Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Fréttir

Hitaplattarnir frá Kristu Design - praktísk gjöf!

Hitaplattarnir frá Kristu Design - praktísk gjöf!

(English below)

Hitaplattarnir frá Kristu Design eru hluti af fyrstu vörunum sem kom frá þeim hjónum en þeir eru mjög slitsterkir, þola vel heita potta og eldföst mót, þá má setja í uppþvottavél og þeir fara sérstaklega vel með viðkvæma borðfleti.

Plattarnir eru híbýlaprýði hvort sem þeir eru í notkun eða ekki. Eins eru þeir óbrjótanlegir og þá má setja í uppþvottavél og undir brennandi heitt vatn til að losna við alla bletti (öfugt við korkplattana sem geta fengið í sig bletti sem erfitt getur verið að ná úr.)

Plattarnir eru úr endurunnu hjólbarðagúmmí frá Gúmmívinnslunni.

Gúmmívinnslan hf. var stofnuð 1982 og var upphaflegur tilgangur enduvinnsla á gúmmíi. Strax var farið að endurvinna vörubílahjólbarða með sólningu. Við sólninguna fellur til gúmmí sem nýtt er til framleiðslu á ýmsum nytjahlutum svo sem öryggishellum og vinnustaðamottum.

Með þessari endurvinnslu er stuðlað að verndun umhverfisins og þróunar á arðbærri framleiðslu úr hráefnum sem að öðrum kosti yrðu ekki notuð svo óhætt er að segja að um sé að ræða íslenska framleiðslu frá A – Ö

Plattarnir koma í ýmsum útgáfum en þeir eru fáanlegir hér á netversluninni og eru skemmtileg gjöf á frábæru verði fyrir hvern sem er!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Trivets: heat resistant mat made of recycled tires and cut in a water jet cutter.

The rubber trivets are very durable, dishwasher safe and work especially well on delicate worktops such as glass and other scratch sensitive furniture’s. The trivets are a home décor whether in use or not.

The rubber is recycled at Gúmmívinnslan which it located at Akureyri in Iceland.

Gúmmívinnslan hf. was founded in 1982 and its original purpose/intent was the recycling of rubber. Its first process was to recycle truck tire-rubber. During the recycling, unused rubber is used to produce various other usable things, such as safety mats for children’s playgrounds, floorings, fishing equipment and more.

These processes facilitate the protection of the environment and the progression of profitable production from materials other wise not used.

The trivets are available in several forms as shown in the images and if you would like to order one, simply press on any of the images and you will be moved to a corresponding product page.

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira
Aðventudagatal Systra&Maka - gerðu eitthvað skapandi!

Aðventudagatal Systra&Maka - gerðu eitthvað skapandi!

(English below)

Við systur létum prenta fyrir okkur jóladagatal í tveimur litum. Okkur langaði svo í hreina miða með gati úr ágætlega stífu kartoni sem hægt væri að nota fyrir allskonar aðventu-dagatals pælingar.

Um er að ræða hvít spjöld með ljósgráu letri, létt og ljós og svo brún náttúruleg spjöld úr kvistpappír með svörtu prenti.

Tölustafirnir eru misjafnir svo spjöldin raðast skemmtilega upp þegar þeim er raðað á sinn stað.

Hægt er að nota þau á ýmsa vegu, þau má til dæmis hengja á litla poka með gjöfum sem er krækt á band eins og sjá má hér:

Fallegt er að binda smá borða utan um þau og festa utan um tómar sultukrukkur með sprittkerti og svo er kveikt á nýju kerti á hverjum degi. Þetta kemur ofsalega vel út í glugga! (Athugið að þið munið þurfa 300 kerti í krukkurnar í heildina miðað við að kertin lifa í einn dag hvert).

Einnig er hægt að festa þau á vegg og nota þau sem viðburðardagatal:

Þetta finnst mér æðisleg hugmynd afþví það þarf ekki endilega að vera búið að setja gjafirnar í poka, þær geta verið í formi samverustunda með fjölskyldunni alla aðventuna. Verkefnin þurfa ekki alltaf að vera flókin og hér er smá listi með nokkrum skemmtilegum hugmyndum

  1. Förum í skautaferð
  2. Eldum saman eitthvað gott í matinn
  3. Bökum piparkökur
  4. Spilum spil
  5. Föndrum jólakort
  6. Förum í bakaríið og kaupum snúð
  7. Búðarferð á Laugaveginn
  8. Kíkjum á kaffihús og fáum okkur heitt súkkulaði
  9. Skreytum úti-tré með seríu
  10. Förum á jólatónleika
  11. Laufabrauðsbakstur
  12. Föndrum jólaskraut
  13. Kíkjum í jólahúsið
  14. Förum í bíltúr að skoða jólaljósin
  15. Bökum smákökur
  16. Horfum á jólamynd saman
  17. Höldum fjölskylduspilakvöld
  18. Verslum jólagjafir
  19. Förum í göngutúr að skoða jólaljós
  20. Fáum okkur heitt kakó og smákökur
  21. Finnum jólatré
  22. Verslum í jólamatinn
  23. Búum til snjókarl
  24. Skreytum jólatréð
  25. Förum í jólabaðið
  26. Byggjum snjóhús
  27. Fáum okkur jólabjór (svona fullorðins ;)
  28. Föndrum aðventukrans
  29. Lærum um jólahefðirnar
  30. Skoðum erlendar jólahefðir
  31. Pússlum jólapúsl
  32. Finnum og pökkum inn jólum í skókassa
  33. Förum í jólamessu
  34. Lesum jólasögu
  35. Skrifum jólasögu
  36. Lesum jólasveinakvæði Jóhannesar úr Kötlum
  37. Lærum um aðventukertin fjögur
  38. Bjóðum vinum í jólakaffi
  39. Föndrum krans á leiðin
  40. Búum til jólakonfekt

Og svo mætti lengi telja! Hugmyndirnar geta verið úr öllum áttum og ef þér dettur fleira í hug má endilega skrifa það hér í commentin að neðan svo aðrir geti nýtt sér þær!

Aðventudagatölin fást hér á netversluninni með því einfaldlega að ýta á myndirnar sem og í verslununum okkar!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

It is tradition here in Iceland, and all at many more places I suppose, to have a Christmas calendar hanging from the 1st of December until the 24th. 

We decided to get our own calendar cards printed and they are available in two colours: white with light grey and natural brown with black. The idea was to create a very versatile sort of a calendar that could be used for all sorts! The fonts are different so the whole look is very cute and fun and stack up very nicely!

You can hang them on a string like so:

 

We also find it adorable to make a candle calendar and tie a little string through the hole in the card and around small jam jars with tea-lights in them. Then you light a new candle every day! (Please note that you will need 300 candles for the whole 24 days). This is a beautiful installation in a windowsill for example!

 

You can also tie or stick the cards to little bags which you have filled with little treats for every day..

Then you can stick them to a wall and they will work as an event calendar for the whole 24 days. Something to do with the family: quality times in December! This can be adjusted to just about anybody, kids, couples, work spaces etc.

The project don't need to be very complicated and here is a little list with some fun ideas:

 

  • Go ice-skating.
  • Cook something nice together
  • Make gingerbread
  • Play a board game
  • Make Christmas cards
  • Go to the bakery together for a little treat
  • Go shopping in the main street
  • Go to a coffee-house for hot chocolate
  • Decorate a tree in the yard with lights
  • Hand-craft some Christmas decorations
  • Go to a Christmas concert
  • Take a ride to check out the Christmas lights in the neighbourhood
  • Bake Christmas cookies
  • Watch a Christmas film together
  • Throw a family game night
  • Shop for Christmas presents
  • Go snow sleigh riding 
  • Eat cookies and hot chocolates and think of what you are thankful for
  • Shop for a Christmas tree
  • Make a snowman
  • Decorate the tree
  • Make the advent wreath
  • Take the Christmas bath with bubbles and the works!
  • Learn about the story of Christmas
  • Learn about foreign Christmas traditions
  • Puzzle a Christmas puzzle
  • Read a Christmas story
  • Write a Christmas story
  • Go to Christmas mass
  • Invite friends to a advent coffee
  • Make Christmas treats

And the list goes on and on! If you have some more ideas, please write them in the comments here below so others may enjoy them!

The calendars are available here on-line simply by clicking any of the images!

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira
Jólamerkimiðar til styrktar Villiköttum!

Jólamerkimiðar til styrktar Villiköttum!

(English below)

Hún María sys á sér áhugamál sem hún sinnir af ástríðu! Hún er ss í félagi Villikatta í Hafnarfirði og hefur talað áður um þetta verðuga verkefni hér:

Hér er á ferðinni alveg ótrúlega duglegur hópur af sjálfboðaliðum sem eyða fleiri fleiri kvöldum í að fara út með búr og veiða villta ketti og kettlinga. Þá tekur við heljarinnar vinna við að gefa þeim mat, koma þeim í geldingu og/eða inn á heimili.

Kettlingarnir sem finnast er komið inn á heimili þar sem þeir fá framtíðar samastað og breytast í raun í heimilisketti. Eldri kisurnar eru ekki alveg á því að venjast mönnum svo glatt svo þær fara aftur á sínar heimaslóðir eftir að þær hafa verið geldar og merktar.

Félagið er alfarið rekið í góðgerðarskyni en það er heljarinnar kostnaður sem fylgir þessum krúttum, matur, kisusandur, búr, geldingar og hvaðeina.

Fjáraflanir hafa því verið hluti af vinnu þeirra sjálfboðaliða og hefur María nú hannað og sett upp jólamerkimiða sem félagið er að framleiða og við seljum meðal annars í verslununum okkar, ágóðinn af þeim rennur óskiptur til Villikatta.

Miðarnir koma 20 saman í pakka og eru límmiðar, bara beint á pakkann ekkert vesen á aðeins 2000.- sem er náttúrulega bara gjöf en ekki gjald!

Ég get sagt ykkur það að mér hefur oft fundist óþarflega mikill tími fara í litlu krúttin en ég hitti nokkra þeirra í gær, sérstaklega í þessum kulda. Þeir leyfa manni að halda á sér og kúra og jeminn eini hvað ég skil hana Maríu vel og þau öll sem eru í félaginu!

Áfram Villikettir og áfram þið ótrúlega duglegu sjálfboðaliðar! Ég skora því á ykkur að styrkja þetta verðuga verkefni og fá þessa yndislega krúttlegu merkimiða í leiðinni. Hægt er að versla þá hér á netversluninni og fá þá senda beint heim í pósti með því að smella á einhverja af myndunum hér í færslunni!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

 

Christmas cat stickers supporting feral cats!

My sister has this interest that she tends to with passion! She is a part of an organization which works by the method of Trap-neuter-return (TNR) which is a program through which free-roaming cats are humanely trapped, sterilized and medically treated, and returned to the outdoor locations where they were found. Kittens still young enough to be socialized and friendly adult cats are typically placed in foster care for eventual adoption into homes as companion animals rather than returned to the outdoors.

It is a remarkable group of volunteers that spend hours on end helping and rescuing these little adorable cats! The organization is a charity but their work can be costly: cages, cat food, cat sand, castration process, shots and medicine for the cats so they have been very creative with raising money.

This is their newest project and my sister, creative as she is, designed a collection of Christmas card stickers.

They are sold 20 together in a package for 2000.- ISK and they are available in our store as well as here on-line.

Simply press any of the images and you will be taken to the purchasing page! :)

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira
Jólakransar Kristu Design

Jólakransar Kristu Design

(English below)

Jólakransarnir frá Kristu Design hafa fengið alveg dásamlega verðskuldaða athygli enda eru þeir svo ótrúlega fallegir!

Hún er með 3 tegundir af hangandi krönsum og einn sem stendur á borði og þeir eru allir úr húðuðu áli, koma flatir svo eigandinn flettir laufblöðunum upp og beygir eftir smekk.

Aðventukransinn er 33 cm í þvermál og honum fylgja silfurlitaðið  dufthúðaðir álkertastandar. Kransinn kemur í kassa og er auðvelt að geyma ár eftir ár. Klassískt og einfalt jólaskraut sem auðvelt er að breyta, við mælum t.d. með því að skreyta kransinn með berjum, slaufum og greinum. Eftir hátíðirnar má skrúfa úr kertastjakana og hengja kransinn upp í glugga og því gengur kransinn einnig sem heilsársskraut. (þá sjást 4 lítil göt á honum).

Stærð: 33 cm x 33 cm

Laufkransinn er eins og aðventukransinn nema hann er eingöngu hugsaður sem hangandi krans en hann gengur svo sannarlega allt árið enda ofsalega fallegur og tímalaus. Hann kemur einnig flatur í umbúðum sem eigandinn flettir svo upp. Hér þarf að ákveða strax hvort að kransinn sé hugsaður í glugga: þá flettir maður laufunum sitt á hvað, fram og aftur. Ef hann er aftur á móti hugsaður á hurð flettir maður laufunum öllum fram. Við mælum ekki með því að breyta honum aftur eftir að búið er að beygja hann þar sem laufin geta þá farið að brotna af. 

Stærð: 33 cm x 33 cm

Ílex kransinn er svipaður laufkransinum. Hann er í sömu stærð, kemur einnig flatur og hvíthúðaður. En ílexið er töluvert jólalegra en laufkransinn sem hægt er að nota allt árið.

Holly Berry eins og ílexið er kallað á ensku er dásamlega jólalegt og þessi er æðislegur bæði á hurð sem og í glugga. 

Einnig er hægt að fá ílexið í smá óróa eins og hér:

Að lokum ber að nefna hreindýrakransinn en ég er sérstaklega hrifin af honum á hurð. Það sama má þó segja um hann, hægt er að beygja laufin í báðar áttir og hafa hann þá þannig í glugga en það kemur ofsalega vel út líka. Hreindýrakransinn er 42cm í þvermál.

Við bendum á að hægt er að panta alla kransana hér á netversluninni með því einfaldlega að ýta á viðkomandi mynd og nýr gluggi opnast þar sem hægt er að panta.

Kransarnir hafa einnig verið vinsælir í gjafir þar sem þeir eru ofsalega tímalausir og fallegir og sóma sér vel á hvaða heimili eða fyrirtæki.

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

 

Introducing the wreaths from Krista Design!

Krista Design offers 4 wreaths, 3 are meant for hanging and one is an advent wreath for the table.

They are all made of aluminium, cut in a water jet cutter and finally powder coated in the locally based workshop. 

The wreaths come flat so the new owner can pull up the leaves to create its beautiful 3 dimension to taste. A classic and simple Christmas decoration that can easily be decorated and adjusted to each year’s colour theme. We recommend decorating with holly berries, ribbons or branches. After the holiday’s the candle holders can be easily detached and the wreath can hang in the window and essentially works as a decoration for the whole year around.

The advent wreath is 33cm in diameter and it comes with silver powder coated aluminium candle holders. The wreath comes in a box where it can easily be stored year after year.

Please note* do not bend the leaves back and forth, stick to a position once it has been found, moving many times can reduce the hold of the aluminium and its strength can decrease.

The leaf wreath is also available in a hanging position solely and it works for the whole year around and totally timeless.

The Holly berry wreath is much more Christmas-y than the leaf wreath and is perhaps more intended for the holiday season!

The Holly Berry is also available in a miniature mobile version here:

Finally Krista Design offers the Christmas wreath. An absolutely lovely wreath with reindeer's and a star, yeah this certainly for the holidays! I also adore this one for the front doors but the wreaths are very durable and can for sure stand to be outside!

Please note that all the wreaths can be ordered here on-line simply by clicking the images and they have been super popular as gifts!

It's time to decorate, right?!

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira
Notalegt kósýteppi - falleg gjöf!

Notalegt kósýteppi - falleg gjöf!

(English below)

Gæðastund - Værðarvoð.

Þessi notalegu teppi keyptum við inn tilbúin frá Svíþjóð en þar er efnaheildsala sem að við verslum stundum af. Teppin eru 45% ull og 55% nylon í stærðinni 130 X 200 CM og þau koma með þessum fallega borða og merkingu, tilbúin til innpökkunnar ;)

Ofsalega mjúk og hlý með fallega saumuðum kanti.

Við byrjuðum á því að versla svolítið efni af þeim þegar við gerðum sumarbústaðinn en teppin eru þar einmitt og sóma sér svo vel!

Svo þar sem við vorum svo ferlega ánægð með þau keyptum við þau tilbúin inn til að bjóða upp á þau í búðinni meðan birgðir endast. Þau eru nú ekki mjög mörg, aðeins 15 stk sem deilast niður á verslanirnar okkar svo það er um að gera að næla sér í eitt meðan þau eru til 14900.- stk.

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

 

Quality time - cosy blankets!

These are new products in our stores, cosy blankets! We bought these first for our summerhouse but after we had used them a bit we absolutely fell in love with them and decided to order couple of them for the store.

They measure 130CM X 200CM and are made of 45% wool and 55% nylon, super soft and super comfy!  

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira
Bústaðurinn fyrir og eftir - svefnherbergi 1

Bústaðurinn fyrir og eftir - svefnherbergi 1

(English below)

Við systur og makar skelltum okkur á Jólamarkað á Þórshöfn um helgina og erum því búin að vera frekar léleg á blogginu upp á síðkastið. Hún Tóta mín er sumsé ættuð frá Þórshöfn eins og ég hef komið inná áður (sjá hér). Okkur var boðið að taka þátt í markaðnum svo við skelltum okkur í ferðalag, skreyttum búðina okkar á Akureyri svolítið í leiðinni svo það var "multi-taskað" eins og okkar er von og vísa.

Nú erum við komin aftur í raunveruleikann eftir yndislegt dekur hjá tengdó og það styttist í jólin og nýjar vörur eru að hrúgast inn. (Ég ætla að fara aðeins betur yfir það í næsta pósti).

En nú að svefnherbergi 1 í bústaðnum.

Það var eins og restin af bústaðnum, furulitað og eins og sést á efstu myndinni snéri rúmið í átt að hurðinni þegar maður kom inn. Okkur fannst það ekki nýta herbergið alveg nógu vel en grunar að ástæðan hafi verið hjá fyrri eigendum að koma kommóðu í hornið. Þau notuðu neflinlega bústaðinn ótrúlega mikið og þurftu því enn meira geymslupláss.

Við ákváðum strax að létta svolítið á þessu með hvítu rúmi, léttum náttborðum og að sjálfsögðu fallega Þoku litnum úr Slippfélaginu.

Hún Gulla, sem er mikil vinkona okkar, var í örlitlu fríi þarna frá námi erlendis og brunaði auðvitað beint upp í bústað í málningargallanum og eyddi stórum hluta frísins hjá okkur! Meira hvað það er dýrmætt að eiga svona yndislega félaga, í alvöru, það er svo ótrúlega mikið gull!

Gunna, önnur frábær vinkona, kom og græjaði gamlan spegil sem við fengum í Góða Hirðinum fyrir 3000.- Hún pússaði létt yfir hann en ramminn var í raun hart plast (1990 stíll), grunnaði með hvítum grunni og málaði svo með þráhyggjupenslinum með hvítu lakki.

Þessa sætu kommóðu fengum við líka í Góða Hirðinum á 2000.- (Svo sá ég systur hennar nokkrum vikum síðar, reyndar í svolítið verra ástandi en við vorum þá orðin svo ánægð að við vorum ekkert að splæsa í hana). Hún fékk sömu meðferð og spegillinn, þrif, létt púss, hvítur grunnur og svo hvítt lakk. Hnúðana átti María en hún fékk þá upphaflega í Kaupmannahöfn.

Rúmið keyptum við í IKEA ásamt borðlampanum sem sést hér á myndinni að ofan. Veggljósið var líka úr IKEA en við áttum það síðan einhverntíman í geymslunni. (Það átti greinilega að eiga heima hér!)

Gardínurnar voru í bústaðnum áður og þar þökkum við fyrri eigendum enn og aftur fyrir vandaða hluti, myrkvunargardínur í hvítu með keðjum og það sá að sjálfsögðu ekki á þeim!

Rúmteppið saumuðu snillingarnir á saumastofunni sem og flesta púðana. Bleiku púðana fengum við þó í Söstrene Grene, aðra græjuðum við. Efnin fengum við í Vogue og Álnabæ en við notuðum frekar gróf-ofið efni í teppið sjálft með flauelis kanti. 

Heklaða blúnduteppið er gamla fermingarteppið hennar Tótu sem við stálum í einhverri heimsókninni til tengdó, það var upphaflega úr IKEA.

Hér má sjá spegilinn fína sem sómir sér svona vel á veggnum. Það þarf neflinlega ekki alltaf að vera rándýrt til að vera dásamlega fallegt! 

Krossinn er úr smiðju Kristu Design en þau eru með tvær stærðir af þessum fallegu vegg krossum.

Kransinn í glugganum er að sjálfsögðu einnig frá Krista Design, en hann hentar bæði sem heilsárs eða sem jólakrans. Þeir hafa verið að slá í gegn uppá síðkastið en Krista býður einnig upp á Ílex krans sem og Hreindýrakrans.

Myndirnar hér á veggnum prentaði María út af þessari síðu og hér má einnig sjá minni týpuna af krossinum sem hangir hér á skápahurðinni.

Það má einnig geta þess að við tókum viðarhnúðana af skápahurðunum og nýttum hnúðana sem áður voru á eldhúsinnréttingunni úr bústaðnum. 

Þetta ljós var einnig í eldhúsinu svo það passaði svona glimrandi vel við hnúðana fínu!

Hér á myndinni fyrir ofan má einnig sjá hjarta sem er eins og krossarnir frá Kristu Design og slána fengum við í IKEA en hún er hugsuð fyrir rúmteppið meðan gestirnir hrjóta.

Þetta var þá svefnherbergi eitt sem að við erum svo ofsalega ánægð með. Það er töluvert léttara og ljósara en hitt herbergið en það var planið frá upphafi að hafa þau svolítið misjöfn, María og Börkur eiga þetta herbergi enda ótrúlega rómantísk og væmin bæði tvö ;) 

Ég og Tóta rokkari eigum svo næsta herbergi en það er allt annað lúkk á því, miklu svartara og dekkra...

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

It is time to tell you about the first bedroom in our summerhouse.

We decided to have the bedrooms quite different; one light and quite romantic and the next one quite dark and a bit more eccentric.

The bedroom was like the rest of the house, covered in pine and as you can see from the top image the bed faced the door as soon as you entered the room.

We decided to turn it to the left to get more space when you entered and to get an easier access to the cabinets.

We believe the reason for turning the bed the way they used to was to have more storage in the room, they actually fitted a dresser next to the bed but since the house will not be used as much by us and more by guests we don’t need quite as much permanent storage solutions.

Firstly we wanted to lighten the space up, painted the ceilings white as well as the doors, the windows and window frames. The walls got to be in the grey colour, same as the rest of the house.

Gulla, our dear friend, had a little vacation from her studies abroad when we renovated the house and she came as soon as we called to help us out. Seriously, it is so very precious to have friends like that!

Gunna, another helping hand, came and renovated the frame. It was s very cheap old second hand plastic framed mirror we sanded lightly. Based it with a base foundation and did a top coat with white lacquer.

This little bedside table we also got at a second hand store very cheaply. Same process: cleaning, light sanding, base foundation and a top coat of white lacquer. The knobs my sister got some time ago in Copenhagen so they fitted perfectly!

The bed frame is from IKEA as well as the table lamp. The wall lamp is also from IKEA but we had that from some time ago and now it found itself a place to belong!

The curtains came with the house and again we thank the previous owners for quality in their choices! Full darkness curtains are a necessity here in Iceland whereas the summer nights have full daylight for the whole 24 hours!

The bedspread was sewn at Volcano Design’s sewing room as well as most of the cushions. The pink velvet cushions we got at Sostrene Grene but the other ones we made.

The white crochet throw is also from IKEA but a quite old collection, sadly not available anymore.

Here you can see the mirror, perfect by the bed!

We decided to use a simple fold chair as the other side table. It was light and simple and doesn't take much space, plus we found it was very “beachy” and “summerhouse-y” (that’s a word, right?!)

The cross is made by Krista Design but they offer two sizes of these beauties!

The wreath in the window is also from Krista Design. This one I absolutely love! It can be used as a Christmas decoration but it is also perfect for the whole year around!

Krista also has 2 other wreaths, the Christmas reindeer one and the Holly Berry wreath!

The images on the wall María printed from this page:

Here you can also see the smaller version of the wall cross.

The pole is for the bed spread during the nights and the heart is the same collection from Krista Design as the wall crosses.

So, this was bedroom one and we are completely thrilled with it! It is very light and airy and very different from the next room, (more coming soon).

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira
Bústaðurinn fyrir og eftir - svefnloftið

Bústaðurinn fyrir og eftir - svefnloftið

(English below)

Næsti kafli í bústaðarbreytingunum er svefnloftið, en það er eitt af mínum uppáhalds rýmum.

Það er ekki með fulla lofthæð reyndar en úff það er svo kósý eitthvað og krúttlegt og þessi gluggi horfir yfir allan dalinn, hér er æði að vakna!

Svona var svefnloftið áður þegar við tókum við fallega bústaðnum, furuklætt eins og restin og þarna til vinstri á efri myndinni getið þið séð vatnstankinn.

Við vildum strax halda þessu rúmi á sínum stað svona undir glugganum og mála það hvítt, okkur grunaði líka að loftið yrði aðeins léttara þegar búið væri að mála það og vá hvað það varð mikill munur (sést á myndum hér aðeins neðar).

Við vildum líka setja upp einhverskonar klæðningu fyrir hitakútinn, sérstaklega þar sem við erum að fara að leigja hann út þá á þessi "fíll" ekki að vera sjáanlegur.

Þetta rúm var einnig hér á loftinu við rimlana en við fórum með það niður í svefnherbergi tvö (ég segi betur frá því síðar).

Hér sjást semsagt rimlarnir og hér til hægri er smá skápainnrétting sem var fest í gólfið.

Hér sést skápurinn enn betur, hann er ss þarna svolítið út á miðju gólfi en myndar þessar hillur þarna við hliðina. 

Við fjarlægðum þetta allt saman út og vorum svo heppin að parketið var alveg heilt undir og það var bara eins og það hefði aldrei neitt verið þarna, enn og aftur vil ég þakka fyrri eigendum fyrir gæði í öllum frágangi!!

Þá tók auðvitað yndislega málningarvinnan við, grunna grunna, mála og mála :)

Hún Tóta mín var þarna á fjórum fótum í nokkra daga og rak svart hárið reglulega upp í hvíta loftið.. hún var bókstaflega að verða gráhærð á þessu! hohoho ;)

En ohhh, svona var þetta létt og fallegt!

Þá var komið að því að mála rúmið hvítt...

Feðgarnir að koma fyrir rennum svo hægt væri að loka fyrir hitakútinn, þarna er svo kominn léttur renniveggur sem hægt er að opna svo við græddum þarna svolitla aukageymslu fyrir fleiri sængur.

Hér er búið að bæsa allar viðarsperrurnar, við notuðum bæs úr Húsasmiðjunni sem heitir: Lady Pure Nature og liturinn heitir er Sjosand, litanr 9043.

Það er svolítið grágrænbrúnt einhvernveginn en varð ofsalega hlýlegt yfir gula furuna.

Hér er svo loftið tilbúið: Þetta er boxdýna úr Ikea en við tókum bara fæturna undan því og saumuðum utanum það brúnt leðurlíkisáklæði. Fallegu blómapúðarnir fylgdu bústaðnum sem og kringlótta ofna mottan, hún var áður í stofunni en smellpassaði nú á loftið!

Þessa litlu innréttingu fundum við í gegnum sölusíðu Skreytum Hús en hún smellpassaði inn!

Þetta rými er semsagt hugsað svona svolítið fyrir krakkana: skúffurnar eru með DVD diskum og spilum og bókum. Eins nýtist boxdýnan auðvitað sem aukarúm fyrir einn fullorðinn eða ungling.

Öll rúmteppi og púðaver saumuðu snillingarnir á saumastofunni okkar, Volcano Design. Þær eru að verða ansi vanar að stökkva úr fatasaum í heimilissaum þessar elskur... já aðallega orðnar ótrúlega vanar þessu veseni í okkur!

Hér er svo fallega rúmið við gluggann, ég algjörlega elska þetta eins og ég sagði. Unglegt, ferskt og notalegt!

Motturnar fengum við í ILVA (það eru tvær langar sitthvorumegin við rúmið). Náttborðið öðrumegin er gamall viðarkassi og hinumegin notuðum við gamlar ferðatöskur.

Myndirnar sem halla hér uppað veggnum fengum við á heimasíðu sem býður uppá þann möguleika að prenta út fría grafík. Við nýttum okkur þessa skemmtilegu lausn á nokkrum stöðum um bústaðinn.

Hér sjáið þið td fjaðrirnar fallegu í rammanum, þær eru líka af þessari síðu.

Karfan hér fyrir framan er svo hugsuð fyrir alla púðana og rúmteppið meðan sofið er í rúminu.

Ég elska að stútfylla allt af púðum og teppum og öllu sem öskrar "GÆÐASTUND" svo ég fékk það sem ég vildi í þessu! :)

Þarna má svo finna gæða lesefni, Bridget Jones ofl "gourmet stuff"! 

Svona er hæðin, eins og þið sjáið hérna vinstra megin þá lokuðum við þessum vegg með svolitlum panil og komum slökkvaranum aftur fyrir (þarna var enginn veggur áður). Þetta verður til þess að loftið virkar dálítið skipt þegar maður kemur upp, maður byrjar á að horfa á sjónvarpsdýnuna og svo til vinstri á rúmið.

Litla sjónvarpsinnréttingin er með glerplötu svo við komum nokkrum myndasögum fyrir undir plötunni til að gera þetta enn "krakkalegra". Ég veit, þetta er Tinni sem er alveg bannað að rífa, en bókin var brotin og nokkrar blaðsíður rifnar úr, það er eina ástæðan fyrir því að við notuðum Tinna!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Next chapter in the summerhouse renovations is the loft but that is one of my absolute favourite places!

It doesn't have a full loft height but oh it is so lovely and cost and this window offers view over the whole valley!

This is how the loft looked like before we changed it, covered in pine which made it very cosy but a little heavy and dark.

We loved the location of the bed, under the little window and decided to keep it there from the start but the space needed to become a bit lighter with paint and the difference is vast!

We also wanted to set up some sort of a cover for the water tank to make it “invisible”.

This bed was also here on the loft next to the banister but we took this downstairs to be used in the second bedroom.

Here you can see the banisters and there on the right you can see a little cabinet that was stuck to the floor.

Here the cabinet is even more visible, we decided to remove this storage and luckily the flooring underneath was whole, again we are so very thankful to the previous owners for their fine finishing’s!

Then it was time to paint paint paint.. but how everything brightened with a bit of white!

Look, what a difference!

The bed was painted white…

The father and son built a little wall to the left when you go up the stairs and a little light moving wall to hide the water tank. By doing this we gained some extra storage for more bed linens and sheets.

Hér er búið að bæsa allar viðarsperrurnar, við notuðum bæs úr Húsasmiðjunni sem heitir: Lady Pure Nature og liturinn heitir er Sjosand, litanr 9043.

Það er svolítið grágrænbrúnt einhvernveginn en varð ofsalega hlýlegt yfir gula furuna.

Here the loft is ready. This is a box mattress from IKEA but we simply removed the legs and covered it with brown foe leather cover. The pillows came with the house as well as the rug but that used to be located at the living room.

This little storage we bought second hand online but it fitted perfectly!

This space is considered to be an area for the kids, the drawers are filled with DVD’s and books and board games. The box mattress also works as a “sofa” as well as an extra sleeping space for one adult or a teenager!

All bed sheets and pillow cases were made at Volcano Design’s sewing room. They are now quite used to jump from clothes making to home ware which I truly appreciate!

Here we can see the beautiful bed next to the window: I LOVE this like I said! Young, fresh and oh so cosy!

The images on the wall we got online at a brilliant blog called Oh so lovely but she offers free printable’s. This we used in several places throughout the house!

The feathers in the frame are also from this brilliant page!

The basket here in front of the bed is for all the pillows and throws because I am such a sucker for everything that screams “Cosy time”! I got what I wanted!

Quality reading material: Bridget Jones… well of course!

This is how the floor looks from one end to the other. The little wall we built is a sort of a cover for the bed area as soon as you come upstairs. Firstly you see the extra “sofa bed” on the right and then you see the main sleeping area to the left.

We also but some old cartoons under the glass plate on top of the TV cabinet, just to emphasize slightly that this area is “meant for” the kids and teenagers.

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira
Skeiðin hans afa...og ömmu !

Skeiðin hans afa...og ömmu !

(English below)

Hann afi minn hann var sko enginn rugludallur !

Hann var þvert á móti uppátækjasamur, úrræðagóður og lausnamiðaður ef svo má segja. Afi Raggi (Ragnar Sveinsson) var lærður vélstjóri, fæddur og uppalinn á Siglufirði, faðir 5 barna og þar á meðal móður okkar systra henni Fríðu Ragnars. Afi og amma fluttu seinna suður í Hafnarfjörð og býr amma okkar hér enn.

Sem dæmi um snilldarlausnir hans afa voru skeiðarnar hans sem finna mátti í eldhússkúffunni þeirra hjóna en hann hafði tekið upp á að bora göt í nokkrar matskeiðar á heimilinu svo vökvinn af rauðkálinu og grænu baununum myndi ekki fylgja með og þar af leiðandi sullast yfir lambalærið.

Upphaflegu skeiðarnar sem eru auðvitað ennþá til.

Við systkinin og barnabörnin vöndumst fljótt á þetta og fannst sjálfsagður hlutur. Auðvitað notar maður gataskeiðina í meðlætið!! Stundum reyndar þegar við fengum að gista hjá ömmu og afa og borðuðum morgunkornið daginn eftir þurfti að gera dálitla leit að heilum, óboruðum skeiðum en það gekk nú samt.

María Krista í pössun hjá afa Ragga og ömmu Erlu.

Við systur vorum einhverntíma að rifja upp þessar skemmtilegu skeiðar og fengum þá hugmynd að endurgera þær, afa til heiðurs. Við skírðum verkefnið Skeiðin hans afa og gerðum 4 mismunandi týpur sem henta einnig við fleiri tilefni og meðlæti.

    

Þær eru því merktar með höggpípum ýmist, fetaosti, ólífum, baunum og maískorni. Skeiðarnar slógu heldur betur í gegn enda skemmtileg gjöf við ýmis tækifæri, grillveisluna, afmæli, vinagjöf og svo má lengi telja.

       

Sagan um afa fylgir í kassanum og því bara ansi skemmtileg og öðruvísi gjöf fyrir alla. Afi kvaddi okkur fyrir nokkrum árum og því hefur amma gamla notið góðs af söluhagnaði skeiðanna í formi veglegri jólagjafa en ella eða þannig langar okkur allavega að þakka þeim hugvitið. Nuddpúðar, raftæki og leslampar hafa því verið undir jólatrénu undanfarin ár. Takk amma mín og afi fyrir að vera þið. Þið eruð snillingar! 

Hér má sjá hvernig virknin er á skeiðinni góðu. Fyrri myndin sýnir maísbaunir í venjulegri skeið 

og sú síðari Skeiðina hans Afa í notkun :) Einfalt og svínvirkar.

Venjuleg matskeið !

Skeiðin hans afa !

Skeiðarnar hans afa fást hér á vefverslunni svo um að gera að næla sér í eina. Einnig eru þær fáanlegar í verslunum okkar á Laugavegi 40 Reykjavík eða Strandgötu 9 Akureyri.

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja María Krista.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu

 

 

Grandpa's spoons ! 

My darling grandfather, who passed away a few years ago was well known for his inventions in the garage. At least among his family. 

He used to convert old spoons for my grandmother by drilling holes in them so they could be used for draining beans or canned cabbage.

 The original spoons

We, the grand kids, remember those spoons very clearly

To honour his memory Krista decided to re-invent his brilliant invention in a modern way. The spoons can for example be used to serve feta cheese, beans or corn.

 

Normal spoon without the holes...

Grandpa's spoon with the holes.. infinitely superior :)

This is such a great gift to bring to the dinner party!

Note the writing on the spoons comes in Icelandic.You can buy the spoons here.

Our grandfather passed away a couple of years ago so our grandmother get's a little "commission" in the form of large Christmas presents. 

His ingenious idea keeps spreading and people love these spoons. They are perfect as gifts, especially to a dinner party whereas this raises a great conversation. Think: Christmas presents... ;)

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira
Pinterest á sunnudegi: fyrir og eftir verkefni.

Pinterest á sunnudegi: fyrir og eftir verkefni.

(English below)

Ég elska Pinterest og skoða það reglulega! Síðan er stútfull af skemmtilegum hugmyndum, iðulega ofsalega fallegum myndum, uppskriftum, tísku, förðunarráðum og endalaust öðru sossum líka.

Eftir að hafa vafrað á Pinterest í gærkvöldi, datt mér í hug að deila nokkrum flottum "pinnum" með ykkur.

Þar sem að við systur & makar höfum staðið í bústaðarbreytingunum, við systur tókum myndir af Öldu vinkonu hennar Maríu og eftir bloggið um spítalann, kom ekki til annað til greina en að hafa þemað: Fyrir & eftir!

Hér eru því nokkur skemmtileg "pin" af "fyrir og eftir" verkefnum. Þið getið einnig smellt á allar myndirnar og dettið þá inn á síðuna þaðan sem viðkomandi pin var pinnað. :)

Þetta finnst mér ofsalega skemmtileg hugmynd, gera svolítið líf í kringum sjónvarpið svo það verði ekki það eina sem stendur út sem stór svartur kassi á veggnum. Heldur er það nú orðinn hluti af stærri uppstillingu!

 

Fyrir utan það að elska þetta rúm (ég elska þetta rúm!!) þá er þetta æðisleg breyting líka finnst mér. Motta undir rúmið og svona endann ásamt nýjum púðum, æðislegt! Liturinn er líka fallegur og lætur gluggana fá meira vægi.

Ljóst og létt með fallegum panil og svolítið "strandlegum" stólum. 

 

Hér er önnur svakalega mikil breyting sem að mér finnst iðulega hafa mjög mikið að segja: létta á efri skápunum! Já það getur verið ves, hentar ekki endilega öllum og plássleysi getur háð þessari ákvörðun. En iðulega erum við með alltof mikið af öllu og það getur verið gott að hreinsa svolítið til. (Það er alveg brjálæðislega írónískt að ég sé að segja þetta, ég stútfylli alltaf allt af dóti og drasli sem að ég þarf ekki endilega.. en það er svo miklu auðveldara að segja öðrum að létta á dótinu í kringum sig en að gera það sjálfur, ekki satt... ;) )

Skemmtileg breyting með fallegum flísum bæði á veggjum og gólfi. Ég elska þegar fólk tekur svolitla sénsa í flísavali! Það er neflinlega ekkert endilega alltaf málið að fara í ljósar og plain flísar, það er svo ótrúlega margt í boði og flísaval getur verið skemmtilegt tækifæri til að "flippa" svolítið!

Dökk svefnherbergi og dökkir veggir. Ég er alveg að elska þetta trend, þetta dökka er að koma rosalega sterkt inn finnst mér og er sífellt að sjá fleiri og fleiri pin af dökkum rýmum. Við tókum þetta til okkar við Tóta og máluðum svefnherbergið okkar og skrifstofuna í navy bláu sem og íbúð hjá vinkonu okkar svar gráa. (Ég sýni ykkur þessar breytingar bráðlega :)

Æðisleg yfirhalning á flottri mublu, stíliseringin er líka bara frábær! 

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

 

Pinterest love!

Like the title entails I LOVE Pinterest! I have spend lots of time there, probably way to much but I find it to be a great source for inspiration, great ideas, make-up tips, recipes, fashion and pretty much everything else!

Last night I was surfing the world of ideas and I found loads of very nice "before and afters" that I would like to share with you! After the summerhouse changes, Alda's transformation post and the blog about the Hospital at Patreksfjörður I got the urge to see some more before and afters!

 

You can also click on the images to go to each corresponding webpage.

I find this to be such a clever idea: surrounding the TV with other things making the focus go on other things than the "black box", it instead becomes a part of the installation. 

 

 

Besides LOVING this bed frame (I really really love it!) this is a great little change. Soft colour making the windows more prominent, lovely rug under the front part of the bed giving it more of a cosy feel, lamps and new cushions: greatness!

A huge change here: light, airy, a little "beach-y" and fabulous!

 

Here is another kitchen change I find to work so many times: dis-burden the upper cabinets and keep the plan more open with light shelving and make the items work as usable decorations! 

I know that sometimes lack of storage can prevent this idea but if you have the change to I find this to work really well every time!

 

Fun change with some beautiful decorative tiles. This is something that people are often afraid of but this is the place you can so easily take a change at. Yes, sure it is expensive to renovate bathrooms but why not go a little out there and check out more tile options than only plain white?! 

 

Dark bedrooms, dark walls: this trend I am loving! We have already painted our bedroom and office in dark navy and I am adoring it! We also did a whole apartment for our friend in dark dark grey! (I will show you this very soon!)

A beautiful change of a beautiful piece of furniture, and this blog is full of all things beautiful, plus the styling is so well done!!

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira
Minning um góðan dreng.

Minning um góðan dreng.

(English below)

Nú þegar tekur að rökkva er ekkert notalegra en að kveikja á  kertaljósum. Flökt frá kertaljósi er svo rómantískt og hlýlegt og í rauninni eru kerti og kósýheit aðalástæðan fyrir því að ég er meiri vetrartýpa.

Við Kristuhjónin erum sérlega iðin við að hanna einhversskonar stjaka fyrir sprittkerti en við höfum einnig gert stærri stjaka fyrir útikerti.

Fyrsti útistjakinn var gerður fyrir vinafólk okkar sem missti son sinn langt um aldur fram. Orri heitinn var aðeins 16 ára þegar hann lést 30 janúar árið 2010 og finnst mér eins og það hafi gerst í gær að við fengum þær skelfilegu fréttir að hann væri farinn frá okkur. Orri var skólafélagi dóttur okkar hjóna en þau höfðu fylgst að á skólagöngu sinni frá 4 bekk upp í framhaldsskóla, en þau gengu bæði í MR. 

Þegar við ætluðum að votta þeim samúð okkar þá fundum við enga gjöf sem okkur fannst viðeigandi fyrir þessa ungu foreldra svo við ákváðum að hanna kertastjaka sem yrði gjöf til þeirra og um leið láta hluta ágóðans af sölu samskonar stjökum renna í minningarsjóð í nafni Orra Ómarssonar. Markmið sjóðsins er að hjálpa ungu fólki á yngsta stigi í framhaldsskóla sem upplifir í hjarta sínu og sál, djúpa dali, sinna forvörnum og fræðslu tengda sjálfsvígum. Hvíl í friði elsku Orri.

Stjakinn vakti athygli og seldist vel svo við gerðum fleiri útfærslur af honum þótt frumgerðin sé og verði alltaf tengd honum Orra, enda kallast hann að sjálfsögðu „ORRI“.

Kostir stjakans eru að gúmmístampurinn undir honum verndar viðkvæma fleti eins og trépalla og málaðar tröppur og stéttar. Hann er þungur og því mjög stöðugur og traustur.

ORRI hefur einnig verið vinsæll á leiðin þar sem hægt er að grafa stampinn svolítið niður í jörðina og birtan og skuggarnir glampa fallega yfir krossinn eða steininn á leiðinu. 

Stjakinn er í senn nytsamleg og falleg samúðargjöf sem hentar aðstandendum á öllum aldri.

Hægt er að fá lægri útgáfu af „Orra“ sem kallast „Bjartur“ en undir honum er þynnra gúmmí og hann því ekki eins fyrirferðarmikill. Ennfremur er hægt að fá stjaka með logatákni í stað kross og kallast þeir „Eldur“ / stærri gerðin og „Logi“ / sú minni.

    

Eldur, stóri stjakinn með logatákninu er algjörlega tímalaus og hentar á mjög mörgum stöðum. Hann er sætur fyrir utan heimilin en fallegt er að kveikja á honum þegar veisla er á heimilinu eða á aðfangadagskvöld td. (Það er alltaf þannig hjá okkur).

Eldur hefur líka verið vinsæll fyrir utan veitingarstaði, veislusali, kaffihús og söfn.  

„Birta“ er síðan útfærsla sem kom seinna í sölu en það er hvítur stjaki með 3 táknum sem gætu átt við trú von og kærleika en þau eru dúfa, kross og hjarta. Birta fæst aðeins í hvítu.

Við gerðum einnig útfærslur af stjökunum undir teljós og eru þau seld í umslögum og þarf því viðtakandi að bretta upp hliðarnar til að móta stjakann. Það er því auðvelt að senda gjöfina í pósti til viðkomandi og mjög ljúf leið til að votta samúð með aðstandendum.

Kertastjakarnir okkar fást í verslunum Systra&Maka á Laugavegi 40 sem og á Strandgötu 9 Akureyri.

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja María Krista.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

 

Wintertime is my favourite time of the year !

Candle lights and cosy time with a loved one under a blanket is just so romantic and completely my cop of tea. That is why wintertime is my favourite time of the year!

Me and my husband, the team behind Krista Design love to make candle holders and have made several ones for tealights and regular candles. In Iceland it gets very dark at night in the winter time so we added to our collection a candle holder for outdoor use.

The story behind the first outdoor candle holder is that me and my husband Börkur wanted to give our grieving friends some memorial gift to remember their son by, but they had just lost Orri, their oldest son, at the age of 16 years old. We did not find anything appropriate enough for the young couple so we decided to make our own version for them and even manufacture them.

The candle holder was well received so we decided to donate some of it´s income to a charity for younger people going through depression and suicidal thoughts. They are suitable to be placed on graves of your loved ones in cemetery but can also be placed outside your home, on doorsteps or balcony.

This version, with the flames, is completely timeless and is fitting for outdoor use at your home, summerhouse, in front of restaurants or other.

We added some types to the collection later on, like the white version which is a little smaller and has three different icons on the sides, cross, dove and a heart.

Then we have the smallest version for tea light which comes in a flat pack. It can easily be shipped by mail so it is a kind gesture for the one you love. 

If you liked this post, please be a dear and share the joy :)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

María Krista, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira
Hakk og kúrbítsspaghetti!

Hakk og kúrbítsspaghetti!

(English below)

María systir býður okkur Tótu stundum í mat sem er alltaf rosalega gott og gaman auðvitað og iðulega frekar hollt.

Við höfum fengið að prufa heilan helling af uppskriftum frá henni og ein af þeim var kúrbítspasta.. hún var sossum ekkert að gaspra því þá hvernig pasta þetta væri og ég hélt það væri bara venjulegt, eða eitthvað svona hollari útgáfa af einhverju... Það hefði reyndar ekki komið mér neitt á óvart ef hún hefði verið búin að rúlla upp pasta úr huski og eggi eða einhverju ótrúlegu. Nei pastað var gert úr kúrbít sagði hún og ég trúði því varla!

Uppskriftin hennar upphaflega er hér og hún er geggjuð!

Þetta var fyrir þónokkru síðan og við Tóta fórum og keyptum okkur græju til að skera kúrbítinn svona niður en við höfum gert okkur þetta nokkuð oft síðan. (Við fengum okkar í Duka í Kringlunni).

Við eigum alltaf soldið mikið af hakki þar sem að tengdaforeldrarnir kaupa alltaf skrokk og deila á fjölskyldurnar, og það er einstaklega hreint og fitulítið og sérstaklega gott og þar sem ég elska hakk og spaghetti þá gerum við það oft heima.

Ég ákvað núna að prufa að gera það með kúrbítspasta og vitiði, það er sko alls ekki síðra en hveitipastað og þetta er mun léttara í magann.

Spaghettí uppskriftin er sossum engin töfrauppskrift, ég reyni iðulega að hreinsa svolítið úr skápunum, nota það grænmeti sem er til og krydda soldið vel og soldið sterkt svo þið gerið hana eins og þið viljið auðvitað, en svona var þetta allavega hjá okkur í gær:

Innihald:

2 kúrbítar
500 gr nautahakk
2 laukar
2 litlir hvítlaukar
5 gulrætur
6 sveppir
1 pastakrukka frá Jamie oliver
2 dósir niðursoðnir tómatar (fínt ef þeir eru með einhverju bragði líka.. hvítlauk, basiliku osfrv).
salt, svartur pipar, malaður hvítur pipar, basilika, oregano, paprikukrydd, Tabasco sósa, (og það sem þér finnst gott ef þú vilt krydda meira).
Að lokum setti ég ferska basiliku, niðurrifinn parmesan og kotasælu.

 

Svona fór ég að þessu:

Fyrst þarf að byrja á að taka græna hlutann af kúrbítnum. (Þetta er ekki nauðsynlegt, ef þú vilt hafa pastað með meira "biti" þá má það alveg vera eftir á og rífa það niður með hinu, ég hef prufað bæði).

Svo þarf að rífa pastað niður með rifjárninu, ég sleppi iðulega miðjupartinum þar sem kúrbíturinn verður frekar mikið blautur í miðjunni.

Allt sett í skál og hér strái ég slatta af salti yfir, ég notaði gróft sjávarsalt en það á ekki að skipta neinu sossum. Bara mikið af salti og hræra svolítið í skálinni svo saltið fari um allt. 

Þetta er gert til að "útvatna" kúrbítinn. Láttu þetta bíða í skálinni á meðan þú undirbýrð allt annað.

Ég notaði svona hvítlauk, tvö stykki og skar niður í fínt.

Laukinn skar ég niður í tvennt og helmingana svo í sneiðar. Hvítlaukurinn og laukurinn er steiktur þar til hann er farinn að svitna ansi vel.

Gulrótunum bætt útí þar sem ég hef skorið þær í þunnar sneiðar, þetta er allt látið svitna svolítið vel saman. Mér fannst þetta vera við það að brenna fyrst svo ég bætti við 3 msk af vatni, bara til að fá gufuna svolítið af stað.

Grænmetið er hreinsað af pönnunni og hakkið er sett af stað, ég setti smá olíu með því.

Þá hrúga ég öllum kryddunum á, ég bara slumpa magninu og set frekar meira en minna. Við Íslendingar kryddum ekkert svakalega mikið og ekki í miklu magni. Notið frekar meira af kryddum og minna af salti, það er hollara og mér finnst það gefa réttinum meiri dýpt.

Þá steikti ég hakkið þar til það var orðið frekar þurrt og vel brúnað.

Bætti þá nokkrum niðurskornum sveppum útí pönnuna og leyfði þeim að brúnast svolítð með hakkinu.

Því næst skellti ég steikta lauknum og gulrótunum aftur útí og blandaði saman við.

Hér var æsingurinn eitthvað mikill á mér og ég var búin að tæma úr annarri dósinni þegar ég mundi að ég átti eftir að taka mynd. Ég nota ss tvær dósir af tómötum og svo eina af pastasósu. Jú vissulega gæti ég gert eigin pastasósu og duddað eitthvað í því, en mér finnst þetta ósköp þægilegt. Ég kaupi aldrei sömu sósuna, bara það sem mér finnst girnilegast hverju sinni. Jamie varð fyrir valinu í þetta skiptið!

Svo skolaði ég kúrbítspastað vel (það var þónokkuð salt á því) og kreysti það svolítið til að losna við aukavökvann. Það fór svo beint í hakksósuna þar sem ég leyfði öllu saman að bubbla í svolítinn tíma og hitna vel!

Setti svo í skál, með góða slummu af kotasælu, reif niður svolítinn parmesan ost (afþví ostur er bestur!) og blandaði nokkrum laufum af ferskri basiliku við!

Ferlega gott og mjög hollt! :) 

Þetta er líka mjög gott í hádeginu, upphitað daginn eftir! :)

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Healthy zucchini spaghetti with meat sauce!

I love pasta with meat sauce and generally I cook it quite often at home, but the wheat pasta is a bit heavy for my stomach to digest. That doesn't mean I don't cook it, I just love to have the alternative if I want something a bit lighter. 

My sister introduced me to zucchini pasta, which is basically strings of spaghetti that simply replace the wheat spaghetti. They don't really taste of much, but then again, neither does wheat pasta, and they are way lighter plus healthier for you.

I made my version of the meat sauce the other day and I would like to share with you guys and I hope you enjoy.

The recipe for the sauce isn't any magic recipe really, normally when I make a dish like this I try to use whatever I have in my fridge and load quite a lot of vegetables in there:

Ingredients:

2 zucchinis
500 grams ground beef
2 onions
2 small garlic onions
5 carrots
6 mushrooms
1 can of pasta sauce (this time I used one from Jamie Oliver)
2 cans tomato
salt, black pepper, white ground pepper, dried basilica, dried oregano, spicy paprika and Tabasco 
Finally I dressed the dish with a spoonful of cottage cheese, fresh basilica and sliced parmesan cheese. 

 

This is how I made it:

First I took the green part of the zucchini, this you don't have to do if you like the pasta to have a bit more bite to it. This time I decided to take it off.

Then you need to have a julienne cutter and cut down vegetable into thin strips. I don't use the centre whereas it becomes quite wet in the middle.

I put all the juliennes in a bowl and salt well with a coarse salt. This will get some of the water out of the vegetable so just leave it in the bowl while you make the rest of the dish.

This is the sort of garlic I used, I cut it down finely and put on the pan with a little oil.

I cut down the onions as well and added them to the garlic. I let it sweat for a while.

Then I added the sliced carrots to the mix and let them sweat as well until the onion had turned a bit brown and luminescent and the carrots were a bit soft.

I took all the vegetables out and put to the side and started frying of the meat. 

Then I add all the spices and I tend to use more then less of them and use less salt instead.

I fry the beef until it is well toasted and quite brown and dry.

Add couple of sliced mushrooms to the mix and let them brown with the meat.

Then I add the roasted onion and carrot back in and mix well.

I did use two cans of tomatoes and one of the Jamie Oliver sauce and mixed that in with the meat.

Then I washed the julienne zucchini and drained it well. I even squeezed out most of the liquid before adding it to the meat sauce.

I let it heat up well and plated it.

Then I put a good table spoon of cottage cheese on top, slivers of parmesan cheese and couple of fresh basil leaves.

Very healthy and tasty, plus it is great to be heated up the next day!

Enjoy!

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira

Gamli spítalinn Patreksfirði- magnað verkefni!

(English below)

 

"Þetta er gömul ljósmynd af húsinu frá 1910 sem Örn setti í ramma. Ramminn er gamalt fag úr einum kjallararglugganum, það er fúið en við týmdum ekki að henda því!"

Þetta segir Rebekka Hilmarsdóttir, gömul skólasystir mín, mér í póstinum þar sem ég bað hana að segja mér aðeins frá Gamla spítalanum, algjörlega klikkaðu verkefni sem hún er að gera ásamt eiginmanni sínum Erni Hermanni Jónssyni! Þau eru greinilega svolítið klikkuð líka sjálf og það er alveg ótrúlega gaman að fylgjast með þeim en þau halda úti Facebook síðu þar sem þau sýna myndir og segja frá ferlinu.

Geturðu sagt mér aðeins frá ykkur?

Ég er fædd og uppalin við utanverðan Patreksfjörð, starfa sem lögfræðingur og er mikið sögunörd, ég held því utan um ljósmyndirnar, söguna og pappírsvinnuna í kringum húsið og er ágætur aðstoðarmaður yfirsmiðsins, fín á kústinn og pensilinn.

Örn, maðurinn minn, er líka vestfirðingur, þó af norðanverðum Vestfjörðum, fæddur og uppalinn í Hnífsdal.

Hann er smiður og hefur komið að endurbyggingu og viðhaldi ýmissa húsa síðustu ár. Síðustu tvö ár hefur hann unnið í Calgary í Kanada og þar öðlaðist hann mikla reynslu sem hefur hjálpað okkur mikið í þessu verkefni. Saman held ég að við séum nokkuð gott teimi í þetta verkefni en okkur þykir þetta ákaflega skemmtilegt og spennandi.

Við fáum líka út úr þessu frábærar samverustundir á stað sem er yndislegur og allir ættu að heimsækja!

 

Hvað eru þið eiginlega að gera?

Við erum að gera upp Gamla spítalann á Patreksfirði.

Húsið er timburhús byggt 1901. Það hefur tekið þónokkrum breytingum frá því það var byggt fyrir 114 árum síðan og hefur viðhald verið af skornum skammti síðustu árin.

Aðaláherslan hjá okkur er að færa húsið í fyrra horf og halda því í gamla stílnum. Taka burt plastparket, spónarplötur og gömul teppi og leyfa þessu gamla í húsinu að njóta sín.

Við fórum í það strax í vor að gera húsið þokkalega íbúðarhæft, koma upp tveimur snyrtilegum svefnherbergjum, starfhæfu eldhúsi og baðherbergi. Við vildum geta notið þess að vera í húsinu á meðan við værum að vinna í því.

Meðal þess sem við höfum svo verið að vinna í síðustu mánuði er að taka upp og laga gömlu gólffjalirnar á miðhæðinni. Við ætlum að pússa þær upp, bera á þær antík lút og lakka. Einnig fengum við styrk úr Húsafriðunarsjóði til að byrja að endurnýja gluggana í húsinu. Húsið var augnstungið í kringum 1965-1970 þ.e. gömlu gluggarnir voru teknir burt en við ætlum að setja aftur gömlu gluggana aftur í, þessa litlu með mörgu fögunum. Við fengum frábæran smið á Þingeyri til að smíða fyrir okkur gluggana í akkurat þeim stíl sem við komumst næst að gluggarnir hafi litið út. Við áætlum að taka eina hlið á ári, enda er bæði kostnaðarsamt og mikil vinna að endurnýja alla gluggana.

Fyrsta hliðin fær nýja glugga núna í október/nóvember. Við erum því bæði að vinna í húsinu að innan og utan.

Í sumar unnum við líka aðeins í garðinum, byrjuðum að rækta upp grasið og gera umhverfið aðeins snyrtilegra.

Hér er kjallarahurðin að fá nýjan þröskuld!

Hvers vegna þetta verkefni?

Okkur hefur alltaf dreymt um að gera upp okkar eigið hús. Í september í fyrra vorum við á ferðinni á Patreksfirði að heimsækja ættingja og vini og að gamni ákváðum við að fara og fá að skoða húsið sem þá var til sölu.

