Hlýri-kjóll er þessi ekta grunnflík sem hentar með svo ofsalega mörgum léttum gollum eða utanyfir kjólum, eða einfaldlega einn og sér enda stendur hann algjörlega fyrir sínu. Hann er með „racer“ baki (sjá mynd) sem okkur finnst gera hann sérstaklega dömulegan en samt svolítið töffaralegan. Hlýri er síður niður á mið læri en getur einnig verið krumpaður svolítið upp til að stytta hann.

Helsti kostur Hlýra er hvað hann nær hátt upp í handakrika og felur þar „krúttin“ sem eru stundum að væflast fyrir okkur.

Sérstaklega góður grunnur með mjög góðu aðhaldi úr stífu og fínlegu efni sem að gerir hann bæði sparilegan sem og hversdags!

Athugið að stærðirnar okkar eru svolítið öðruvísi en annarsstaðar: XS hentar stærðum 36/38-40, S hentar stærðum  40-42/44, M hentar stærðum 44-46/48 og XM hentar stærðum 48-50/52

Við mælum með 30°C þvotti á þessari vöru og vinsamlegast notið ekki þurrkara.

Efnisblanda: 92% Polyester, 8% Spandex.

Tengdar vörur

Sjá allt
Lokkar DREA - Par 60
Lokkar DREA - Par 58
Lokkar DREA - Par 54
Lokkar DREA - Par 53
Lokkar DREA - Par 52
Lokkar DREA - Par 51
Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm