Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Fréttir / summer2015

Sítt sítt sítt sítt finnst mér vera fínt fínt!

(English below)

Ég elska skósítt, maxi pils, síða kjóla allt sítt er svo fínt, en það getur verið erfitt að „bera“ sítt! Ég hef sjálf verið frekar feimin við skósítt, finnst oft erfitt að para jakka eða skó við síðar flíkur en það er bara afþví ég er vanari styttri sniðum, maður verður svo ferlega vanafastur að það getur verið áskorun að breyta til. Þegar ég bít svo á jaxlinn og skelli mér í sítt finnst mér það æði! Hrikalega þægilegt og ferlega „töffaralegt“ eitthvað!

Sérstaklega þegar það er svona fallegt veður eins og núna upp á síðkastið þá finnst mér geggjað að vera í síðu, með stórt skart og kannski hatt til að toppa það! Alveg ekta „bohemian chic“!

Bara hjólabuxnaleggings með aðhaldi innanundir svo elsku innanverð lærin (sem eru svo þéttar vinkonur) fái ekki sár og ég er good to go!

Maxi hlýri er væntanlegur í búðina á morgun, svart stroffefni, nær hátt upp í handakrika og felur „krúttin“ sem leynast stundum þar, „racer“ bak snið sem ég er alveg sérstaklega hrifin af og svolítið laus yfir magasvæðið! Ég held að þessi verði ansi mikið notaður í sumar, töff við flata, sérstaklega flottur við hæla og paraður við allskonar kimonoa, vesti og stóra skartgripi, ég held það nú!

Maxi sumar- hér kem ég!

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri).

 

Maxi summer- here I come!

Maxi skirts and dresses, cardigans and vests, well everything MAXI really, are some of my all-time favourite things! They can be hard to “pull” but damn if I “grow a pair” and get over my timidity its fantastic! So comfortable and becoming!

I sometimes find it hard to pair it with shoes and jackets but I that’s just because I’m more used to wear shorter things! I just need to use my imagination a bit and if all fails go to Pinterest and inspiration will follow!

The weather has been fantastic in Iceland lately and I am determined to get some balls and use my new maxi tank and skirts to the MAXI (pun intended) this summer!

The tank top is actually really great, it is going to the stores tomorrow and it is black, made of cotton riffled fabric, with racerback that I just love! It is patterned high up to the armpits and hides the little “berries” that can sometimes be found there (you know what I mean, little skin fat that is wonderful but really not so much). A little loose around the tummy and I think it will be really easy to wear this little number on a daily bases, for going out or whatever really!

 

I’ll just wear my short supportive legging hot pants so my thighs (that are great and THIGHT buddies) won’t get sores and I am good to go!

 Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira

Pissublöðruvænir samfestingar!

(English below)

Ég geri mér grein fyrir því að fyrirsögnin á þessu bloggi er kannski svolítið svona „sérstök“ en þetta er satt, svona byrjaði hugsun mín þegar hönnunin á „samfestingunum“ fór af stað.

Samfestingar finnst mér bara vera endalaust töff, mér finnst einhvernveginn allir sem geta verið í samfesting sjúklega cool, með bein í nefninu og ekki hræddir við að vera svolítið „out there“. Ég einfaldlega elska þá, en ég þoli ekki hvað þeir eru ekki „pissublöðruvænir“.

Ég er neflinlega með ágætlega „partývæna“ pissublöðru en það eru svo sannarlega ekki allir svo ég ákvað að hanna samfesting sem að væri einfaldari í notkun, krefðust ekki risa-salerna til að afklæðast algjörlega þegar það þyrfti en væru samt cool og svolítið „out there“.

Úr varð að besta lausnin var einfaldlega að gera buxur með sérstaklega háum streng og topp við, ss ekki beint samfesting en galla sem að lítur út eins og samfestingur þegar hann er paraður, og pissuvandamálið er úr sögunni!