Ég hafði komið inn í húsið sem krakki og í barnaminningunni var stiginn risastór og ég öfundaði vinkonu mína sem bjó í húsinu mikið af flotta herberginu hennar sem er á efstu hæðinni með útsýni yfir fjörðinn!

 

Fyrir mér var þetta eins og kastali!

Húsið hafði þó eitthvað minnkað þegar ég skoðaði það síðasta haust.. eða kannski frekar að ég hafi stækkað. Ég er þó ennþá afskaplega hrifin af gamla stiganum enda er hann algjör mubbla. Það sem heillaði okkur líka var að allar hurðirnar í húsinu eru upprunalegar og margt sýndist okkur að væri upprunalegt. Til dæmis er mikill hluti af járninu utan á húsinu upprunalegur frá 1901. Við erum mikið fyrir gamla tímann og gamla hluti og því ákváðum því að demba okkur í þetta verkefni!

Herbergi vinkonunnar á efstu hæðinni breyttum við í bráðabirgða gestaherbergi:

 

Herbergið var teppalagt og málað blátt. Undir teppinu og masonet plötum komu í ljós gömlu gólffjalirnar.

Undir veggfóðrinu var svo strigi og panell og ekki fór á milli mála hvar kamínan hafði staðið í gamla daga.

Klæðningin af gangnum niðri var nýtt til bráðabrigða til að klæða vegginn upp á nýtt.

Svo var málað, rúminu skellt inn og bráðabrigða gestaherbergið tilbúið fyrir áhugasama vinnumenn og gesti!

Dásamlegt útsýnið úr miðjunni!

 

Svona tók gangurinn á móti okkur þegar við hófumst handa. Klæddur í hólf og gólf með þessari líka fínu rennihurð og plastparketi á gólfinu. Hér má einnig sjá klæðninguna sem var nýtt í bráðabirgða svefnherberginu.

 

 

3. apríl 2015 var hafist handa við að hreinsa upp gólfefnin, en ofan á gömlu fjölunum var fyrsta lagið plastparket, annað lagið mosagrænt teppi og þriðja lagið pappi!

15. maí 2015 var svo klárað að hreinsa af ganginum og undan gulu klæðningunni kom gamli panellinn í ljós!

 

Þá var stiginn fjarlægður!

Gólffjalirnar fjarlægðar!

Rétta þurfti gólfið um 6 cm i ganginum.

Búið að rétta gólfið og gömlu gólffjalirnar settar aftur á gólfið.

 

Stiginn kominn aftur á sinn stað!

Pílárarnir og handriðið hreinsað upp!

 

Í hvað verður húsið notað

Hugmyndin er að gera húsið upp sem íbúðarhús enda hefur það verið notað sem slíkt frá 1945. Í húsinu eru tvær íbúðir og mögulega leigjum við það eitthvað út, aðallega til að hafa fyrir kostnaði þar sem þessi endurbygging kostar sitt. Svo eigum við fjölskyldu og vini á Patreksfirði og ég á rætur mínar að rekja til svæðisins, svo hugmyndin er að nota húsið þegar við erum á svæðinu.

Grindverkið að framan fyrir lagfæringuna!

Þetta er fína spýtan sem handlistinn er búinn til úr!

Hvað eruð þið að reikna með því að verkefnið muni taka langan tíma?

Við köllum þetta langhlaupið okkar enda er húsið stórt, um 250 fm og verkefnin eru endalaus. Við áætlum að vera komin með húsið í þokkalegt stand eftir sirka 5 ár, þá ætti að vera búið að skipta um alla glugga og það ætti að vera orðið ágætt að innan líka. Við tökum bara einn dag í einu og ætlum frekar að njóta verkefnisins en að keyra þetta áfram á miklum hraða.

"Við gerðum upp þessa gömlu KitchenAid hrærivél frá árinu 1945 til að setja í Gamla spítalann."

Af hverju þetta hús?

Ég á rætur að rekja til svæðisins og það var einna helst ástæðan fyrir því að við völdum þennan stað.

Þá hafði ég heyrt að húsið hafi verið spítali og trúði því að það ætti sér smá sögu. Ég reyndar komst ekki að því fyrr en ég var búin að kaupa húsið að það átti sér merkilegri sögu en mig grunaði. Það hefur því verið partur af þessu verkefni okkar að skrá og halda utan um sögu hússins.

Vegna þess hversu gamalt og merkilegt húsið er ákváðum við fljótlega eftir að við keyptum húsið að halda úti facebook síðu um endurbæturnar til að leyfa áhugasömu fólki að fylgjast með. Það er líka gott tæki fyrir okkur að halda utan um verkefnið.

Við höfum fengið jákvæð viðbrögð í þorpinu og vorum td. með opið hús í sumar þar sem bæjarbúar gátu komið og skoðað húsið að innan. Það var mjög gaman og við stefnum að því að halda opið hús aftur þegar við erum komin lengra með endurbæturnar.

 

Við óskum Rebekku og Erni ofsalega góðs gengis með breytingarnar! Þetta er algjörlega magnað verkefni sem við munum fylgjast spennt með og við mælum eindregið með því að þið gerið það líka hér:

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Renovating the old hospital - a huge project! 

Rebekka Hilmarsdóttir, an old school friend of mine is renovating the old hospital building with her husband: Örn Hermann Jónsson. I contacted her and asked her to tell me a little bit about this remarkable project!

Can you tell me a little bit about yourselves?

I am born and raised just outside of Patreksfjörður (a village in the west fjords of Iceland with about 650 inhabitants). I work as a lawyer and am a bit of a history geek so I take care of the photographs, the history and paperwork around the house plus I am a fine assistant to the main builder (my husband). I’m fine with a brush and the broom.

Örn, my husband, is also from the west fjords and he is a builder. For the past two years he has been employed at Calgary, Canada where he got great education and experience which has been great for this project. Together I believe we are a great team for this project, we love what we are doing and find this super exciting and fun!

What is this project you are doing?

We are renovating the old hospital at Patreksfjörður.

The house it built 1901 and it has been changed quite a lot since it got raised 114 years ago but maintenance has been limited.

Our main focus is to bring it as close to the original as we can. Take away modern features such as laminate wood, veneers and old rugs and let the old and the original really come into its own!

This spring we began to make the house more or less “liveable”, we set up two fine bedrooms and a working kitchen and bathroom. We wanted to be able to enjoy living there while we are working on this project!

In the past few months we have been restoring the floorboards in the middle floor. We mean to sandpaper them and oil and lacquer. We also got a grant from the house preservation fund to redo the old windows. The windows were removed 1965-1970 but we tend to put the original look back. Whereas this is a very costly project we will do one side of the house per year.

The first side will receive new windows now in October/November so we are renovating the house on both inside and outside.

This summer we also began working in the garden slightly, grooming the grass and making the surroundings look a bit better.

Why this project?

Well we have always dreamt of renovating our own house and in September last year we were travelling to Patreksfjörður to visit friends and family and decided to check out the houses that were for sale, you know, just for the fun of it.

I remember going into this house as a small girl and in the memory the stairs were huge! My friend lived in it and I remember I envied her of her gigantic bedroom with the great view overlooking the fjord. To me this house was like a castle!

This time it was somewhat smaller (or I had grown, perhaps that is the more likely explanation). I do however still love the stairs and they are a great ornament in the building.

Many things in the house are still original and that is something that fascinated us right away! We love the old times and vintage, original fittings are special to us so we decided to jump in the deep end!

What will the house be used for?

Well the idea is to make it a residence but it has been used as such since 1945. In the house we also have two apartments and possible we will rent those out, mainly to cover the costs but changes like these can be very costly! Plus we have a family and friends living at Patreksfjörður and I have my roots from the area so the idea is for us to use it when we are around!

How long do you anticipate this project taking?

We call this the marathon! The house is large, around 250 square meters and the projects are endless. We estimate we will have the house more or less done in about 5 years. All windows should have been changed by then and it should be fine on the inside also. We just take this day by day and intend to enjoy the project instead of going full speed ahead!

Why this building?

As I said I have roots in this area and that was the main focus for choosing Patreksfjörður.

I had also heard the house had been a hospital before and believed it probably had a great story. I didn’t realise how great that story was until after we had bought the house but it was always a part of this project to record all things we hear about it. Shortly after we bought it we decided to have a Facebook page where people could follow us and this project. It has been a great way to keep everything in order.

We have received great response from the village and held an open house this summer where people could come and check it out. That was a really fun event and we tend to do that again when we are a little more ahead!

We thank Rebekka greatly for sharing this with us and encourage you to follow this very exciting project here.

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira
158 niðurstöður