigt godt kære venner!

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

 

 

María Krista on behalf of

 

 

- Systur & Makar –

 

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

 

Lesa áfram

Pissublöðruvænir samfestingar!

(English below)

Ég geri mér grein fyrir því að fyrirsögnin á þessu bloggi er kannski svolítið svona „sérstök“ en þetta er satt, svona byrjaði hugsun mín þegar hönnunin á „samfestingunum“ fór af stað.

Samfestingar finnst mér bara vera endalaust töff, mér finnst einhvernveginn allir sem geta verið í samfesting sjúklega cool, með bein í nefninu og ekki hræddir við að vera svolítið „out there“. Ég einfaldlega elska þá, en ég þoli ekki hvað þeir eru ekki „pissublöðruvænir“.

Ég er neflinlega með ágætlega „partývæna“ pissublöðru en það eru svo sannarlega ekki allir svo ég ákvað að hanna samfesting sem að væri einfaldari í notkun, krefðust ekki risa-salerna til að afklæðast algjörlega þegar það þyrfti en væru samt cool og svolítið „out there“.

Úr varð að besta lausnin var einfaldlega að gera buxur með sérstaklega háum streng og topp við, ss ekki beint samfesting en galla sem að lítur út eins og samfestingur þegar hann er paraður, og pissuvandamálið er úr sögunni!

Crop toppar eru mjög svo útfyrir minn þægindarramma þar sem ég leitast frekar við að gera eitthvað sem að felur eða heldur allavega við magasvæðið og bjóst ekki við því að láta sjá mig í magabol, aldrei!

En ég er nú sannfærð, magabolir eru málið, sérstaklega þetta snið þar sem þeir eru aðeins síðari að aftan og styttri að framan og sýna aðeins örlítið af maganum fyrir ofan háa buxnastrenginn. Mér finnst þeir reyndar líka mjög smart yfir hlýraboli svo það þarf alls ekki að sýna í neitt bert frekar en maður vill.

Það að hafa samfestingana í sitthvoru lagi gerir það líka að verkum að hægt er að para þá við mismunandi efri/neðriparta.

Túbu pilsin komu einmitt líka í sömu efnum og svo maxi pils sem eru æðisleg með toppunum!

Ef þetta er ekki sumarlegt þá veit ég ekki hvað?!

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

 

Pee-friendly jump suits!

Yes I know, not really the “poshest” title, still this was the thought that went through my mind when I started this summer’s jump suit design.

You see, I LOVE jumpsuits and I find everybody that wears them to be super cool, confident and somehow independent. They can be extremely flattering but damn they can be such a “bitch” to party in! You know, going to the bathroom and having to completely undress, you somehow loose the cool- factor a bit!

So I took this as a challenge: how to design a jumpsuit that is pee-friendly?

Well it is damn difficult so the result was a two piece that looks like an onesie when worn in a pair. This is of course not a jumpsuit anymore, not per say, but it is pretty damn cool and becoming and so very comfortable.

The pants have a low crotch fit, high waist in the same fabric as the pant and matching crop top.

Crop tops are another thing I have always been afraid of but you know what, I am now a believer! Crop tops are wonderful, you can wear them over tanks, with all sorts of bottoms and even layer them over dresses. No skin “needs” to be revealed, and in this case only a little slit is visible whereas the pants waistband is so high!

Plus I love investing in clothing I can mix and match, so I decided to make matching skirts. Making the skirt and the crop top to look sort of like a dress. And we added maxi skirts because they are also wonderful, so now the mixing and matching game can truly begin!

Summery all the way- am I right?!

 Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa áfram

Myndarlegir hlutir á mánudegi!

(English below)

Helgin er búin að vera viðburðarrík hjá okkur systrum, við skelltum okkur með flottum vinkonuhóp á Tinu-showið á laugardagskvöldið sem var geggjað en fyrr um daginn við fórum í bæjarferð og kíktum á Laugavegsrölt. Það var ferlega skemmtilegt en um leið skrítið að vera ekki á leið í vinnuna. Það er frábært að sjá hvað það er mikil gróska í fallegri íslenskri hönnun. Ég verslaði mér peysu hjá Leynibúðinni, það er svo gaman að styrkja aðra hönnuði og María fékk sér uppáhaldskertið sitt frá Voluspa.

Við fórum svo og fengum okkur “gourmet” eftirrétti og makkarónur á Apótekinu. Við mælum sérstaklega með saltkermellu Makkarónunum, juhöööömm!!

Við erum óttarlegir hrafnar og umkringjum okkur með fallegum munum og ekki er verra þegar þeir eru íslenskir. Ég fann mér td. Mús í Skúmaskoti um daginn, ferlega krúttleg eftir merki sem kallast “Saja design”.

Við höfum einnig selt í nokkur ár á Handverkshátíðinni á Hrafnagili (við verðum þó ekki þar í ár heldur með verslunina okkar opna á Akureyri). Í fyrra fundum við þessi dásamlegu furðudýr eftir hana Hildi Harðardóttur og fengum við okkur sitthvort dýrið!

María fékk sér þennan forláta saltstauk á handverkssýningu í Hafnarfirði eftir hana Hönnu Grétu keramik. Hann er snilld og sérstaklega fallegur, hluti saltsins er geymdur ofaná í lítill krukku og restin ofaní henni! 

Þar sem myndatakan heima var farin á fullt smelltum við nokkrum auka af fallegum munum sem hafa safnast á heimilin okkar í gegnum árin. Persónuleg loftbelgsmynd var jólagjöfin í fyrra frá Maríu og Berki til okkar Tótu en hún sló algjörlega í gegn. Kisarnir okkar sjást þarna td. ásamt nokkrum skrauthlutum af heimilinu.Myndir eins og þessar er hægt að panta hjá Bergrúnu Írisi hér

Matur er aldrei mjög fjarri okkur systrum og fer síminn vanalega á loft um leið og diskurinn er kominn á borðið, hér má sjá nokkra girnilega rétti síðustu daga.

(Spælt egg með fetaosti, salti og pipar).

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

Magnificent things on a Monday.

My sister and I love collecting beautiful things and this weekend we found some serious treasures. Here are a few images of the pretty things that inspire us and of food that we adore.  We love quirky little things especially if they are made in Iceland and here are a couple of images from our homes, please enjoy!

(Dades wrapped with bacon and cooked in the oven or on a BBQ-grill until golden brown, the perfect little thing for every occasion)!

And finally here we have a little cuteness overload!!

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter.

Plus you can sign up for our newsletter here, a little higher, on the right!

 

Lesa áfram

Smá „sneak peak“ af sumarlínu Volcano Design.

(english below)

Við ákváðum að fá smá aðstoð við sumartökuna okkar í þetta skiptið og fengum hana Julie Rowland til að koma og mynda og Emma, vinkona hennar, aðstoðaði við lýsinguna. Við Jóhanna Gils sjáum vanalega bara um þetta eins og við höfum oftast gert, en nú fannst okkur tími til kominn til að breyta örlítið til og skipta um umhverfi og áhrif.

Ég vildi hafa myndirnar svona svolitlum „götustíl“ eða „street fashion“ og fórum því í miðbæ Reykjavíkur þar sem Tóta mín keyrði þar um með fullan vörubíl af vörum og ég var með ljósmyndarann, ljósamann og módelið í öðrum bíl ásamt propsi.

Þetta var yndislegur dagur, ótrúlega fallegt veður, sól og notalegheit, reyndar soldið skörp sólin stundum sem gerði lýsinguna oft svolítið erfiða.. (ef það er ekki engin sól þá er það of mikil sól, maður er aldrei sáttur;).

Það eru ekki allar vörurnar komnar og ég er búin að halda í mér að sýna ykkur þessar myndir í svolítinn tíma, þó svo að það sé ekki allt komið þá gat ég ekki beðið lengur og bið ykkur því vel að njóta.

Það er allt saman væntanlegt von bráðar og meira til, svo sumarið verður heldur betur stútfullt af nýjum vörum mjög svo reglulega! Ég held að bjartar nætur hafi svona ofsalega góð áhrif á mig ég er uppfull af hugmyndum það vantar bara fleiri klukkutíma í sólarhringinn til að framkvæma!

Skartið er svo allt saman frá Maríu sys eða Kristu Design og fæst í versluninni okkar, hún er mun skipulagðari, skartið er allt komið ;)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

 

A little sneak peak of Volcano Design summer collection.

Normally I and my model just take care of the photoshoots ourselves but this time we decided to get some professionals in. The photographer is Julie Rowland and her friend Emma assisted with the lighting.

It was a wonderful day, sunny and shiny (a little too sunny sometimes which can make the lighting difficult, we are just never happy are we?!) :)

I wanted the shoot to look a bit „street stylish“ so we went to downtown Reykjavík with a Van full of items and another car with me, the model, the photographer and the lighting assistant.

It was so much fun, so very different from the normal „white background“ and simple shoots we always do and now I am inspired to more of these.. You know; „once you get the taste“...

All the jewellery is from my sister’s collection: Krista Design and they are all available in our store. The clothes are not all in already but some are, I just couldn‘t wait to show you any longer!

Please enjoy dear friends and we really hope you like our summer inspiration!

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter.

Plus you can sign up for our newsletter here, a little higher, on the right!

Lesa áfram

Sjómannadagurinn og Public House

(English below)

Laugardaginn 6 júní var Dagur Hafsins haldinn hátíðlegur enda Sjómannadeginum  sjálfum fagnað daginn eftir svo helgin var tileinkuð sjómönnunum okkar knáu.  Eins var Color Run hlaupið haldið í fyrsta sinn á Íslandi og bærinn því troðfullur af litríku fólki.

Við hjá Systrum&Mökum ákváðum að taka þátt í gleðinni og buðum gestum og gangandi upp á léttar veitingar yfir daginn, sykurlausa stevíu drykki sem slógu í gegn og döðlupoppið okkar sem fuðraði upp á nokkrum tímum enda dásamlega gómsætt. Minnir á karamellu en þó algjörlega án sykurs og því ekki eins dísætt og annað nammipopp vill verða.

 

Katla bauð krökkunum í andlitsmálningu og hvert annað listaverkið sveif brosandi út í sólina með poppkorn í annarri og svaladrykk í hinni. Ekki amalegt að komast í stólinn hjá Kötlu enda algjör snillingur með pensilinn.

 

Eftir lokun ákváðum við systur og ein starfsstúlkan hjá okkur að bregða undir okkur betri fætinum, reyndar hálfþreyttar í fótunum eftir langa vinnuhelgi en skvísuðum okkur upp og pöntuðum borð á Public House Gastropub á Laugaveginum. Við vissum í raun ekkert út í hvað við vorum að fara því staðurinn minnir á enska krá en maturinn er með japönsku twisti og unninn úr íslensku hráefni, s.s. allnokkur samsuða á ferð.

Við fengum borð  á ágætis stað og stemmingin var létt og hressileg tónlist í gangi. Þetta er ekta,“fyrir djamm“ veitingastaður ef sá gállinn er á manni. Við vorum frekar seint á ferð en það breytti engu því eldhúsið er opið til 01.00. Við vorum í „leyfum okkur allt „ gírnum og pöntuðum Crunchy smáréttaseðilinn bara eins og hann lagði sig. Bættum svo við einni japanskir Goya pizzu til að við myndum hreinlega ekki svelta, já einmitt !!

 SENBAI Timianreykt BLEIKJA á senbai kexi│ Dill mayo│ Chimichurri

Þessi réttur kom held ég óvart aukalega og heitir held ég

PIGGY SMALLS Kleinuhringur með rifnum GRÍSASKANKA│ Piparrótarmayo│ Hægeldaðar perur

 

Réttirnir voru hver öðrum girnilegri og allt dásamlega djúpsteikt og bragðgott. Við hefðum getað pantað drykki sem paraðir eru með hverjum rétt en við létum okkur nægja hvítvín hússins sem var bragðgott og svalandi. 

Mohito sem rann ljúft niður

Eitthvað var pantað af kokteilum og mögulega nokkur tequila skot því kvöldið var frábært í alla staði og við skemmtum okkur konunglega. Við mælum eindregið með þessum huggulega og töff stað, innviðirnir eru hannaðir af Leifi Welding sem margir eru eflaust farnir að kannast við því hann er orðinn einn sá heitasti í hönnun veitingastaða hér á landi og hann klikkar ekki hér frekar en fyrri daginn.  

CRISPS Kartöfluflögur með UXAHALA og eplasósu│ Provolone│ Reyktur sýrður rjómi│ Grænn chili

 

Þjónustan var mjög vinaleg, hressir þjónar og réttirnir kynntir fyrir okkur í mátulega langan tíma enda höfðum við dömurnar frá svo mörgu að segja að óþarfa blaður um hina og þessa matseld hefði verið nauðsynlegt.  Systur&Makar gefa þessum stað 4 fugla.  Hefðum vel getað hugsað okkur að kíkja í brunch daginn eftir en þurftum að opna búðina okkar svo við eigum þá ferð inni.

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja María Krista

- Systur & Makar –

 

ENGLISH

The weekend was dedicated to our seaman and is traditionally called “The seaman’s day”. Reykjavík was filled with events all over especially at the harbour and The Color Run was first held in Iceland on Saturday, so the town was filled with colourful people!

We, at Systur&Makar wanted to play our part in making the day wonderful and held a little “festival” on our own in the store. We offered our guests sugar free Stevia lemonades and dates-popcorn that got so well received and the recipe is here. It reminds you of a caramel coated popcorn but it is completely sugar free and not as sickly sweet as these recipes can get.


Katla offered all the children face paint and the kids left our store smiling from ear to ear with a lemonade in one hand, popcorn in the other and their faces colourful and sparkly!


After closing us sisters and one staff member decided to go out for dinner and drinks, a little tired after the long day but what the heck! We powdered our noses and ordered a table at a new restaurant called Public House Gastropub at Laugavegur. We didn’t really know what we were going to get because the place reminds you of an English pub but the food has Japanese twist and is made of Icelandic ingredients, quite mixed influences here.

We got seats at a little table and the mood was very nice, light and fresh and upbeat music was playing. It is the perfect “before party” place and the kitchen is open till 01:00 so no hurry there.
After all the sugar free treats that very day we wanted to go all out and ordered exactly what we wanted, the Crunchy hors-d'oeuvres menu was completely ordered plus a Japanese Goya pizza in case we were still hungry, right!