Crop toppar eru mjög svo útfyrir minn þægindarramma þar sem ég leitast frekar við að gera eitthvað sem að felur eða heldur allavega við magasvæðið og bjóst ekki við því að láta sjá mig í magabol, aldrei!

En ég er nú sannfærð, magabolir eru málið, sérstaklega þetta snið þar sem þeir eru aðeins síðari að aftan og styttri að framan og sýna aðeins örlítið af maganum fyrir ofan háa buxnastrenginn. Mér finnst þeir reyndar líka mjög smart yfir hlýraboli svo það þarf alls ekki að sýna í neitt bert frekar en maður vill.

Það að hafa samfestingana í sitthvoru lagi gerir það líka að verkum að hægt er að para þá við mismunandi efri/neðriparta.

Túbu pilsin komu einmitt líka í sömu efnum og svo maxi pils sem eru æðisleg með toppunum!

Ef þetta er ekki sumarlegt þá veit ég ekki hvað?!

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

 

Pee-friendly jump suits!

Yes I know, not really the “poshest” title, still this was the thought that went through my mind when I started this summer’s jump suit design.

You see, I LOVE jumpsuits and I find everybody that wears them to be super cool, confident and somehow independent. They can be extremely flattering but damn they can be such a “bitch” to party in! You know, going to the bathroom and having to completely undress, you somehow loose the cool- factor a bit!

So I took this as a challenge: how to design a jumpsuit that is pee-friendly?

Well it is damn difficult so the result was a two piece that looks like an onesie when worn in a pair. This is of course not a jumpsuit anymore, not per say, but it is pretty damn cool and becoming and so very comfortable.

The pants have a low crotch fit, high waist in the same fabric as the pant and matching crop top.

Crop tops are another thing I have always been afraid of but you know what, I am now a believer! Crop tops are wonderful, you can wear them over tanks, with all sorts of bottoms and even layer them over dresses. No skin “needs” to be revealed, and in this case only a little slit is visible whereas the pants waistband is so high!

Plus I love investing in clothing I can mix and match, so I decided to make matching skirts. Making the skirt and the crop top to look sort of like a dress. And we added maxi skirts because they are also wonderful, so now the mixing and matching game can truly begin!

Summery all the way- am I right?!

 Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira

Myndarlegir hlutir á mánudegi!

(English below)

Helgin er búin að vera viðburðarrík hjá okkur systrum, við skelltum okkur með flottum vinkonuhóp á Tinu-showið á laugardagskvöldið sem var geggjað en fyrr um daginn við fórum í bæjarferð og kíktum á Laugavegsrölt. Það var ferlega skemmtilegt en um leið skrítið að vera ekki á leið í vinnuna. Það er frábært að sjá hvað það er mikil gróska í fallegri íslenskri hönnun. Ég verslaði mér peysu hjá Leynibúðinni, það er svo gaman að styrkja aðra hönnuði og María fékk sér uppáhaldskertið sitt frá Voluspa.

Við fórum svo og fengum okkur “gourmet” eftirrétti og makkarónur á Apótekinu. Við mælum sérstaklega með saltkermellu Makkarónunum, juhöööömm!!

Við erum óttarlegir hrafnar og umkringjum okkur með fallegum munum og ekki er verra þegar þeir eru íslenskir. Ég fann mér td. Mús í Skúmaskoti um daginn, ferlega krúttleg eftir merki sem kallast “Saja design”.

Við höfum einnig selt í nokkur ár á Handverkshátíðinni á Hrafnagili (við verðum þó ekki þar í ár heldur með verslunina okkar opna á Akureyri). Í fyrra fundum við þessi dásamlegu furðudýr eftir hana Hildi Harðardóttur og fengum við okkur sitthvort dýrið!

María fékk sér þennan forláta saltstauk á handverkssýningu í Hafnarfirði eftir hana Hönnu Grétu keramik. Hann er snilld og sérstaklega fallegur, hluti saltsins er geymdur ofaná í lítill krukku og restin ofaní henni! 

