Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Fréttir

Einfaldasta jólakonfekt í heimi!

Einfaldasta jólakonfekt í heimi!

(English below)

 

Já, ég ætlaði sumsé að vera mega dugleg og birta tilbúin blogg sem ég var búin að preppa fyrir helgina! Takið eftir því, ég var búin að gera bloggin, skipulagning á hæsta stigi að ég hélt!  En svo var ég alla helgina í búðinni og gleymdi að birta og lem mig nú aðeins í hausinn.. Ég er samt ekkert brjálæðislega sorry þar sem helgin var hrikalega skemmtileg og algjörlega "valdid" ástæða fyrir gleymskunni! Stemmningin á Laugaveginum var yndisleg og kúnnarnir í svo ofsalega góðu skapi, ég skemmti mér því svakalega vel meðan ég gleymdi blogglesendunum! Ég hef einnig lært það á þessari tilraun minni að maður lofar ekki upp í ermina á sér á uppteknasta tímanum í vinnunni, fatal hugmynd!! Alltaf svo gott að vera að læra svona nýtt allskonar!!

En nú að blogginu og sigurvegurum 19. í jólagjafatalinu, ég fylli svo inn hina sigurvegarana í dag! Lofa!! :) 

María mín er ekkert blávatn og ég verð bara aðeins að fá að monta mig af henni. Það spyrja margir hvort hún hafi fleiri klukkutíma í sólarhringnum en það er nú ekki þannig. Hún einfaldlega nýtir tímann sinn alveg endalaust vel og eftir afmælið sem við héldum fyrir hann Nóa um daginn. (Ég skrifaði einmitt um það hér).

Þá fór mín heim til sín og skellti í jólakonfekt!

Jeminn, ég gæti gubbað yfir dugnaðnum í henni! "Þetta er reyndar auðveldasta konfektgerð í heimi" sagði hún, en mér er alveg sama, hún hafði samt rænu og orku í að skella í uppskrift! Já dáist bara að henni, hún á það sko alveg skuldlaust skilið!

Þetta er einfaldlega svona:

Bræðið plötur (200gr) af dökku súkkulaði yfir vatnsbaði, hún notaði 70% Siríus Konsúm.

Þetta setjið þið svo í konfektform hálfa leiðina upp. Hún á svona sílíkon form fyrir konfekt sem er sérstaklega þægilegt. Einnig má dreyfa súkkulaðinu á smjörpappírsklædda bökunarplötu í þunnu lagi.

Þá er þetta látið storkna í kæli eða frysti og á meðan bræðið þið plötur af hvítu súkkulaði yfir vatnsbaði (einnig 200gr). Hér notaði hún einnig Siríus Konsúm en það skiptir ekki öllu máli hvaða tegund er notuð. Hvíta súkkulaðið er aðeins þykkara, bræðið þetta bara í rólegheitunum á vægum hita.

Hér er gott að nýta tímann meðan hvíta súkkulaðið bráðnar og mylja Bismark brjóstsykur með hamri ofaní plastpoka td. þar til hann er kominn í misstóra köggla.

Hvíta súkkulaðinu er svo hellt yfir það dökka, ofaní formið eða á plötuna og brjóstsykursmolunum er stráð yfir.

Þetta á þá látið storkna aftur í kæli eða frysti og ef þið eruð með sílikon mót þá poppum við molunum úr. Ef þið eruð með bökunarplötu þá brjótið þið molana í misstóra búta.

Fleiri hugmyndir að þessu má sjá á Pinterest hér:

Þetta getur einnig verið sniðug jólagjöf eða tækifærisgjöf í fallegri krukku eða poka með borða eins og hér má sjá!

Hún Kristín Vald hefur einnig bloggað um þetta æðislega gotterí og þar er hún með enn fleiri uppskriftir og geggjaðar myndir. Ég ELSKA bloggið hennar, í alvöru ELSKA ELSKA það! Myndirnar hennar eru svo geggjaðar og stíliseringin og stelpurnar og ALLT bara við þetta blogg!

Náið þið þessu: BLOGGIÐ HENNAR ER ÆÐI!! Ég bendi ykkur endilega á að fylgjast vel með henni og myndunum hennar! 

Sjá fleiri myndir og uppskriftirnar hennar hér:

Eða einfaldlega að njóta molanna í faðmi fjölskyldu og vina í notalegu umhverfi, það verður ekki slæmt að gera það um jólin hjá Maríu!

Fleiri myndir af fallega jólaheimilinu hennar Maríu má svo sjá hér:

 

Þá er komið að 19. í jólagjafatalinu en vinningurinn að þessu sinni er Rafskinnuplakat að eigin vali!

Ég hef einmitt bloggað áður um þessi ferlega skemmtilegu plaköt sem sjá má hér:

 

Í Reykjavík: Helen Breiðfjörð

Á Akureyri: Ragnheiður Ýr Guðjónsdóttir

Verið velkomnar í verslanirnar okkar að sækja vinningana ykkar!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Peppermint barks for Christmas!

My sister is such a do-er and she is often asked if she has more than 24 hours a day! That is not the case, she is simply a super organized person! So much so that after the birthday party we held for her son the other day and I went home to relax.. she went home to make some Christmas candy! I mean seriously!!? Chill woman!!!

"No no, it's the simplest recipe ever" -she said... "Well I don't care, you still have to have the energy and drive to actually make it happen!"

I do admit that I am very envious as well as in total awe of her enthusiasm!

Simply melt 200 grams of dark chocolate over a water bath, she used 70%

You pour this into a bonbon form and she has these silicone forms that are very nice and easy to use. You can also pour it over a baking paper covered plate and let it harden in a cooler or freezer.

Then you melt another 200 grams of white chocolate over a water bath and while that is melting you can start breaking the peppermint candy or Christmas canes.

When the chocolate is melted you pour it over the dark chocolate and distribute the broken bonbon pieces all over. Once again you let it harden in a cooler or freezer and simply pop the pieces out of the silicone mould when fully cooled, or break the sheet into differently sized pieces.

Many more ideas of these can be found on Pinterest:

This could also be a cute gift for a loved one in a pretty jar with a bow or a bag like Kristín Vald has done here:

A little side story: Her blog is absolutely AMAZING! She is the most amazing photographer and she styles all her shoots so remarkable well! Her girls are of course gorgeous and seriously, try to understand my enthusiasm here: this blog, dear lord, this blog is in one word: WONDERFUL!

Or you can simply enjoy them with your family and friends in some lovely surroundings! I know I will at María's!

More images of her beautiful home can be found here:

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

 

Lesa meira
Íslenskur heimagalli í jólapakkann frá Volcano Design - 18. í jólagjafatalinu.

Íslenskur heimagalli í jólapakkann frá Volcano Design - 18. í jólagjafatalinu.

(English below)

Ég elska svona notalegt heimastúss og sérstaklega þegar maður á virkilega að slaka vel á eins og til dæmis um jólin!

Þessi var því í raun sérstaklega gerður fyrir mig og gæðastundirnar mínar uppí bústað öll jólin! Já, planið er einfalt: kósýgallinn, fjölskyldan mín, góðar bíómyndir (hér er einmitt mjög góður listi), góðar bækur, spil og stór konfektkassi, ostar, jólaöl og ekkert nema notalegheit!

Mér þykir þetta bara nokkuð gott plan! Ef að veðrið verður gott er alveg spurning að hendast í einn og einn labbitúr um svæðið en það er ekkert möst, ég get líka alveg faðmað mig bara í þessum!

Toppurinn er úr bambus og það er eins og að vera í skýi að vera í þessum "gourmet" galla! Buxurnar eru úr laufléttu viscose og berar táslur eða notalegir ullasokkar eru málið!

Takið eftir strengnum, já hann er breiður og með mikilli teygju, það verður því nóg pláss fyrir allskyns gúmmelaði!! Elsku laufabrauð.. komdu bara, nú tökum við á því!!!

Svo erum við einmitt með tvö kósý "Gæðastundar teppi" í bústaðnum, þetta verður því uppskrift að einhverjum notalegustu jólum fyrr og síðar!!

Hér verð ég að gera EKKERT í nokkra daga!!! ahhhhhhhhhh en sú sæla!

18. í jólagjafatali Systra & Maka, vinningur dagsins er Victoria Ilmkerti: Jóladúó!

Vinningshafinn í Reykjavík er: Karen Guðmundsdóttir

Á Akureyri: Agnes Björk Blöndal

Við bjóðum ykkur velkomnar í verslanirnar okkar að sækja vinningana :)

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

A cosy overall for a very chilled Christmas time is absolutely necessary, and here it is!

This one was in fact made especially for me, it is such a privilege to be able to make stuff for myself when I need it. And this overall was my next necessity to own! You see I have a plan: after a very busy December and well year in fact I see Christmas vacation in mirage as this super relaxed time in our summerhouse. We are talking this overall, my family, quality movies (and here is a good list btw), good books, board games, a large box of chocolate treats, cheeses, Christmas malt brew and nothing but cosy time!  

A pretty good plan right?!

Perhaps we go for a walk or two around the area, but not at all a must! I can just as well just stay by the fireplace and hug myself wearing this, so soft!! 

The top is made of bamboo and it is like wearing the clouds! The pants are a light viscose and bear toes or woolly socks is definitely the way to go!

Ahhh and notice the waist band, stretchy, wide and soft: bunch of space for all that gourmet food right!?!

Plus we have two of these cosy blankets in the summerhouse, so this will be a recipe for some of the nicest Christmases ever I believe!!!

Here I'll be staying, doing absolutely NOTHING for a few days!!

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira
Jólalitir Essie - hvaða naglalakk verður fyrir valinu? 17. í jólagjafatalinu.

Jólalitir Essie - hvaða naglalakk verður fyrir valinu? 17. í jólagjafatalinu.

(English below)

Ég hef aldrei verið neitt sérstakur naglalakkari, þar sem ég er alltaf að brjóta neglurnar í einhverju stússi og er löt að halda lakkinu við... en Essie lökkin finnst mér skemmtileg!

Náttúrulega helst litirnir, því mér finnst þeir allir geggjaðir, en svo finnst þau einnig halda sér mjög vel og ég get verið svolítil brussa án þess að rústa þeim um leið!

Ég á td. þennan lit hér að ofan: Wicked og hann verður klárlega jólaliturinn minn í ár!! Djúp-svar vínrauður, nammi nammi bara! 

Hér er svo Licorice sem er líka sjúkur!!! Svakalega rokkaralegur og mér finnst hann snilld!

Over The Edge er kannski svolítið áramótalegri og aðeins rólegri en Licorice liturinn. Mér finnst þessi líka geta hentað hvenær sem er árs og hann er með smá glans sem að mér þykir smart. Flottur líka við gallabuxur og einfaldan bol.

Þessi er líka svona klassískur, hentar allt árið. Svolítill fjólutónn í honum, aðeins út í kalt og grátt! Nice is Nice!

 

Þessir tveir eru svo bleik-rauðu tónarnir okkar: djúpir og fallegir! Bahama mama þessi efri er svolítið bjartari og þessi neðri er meira vínrauður með svolitlum glans og heitir Decadent Dish. Kynþokkafullir og fallegir tónar!

Sand tropez, þessi efri og Ballet slippers þessi neðri eru svo rólegu rómantísku litirnir sem við erum með. Fallegir við léttan og ljósan fatnað og eru klassískir allt árið auðvitað, þessir eru lika sniðugir í gjafir.

Hér eru svo tveir sem hafa slegið í gegn í sumar: Bikiny so teeny og Mint candy apple. Þessir eru fyrir þessar litaglöðu! Fallegir og bjartir tónar sem eru enn ótrúlega vinsælir!

Þetta undralakk er líka brilliant fyrir svona fljótfærar eins og mig: flýtir fyrir þurrkun!! Þetta er algjör nauðsyn!

Eins erum við með þetta lakk í búðinni, Base coat, Top coat og Strengthener! Ég hef reyndar ekki prufað þetta sjálf en þetta er komið á óskalistann minn og kemur með mér heim eftir næstu vakt í búðinni ;)

Essie er nú fáanlegt á netversluninni okkar einfaldlega með því að smella hér til að sjá allt úrvalið!

Hver verður jólaliturinn þinn í ár?

17. í jólagjafatalinu, já það styttist heldur betur núna!

Nú fær sigurvegarinn stuttan hlýrabol að eigin vali að gjöf!

Í Reykjavík er það Linda Hilmarsdóttir

Á Akureyri hlýtur Hrefna Jónsdóttir vinninginn!

Til lukku dömur og við bjóðum ykkur velkomnar í verslunina að sækja vinningana! :D

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

What is your Christmas Essie?

I have never really been much of a "nailpolisher" since I am always doing something crafty and being a proper "lady" with perfect nails is not really my forte!

However the I really like the polishes from Essie, the colours are great and they actually last which is a new for me!

I for example have this one: Wicked, and this will be my Christmas colour this year. Deep, dark, wine: very delicious I love it!

And here we have Licorice which is so cool also! Rock'n roll and I think it is fabulous!

Over The Edge might by a little more subtle and perhaps a bit more for the new years eve! A little "calmer" than the black Licorice tone and Over the Edge has a little shine as well which I like! 

Nice is Nice is very... well NICE also! A hint of purple and grey, calm and works all year around!

 

These two are the more burgundy, magenta tones: very sexy and feminine! Bahama mama the upper one is in my collection as well and I have used it loads! The lower one is more burgundy, a bit darker wine tone with some shine! 

Sand tropez, the upper one and Ballet slippers the lower one are more on the romantic side. Subtle, works every day all year around and is fantastic with light tones. These are also great as gifts, work for everyone really!! 

Here we have a bit more for the colour happy ladies! Sweet bright tones that have been super popular all summer and still are! 

This wonder lacquer is perfect for me: it speeds up the drying process,, eeeehh HELLO, where have you been my dear?!

We also have this one: Base coat, Top coat og Strengthener! I haven't actually tried this but after breaking a nail last weekend it is very likely this will be going home with me after the next shift at the store! 

Essie is now available here on our on-line store, simply click here to see the variety!

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira
Afmæli í desember, baráttusöngur og krakkaföndur! - 16. í jólagjafatalinu

Afmæli í desember, baráttusöngur og krakkaföndur! - 16. í jólagjafatalinu

(English below)

Þessi póstur er svolítið svona í allar áttir en það er samhengi, í alvöru! Við erum sumsé að tala um barnaafmæli og jólaföndrið þar, stórafmæli vinkonu okkar og baráttusöng desemberbarna!