„PIZZA“ Japönsk gyoza pizza með GEITAOSTI│ Rauðbeður│ Fíkjusulta│ Pico de gallo│ Trufflu ponzu│ Chili

CHOPSTICKS ANDARCHOPSTICKS│ Trufflu ponzu

The courses got better and better as the evening went on, lightly deep fried and delicious! We could have ordered matching drinks with each course but decided to go for a bottle of the white house wine which was fresh and tasty plus some cocktails and perhaps some tequila shots. The evening was great, super fun and we had a blast!

TEMPURA JARÐSKOKKA tempura með rjómaosti│ JARÐSKOKKA crisps│ Jalapeno dip

JFC – „JAPANESE FRIED CHICKEN“ Jógúrtmarineraður og djúpsteiktur KJÚKLINGUR ,,kara-age“ með gráðaostasósu│ Chipotle bbq│ Sesamfræ

 We really recommend this place, it is very cool and trendy and designed by Leifur Welding which is getting very known for his fantastic restaurant designs. The service was very friendly, nice servers that didn't take too much time introducing each course especially since it was a girls night, you know, a lot of talking.. 


Systur & Makar give Public House Gastropub “4 birds”. We did want to go to their brunch the next day, which is apparently fantastic, but had to open the store so we will hopefully soon find a time to go.

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

María Krista on behalf of

- Systur & Makar –

 

 

Lesa áfram

Hátíð Hafsins & sykurlaust döðlupopp!

(English below)

Bærinn verður iðandi af lífi um helgina. The Color Run í Hljómskálagarðinum og Hátíð Hafsins á hafnarsvæðinu sem og  við með sumargleði í búðinni á Laugavegi 40.

Það er því algjörlega ástæða til að kíkja með fjölskyldunni í miðbæinn og njóta þess sem allir hafa upp á að bjóða, svo held ég að veðrið verði bara alveg hreint ágætt og það eitt og sér er ástæða til að gleðjast!

Við ætlum að bjóða upp á sykurlaust döðlupopp í búðinni, sykurlausan svaladrykk og kaffi og ég mun svo sjá um andlitsmálningu fyrir börnin! Eins ætlum við að bæta á tilboðsslánna hjá Volcano Design og fleiri vörur fara á 60% afslátt svo það er tilvalið að kíkja og gera góð kaup.

Verslunin er full af fallegum vörum og þar af mikið af nýjum vörum, við erum alltaf að bæta einhverju við, svo rölt á Laugaveginn er tilvalið á laugardaginn.

Við minnum um leið á opnunina okkar á sunnudaginn í Reykjavík frá 12:00 – 16:00 en þá munum við systur standa vaktina og taka vel á móti ykkur.

Tóta mín er á leiðinni norður og verður í góða skapinu í búðinni á morgun en hún fór af stað með 3 stóra kassa af nýjum vörum og búðin fékk einnig sendingu í gær svo þar verður allt fullt af fallegheitum!

Í lokin, svona afþví að ég veit að einhver mun spyrja um þetta er hér uppskriftin að sykurlausa döðlupoppinu sem að við munum bjóða uppá í búðinni á morgun.

Sykurlaust Döðlupopp:

1 poki fitness popp (ca 50gr)

Blanda:

50 gr smjör

100gr döðlur, niðurbrytjaðar (H-berg selur þær tilbúnar í bitum, snilld!)

1 kúfuð msk af Sukrin Gold

Hrærið öllu saman í potti þar til blandan fer að bubbla. Gott er að mauka blönduna í pottinum með töfrasprota.

Blandið við poppið! Jebb, einfalt og sjúklega gott!

Við græjuðum svo pappírskeilur úr gömlum teiknimyndasögum eins og sjá má í video-inu hér fyrir neðan.

 

Verið góð við hvort annað kæru vinir og við hlökkum svo sannarlega til að taka á móti ykkur!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Athugið að við erum á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter.

Eins minnum við á að skrá ykkur á póstlistann þar sem við látum vita af tilboðum, nýjustu vörunum og bloggfærslunum! Hægt er að gera þetta allt saman hægra megin á síðunni, örlítið ofar..

Festival of the sea and sweet but sugar free popcorn!

This weekend Reykjavík is filled with events, The Color Run will be held at Hljómskálagarðurinn and „The festival of the sea“ is at the harbour area. The festival of the sea is held because of our national seaman‘s day and we will we throwing our own little festival in the store.

The weather is supposedly going to be great so that on it’s own is reason enough to check out the buzz of people in downtown Reykjavík.

We will be offering sugar free popcorn cones and sugar free coolers and coffee and face paint for the kids.. And the kids within of course! We are also going to add on to our Volcano rack of offers and more items will hit -60%.

The store is filled with products and loads of new items on display so there are several reasons to visit us!