Þar sem myndatakan heima var farin á fullt smelltum við nokkrum auka af fallegum munum sem hafa safnast á heimilin okkar í gegnum árin. Persónuleg loftbelgsmynd var jólagjöfin í fyrra frá Maríu og Berki til okkar Tótu en hún sló algjörlega í gegn. Kisarnir okkar sjást þarna td. ásamt nokkrum skrauthlutum af heimilinu.Myndir eins og þessar er hægt að panta hjá Bergrúnu Írisi hér

Matur er aldrei mjög fjarri okkur systrum og fer síminn vanalega á loft um leið og diskurinn er kominn á borðið, hér má sjá nokkra girnilega rétti síðustu daga.

(Spælt egg með fetaosti, salti og pipar).

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

Magnificent things on a Monday.

My sister and I love collecting beautiful things and this weekend we found some serious treasures. Here are a few images of the pretty things that inspire us and of food that we adore.  We love quirky little things especially if they are made in Iceland and here are a couple of images from our homes, please enjoy!

(Dades wrapped with bacon and cooked in the oven or on a BBQ-grill until golden brown, the perfect little thing for every occasion)!

And finally here we have a little cuteness overload!!

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter.

Plus you can sign up for our newsletter here, a little higher, on the right!

 

Lesa meira

Smá „sneak peak“ af sumarlínu Volcano Design.

(english below)

Við ákváðum að fá smá aðstoð við sumartökuna okkar í þetta skiptið og fengum hana Julie Rowland til að koma og mynda og Emma, vinkona hennar, aðstoðaði við lýsinguna. Við Jóhanna Gils sjáum vanalega bara um þetta eins og við höfum oftast gert, en nú fannst okkur tími til kominn til að breyta örlítið til og skipta um umhverfi og áhrif.

Ég vildi hafa myndirnar svona svolitlum „götustíl“ eða „street fashion“ og fórum því í miðbæ Reykjavíkur þar sem Tóta mín keyrði þar um með fullan vörubíl af vörum og ég var með ljósmyndarann, ljósamann og módelið í öðrum bíl ásamt propsi.

Þetta var yndislegur dagur, ótrúlega fallegt veður, sól og notalegheit, reyndar soldið skörp sólin stundum sem gerði lýsinguna oft svolítið erfiða.. (ef það er ekki engin sól þá er það of mikil sól, maður er aldrei sáttur;).

Það eru ekki allar vörurnar komnar og ég er búin að halda í mér að sýna ykkur þessar myndir í svolítinn tíma, þó svo að það sé ekki allt komið þá gat ég ekki beðið lengur og bið ykkur því vel að njóta.

Það er allt saman væntanlegt von bráðar og meira til, svo sumarið verður heldur betur stútfullt af nýjum vörum mjög svo reglulega! Ég held að bjartar nætur hafi svona ofsalega góð áhrif á mig ég er uppfull af hugmyndum það vantar bara fleiri klukkutíma í sólarhringinn til að framkvæma!

Skartið er svo allt saman frá Maríu sys eða Kristu Design og fæst í versluninni okkar, hún er mun skipulagðari, skartið er allt komið ;)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

 

A little sneak peak of Volcano Design summer collection.

Normally I and my model just take care of the photoshoots ourselves but this time we decided to get some professionals in. The photographer is Julie Rowland and her friend Emma assisted with the lighting.

It was a wonderful day, sunny and shiny (a little too sunny sometimes which can make the lighting difficult, we are just never happy are we?!) :)

I wanted the shoot to look a bit „street stylish“ so we went to downtown Reykjavík with a Van full of items and another car with me, the model, the photographer and the lighting assistant.

It was so much fun, so very different from the normal „white background“ and simple shoots we always do and now I am inspired to more of these.. You know; „once you get the taste“...

All the jewellery is from my sister’s collection: Krista Design and they are all available in our store. The clothes are not all in already but some are, I just couldn‘t wait to show you any longer!

Please enjoy dear friends and we really hope you like our summer inspiration!

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter.

Plus you can sign up for our newsletter here, a little higher, on the right!

Lesa meira