Ég ætla að byrja á því að segja ykkur frá stórafmæli vinkonu okkar en þannig var það að okkur Tótu og Maríu var boðið í afmæli til Bryndísar Ásmunds (söng- og leikkonu) en eins og margir vita þá vinnur hún einnig í búðinni okkar milli þess sem hún malar ljúflega á Bylgjunni á sunnudögum. Þessi duglega kona hélt upp á fertugsafmælið sitt með pompi og prakt í dásamlegum félagsskap vina og fjölskyldu! 

Nema hvað að hún er sumsé desemberbarn eins og María systir sem á afmæli á gamlársdag (og hefur oft fengið flugelda í afmælisgjöf), sem og Nói sonur hennar Maríu, og svo margir aðrir!

Jæja, afmælið var ferlega skemmtilegt og stútfullt af frábærum skemmtiatriðum eins og þið getið rétt ímyndað ykkur í afmæli manneskju í skemmtanabransanum! Þar á meðal kom þarna drengur sem heitir Eyvindur og ég er ekki að grínast, ég hágrét úr hlátri þegar hann sögn þetta frábæra lag: (Ég bendi þó á að þetta lag er kannski meira fyrir eldri lesendurna!) :)

Eins og hann útskýrir þetta sjálfur:

"Það eru grimmileg örlög að eiga afmæli í desember. En ég hugsa í lausnum. Hér er kominn baráttusöngur okkar desemberbarnanna".

Lag og texti, söngur, gítar og forritun: Eyvindur Karlsson
Bassi: Hallur Guðmundsson

Fylgist endilega með þessum ljúfa dreng og mikla húmorista hér:

Við héldum svo uppá afmælið hans Nóa í salnum okkar í gær, en hann varð 12 ára gamall!! Sem getur einfaldlega ekki staðist þar sem það er EKKI svo langt síðan hann fæddist! Það bendir til þess að ég sé að eldast og það passar ekki þar sem ég yngist með hverju árinu!!

Hún María skrifar svo fallega um hann: Fyrir 12 árum þá fæddist þessi litli gullkálfur, þann 22.des kl 13.56, 14,6 merkur eða 3665 gr og 53 cm með naflastrenginn tvívafinn um sig miðjan. Hann er barnið sem vaknar brosandi og er ljúfur og góður við allt og alla. Lætur þrálátt ofnæmi ekki slá sig út af laginu og er hetjan okkar. Litli tónlistarsnillingurinn okkar Nói, til hamingju með daginn þinn og njóttu vel, það verða hrískökur á boðstólum í dag krútt og þú mátt fá eins margar og þú vilt!

Hann elskar Playstation tölvuna sína svo hann fékk náttúrulega að spila á hana með bekknum sínum á risaskjá!

Við systur vildum þó vera með aðeins meira vesen, þið vitið, flækja þetta svolítið!!..

Svo við settum upp föndurstöðvar þar sem hægt væri að dúllast í allskonar milli leikja!

 

Við gerðum til dæmis svona appelsínukerti en það er einnig hægt að gera þetta með mandarínum og það virkar bara enn betur ef eitthvað er! 

Þetta er svolítið eins og töfrabragð og gott fyrir partýljónin að hafa þetta í farteskinu ;)

Þið einfaldlega skerið appelsínuna í tvennt og fjarlægið allt innvolsið úr henni, en passið þó að "kveikurinn" eða miðjan sé ennþá inní henni og að ekkert gat hafi myndast í húð appelsínunnar. Þá setjið þið olíu í skálina og nuddið henni svolítið upp hliðarnar og bleytið "kveikinn" vel.

Svo er bara að kveikja á og voilà: appelsínukerti! (Það getur tekið svolítinn tíma fyrir kveikinn að taka við loganum, en sýnið þolinmæði því þetta virkar!)

 

Afmælisdrengurinn sáttur! 

Svo fléttuðum við hjarta-jólapoka.

Það gekk reyndar misvel þar sem ég var ekki alveg búin að undirbúa mig nóg vel og var ekki með nógu góða uppskrift. Þeir eru þó ekkert mál í framkvæmd og betri lýsing á þeim er hér: (þetta eru bestu leiðbeiningarnar).

Eins er hægt að finna allskonar uppskriftir að mismunandi munstrum eins og þessar hér:

Enn fleiri uppskriftir má finna td. á Pinterest en þessir pokar kallast "heart baskets" á ensku.

"Mini pom poms" urðu vinsælir í gær en þetta er annað föndur sem hefur sést á síðum Pinterst.

Þeir eru einnig mjög einfaldir í gerð og má sjá frekari leiðbeiningar að þeim hér: Við gerðum bara litla með 5 crepe pappírs örkum í einu og settum band til að hengja þá á jólatréð.

Ekki má gleyma origami jólatrjánum en þau eru ofsalega falleg. María hjálpaði krökkunum að gera litla óróa úr þeim með perlum og vír. Ég hef áður gert blogg um hvernig má gera origami trén en lesa má um þau hér:

 

Ég held að María hafi fundið þónokkra framtíðar starfsmenn enda krakkarnir alveg ótrúlega lagnir í höndunum!

 

Við þökkum krökkunum kærlega fyrir samveruna, meiri húmoristarnir og grallararnir sem þessir litlu snillingar eru! 

Elsku Nói, til hamingju með afmælið þitt!!

16. í jólagjafatalinu og vinningshafar dagsins hljóta pakka af reykelsum að eigin vali!

Í Reykjavík: Elísabeth Malmberg Arnarsdóttir

Á Akureyri: Þorbjörg Hafdís

Verið velkomnar í verslanirnar okkar að sækja vinninginn! 

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

(English below)

We threw a December birthday party for Nói last night but he just turned 12 years old! 

Nói is María and Börkur's son and I can hardly believe that there have been 12 years since his birth! It seems like it was yesterday.. and that might indicate I am getting older.. hmm well..

María wrote so well about him here: 12 years ago this little golden-calf was born, the 22. of December, at 13:56, 53 centimetres and 3665 grams! He had his umbilical cord wrapped around his torso twice!  He is the child that wakes up smiling, is so sweet and loving to all things and humans! He is an allergy child but that doesn't stop him at all and he is for sure our little hero! He is our little musicologist, happy birthday dear son and I will serve Chocolate Rice Crispy treats tonight and you may have as many as you like!!!

 

He loves his PlayStation computer and he wished to play that on a large screen, and ofcourse that is what he got!

Well for us that wasn't really enough so we made some craft stations for the kids to try out between games!

 

We for example made these orange candles but you can also do these with mandarines, simpler if anything! 

This is little bit like magic and good for the party entertainers to have this trick in the back pocket! 

You simply cut the orange in half and remove all the pulp carefully, please take care the "wick" or the centre of the orange stays intact. Then you pour some oil into the centre and smudge up the sides, also take care you cover the wick in oil. Then you simply light it and voilà! An orange candle! (It can take a little patience for the wick to catch fire, but it does work!)

 

One happy birthday boy!

Braided heart baskets.

These are quite simple to make and i remember doing these at my grandmothers when I was younger!

The best descriptions for these can be found here: 

There are loads of patterns available on Pinterest for example such as these.

"Mini pom poms" got "mass produced" last night, but they are so simple and fun! These have also been very popular on Pinterest!

Here is a great tutorial: 

We made miniature versions of them with 5 sheets of paper at a time and tied string so they could be hung on the Christmas tree.

Lets not forget the lovely origami trees. I absolutely love these and have even written about these before:

 

 

We thank the kids for a lovely afternoon, such a crisp and clear bunch with great humour and wit! 

And dear Nói, Happy birthday!!!

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira
Hnetuflex toppar - sykur, hveiti og glútenlaust jólakonfekt! 15. í jólagjafatalinu.

Hnetuflex toppar - sykur, hveiti og glútenlaust jólakonfekt! 15. í jólagjafatalinu.

(English below)

Ég ákvað að birta hér eina góða uppskrift frá Maríu sys en hún gaf einmitt út uppskriftarbókina: Brauð & eftirréttir Kristu sem fæst td. hér :) (Já maður er alltaf að plögga eitthvað.. hahaha) 

Hún hefur bloggað um þessa vinsælu mola áður en hér má sjá bloggið:

Munið þið ekki eftir kornflextoppunum sem voru búnir til með flórsykri, kakói og palmínfeiti ? Þetta nammi var ótrúlega vinsælt á mínum uppvaxtarárum og það var góð kona á bókamessunni sem minnti mig einmitt á þetta einfalda góðgæti nú um helgina. Hún var vön þessu úr æsku og var þetta nánast eina konfektið sem hún komst í fyrir utan jólaeplin og appelsínurnar.

Nú er tímarnir aðrir og úrvalið gígantískt en afhverju ekki að staldra aðeins við og nýta okkur þessar gömlu góðu aðferðir?! Hér er útfærslan gerð sykurlaus og í stað kornflex nota ég hollar og góðar hnetur og fræ. Ég er mjög hrifin af dökku súkkulaði og þetta er bara eins og draumur í dós fyrir mig. Stökkar og góðar með passlega sætu súkkulaðibragði.

Hnetuflex-toppar
 
70 g kókosflögur, Himnesk hollusta
70 g heslihnetuflögur
70 g möndluflögur
70 g graskersfræ eða sólblómafræ
100 g kakósmjör
50 g kókosolía, Himnesk hollusta bragð og lyktarlaus
50 g Sukrin Melis
40 g kakó
1 tsk vanilludropar
1/2 tsk gróft sjávarsalt
20 dropar stevía, Via Health, vanillubragð
 
Aðferð:
Rífið  kakósmjörið niður með rifjárni ofan í skál, bætið kókosolíunni út í og bræðið þetta í örbylgjuofni 1-3 mín eða þar til allt er bráðnað saman. Sigtið Sukrin Melis og kakó út í kókossmjörblönduna, bætið stevíu út í og bragðefnum( vanilludropum og salti )
Blandið næst fræjum og hnetuflögum saman í skál, merjið svona grófustu kókosflögurnar niður og hellið svo öllu saman við súkkulaðið. Dreifið svo blöndunni í lítil múffuform og frystið í 15 mín ca. Best að geyma þessar í kæli.
Þetta eru alveg um 40-50 miniform ef þið setjið bara í hálft formið enda mjög fyllandi og saðsamar þessar.
Sigurvegarar dagsins í jólagjafatalinu hljóta stjörnunisti frá Kristu Design í verðlaun!
Í Reykjavík er það Magna Ósk sem vann og á Akureyri Sólveig Anna Brynjarsdóttir.

Til hamingju kæru vinningshafar, verið velkomnar í verslanirnar okkar til að sækja vinningana!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

María my sister, released a recipe book couple of years ago filled with sugar, wheat and gluten free recipes. The book is written in Icelandic but here I have translated one of her great ones, this might be the perfect treat for you this Christmas (or whenever really!)

There are loads of Rice Crispy and Corn Flakes treats but normally they are filled with sugar and are way unhealthier than these babies: 

I love bitter and dark chocolates and these are heaven for me, not to sweet, very fulfilling and oh so easy to make!

Nut flex - peaks!
 
70 g coconut flakes
70 g hazelnut flakes
70 g almond flakes
70 g pumpkin seeds or sunflower seeds.
100 g cacao butter
50 g coconut oil, scent- and flavourless
50 g Sukrin Melis
40 g coco
1 teaspoon vanilla essence 
1/2 teaspoon coarse seasalt
20 drops stevía, vanilla taste
 
Method:
Tear the cacao butter with a grinder into a bowl and add the coconut oil. Melt in a microwave for 1-3 minutes or until the butter and oil has melted. Sift Sukrin Melis into the butter oil and add the Stevia, vanilla and salt. 
Next mix the seed together in another bowl and combine with the wet mix. Distribute the mixture into small cupcake forms and freeze for about 15 minutes. Please store in the fridge. 
The mixture should fit about 40-50 mini moulds if you fill it half way up, keep them quite small because they are very fulfilling :)

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira
Epískt jólaboð, nýr "pissublöðruvænn" samfestingur og 13. og 14. í jólagjafatalinu!

Epískt jólaboð, nýr "pissublöðruvænn" samfestingur og 13. og 14. í jólagjafatalinu!

(English below)

Þetta bloggmarkmið mitt á hverjum degi í desember er aðeins að klikka hjá mér, það var annar dagur í "bloggbeili" í gær þar sem ekkert blogg fæddist og ætla ég að kenna dásamlegum samstarfsmönnum mínum um það!

Afhverju? Jú, við héldum jólagleðina okkar á laugardaginn og þau eru svo endalaust hress og skemmtileg að við tjúttuðum í salnum okkar langt fram á nótt og þökkuðum öllum heilögum fyrir það að vera EIN í salnum!

Pakkaleikurinn árlegi var að sjálfsögðu tekinn og metnaðurinn í pökkunum var nú toppaður! Þar má td nefna, sérmerktan Systra&Maka púða, jólastjörnu, creme brulé skálar, Star Wars sverð og beikon nammi (sem er með öllu óætt!!)

Hún Ingunn Huld kom og tók nokkur jólalög fyrir okkur sem og nokkur lög af glænýju plötunni sinni Fjúk. Yndisleg stelpa alveg sem söng eins og engill en þetta atriði gaf hún Myrra okkur samstarfsmönnunum að gjöf og þökkum við kærlega fyrir það!

Endilega smellið á diskinn hér og fylgist með þessari efnilegu stelpu!

Við sungum karókí og ég tók dúett með Lilju: "Baby it's cold outside" svona 40 sinnum þar sem setningin: "eeeeiiiinu sinni enn, núna skulum við sko rúlla þessu upp" heyrðist eftir hvern flutninginn á fætur öðrum... mágur minn, Börkur, hefur tekið af mér loforð að þetta lag verði aldrei spilað aftur það sem af er ári! Það er auðvitað ekki mér að kenna að hann muni allt, eini maðurinn með viti sem að skellti sér ekki í rauðvínsþamb og hefur það hér með verið ákveðið að bannað sé að mæta aftur í jólaboð nema taka þátt í vitleysunni! Minnið er með öllu horfið og heilsan var ekki upp á marga fiska í gær!

Kaffitímarnir í dag fóru þó í upprifjanir á þessu yndislega kvöldi og ég hef nú fengið það fullkomnlega staðfest að ég er ekki sú eina í fyrirtækinu sem er "léttgeggjuð", kolruglað lið allt saman og það er það sem gerði þetta kvöld svo æðislegt!

ERGO: þeim að kenna að ég bloggaði ekki í gær!!

Við erum enn að bæta í vörulínuna okkar hjá Volcano Design og nýjasta nýtt eru sparilegir samfestingar!

Ég skrifaði nú einu sinni um það að mér þætti erfitt að vera í samfesting, sérstaklega á tjúttinu, sérstaklega ef bjór væri við hönd þar sem samfestingar eru hreint ekki vænlegir til salernisferða!

Við gerðum því "pissublöðruvæna" samfestinga og hér er komin ný útgáfa af þeim, sparilegir og sætir, þægilegir og góðir og fullkomnir á tjúttið!

Samfestingarnir eru samkurl af vinsælustu vörunum okkar: Júlíu buxurnum og twist toppunum. Við erum sumsé með nokkrar útgáfur af þessum frábærlega klæðilegu buxum en þær komu fyrst í svolítið þrengri útgáfu. Sú tegund er auðvitað enn fáanleg í svörtu sem og allskyns mynstrum!

 

Þessar buxur er svona aðeins sparilegri kannski, klassískar svartar sem henta með allskyns toppum og blazerum og til hvaða tilefnis sem er í raun! Þær eru með snúnum saumum sem gefur svolitla vídd yfir rass-svæðið, lausar niður með breiðum og góðum streng sem heldur svolítið að og stroffi að neðan. Eins eru vasar framaná þeim og þær eru yndislega þægilegar!!

Topparnir eru svo eins og twist skyrturnar með smá breytingu þó. Þessar eru með blúndu V-i á bakinu sem endar rétt fyrir ofan brjóstahaldaralínu.

Eins eru þær teknar saman með teygjustroffi að neðan svo þær haldist á sínum stað í mittinu.

Fallegt og klæðilegt V-hálsmál en toppurinn er auðvitað fallegur við annarskonar buxur eða pils. Samfestinginn má því klárlega nota í sitthvoru lagi og fæst því heilmikil nýting úr báðum pörtunum!

Hægt er að ýta á myndirnar og nýr "verslunargluggi" opnast.

Þá er komið að því að rífa mig upp á rassinum og tilkynna sigurvegarana í jólagjafaleiknum í dag og í gær (munið, samstarfsmönnunum að kenna, alfarið!!)

Þann 13. desember voru verðlaunin ilmolía að eigin vali en við bendum á að þónokkuð úrval er til í verslununum okkar. Þessar má setja í olíubrennara eða einfaldlega í spreybrúsa með vatni og spreya um heimilið eða í teppi og púða og gýs lyktin svo upp við notkun.

 

Í Reykjavík er sigurvegarinn: Heiðrún Gréta

Á Akureyri er Kolbrún Einarsdóttir

Sigurvegarar dagsins í dag 14. desember hljóta uppskriftarbókina: Brauð og eftirréttir Kristu, en hún er stútfull af allskonar sykur- hveiti og glútenlausum uppskriftum! Virkilega falleg og gerðarleg bók en hún fæst einnig hér:

 

Í Reykjavík vann: Vilborg Ragna Ágústsdóttir

á Akureyri: Ragnheiður Arna Magnúsdóttir

Til hamingju kæru sigurvegarar, verið velkomnar í verslanirnar okkar til að sækja vinningana!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

An epic Christmas staff-party and a new jumpsuit which isn't really a jumpsuit!

All-right, so I had this goal to blog every day in December, of all months this was probably the most ridiculous timing of all months whereas this time is the busiest of all! I am still going to try to stick to it but this time is was absolutely not my fault. I didn't blog yesterday but that is completely because of my wonderful co-workers! 

Why? Well we had the annual Christmas staff party and like every year it is completely epic! These people I work with are all crazy and so much fun and thankfully we were alone, late into the night!

Secret Santa was done like every year and the ambition peaked this year and among the gifts were: specially printed Systur&Makar pillow, Christmas star, crème brulé bowls, Star Wars light saber and bacon candy completely inedible!

We sang karaoke and me and Lilja did "Baby it's cold outside" about 40 times! The memory is all gone except for one person that didn't drink that night, that is now forbidden and is a rule for future parties; you must take part in the drinking, no-one can remember more then the others!!! ;)

However, the evening was so fantastic and my darling co-workers are all insane which makes me feel happy, I'm at least not alone in co co town!

ERGO: that's the reason I didn't blog yesterday, all their fault! 

On to the next topic, we are still adding to our collection, 5 minutes before Christmas and we are not done yet! Introducing the classic, out on the town jumpsuits, the pee-friendly version! 

I did write about this topic at one point, about the pee-friendly jumpsuits, especially for going out, with beer, and dancing, you need something comfortable, sleek, cool and yes: pee-friendly!! 

Here is the new version of these lovely jump-yet-not-jumpsuits. Black, V-neck, classic, timeless and super comfy. By making them in two pieces you can pair the bottoms with other tops, and the top with other bottoms, making this such a functional set! 

The set is a mix of some of our most popular products! Júlía pants and the twisted tops. 

By clicking on the images you can see more text and description concerning each piece!

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira
Frumlegar innpökkunarhugmyndir! 12. í jólagjafatalinu.

Frumlegar innpökkunarhugmyndir! 12. í jólagjafatalinu.

 

(English below)

Pinterest klikkar ekki þegar kemur að hugmyndabankanum. Ég ákvað að gera örlitla leit að sniðugum og fallegum leiðum til að pakka inn jólapökkunum. Hér má sjá nokkrar æðislegar útgáfur af skemmtilega innpökkuðum gjöfum. Ég er alltaf hrifnust af svona einföldum útgáfum og kannski svolítið náttúrulegu eða gamaldags, nótnablöð, brúnn maskínupappír, grófur hörþráður og eitthvað grænt!

Ég vil einnig benda á að hægt er að smella á allar myndirnar og þá ferðu inn á síðuna.

Einnig er hægt að fylgja okkur á pinterest með því að fara hér inn og velja "follow".

 

Þá er komið að vinningshöfum dagsins í jólagjafatalinu en þið hafið unnið ykkur inn lítinn handáburð frá Crabtree & Evelyn og roð-lyklakippu frá Valfoss!

Verið velkomin í verslanirnar að heimta vinningana :)

Í Reykjavík: Hrafnhildur Eyjólfsdóttir

Á Akureyri Linda Rós Ingimarsdóttir.

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

 

 

 

 

 

 

Creative ways to wrap those Christmas gifts!

Pinterest does certainly not fail you when you need some creative ideas! After a little search I found couple of different ways that I just adore!

I love the simple ways of doing it, preferably natural, a little vintage, a little diy and crafty and I adore when there is some little greenery included!

You can press on all the images to find the original link and please follow us on Pinterest here.

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira
Saga mistilteinsins, mun norrænni en við kannski höldum! 11. í jólagjafatalinu.

Saga mistilteinsins, mun norrænni en við kannski höldum! 11. í jólagjafatalinu.

(English below)

Sagan um Mistilteininn !

Mistilteinninn er merkileg planta sem festir sig á stofn trjáa og fær næringu sína þaðan eins og þekkist hjá sníkjudýrum.



Mistilteinninn sem margir nota sem jólaskraut er ættaður frá Norður Ameríku en svo er til Evrópskt afbrigði sem er með hvítum berjum.
Þessi dularfulla planta hefur verið notuð í athöfnum hjá Keltum, Germönum og Evrópubúum. Grikkir töldu hana hafa yfirnáttúrulega krafta.



Til eru margar sögur sem tengjast mistilteininum og ein þeirra segir frá því að ástargyðjan Frigg hafi litið á mistilteininn sem heilaga plöntu.

Það var vegna þess að þegar Baldur syni hennar dreymdi fyrir dauða sínum þá leitaði Frigg til allra náttúruaflanna, lofts, elds, vatns og jarðar og fékk þau til að lofa sér að ekkert myndi skaða son hennar.

Henni yfirsást þó dularfullu plöntuna mistilteininn sem hvorki lifði á jörðu né ofan í jörðu heldur á stofni eplatrésins.

Loki sem var óvinur Baldurs sá sér leik á borði og bjó til ör úr mistilteininum sem Baldur var skotinn með og lést hann af sárum sínum.

Dauði Baldurs var Frigg mikill harmur og í 3 daga reyndu öflin öll að lífga hann við en ekkert gekk.

Frigg á að hafa grátið á hverjum degi af ólæknandi sorg og breyttust tárin í hvít ber sem nú má finna á mistilteininum og sagan segir að ást hennar á syni sínum hafi að lokum vakið hann frá dauðum.



Eftir þetta kyssti Frigg alla sem gengu undir tréð sem mistilteinn hékk í og er því talið að ef fólk kyssist undir mistilteini þá muni ekkert illt henda viðkomandi því ástin sigrar hið illa.

Hvort sem þessi þjóðsaga er sönn eða ekki veit enginn en falleg er hún engu að síður.

Efni: Hvítt húðað ál.

Textinn fylgir með sem segir sögu Mistilteinsins.

Versla má mistilteininn frá Kristu Design með því að ýta á myndirnar.

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Vinningshafarnir í jólagjafatalinu í dag 11. desember eru:

Í Reykjavík: Ásta Kristjánsdóttir

Á Akureyri: Kristín Magnea Karlsdóttir

Þið hafið unnið ykkur NOEL jólaspreyið frá Crabtree & Evelyn, nokkur sprey um íbúðina eða húsið og jólin eru mætt!

The story about the mistletoe!

The Mistletoe is a remarkable plant that attaches itself to stems of trees and it gets nutrition from it like a parasite.

The Mistletoe that many use as a Christmas decoration is descended from North America but there also exists a European version that has white berries.

This mystical plant has been used for all sorts of Celtic, Germanic, and European ceremonies. Greece believed it had supernatural powers (so if you feel any, be sure to inform us! ;))

There are many stories that involve the mistletoe and one of them includes the Nordic love goddess Frigg but she considered the plant holy. Baldur, her son, had a dream about his own death and Frigg looked to all the natural forces; air, earth, water and fire and made them promise her that nothing in the world could ever hurt her son.

She failed to include this mystical plant that didn’t live in or on the ground but on the trunk of the apple tree.

“Loki”, Baldur’s arch enemy found out about this and got a cruel idea. He made an arrow from the plant and shot Baldur which lead to his very sad death. To his mother, Frigg, this was understandably a traumatising event and for three days she got all the natural forces to try to bring him back to life, without success.

Frigg supposedly cried every day of incurable grief and those tears turned to the white berries that can be found on the Mistletoe. The story says that in the end, her endless love finally brought her son back to life.

For the rest of time Frigg kissed everybody that walked under the apple tree where the Mistletoe was hanging, and it is believed that by doing so nothing evil will ever happen to either of them, love will always prevail!

Whether this folklore is true or not, nobody knows, but the beauty of the tale is definitely worth sharing!

Material: Aluminium Powdercoated

The story about the mistletoe is included.

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

 

 

Lesa meira
Mánaflug - samvinna systra í skarti og flíkum! 10. í jólagjafatalinu.

Mánaflug - samvinna systra í skarti og flíkum! 10. í jólagjafatalinu.

(English below)

Eftir að við systur ákváðum að sameina fyrirtækin okkar: Volcano Design og Kristu Design undir einn verslunarhatt: Systur & Maka, hefur samvinnan að sama skapi aukist.

Það vill jú verða að þegar verkefnin fara að deilast svolítið meira á milli þá aukast hugmyndirnar og við læðumst inná vinnusvið hvor annarrar en það er líka svo skemmtilegt og fjölbreytnin og vöruúrvalið eykst um leið!

Við gerðum til dæmis eitt sameiginlegt verkefni í sambandi við stjörnumerkin en Krista Design kom með yndislega falleg hálsmen með stjörnumerkjunum sem eru alveg frábær í persónulegar gjafir.

Ég kom þá með stjörnumerkjaprent sem að við notuðum á kjóla og ýmsar vörur sem og td. handstúkurnar okkar og klúta sem enn fást í búðinni.

Mánaflug - "Fly me to the moon".

Við prufuðum svo að vinna svolítið saman aftur þar sem að María kom með geggjaða skartgripalínu sem hún kallar Mánaflug eða "Fly me to the moon" en þessi blöndun á fjöðrum, mánum, tönnum og kristöllum fæddist svona í bland hjá okkur báðum, hún útfærði gripina svo á sinn smekklega hátt!

Til dæmis: TVÖFÖLD men td, ég bara tjúllast!!!

Hér blandar hún fjöðrunum við agate steina og armband í stíl! geggjað!!

Ég fór beint í að panta inn efni sem væru svolítið "mána-leg" og nú eru Vefju topparnir frá Volcano einmitt komnir í þessu falleg "tie die" efni en það er úr bambus og er svo mjúkt að það er eins og að klæðast skýi ég segi það bara og skrifa!

Eins er kjóll væntanlegur og hér má sjá smá "sneak peak" af honum.. (ég vona að hann náist inn fyrir jólin en ég lofa engu, elskurnar á saumastofunni eru víst að drukkna nóg úr veseni á mér nú þegar...)

Mánaflug: Ég fer alltaf að hugsa um jazz slagarann með Frank Sinatra og það er ekki annað hægt en að komast í gott skap við þetta lag!

Já er ekki gott að klára daginn með þetta yndislega lag á heilanum? :)

Ég minni svo á að netverslunin okkar er að sjálfsögðu ávallt opin og með því einfaldlega að smella á myndirnar hér að ofan opnast nýr gluggi þar sem hægt er að versla viðkomandi vöru :)

Þá er komið að aðventuleiknum okkar og í þetta skiptið hljóta vinningshafarnir roðveski frá Valfoss:

í Reykjavík: Þórunn Elísabet Sveinsdóttir

Á Akureyri: Anna Lilja Stefánsdóttir

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

My sister and I used to have completely different companies: Volcano Design and Kristu Design and then we decided to combine the two under one "store hat" called Systur & Makar, meaning sisters and partners.

By doing that the collaboration has of course increased and we are now sharing ideas, mixing together projects and working in each others fields even. This is such a fun twist to our jobs and the amount of ideas grows as well as the variety of products!

We for example did a collaboration project surrounding the zodiac signs. She made these beautiful astrological necklaces which are great for personal gifts!

And I made prints for dresses and other accessories and the scarf's and hand warmers are still available!

"Fly me to the moon".

We did another little collaboration recently where María made this wonderful collection of jewellery called "Fly me to the moon", the carms are a mix of feathers, teeth, crystals and moons. This was the perfect collaboration of ideas and brainstorming and then she finished the outcome in her great talent!

For example these: double necklaces: I FREAK OUT!!

Here she mixes agate and feathers, so nice!!

 

I went straight to order some "moon-like" fabrics and got this fantastic tie die bamboo, and seriously it is like wearing clouds, it is so very soft!!

Plus there is one dress coming shortly and here is a little sneak peak: (I hope it will arrive before Christmas but I am not promising anything, I am drowning the seamstresses as it is..) Ahh the pressure of wanting EVERYTHING NOW!! ;)

Fly me to the moon, well of course this is always the first thing that comes to mind, and you can't help but feeling happy after listening to it! Frank: you are the best man!

It is great to finish of the day with this song on your mind right?!

I would also like to remind you that our web-store is always open and you can click on the images here above to me moved to a separate shopping window. :)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

 

Lesa meira
Jólaóróarnir frá Kristu Design - nýr á hverju ári! 9. í jólagjafatalinu.

Jólaóróarnir frá Kristu Design - nýr á hverju ári! 9. í jólagjafatalinu.

(English below)

 

Krista Design hefur verið að gefa út jólaóróa á hverju ári núna í nokkur ár og oftar en ekki nokkra sama árið. Þetta er einhver lenska hjá henni, hún getur ekki beðið þegar hugmyndin er fædd og drífur þá allt í gang! 

Það er nú reyndar líka kosturinn við að vera með íslenska framleiðslu hvað þá þegar hönnuðurinn sefur hjá framleiðandanum þá gengur þetta ósköp hratt fyrir sig svona. :)

Hér má svo sjá óróana en einnig má smella á myndirnar sjálfar og nýr gluggi opnast þar sem hægt er að versla hér á netversluninni.

Mig langar nú að segja ykkur aðeins frá ferlinu en vinnan þeirra fer nokkurnveginn svona fram: hugmyndin fæðist, María teiknar hönnunina upp í Illustrator, grafíkina sendir hún svo á Börk sem er með vatnsskurðarvél og hann yfirfærir teikninguna hennar Maríu í forrit sem að vélin getur lesið. Svo raðar hann hönnuninni upp á plötuna til að nýta efniviðinn sem allra best en þau nota iðulega ál í þessa óróa.

(Þessir kisugormar verða næst pússaðir og svo skellt í húðun).

Þá fer vélin af stað og sker í gegnum efnið með miklum þrýstingi af vatni og örlítið af sandi. Ástæðan fyrir því að vélin er full af vatni er vegna þess að krafturinn er svo mikill að það þarf stórar þungar járnplötur í botninn og vatn til að minnka kraftinn þegar bunan er komin í gegnum efniviðinn, annars sagar vélin botninn bara úr sér!!

Stykkin eru þá brotin úr plötunni og þau pússuð niður og fíniseruð og því næst komið í húðun. Krista Design lætur húða allt fyrir sig innanlands en það er svokallað "powdercoating" eða dufthúðun. Þessi tegund af húðun er notuð fyrir margskonar varning svosem varahluti í bíla svo gæðin eru mjög góð en sumar vörur Kristu eru til dæmis ætlaðar til útinota og endist varan, jah út í það óendanlega ef að farið er vel með stykkin!

Þá er að þræða í óróana silkiborða og pakka í sérmerktar pakkningar, skutla í búðina og þar bíða þeir eftir þér ;)

  

Ferlið má sjá hér í video-inu okkar en þetta hefst á mínútu: 6:26

Þeir eru að sjálfsögðu fáanlegir í verslununum okkar á Laugaveginum, á Strandgötunni á Akureyri sem og á Strandgötunni í Hafnarfirði. Ég bendi ykkur á að vera tímanlega þar sem þessir fallegu óróar eru orðnir ofsalega vinsælir í gjafir enda á frábæru verði!

Einnig minnum við á það að ef varan er búin tökum við einfaldlega niður pantanir og bjöllum um leið og hún kemur í hús aftur :)

    

 

Sigurvegarar dagsins í jólagjafatalinu unnu sér inn jólaóróa frá Kristu Design að eigin vali!!

Í Reykjavík: Sigrún Agnes Njálsdóttir

Á Akureyri: Vordís Björk Valgarðsdóttir

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

 

Locally made Christmas ornaments from Krista Design.

Krista Design has been making new Christmas mobiles every year now for a couple of years and more often than not she makes more than one version per year! You see, when they get a new idea it is difficult to postpone it to another year, especially when the designer "sleeps" with the maker.. they just make it right away! 

The benefit of having your own local production for sure!

 

Here you can see the mobiles available and you can press the images to go to a shopping site here on our on-line store. They are of course also available in our stores!

I would like to tell you little bit about the process of making them. An idea is born and María draws the graphic or outlines in Illustrator. She then sends the file to Börkur, her husband and the maker, which opens the graphic up in a programme that the water jet cutter can read. He organizes all the pieces on a plate so the material is fully used, and for these ornaments they use aluminium plates.

When the machine starts cutting it is basically high intensity water with a little bit of sand. The reason for the tank to be filled with water is because the force of the water is so extreme that the water slows down the power until it reaches thick steel plates at the bottom of the tank that prevents the jet to go through the base of the machine itself!

The pieces are then released from the plate and all the edges are sanded and finished. It is then powder-coated, silk thread goes through the hole for hanging, packaged, labelled and driven to the stores.

  

The process can also be seen in the video here below from minute 6:26

The mobile ornaments don't have to be only for Christmas, many are suitable for the whole year around! They are available in our stores as well as here on-line. We do ask you to be timely before Christmas because they are becoming super popular especially due to their great price point! 

    

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira
Innlit: Systurnar jóla heimilin sín og 8. í jólagjafatalinu!

Innlit: Systurnar jóla heimilin sín og 8. í jólagjafatalinu!

(English is below the Icelandic text)

Við systurnar erum ekki beint á móti skrauti og stússi og elskum að stjana svolítið við heimilin okkar. Síðustu vikur, jú og mánuðir hafa þó reyndar verið sérstaklega uppfullir af dagskrá sem vill verða til þess kotin sitja á hakanum.

Heimilið hennar Maríu er vinnuaðstaða í bland svo þar hefur verkstæði jólasveinsins verið með yfirhöndina upp á síðkastið. Við Tóta breyttum aðeins hjá okkur, máluðum svefnherbergi og bjuggum til heimaskrifstofu og svona sem er ekki alveg búið að klára svo það féll svona aðeins á milli hluta að jóla allt.

// Us sisters truly love to decorate our homes but recently we have been so super busy we didn't think we could actually "make the time" to do anything extravagant this year! My sisters home is a workshop as well so Santa's little helpers have taken over her living room and I just hadn't found the "need" to go all out this year after all the store decorations.

We started with the store in Akureyri...//

Svo skreyttum við náttúrulega verslanirnar okkar, fyrst á Akureyri..

 

Þá græjuðum við Reykjavík..

// Then we did the Reykjavik based store...//

Hafnarfjarðarpopup búðin var einnig tekin með trompi...

//And the popup shop in Hafnarfjörður...//

Svo fórum við um daginn og jóluðum bústaðinn.. hann er svona svolítið bland af heimilum okkar beggja sem er yndislegt!

//The summerhouse got some twinkle lights as well of course...//

Heimilin voru því ekki á forgangslista og við ætluðum bara svona að bíða aðeins og sjá til, gera bara eitthvað lítið og sparlegt. En hún María mín tók sig svo til um daginn og græjaði heimilið sitt svona dásamlega hátíðlega enda þvílík smekkmanneskja!

Húsið hennar er líka svo yndislega notalegt, allt í hvítum og ljósum tónum með jarðtónum í bland!

//And after all this María of-course found the need to do something at home and one night she went all out. Her home is very beautiful, white mixed with earthy tones and loads of lights and sparkle!//

Þá kom bakterían í mig og við Tóta notuðum storminn í gær til inniveru og græjuðum hjá okkur.

Mér finnst líka svo gaman hvað við systur erum með ólík heimili en finnst báðir stílarnir svo skemmtilegir hjá hvor annarri!

//And she eventually gave me the "bug" to do something so me and Tota decorated everything last night during the storm! I love how different the homes are but we really love each-others style and it mixes well in the summerhouse also!//

 

Nú mega jólin koma ekki satt?!

Að lokum tilkynnum við sigurvegarana í jólagjafaleiknum okkar en að þessu sinnu hljóta vinningshafarnir krukkulímmiða frá Kristu Design eins og þessa:

 

Í Reykjavík er sigurvegarinn: Guðrún Þórhalla Helgadóttir

Á Akureyri vann: Védís Baldursdóttir

Við bjóðum ykkur velkomnar í verslanirnar okkar til að sækja vinningana! :)

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira
Kvikmyndir í aðventunni og 7. í jólagjafatalinu.

Kvikmyndir í aðventunni og 7. í jólagjafatalinu.

(English below)

Við systur erum miklir sjónvarpssjúklingar og fylgjumst með hinum ýmsu þáttum og kvikmyndum. Svo er aðventan og tíminn milli jóla og nýárs tilvalinn til að hlaða svolítið batterýin og bæta aðeins á fitueinangrunina þar til nýr og orkumikill janúar fer af stað.

Ég spurði vini og vinnufélaga aðeins út í það hvaða sjónvarpsefni væri svona í uppáhaldi hjá þeim yfir jólahátíðina svo hér kemur smá hugmyndalisti að skemmtilegu efni.

Athugið að hægt er að smella á titil myndanna og þið færist þá yfir á IMDB.com þar sem lesa má meira um myndirnar sjálfar.

Við byrjum náttúrulega á jólamyndunum og þessar eru í uppáhaldi hjá mér:

Love Actually

Holiday

Home Alone

Grinch

Miracle of 34th street (ég horfi iðulega á þessa frá 1994 en væri alveg til í að sjá líka núna þessa síðan 1947)

og svo hef ég alltaf ætlað að horfa á It's a wonderful life og nú um þessi jól verður sko staðið við það!

Eins hef ég óttarlega gaman að Elf afþví Will Ferrell fer á kostum í þeirri mynd!

Fleiri svona klassískar myndir sem ég get horft á aftur og aftur og elska að horfa á um jólin eru til dæmis:

Chocolat

Julie Julia

Amelie

The Devil wears Prada

Bridget Jones, báðar að sjálfsögðu!

Notting Hill

Music and Lyrics

About Time

Midnight in Paris

The Age of Adaline

Chicago

Saving Mr. Banks

 

Ævintýra..

Ævintýramyndir eru líka í uppáhaldi hjá mörgum í kringum hátíðirnar svo sem

Hobbitinn, Lord of the Rings, Harry Potter og The hunger games.

Ég er líka hrifin af þessum, svona aðeins meira barnvænum (þó ég horfi bara á þær með Tótu sko!) :)

City of Ember

The Spiderwick Chronicles

Inkheart

Lemony Snicket's A Series of Unfortunate Events

Believe, FairyTale - a true story

The Secret Garden (Þessi með Maggie Smith, afþví hún er best!)

Hugo

Finding Neverland

Miss Potter

Ever after, a Cinderella story

Pan's Labyrinth. (þessi er svolítið ógurleg en hún er mögnuð!!)

 

Gamaldags myndir og þáttaraðir:

Svona myndir og þættir eru æði um jólin, allt svona vellíðunar, rólegheita og fallegt eitthvað!

Little women

Sense and sensibility

The Duchess

Shakespeare in love

Emma

Pride and Prejudice, mini series. (Þessi sería er yndisleg!!)

Downton Abbey

Þær eru náttúrulega miklu fleiri og svo eru margir sem að halda upp á góðar teiknimyndir. Ég horfi ekki mikið á teiknimyndir en finnst þó Anastasía algjört æði og ekta jólateiknimynd!

Svo eru það sigurvegarar dagsins í dag 7. desember í jólagjafatalinu okkar!

Þið hafið unnið ykkur inn handáburð frá Crabtree & Evelyn að eigin vali og pinnalokka.

Í Reykjavík: María Sigurborg

Á Akureyri: Ólöf Sólveig Björnsdóttir

Við bjóðum ykkur allar velkomnar í verslanir okkar að sækja vinningana! 

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

It is Christmas-time - movie-time!

Me and my sister are fanatics for good TV and movies and especially when we really have the time to enjoy it! The holiday season is the perfect time for us to charge the batteries slightly and eat something super unhealthy while we enjoy some classic movies!

I asked a couple of my friends what they liked to watch during the advent and put together a little list of some of the favourites! 

(You can also press on the titles and you will be moved to IMDB.com for further details of the films).

Let's start with the Christmas classics and these are a few of my favourites!

Love Actually

Holiday

Home Alone

Grinch

Miracle of 34th street (I usually watch the one since 1994 but I would also like to see the one from 1947)

I have always wanted to watch It's a wonderful life and this year I WILL do it!

Elf is also a favourite because Will Ferrell is so wonderful in it! 

We all have these classic films we can watch over and over again, here are some of mine:

Chocolat

Julie Julia

Amelie

The Devil wears Prada

Bridget Jones, báðar að sjálfsögðu!

Notting Hill

Music and Lyrics

About Time

Midnight in Paris

The Age of Adaline

Chicago

Saving Mr. Banks

 

Adventure..

These are popular around the holidays:

Hobbitinn, Lord of the Rings, Harry Potter og The hunger games.

But I also like the softer adventure movies, some more kid friendly..

City of Ember

The Spiderwick Chronicles

Inkheart

Lemony Snicket's A Series of Unfortunate Events

Believe, FairyTale - a true story

The Secret Garden (The one with Maggie Smith, because she is the best!)

Hugo

Finding Neverland

Miss Potter

Ever after, a Cinderella story

Pan's Labyrinth. (This one is a bit scary but so very good!!)

 

Old fashion films and TV series.

These sorts of films I love during the holidays, so calm, feel good and pretty!

Little women

Sense and sensibility

The Duchess

Shakespeare in love

Emma

Pride and Prejudice, mini series. (Þessi sería er yndisleg!!)

Downton Abbey

I noticed many liked watching animated films during the advent but I am not necessary the biggest fan (I do like them, I just don't watch them that often). However, Anastasia is very Christmas-y and I really do love that one!

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira
158 niðurstöður