We also remind you that the store is open on Sunday 12:00 – 16:00 and my sister and I will hold down the fort so we welcome you to visit then!

Finally, because I am sure we will be asked, here is the recipe for the

Sweet Sugar Free Popcorn

1 bag popped popcorn about 50gr (we used a fitness version, lower in salt).

50 grams butter

100 grams dates, cut in small pieces

1 large Tbsp. Sukrin Gold

Melt the dates, butter and Sukrin and mix in a large pot until it starts bubbling and is well mixed. We like mixing it even further with a magic wand. Mix in with the popcorn and enjoy!

For the corn we made paper cones from old cartoons and a video to show how it’s made!

 

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please note we are on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter.

We also remind you to sign up for our newsletter to get offers, newest products and the most recent blog posts, all available here to the right, slightly higher up :)

Lesa áfram

Jákvæðni í formi Geocaching, About Time og sumarsalats.

(English below)

Elsku vinir, ég held að eftir átök gærdagsins; umsátur, kúgun og slyddu til dæmis á Akureyri þá þarf eitthvað jákvætt í tilveruna í dag. Þjóðfélagið á það stundum til að detta niður í dvala og þunga og facebook síðurnar fyllast af fréttadeilingum þar sem að við hristum hausinn yfir samlöndum okkar og eigum það svolítið til að alhæfa að allt sé glatað.

Ég er ekki nokkur jógi í þessum málum og fer alveg þangað með mörgum öðrum en þá er einmitt svo gott að standa upp, draga djúpt andann og reyna að líta á björtu hliðarnar, fara í labbitúr, horfa á góða og helst jákvæða mynd eða borða eitthvað yndislegt!

Þannig að ég ætla að koma með nokkrar hugmyndir að jákvæðum breytingum sem að við getum gert strax í dag og við opnum svo armana öll og tökum á móti sólinni! (of mikið..? o jæja..)

Labbitúrinn

Ég vil endilega kynna fyrir ykkur Geocaching. Ef að þið þekkið ekki þennan skemmtilega alþjóðlega leik þá held ég að þið séuð að missa af miklu. Geocaching byrjaði árið 2000 þegar GPS kerfið var gert opinbert, á undan því var það eingöngu ætlað hernaði og almenningur gat því ekki lesið hnitin nákvæmlega. Maður að nafni Dave Ulmer ákvað að fela fötu með allskonar dóti daginn eftir að aðgangur að hnitunum var gerður opinber til að athuga hvort þetta virkaði, hann merkti hnitin á fötunni inn á spjall síðu og einhver snillingur fór út og fann pakkann og lét Dave vita! Þar með var Geocahing leikurinn hafinn!

Þetta er svo einfalt, í raun er þetta risastór leikur sem er í gangi um allan heim sem snýst um að „fela hlut“. Nema í þessu tilfelli eru þetta vatnsheldar dollur, krukkur, fötur, dósir, box og allt niður í filmubox og örsmáa hluti. Í boxunum eru allskonar hlutir, skráningarbók eða eiginlega gestabók til að skrásetja fundinn og oft eru þarna ýmsir smáhlutir. Þá er reglan einfaldlega: þú mátt taka hlut, en þú þarft þá að skilja eitthvað eftir. Svo þarf að passa að fela fjársjóðinn aftur vel svo að næstu aðilar geti notið leiksins!

Fyrst var þetta gert með því að skrá hnit inn í gps tæki og svo var haldið af stað í labbitúr og fjársjóðurinn fundinn. Í dag er hægt að gera það sama en auðvitað er líka komið app til að setja inn í símana og það er algjör snilld!

Nú athugaði ég áðan á síðunni og miðað við skráningar eru hér 574 „caches“ eða dósir faldar á Íslandi! Jebb, það er erfitt að trúa því en svona er þetta út um allan heim!

Við höfum leikið okkur við þetta í nokkur ár og finnst þetta skemmtileg gulrót, sérstaklega fyrir börnin (við erum reyndar oft spenntari), til að fá þau út í labbitúr! Ég mæli með því að sækja appið og skrá ykkur á síðuna og hefja leit, klárlega sumarleikurinn í ár!

Bíómyndin

 Ég algjörlega elska svona „feel good“ bíómyndir og get oft horft á sömu myndirnar aftur og aftur. „Love Actually“ er td tekin á mínu heimili á hverjum jólum alveg eins og „Holiday“. Ég meina, Hugh Grant, Bill Nighy, Kate Winslet og fleiri álíka snillingar: nammi nammi namm!

Þessi er frá sama skapara og Love Actually og þar af leiðandi gull!

„About Time“ þið hafið örugglega mörg séð þessa en hún er yndisleg í alvöru og hana er hægt að horfa á aftur og aftur. Ég vil ekki segja of mikið um myndina en hún skartar leikurum eins og Rachel McAdams, Bill Nighy (sem ég elska meira en kaffi!) og aðalleikarinn er dásamlegur: Dohmnall Gleeson. (Þekki hann ekki úr nógu mörgum myndum en fyrir mér er hann About Time gaurinn).

Kíkið á þessa í rólegheitunum með maka, vini eða fjölskyldu og njótið þess!

Sumarsalat með perum og hráskinku.

Við systur vorum með klúbbakvöld í búðinni um daginn og einn gesturinn okkar var með mjólkuróþol sem þýddi að súpan var ekki í boði. Þá var bara að skella í eitt girnilegt sumarsalat og þetta varð útkoman. Munið að við borðum líka með augunum og það skiptir máli að vera svolítið listamannslegur í framsetningum..

Á diskinn setti ég fyrst smá blöndu af klettasalati (rucola) og lambhagasalati.

Þá reif ég niður hráskinku sem ég krullaði niður í salatið ásamt ferskju bátum sem eru bara dásamlega mjúkar og flottar núna. Þunnar sneiðar af perum kíktu upp úr salatinu reglulega ásamt nokkrum ristuðum valhnetum sem að ég sáldraði yfir.

Dressingin var gerð úr 1 dl ólívuolíu, 2 msk balsamic ediki, 1 msk soja sósu, 2 msk hunangi (best að nota svolítið fljótandi eins og td frá Sollu), 2 tsk Sriracha hot chili sósu og 2 msk eplaedik, svo þarf örugglega að krydda smá með svörtum pipar og mögulega salti. Blanda þessu öllu vel saman og setja yfir salatið eins mikið eða lítið og þið viljið.

Að lokum skóf ég nokkrar sneiðar af parmesan osti og lét liggja ofan á salatinu! Tada og þið eruð komin með gúmmelaði salat og frábært myndefni fyrir instagram og facebook! :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Athugið að við erum á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter.

Eins minnum við á að skrá ykkur á póstlistann þar sem við látum vita af tilboðum, nýjustu vörunum og bloggfærslunum! Hægt er að gera þetta allt saman hægra megin á síðunni, örlítið ofar..

Positivity in the form of Geocahing, About Time and a summer salad..

Yes sometimes we need a little inspiration for something good and healthy for our body and soul. I’m not exactly the picture of health and enjoy my occasional drink and should eat way less sugar like my sister, but I do love a good walk, a fantastic movie and a healthy salad so I would like to share that with you today!

Geocahing

This is a wonderful game concept that has been up and running since May 2000, the year the GPS system became public! A guy called Dave Ulmer decided to try out the system and check if it really worked by going out and hiding a “treasure” or a bucket with several items and he signed in the coordinates. Someone went out and found the treasure and reported back to Dave: It works!! So the game began and is now up and running all over the world!

As they describe it on their webpage: Geocaching is a real-world, outdoor treasure hunting game using GPS-enabled devices. Participants navigate to a specific set of GPS coordinates and then attempt to find the geocache (container) hidden at that location.

Now you can also get an app to your phone and I love that, I don‘t have to prepare anything beforehand, I just go out for a walk and I can check at any point if there is something hidden close by.. so very exciting! Plus this is a great way to get the kids out for a walk, a real „carrot“ that you might find some treasures! (And believe me, the grownups are no less excited then the children!)

Please check out their site and read all about this extraordinary game!

About Time

I love my classics and pretty much all „feel good“ films. Some I can watch over and over, you know films like Love Actually, Holiday, Bridget Jones, all fantastic films I just love! And if you‘re anything like me and you like those, you will love About Time. You might actually have seen it, it came out 2013 but I don‘t care, it‘s a classic and it‘s wonderful and if by any change you didn‘t know about it I have done one good deed today!

I don‘t want to say too much about the movie to give anything away, but please check it out.. and btw Bill Nighy stars in it, that for one thing is reason enough!

Summer salad with pears & prosciutto!

As I said before I love a healthy salad and here is a recipe I threw together the other day. Is all good things put together in a bowl and you feel good eating it! Remember you also eat with your eyes so try to be a bit particular about how you put it in the bowl, it makes the world of difference!

Start off with tossing together a bit of rucola and garden lettuce and put it down as a base. Rip down some strips of prosciutto ham or any cured ham and curl it into the salad.

Small boats of peaches, which are just wonderful right now, peek up from the salad among a spread of toasted walnuts and thinly sliced pieces of pear.

Dress it with a mix of 1 dl olive oil, 2 Tbsp. balsamic vinegar, 1 Tbsp. soy sauce, 2 Tbsp. honey (best is to use soft honey), 2 tsp Sriracha hot chili sauce and 2 Tbsp. apple vinegar. Season with black pepper and salt and mix it all together in a bowl or a jar before drizzling lightly over the salad.

Finally top with couple of shavings of parmesan cheese, enjoy!

Please be kind to one another!

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please note we are on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter.

We also remind you to sign up for our newsletter to get offers, newest products and the most recent blog posts, all available here to the right, slightly higher up :)

 

Lesa áfram

Crabtree & Evelyn "draumur í dós"!

(English below)

"Explore everything, keep the best" voru einkunnarorð grasafræðingsins John Evelyn og þessi orð halda áfram að vera innblástur Crabtree & Evelyn.

Ég held að það sé kominn tími á að kynna þessar frábæru vörur sem að fást í verslunum okkar bæði í Reykjavík og á Akureyri.

Englendingurinn John Evelyn var uppi á 18. öld. Hann var mikill hugsjónarmaður og var landareign hans og stórkostlegir garðar stórmerk undur síns tíma.

John Evelyn var einn af þeim fyrstu natúralistum og náttúruverndarsinnum sem ferðaðist um Evrópu til að safna og skrásetja alla þá stórbrotnu og hrífandi náttúru og umhverfi sem hann komst í tæri við.

Merki Crabtree & Evelyn, hið ævaforna villieplatré (Crabapple tree) er forveri allra eplatrjá sem vaxa á jörðinni í dag. Alla hluta trésins má nota til að fóðra, hita eða græða hinn mannlega líkama.

Saman mynda hið forna eplatré og hinn merki grasafræðingur nafnið Crabtree & Evelyn og eru þau ástæða þess að fyrirtækið getur alltaf verið stollt af nafni sínu og mun ávallt hafa að leiðarljósi að framleiða vörur úr bestu fáanlegu efnum náttúrunnar.

Merkið hefur þróast frá upphafi sínu 1972 úr því að vera lítið fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfði sig í hágæða sápum frá öllum heimshornum í að vera alþjóðlegt fyrirtæki með yfir 500 sölustaði um allan heim.

Í dag er merkið helst þekkt og virt fyrir frumlegar ilmblöndur, matvöru og ótrúlega fallegar gjafapakkningar.

Við systur fórum á sínum tíma og völdum nokkrar af okkar uppáhalds vörulínum inn í verslunina okkar á Akureyri og bættum svo örlítið við fyrir Reykjavík.

La source er stærsta vörulína Crabtree & Evelyn og er ilminum lýst sem ferskum og hreinum með frískandi sjávartónum, moskusilmi og ljúfum strandlengju andvara.

Það er alveg magnað að þýða svona ilmlýsingar en þetta er nokkuð nálægt því. La source ilmurinn er einfaldlega frískur og tímalaus, hentar bæði dömum og herrum og öllum aldurshópum. (Fæst hjá okkur í Reykjavík og á Akureyri)

Þá bjóðum við upp á Avocado, Olive & Basil sem er með grænum jurtailm og hreinum sítrónutónum með frískandi kýprusvið og ilmandi mjúkum avocado og ólívum. Þessi lína er æðisleg og hefur verið ein allra vinsælust. Hún er frískandi og vorleg og virkar ótrúlega „heilbrigð“, mér finnst það allavega mjög lýsandi orð yfir þessa línu! (Fæst hjá okkur í Reykjavík og á Akureyri)

Pear and pink Magnolia finnst mér vera svona „yngsta lyktin“. Hún er sæt blanda af ferskum perum og fínlegum blómailmi bleikrar magnolíu, jasmínu og osmanthus sem eru fínleg hvít blóm sem ilma eins og þroskaðar apríkósur. (Fæst hjá okkur í Reykjavík og á Akureyri)

Pomegranate, Argan & Grapeseed línan er æðisleg. Svolítið súr en þó sætur ilmurinn af granateplum blandaður við sítrus og fersk fíkjulauf gerir þessa vörulínu virkilega einstaka. Þessi er einmitt aðalilmurinn okkar um stundina og er hún uppstillt á hringborðinu í augnablikinu. (Fæst hjá okkur í Reykjavík)

Caribbean Island Wild Flower er mitt uppáhald. Hún er algjörlega tímalaus, hentar öllum aldurshópum og svo finnst mér umbúðirnar á þessari einstaklega fallegar og þær njóta sín vel á baðherberginu eða í svefnherberginu!

Fínlegur ilmur liljunnar er ljúflega blandaður ilmi villtra blóma eyjarinnar, suðrænir sítrus ávextir og jasmína ásamt sjávartónum láta manni líða afslöppuðum eftir langan dag á Karabísku eyjunum. Þessi er slökun í túbu ég sver það!

Ekki má gleyma herrunum en þeir fá alveg sérstaka línu út af fyrir sig; Moroccan Myrrh. Virðulegur ilmur myrrunnar blandaður með lifandi tónum bergamot og kardimommu í trjákvoðu grunni. Pakkningarnar eru líka fallega rafgular og gjafasettið hefur verið vinsælt í þessari línu! Verslaðu eitthvað fallegt fyrir þig hjá okkur og minnkaðu móralinn með því að gefa herranum smá vellyktandi, dásamlegt bara! (Fæst hjá okkur í Reykjavík og á Akureyri)

Fyrir utan línurnar bjóðum við upp á 25gr handáburðina sem hafa alltaf verið ótrúlega vinsælir enda gæðin frábær, þeir fara vel inn í húðina og skilja hendurnar ekki klístraðar lengi á eftir!

Þessir eru líka sniðugir til að prófa á ótrúlega góðu verði og hér er hægt að finna svolítið út hvaða ilmur hentar hverjum best. Frábærir í töskuna og veskin þeir eru æðislegir í gjafir og fáanlegir í allskonar ilmum 950.- (Fæst hjá okkur í Reykjavík og á Akureyri)

 • Caribbean Island Wild Flowers
 • Tarrocco Orange
 • Pommegranate
 • La Source
 • Avocado
 • Verbena
 • Citron
 • Gardeners
 • Summer Hill
 • Lavender

Crabtree & Evelyn vörurnar hafa komið ótrúlega vel út hjá okkur og erum við einstaklega ánægð með þær. Kúnnarnir eru það greinilega líka því sömu aðilarnir koma aftur og aftur enda ánægðir með ilmina og gæðin.

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

It‘s time to introduce Crabtree & Evelyn.

„Explore everything, keep the best” was the botanist, John Evelyn‘s motto and these words continue to inspire Crabtree & Evelyn.

Crabtree & Evelyn was founded in 1972 by Cyrus Harvey. The name Crabtree & Evelyn was inspired by John Evelyn, a 17th century botanist, and the English Crab-apple tree, known for its beauty and use in home apothecary. Initially a small, family run business, the first store specialised in fine soaps sourced from around the world.

One man's passion for travel coupled with an inherent desire for natural products, set the foundation for creating an international brand renowned the world over for its fragrances, body care products, fine foods and beautifully packaged gifts.

Cyrus collected soaps and lotions made by small manufacturers around the world. What started as a vocation soon became a strong business proposition with customers delighting in the interesting and unique products available.

Founded 40 years ago by Cyrus Harvey, Crabtree & Evelyn has evolved since 1972 from a small, family-run business specialising in fine soaps from around the world, to an international company with over 500 stores worldwide.

Today the brand is renowned and respected for its original fragrances, fine foods and gorgeous gifts, all beautifully packaged to transform the ordinary rituals of daily life into extraordinary pleasurable experiences.

When we opened our first store in Akureyri me and my sister went to our wholesaler and chose couple of collections to offer to our customers. We have increased that range in our Reykjavík based store and we now offer in total 6 collections and a variety of travel sized hand care lotions.

La source can be described as a crisp, clean scent of refreshing aquatic notes, musk, and gentle shoreline breezes. (Available in Systur & Makar in Reykjavík and at Akureyri)

Avocado, Olive & Basil is one of the most popular collection in our stores: A green herbal scent featuring crisp notes of lemon, energising cypress, and vibrant accords of avocado and olive blossoms. (Available in Systur & Makar in Reykjavík and at Akureyri)

Pear and pink Magnolia is our sweetest collection. The enticing aroma of fresh, juicy pear is blended with the delicate floral notes of pink magnolia, jasmine and osmanthus in an aromatic, botanical story that brings to mind cherished riches of the natural world. (Available in Systur & Makar in Reykjavík and at Akureyri)

Pomegranate, Argan & Grapeseed is a very fresh collection and is now prominently featured at our round welcoming table at our Reykjavík based store. The tart sweetness of pomegranate coupled with a burst of citrus and fresh fig leaf. (Available in Systur & Makar in Reykjavík)

Caribbean Island Wild Flower is our personal favourite. The delicate spider lily is at the heart of this fragrance. Softly blended with island wild flowers, tropical citrus fruits, night blooming jasmine and sea air accords, it conjures up the feeling of long relaxing days spent on a tranquil Caribbean island. (Available in Systur & Makar in Reykjavík and at Akureyri)

Finally we don‘t leave our gentlemen „hanging“ and offer Moroccan Myrrh. A distinguished fragrance of myrrh blended with the lively notes of bergamot and cardamom with a warm amber base. The gift sets from this collection have been really popular and what a great idea: you shop something pretty for yourself and get rid of all guilty conscience by sprucing your hubby with some wonderful scent, and really it‘s a win: win for everybody! (Available in Systur & Makar in Reykjavík and at Akureyri)

Now besides our collections we also offer a variety of travel sized hand care lotions in 25gr packaging. Perfect to try out the quality and scent. 

 • Caribbean Island Wild Flowers
 • Tarrocco Orange
 • Pommegranate
 • La Source
 • Avocado
 • Verbena
 • Citron
 • Gardeners
 • Summer Hill
 • Lavender

These wonderful products have been really well received by our customers and we are seeing the same clients come over and over again. We recommend these products highly and are proud to offer them in our stores plus the prices are great!

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Lesa áfram
230 results
Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm