Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Fréttir

Skemmtilegir jólasiðir, Sigga Beinteins og - 5. og 6. í jólagjafatalinu!

Skemmtilegir jólasiðir, Sigga Beinteins og - 5. og 6. í jólagjafatalinu!

(English below)

Já ég veit, ég var svo innilega búin að lofa bloggi á hverjum degi til jóla en svo klikkaði ég í gær! Það þýðir ekki að berja sig fyrir það, við vorum einfaldlega á fullu að vinna í verslununum: við Tóta í Reykjavík og María með Röggu frænku í Hafnarfirði og við vorum í því að deila piparkökum og heitu kakói til kúnnanna okkar svo að bloggið sat á hakanum, ég biðst forláts! :)

Strax eftir vinnu var svo haldið beint á jólatónleika Siggu Beinteins en hún er góð vinkona okkar Tótu og jemundur minn, þeir voru æðislegir! Við höfum nú farið undanfarin ár til hennar en þessir fannst mér slá allt út! Hún er mikill húmoristi og gerði óspart grín að sjálfri sér sem gerði stemmninguna einstaklega heimilislega! Sviðið var líka glæsilegt og allir tónlistarmenn og söngvarar: bakraddir sem og gestir Siggu stóðu sig með sannri prýði! Það er á þessum tónleikum sem ég kemst í jólagírinn: Brú yfir boðaföllin, Litli trommuleikarinn og Jólin eru að koma, hún kann þetta alveg sko!! Fullt hús stiga elsku tónleikahópur fyrir glæsilegt "show"!!

Ég ætla því nú að segja ykkur frá jólasiðum nokkurra mismunandi landa, en eins og ég kom aðeins inná í bloggi mínu, fyrsta dag aðventu, þá er ég einstaklega heilluð af sögum og hér má einmitt lesa söguna um aðventukransinn (viðeigandi svona annan í aðventu ekki satt?!)

Þá tilkynni ég einnig um sigurvegarana í jólagjafatalinu okkar síðan í gær og í dag, það er því tvöfalt núna!

Heillandi jólasiðir frá mismunandi löndum.

Fallega jörðin okkar er nú stór og fjölbreytt og jólasiðirnir margir og misjafnir. Ég vil deila með ykkur nokkrum skemmtilegum jólasiðum sem að mér finnst heillandi og ég tel að þið gætuð haft gaman að!

Nágrannar okkar í Noregi, þið vitið, þar sem hinir Íslendingarnir eru..fela allir kústana sína eftir jólakvöldmatinn svo að nornirnar eða aðrir illir andar muni ekki stela þeim og ánetja bæina.

Sumir ganga lengra og fara út og skjóta nokkrum skotum úr haglabyssu upp í himininn til að vara nornirnar við komu í húsið þeirra.

 

Strá- jólageitin er dýrkuð á jólunum í Svíþjóð allt frá litlu trjáskrauti upp í risavaxnar styttur eins og sú sem er í borginni Gavle.

Sú geit er sett upp á hverju ári í desember en hún er fræg fyrir að vera brennd niður. Síðan árið 1966 til ársins 2013 hefur geitin aðeins lifað af 13 sinnum, (og reikniði nú). Einnig er hægt að fylgjast með lífi geitarinnar á Twitter, mun hún lifa í ár? ...svo er Ikea eitthvað að væla..

Bretar eru nú ekki beint þekktir fyrir sérstaklega góðan mat svo það er gaman að segja frá því að ein helsta jólahefð þeirra er í formi jólabúðings og sumar uppskriftirnar ganga í erfðir.

Jólabúðingarnir eru nánast svartir því þeir eru svo fullir af púðursykri og eldunartíminn er svo langur. Búðingarnir eru bleyttir með djús og brandý og hann er vanalega settur í eldun circa 4-5 vikum fyrir jól og hann getur enst í allt að ár.... mmm jömm!  Hver fjölskyldumeðlimur hrærir í búðingnum meðan hann óskar sér og þegar hann er framreiddur er búðingurinn baðaður í brandý og að lokum er kveikt í honum! Stundum fela þeir einnig silfraðan mun, pening eða fingurbjörg í búðingnum og sá sem finnur hann mun vera „extra“ heppinn á komandi ári. Kannski svolítið eins og möndlugrautur okkar Íslendinga?

Þegar ég bjó í Barcelona kynntist ég ansi skemmtilegum hefðum sem tíðkast í Cataloniu eins og til dæmis sú þeirri að koma fyrir styttu sem kallast "caganer" í helgimyndina. 

Caganer í lauslegri þýðingu er eiginlega bara kúkakall, já í alvöru, kúkandi kall með rauða catalónska húfu á höfði, með girt niðrum sig og hrúgu af mannsins leyfum við fætur sér. Sjáið þetta fyrir ykkur:  Jósep og  María eru eitthvað að "slaka bara" með jesúbarnið nýfætt fyrir utan fjárhúsin , vitringarnir gjörsamlega búnir á því eftir að hafa gengið alla leiðina, rollurnar eru á beit þarna í kring og já, þar felur sig eitt stykki kúkandi kall í bakrunni! Dásamleg hefð alveg!!

Cataluniubúar stoppa sko ekki þar, þeir eru með annan „jólakall“ sem að kallast Caga tíó eða Tíó de Nadal.

Það er andlitsmálaður trjádrumbur með fjóra fætur sem að börnin koma fyrir á góðum stað í byrjun desembermánaðar. Krakkarnir sjá um að gefa honum að borða og drekka, hjúfra hann í teppi svo honum verði ekki kalt og að lokum á jóladag koma þau honum fyrir hjá arninum og syngja fyrir hann vísur og berja hann til skiptis með prikum og biðja hann að kúka gjöfunum.

Þessi ást á skít er ótrúleg, en elsku útbarði Caga tíó kúkar að lokum litlum gjöfum og sælgæti!

Caga tió,                                                                        Kúkadrumbur

caga torró,                                                                    kúkaðu núggati (turrón),

avellanes i mató,                                                          heslihnetum og kotasælu.

si no cagues bé                                                             Ef þú kúkar ekki vel,

et daré un cop de bastó.                                            mun ég lemja þig með priki.

Caga tió!                                                                        Kúkadrumbur!

 

Úkraína er með sérstakar hefðir sem tengjast jólatrénu.

Það er skreytt með gervi kóngulóarvef og talið er að það færi lukku að finna kónguló eða vef á trénu áður en það er tekið aftur niður að jólahátíð lokinni.

Þessi hefð er byggð á gamalli sögu sem segir frá ekkju og börnum hennar sem voru of fátæk til að skreyta jólatréð sitt. Um morguninn vaknaði hún en kóngulær hússins heyrðu í þeim grátinn og ákváðu að þekja tréð í vef um nóttina. Á jóladagsmorgun þegar sólin snerti vefinn breyttist hann í gyllta og silfraða þræði og ekkjan og börnin urðu svona líka bara ánægð með jólin!

Það er einnig talað um að englahár (jólatrésskrautið) eigi rætur sínar að rekja til Úkraínu.. gaman að segja frá því!

Í Caracas, Venesúela er siður að skautast í morgunmessur 16-24 desember, já og það á hvorki meira né minna en á hjólaskautum en margar götur eru lokaðar fyrir almenna umferð á þessum tíma svo allir komist óhultir í kirkjuna.

Börnin í hverfinu fara með þennan sið alla leið en þau eru farin að venja sig á að binda spotta utan um tána sína og láta hinn endann lafa út um gluggann.  Á morgnana þegar skautararnir fara fram hjá kippa þeir lauslega í spottana til að senda vinalega jólakveðju.. ofsa krúttlegt og kósý.. allavega þar til tosað verður of fast..

Það er ein japönsk að vinna á saumastofunni hjá okkur, hún Mai, sem sagði okkur frá frekar sérstökum sið úr sínu heimalandi sem er eiginlega orsök svakalegrar markaðssetningar.

Circa 1970 var KFC í eigu sömu aðila og áttu Mitsubishi, þeir fóru að auglýsa djúpsteiktan kjúkling sem jólamáltíð því þeir tóku eftir því að útlendingar borðuðu hann mikið sökum skorts á hefðbundnum amerískum jólamat í Japan. Nú tíðkast það að Japanir safnast saman fyrir utan KFC í röðum til að sækja jólamatinn sinn eða panta hann með heimsendingu, einnig er hægt að „lúxusera“ máltíðina og fá kampavín með.. Hamborgarhryggur, rjúpa eða KFC.. maður spyr sig!...

Svarti jólakötturinn frá Kristu Design.

Íslensku jólahefðirnar eru nú ekki heldur af verri endanum en einnig er gaman að gera sínar eigin hefðir sem að erfast með börnunum.

...Opna jólakortin til dæmis uppí rúmi á jóladagsmorgun... munið það næst, ofsalega skemmtileg hefð sem að lengir "pakkatímann" ;)

Sigurvegarar í leiknum okkar 5. desember:

Í Reykjavík: Sigrún Huld Guðmundsdóttir.

Á Akureyri: Arna Gerður Ingvarsdóttir.

Þið hafið unnið ykkur inn handstúkur að eigin vali frá Volcano Design.

Svo eru það sigurvegarar dagsins í dag 6. desember

Í Reykjavík: Jóhanna Sigurey Snorradóttir.

Á Akureyri: Anna Signý.

Þið hafið unnið ykkur gjafakortapakka frá Rafskinnu.

Við bjóðum ykkur allar velkomnar í verslanir okkar að sækja vinningana! 

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Charming and quite remarkable Christmas traditions from various countries!

Our beautiful earth is grande and incredible and the Christmas traditions are as different as they are many. I would like to share with you a couple of really adorable and some quite strange traditions I found so charming and am sure you will like!

Our neighbours in Norway apparently hide their brooms after the Christmas dinner so the witches and other evil spirits wont steal them and enmesh their homes. Some go even further and go outside after the dinner and fire couple of warning shots from a riffle to the sky!

The Yule goat is adorned in Sweden during Christmas, all from small decorative goats to mammoth statues like the one in the city of Gavle. That gigantic goat has been set up every year in December but it has become famous for being burned down so many times. Since the year of 1966 till 2015 it has been destroyed 27 times (last time in 2013). Now you can do the maths...

Apparently you can follow the goats life on Twitter: Will it survive this year? 

 

Christmas pudding is one of Britain's favourite Christmas tradition and some of the recipes get inherited throughout generations. The puddings are almost always black since it is so filled with brown sugar and the cooking time takes ages. The puddings are soaked in fruit juice and Brandy and are normally set to cook 4-5 weeks before Christmas and it can last up to a year! Every family member must stir the pudding while they make it's wish and when the pudding is served it is once again bathed in Brandy and set on fire!

Sometimes they hide little silver ornaments in it: a coin or a thimble and the one that gets it is said to have great fortune for the next year.

 

When I lived in Barcelona getting my education I got to know several traditions from Catalonia. 

One of them is a little guy called "Caganer", loosely translated it is basically a pooping man with it's pants down and a pile of poop behind/below him! It is traditionally dressed with red hat, black pants and white shirt and they normally place him somewhere in the icon of Joseph, Mary and baby Jesus. 

Can you picture it? A pooping man somewhere behind a tree next to some sheep...! Remarkable!

And they don't just stop there, no they have another "Christmas guy" they call Caga Tio or Tio de Nadal.

It is basically a tree trunk on four legs with a painted face and a warm blanket. It is placed somewhere safe in the beginning of December where the kids can take care of him. They make sure it doesn't get cold, give him food and water and love. Finally on Christmas eve they move him next to the fire place and sing songs for him while they beat him with sticks and ask him to poop the gifts! 

This love for poop is just unbelievable and the tree trunk poops the presents and candy! 

Caga tió,                                                                        Poop trunk,

caga torró,                                                                    poop nougat (turrón),

avellanes i mató,                                                          hazelnuts and cottage cheese.

si no cagues bé                                                             If you don't poop well

et daré un cop de bastó.                                            I will hit you with a stick.

Caga tió!                                                                        Poop trunk!

 

Ukraine has a lovely tradition that has to do with the Christmas tree! 

They decorate their trees with fake spider web but they also consider it great luck to find a spider or some web on the tree before the holidays are over.

This tradition is based on an old story that tells the tale of a widow and her children that were so poor they couldn't afford Christmas decorations for their tree. The night before Christmas they cried for their misfortune and the spiders in the house heard them and felt sorry for them. They decided to cover the tree with web and as soon as the morning sun hit the web it turned to gold and silver threads and the little family celebrated happily!

It is also said the angel hair (Christmas tree decorative silver and gold hair) is descented from Ukraine! 

In Caracas, Venezuela they have this tradition to roller skate to mass the days 16-24th of December. 

During this time many streets are closed for traditional traffic so everyone can arrive safe to church. Even the children in the neighbourhood have fallen in the habit of attaching string around their toes and let them hang out the window so bypassing mass-goers can pull lightly as a little Christmas cheer. 

We have one Japanese girl working for us at the sewing room and she told us about this tradition from Japan that is actually the results of a massive marketing campaign! 

Circa 1970 KFC was owned by the same owners as Mitsubishi and they started advertising special KFC, deep-fried Christmas chicken buckets whereas there wasn't great traditional American Christmas food available for tourists. This became so popular that now the Japanese gather in cues in front of KFC for a Christmas bucket of their own. You can even "upgrade" your order  and have a Luxurious bucket with complementing bottle of Champagne!  

 

The Icelandic traditions are also great and many very strange! The story of the black Christmas cat is one of them:

The Yule Cat (Icelandic: Jólakötturinn or Jólaköttur) is a monster from Icelandic folklore, a huge and vicious cat said to lurk about the snowy countryside during Christmastime and eat people who have not received any new clothes to wear before Christmas Eve. The Yule Cat has become associated with other figures from Icelandic folklore as the house pet of the giantess Grýla and her sons, the Yule Lads.

The threat of being eaten by the Yule Cat was used by farmers as an incentive for their workers to finish processing the autumn wool before Christmas. The ones who took part in the work would be rewarded with new clothes, but those who did not would get nothing and thus would be preyed upon by the monstrous cat. The cat has alternatively been interpreted as merely eating away the food of ones without new clothes during Christmas feasts. The perception of the Yule Cat as a man-eating beast was partly popularized by the poet Jóhannes úr Kötlum in his poem Jólakötturinn. (Source material: Wikipedia).

Making your own traditions is of course another way to go because the traditions have to start somewhere right? We for example always open our Christmas cards in bed the morning on the 25th of December. 

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira
Biðukolla frá Sunnu Björk og 4. í jólagjafatalinu.

Biðukolla frá Sunnu Björk og 4. í jólagjafatalinu.

(English below)

Annar makinn í batterýinu okkar, hann Börkur sem er ss. maðurinn hennar Maríu, mágur minn, svili Tótu, náðuð þið þessu? Allavega, hann Börkur á bróðir, hann heitir Eiríkur og hann Eiríkur á konu sem heitir Sunna Björk og ég ætla að segja ykkur aðeins frá henni núna.

Hún Sunna er neflinlega alveg snilldar jazz-söngkona og gaf út disk árið 2014 sem heitir Biðukolla.

Við systur erum alveg sérstaklega hrifnar af disknum hennar og höfum spilað hann oft í búðinni sem og heima en við seljum hann einnig í verslununum okkar sem og á netversluninni.

Við fengum lögin hennar til dæmis að láni þegar við gerðum kynningarmyndbandið okkar sem má sjá hér að neðan (það er aðeins reyndar búið að uppfæra myndbandið núna en það er önnur saga, lögin eru æðisleg!)

Hér er svo annað dæmi um lag frá henni í fullri lengd sem ég er ofsalega hrifin af líka:

Ég sendi nokkrar spurningar á hana Sunnu og bað hana að segja mér aðeins frá sér. 

Ég fæddist í Reykjavík fyrir 32 árum síðan. Ólst mikið upp í Hafnarfirði en eyddi einnig miklum tíma í sveitinni hjá systur mömmu enda mikil náttúruvera og dýravinur. Ég var alltaf talin mikið fiðrildi og listræn. Gerði hlutina aldrei eins og aðrir. blómstraði í myndlist í skólanum og elskaði leiklist, tónmennt og stundaði ballet, nútímaballet og samkvæmisdansa í 20+ ár.

 

Þá fluttist ég til danmerkur með fjölskyldunni þegar að ég var 14 ára og fékk ferðabakteríuna enda hef ég flakkað mikið og búið í alls 6 löndum. Áhugamálin voru mörg og ég lærði ljósmyndun í Flórens á Ítalíu í eitt ár og hef síðan unnið sem söngkona og ljósmyndari síðustu árin í Kaupmannahöfn og á Íslandi.

Ég finn mig mest í mannlegu starfi og hef til dæmis unnið mikið á spítölum og á elliheimilium. Það má líka segja að ég sé mikil sögumanneskja en ég segi alltof oft sömu sögurnar aftur og aftur meira mér til gamans en öðrum!

Ég lifi fyrir börnin mín og gæti ekki hugsað mér lífið án þeirra!

Við Eiríkur eigum saman tvo stráka þá Rökkva Frey 7 ára og Ísar Flóka 4ra mánaða.

Aðeins að söngnum...

Ég byrjaði að læra söng 9 ára gömul og kláraði fjórða árið mitt í FÍH árið 2004. Þá hélt ég út til Hollands þar sem að ég lærði jazzinn í 3 ár.

Uppáhalds tónlistarfólkið eru t.d Ella Fitzgerald, Nina Simone, Joni Mitchell, Tom Waits, Nick Cave, Beth Gibbons, Beck og Will Oldham til að nefna einhverja. Þeir eru samt miklu miklu fleiri og úr öllum áttum.

 

Platan "Biðukolla" er fyrsta platan sem ég gef út og hún er einskonar óður til kvennanna í mínu lífi. Ömmur mínar og mamma höfðu allar mikil áhrif á mig í tónlistinni og þessi lög eru öll tengd þeim á einn eða annann hátt.

Það má ekki gleyma því að minnast á aðra tónlistarmenn plötunnar en ég var svo heppin að fá þá allra bestu sem meðleikara og fékk Kjartan Valdemarsson á píanó og harmónikku, Birgir Bragason á bassa og Einar Scheving á trommur.

Það verður ekki mikið betra og manni líður eins og blóm í eggi að syngja með þeim!

 

Segðu mér aðeins frá jólunum þínum.

Ég er ekkert fyrir jólastressið og reyni að halda eins róleg jól og mögulegt er. Það besta við jólin er klárlega kósíkúr með strákunum mínum og kallinum. Við erum að halda þau í fyrsta skiptið bara 4 þetta árið og munum hugsanlega reyna að búa til einhverjar skemmtilegar hefðir.

Við þökkum Sunnu Björk kærlega fyrir spjallið og óskum henni og þeim öllum gleðilegra jóla að sjálfsögðu! Ég mæli svo eindregið með því að þið tryggið ykkur eintak af þessari ljúfu jazzplötu en hún er full af yndislegri tónlist og lagalistinn ekki af verri endanum:

Dagný

Ég veit þú kemur

Litli tónlistarmaðurinn

Ó, borg mín borg

Vegbúinn

Frostrósir

Lóa Lóa

Við gengum tvö

I'm So Lonesome I could Cry

Heyr mína bæn

Þá er komið að því að tilkynna vinningshafana í jólagjafatalinu þennan 4. desemberþunga dag.

Í Reykjavík vinnur Elín Edda Alexandersdóttir

og á Akureyri er það Marta S. Pétursdóttir en þið hafið einmitt unnið ykkur inn diskinn hennar Sunnu: Biðukollu!

Innilega til lukku og við hlökkum til að taka á móti ykkur í verslununum! :)

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

One of the partners in "Sisters & Partners" is Börkur, that is Marías, my sister husband. He has a brother called Eiríkur and Eiríkur has a partner also which is Sunna Björk and I would like to tell you little bit about her now...

Sunna is a wonderful jazz singer and she released her first album, Biðukolla in 2014.

Us sisters absolutely love her album and have had it on reply on and off pretty much since we got it and we also play it in the store. It is a collection of a soft jazz, mostly Icelandic classic songs and we sell the CD in our stores as well as here on our on-line store. 

She also lend us her songs when we made a little video about our company and that you can watch here:

Here is another sample of a full length song from her which is just lovely!

I sent Sunna couple of questions about herself and asked her to tell me little bit about her childhood, family, studies and the jazz of course! 

I'm born in Reykjavík just 32 years ago. I grew up mainly in Hafnarfjörður but I also spent a lot of time at the country side with my cousin, loving nature and animals!

I have always been a bit of a butterfly and artistic. I never did things like others did and blossomed in arts and craft classes in school. I have also always loved music lessons and studied ballet, modern ballet and ballroom dancing for over 20+ years!

 I then moved to Denmark with my family at the age of 14 and got hooked on the travel addiction. I have since lived in 6 different countries! 

The interests were multiple and I for example studied photography in Florence, Italy for one year and have since worked as a singer and a photographer in Copenhagen and in Iceland.  

 

I thrive best in social works and have for example spent a lot of time working in hospitals and in retirement homes. Some also refer to me as being a "story person" because I often tell the same stories many times, probably more for my pleasure than others! 

 

I live for my children and couldn't think of my life without them! 

Me and Eiríkur have two sons together: Rökkvi Frey 7 years old and Ísar Flóki 4 months! 

 

A little bit about the music...

I started taking singing lessons at the age of 9 and finished my fourth year at FIH in 2004. Then I head of to the Netherlands where I studied jazz for 3 years.

My favourite musicians are Ella Fitzgerald, Nina Simone, Joni Mitchell, Tom Waits, Nick Cave, Beth Gibbons, Beck og Will Oldham just to name a few. There are so many more from all genres!

The album, Biðukolla, is the first album I release and it is some sort of an ode to the women in my life! My grandmothers and my mother all influenced me greatly in my music and these songs have all something to do with them in every other way!

Let's not forget the other artist on the album but I was so fortunate to be able to work with the cream of the crop: Kjartan Valdemarsson on piano and accordion, Birgir Bragason on base and Einar Scheving on drums. 

It doesn't really get much better than that!!

Tell me a little about your Christmas..

I am not at all for the Christmas stress than often comes with Christmas and try to have a very slow and wonderful time with my hubby and boys. We are having our first Christmas this year being only the four of us and now it will be our time to make some traditions on our own.

 

We thank Sunna Björk for the interview and wish her and her family a wonderful and calm Christmas!

For you all readers we recommend this album wholeheartedly which is full of sweet and very relaxing jazz! 

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

 

Lesa meira
Glæný ilmkerti hjá Systrum&Mökum - 3. í jólagafatalinu.

Glæný ilmkerti hjá Systrum&Mökum - 3. í jólagafatalinu.

(English below)

Góð lykt inná heimilum er eitthvað sem að við systur algjörlega elskum enda bjóðum við uppá svolítið af vellyktandi vörum til sölu í verslununum okkar! Við erum td með ilmolíur og reykelsi:

 

(Smellið einfaldlega á myndirnar til að versla).

 

Svo fengum við nýlega inn glæný ilmkerti sem koma frá Svíþjóð. Sagan um kertin er hér á eftir og þó hún sé ofsalega frönsk þá eru kertin víst sænsk að uppruna.

Þau koma í fallegum pakkningum og brennslutíminn á þeim er 45 klukkustundir svo þessi duga ofsalega vel!

Ég er nú komin með þau inn á netverslunina og hér má finna þau öll: 

Sagan um kertin sjálf má svo lesa hér en þetta er einfaldlega þýðing af síðunni þeirra, jú vissulega svolítið háfleygt allt saman svona en kertin eru í alvöru góð og duga vel :)

VICTORIAN CANDLES – FERÐIN LANGA

Saga Victorian Candles hófst í Frakklandi í hjarta Evrópu þar sem er ofgnótt tísku, matar og drykkjar. Á langri ferð okkar um Frakkland höfum við velt mörgum steinum og látið hrífast af öllu því margbreytilega sem fyrir hefur borið. Á því ferðalagi höfum við upplifað ævintýralegar leigubílaferðir í París, gengið á hæstu fjöll í Ölpunum, siglt hættulega nálægt uggvekjandi klettum Atlantshafsstrandarinnar og baðað okkur í ljóma ríka og fræga fólksins á frönsku Rivíerunni.

ÞESSA UPPLIFUN HÖFUM VIÐ FANGAÐ Í ÞVÍ SEM VIÐ KÖLLUM VICTORIAN CANDLES BOUGIE PARFUMÉE, EINSTÖKU ÚRVALI OKKAR AF STÓRKOSTLEGUM ILMKERTUM

Ekki er annað hægt en að heillast af íburði og glæsileika þegar við eyðum nóttunum með fræga fólkinu á rauða dreglinum og heimsækjum frábæra veitingastaði í París. Tilfinningin fyrir munaði sem við nemum úr tískuklæðnaði og nýjungagirni fólksins fylgir okkur þegar við bókum herbergi í móttökunni á einhverju af vinsælustu hótelunum í miðborginni í von um að geta notið næturinnar eilítið lengur.

Victorian Candles – Úrval stórkostlegra ilmkerta í stórglæsilegum umbúðum í Viktoríönskum stíl fyrir öll tækifæri, hvort sem þau eru ætluð sem vinargjöf eða til eigin nota í ró og næði.

Svo er komið að vinningshöfunum hjá jólagjafatali Systra & Maka:

Að þessu sinni gefum við Hallgrímskirkjuóróa í Reykjavík og Akureyrarkirkjuóróa á Akureyri:

Í Reykjavík vann: Íris Sigurbjörnsdóttir.

Á Akureyri vann: Vilborg Karlsdóttir.

Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomnar í verslanir okkar til að finna vinningana ykkar :)

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Good smells for the home is something us sisters love and that is why we offer a variety of scented products such as oils and incenses. (Simply click on the images to shop).

 Recently we got a new brand from Sweden called Victorian Candles. 

This is in fact arriving from Sweden but it seems they were very influenced in France and around Europe when developing their scents.

The candles come in lovely packages, burn for 48 hours and you can see them all here:

The candles come in lovely packages, burn for 48 hours and you can see them all here:

The story about the candles themselves is a little "elevated" should we say, but the candles are indeed very nice and last long. The story is simply a translation from them :)

VICTORIAN CANDLES – The long trip!

The story about Victorian Candles began in France in the heart of Europe where fashion, food and drink prevails. On our long journey around France we tried many things and were fascinated of all things different and new. We experienced adventurous taxi rides around Paris, walked the highest mountains in the Alps, sailed dangerously close to the redoubtable rocks of the coast of the Atlantic and spent time with the rich and famous at the French Riviera!

All these experiences lead to our capture of what we now call VICTORIAN CANDLES BOUGIE PARFUMÉE, a unique variety of scented candles in beautiful Victorian style packaging.

VICTORIAN CANDLES are the perfect gift for a loved one or simply a high quality product to be enjoyed by yourself in peace and quiet.  

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira
Bloggáskorun fram að jólum.. og aðeins meira!

Bloggáskorun fram að jólum.. og aðeins meira!

(English below)

Ég setti mér svolítið markmið fyrir þann 19 nóvember og það var það að ég ætlaði mér að birta nýtt blogg á hverjum degi til jóla! Við höfum ekki verið með nýjar færslur daglega frá því við byrjuðum að blogga, langt í frá, heldur skrifum þegar við höfum tíma til því þess, milli þess sem við framleiðum vörurnar okkar, sem og þegar við höfum eitthvað merkilegt að segja! 

Þetta var því heljarinnar persónuleg áskorun að koma með 36 nýjar færslur allar í röð!

Ég settist því við tölvuna og hóf að skrifa niður hugmyndir að bloggum til að birta og það gekk bara svona líka ágætlega og meira að segja svo vel að nú er ég að birta annað blogg í dag (2 í dag ss) þar sem að ég er komin með of mörg fram að jólum! Þetta er því orðið lúxusvandamál! Það er alltaf of eða van!

Takk fyrir að deila!!!

Það er frábært að heyra frá því ef þið lesið bloggið og fáum við stundum hrós í búðunum okkar sem við erum svo þakklát fyrir! Þar fyrir utan er auðvitað sérstakur lúxus þegar þið deilið því sem við höfum að segja og "share-ið" á Facebook og svona og vil ég þakka ykkur sérstaklega vel fyrir það!

Hluti af bloggunum sem eru á dagskrá eru kynningar á vörunum okkar en ég mun einnig koma með jólaföndursblogg og innpökkunarhugmyndir, sögur af jólahefðum og sykurlausar góðgætisuppskriftir sem og gjafahugmyndir til ástvina sem ég ætla einmitt að byrja á hér.

Hvað skal gefa ömmum og öfum sem eiga eiginlega allt?!

Þetta getur stundum verið svolítið erfitt er það ekki? Hvað ætli amma eigi orðið mikið af slæðum og hvað ætli afi eigi orðið mikið af sokkapörum?

Ömmur og afar eiga að sjálfsögðu að fá pakka á jólunum, mér finnst það allavega!

Það skiptir þó máli að það séu ekki alltof stórir pakkar sem að taka upp hálfar stofurnar né eitthvað sem fer bara ofan í skúffu og verður aldrei til nokkurs gagns! 

Gjafirnar þurfa heldur ekki að vera alltof alltof dýrar en það er skemmtilegt að gefa eitthvað fallegt sem hittir svolítið í mark og gleður og ekki spillir ef gjöfin getur orðið til einhvers gagns!

Hér eru því nokkrar hugmyndir að gjöfum sem fást hjá Systrum&Mökum og gætu hentað ömmum og öfum!

Fallegt bókamerki innblásið af verki Ásmundar Sveinssonar!

Uglubókamerkin frá Kristu Design er skemmtilegt dæmi um gjöf sem mun koma sér vel en tekur á sama tíma lítið pláss. Hönnunin er byggð á afsteypu eftir Ásmund Sveinsson sem kallast UGLA en María Krista tók þátt í samkeppni árið 2010 og var þessi sniðuga tillaga valin sem ein af topp 10.

Bókamerkið kostar 2500.- og fæst hér: 

Einnig má lesa svolítið meira merkið hér:

 

Skeiðin hans afa!

Heiti þessarar vöru gefur berlega til kynna að þessi hugmynd gæti verið ekta pakki fyrir ömmu og/eða afa ekki satt?!

Hann afi okkar systra átti einmitt hugmyndina að þessari sniðugu skeið en hugsunin var einmitt sú að götin í skeiðinni myndu sía baunasafann frá svo hann myndi ekki sullast yfir matinn!

Brilliant hugmynd auðvitað sem að Krista nýtti og færði í eigin framleiðslu. Skeiðarnar eru fáanlegar með nokkrum orðum: Mais, Baunir og Feta. Þær kosta 1900.- og fást hér:

Lesa má meira um þessa skemmtilegu vöru hér:

Lyklabær- heimili fyrir lyklana þína!

Þessi fallegi snagi er ein nýjasta viðbótin frá Kristu Design og hefur selst eins og heitar lummur!

Lyklarnir þurfa jú einhversstaðar að eiga heima svo þegar við sáum það að okkur vantaði einmitt snaga fyrir lyklana í sumarbústaðnum okkar settist Krista við teikniborðið og hannaði þenna dásamlega sæta lyklabæ!

Ég held að þessi gæti passað vel á mörgum heimilum! Hann kostar 6900.- og fæst hér:

Liljuljós - fallegur stjaki fyrir teljós!

Krista Design er með hellings úrval af stjökum fyrir teljós og er Liljuljósið gott dæmi og fallega gjöf!

Liljan sjálf er mynstur sem fengið er úr Sjónabók, en það er samansafn gamalla útsaumsmunstra sem var safnað saman í eina veglega bók.

Liljuljósið er ofsalega sætur stjaki á borð og þegar kveikt er á kertinu glampar myndin á borðið í kring.

Stjakinn kostar 6500.- og fæst hér:

Englaljósið er önnur útgáfa að fallegum stjaka frá Kristu.

Þessi er svolítið jólalegri en þarf þó að sjálfsögðu alls ekki eingöngu að vera uppi á jólum heldur má algjörlega nota hann allt árið.

Englaljósið kostar 5500.- og fæst hér:

 

Ekki má gleyma kirkjuprýðinni!

Þessir skemmtilegu stjakar fást einmitt í nokkrum útgáfum en þeir kosta allir 6200.-

Hallgrímskirkjan er hér:

Akureyrarkirkjan er hér:

Fríkirkjan í Hafnarfirði er hér:

og Sveitakirkjan er hér:

Værðarvoð í kuldanum!

Hlýtt og notalegt teppi kemur sér vel á öllum heimilum og sérstaklega hjá ömmu og afa í sjónvarpshornið!

Þessi teppi voru keypt inn þegar við græjuðum bústaðinn okkar og þar sem fólk spurði svo oft hvar við hefðum eiginlega fengið þau, bættum við nokkrum til viðbótar til að selja í versluninni.

Þau eru í fallegum ljósum og gráum tónum og henta örugglega inn á mörg heimili.

Værðarvoðin kostar 14900.- og fæst hér:

Þetta er vissulega ekki tæmandi listi og heill hellingur til viðbótar til hjá okkur sem gæti hentað vel í gjafir fyrir ömmu og afa. Handáburðirnir frá Crabtree&Evelyn gætu komið sér vel, plakötin frá Rafskinnu, ilmkerti og þónokkuð í viðbót af vörum frá Kristu Design svo sem skart og önnur heimilisvara! 

Við bjóðum ykkur öll velkomin í verslanirnar okkar til að kíkja á úrvalið!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Blog-challenge until Christmas and some gift-ideas for the grandparents!

I set myself a little goal the 19th of November to blog every day till Christmas! We haven't exactly been doing that, not every day at least, because it sure takes time to write and come up with new ideas but also actually make the products we sell and finding some interesting things to blog about! 

Coming up with 36 new topics was a challenge indeed!

So I set myself down and wrote down all the ideas I could find! It was actually easier than I had anticipated so I ended up having a bit of a luxury problem: too many ideas! To be able to fit everything in I decided to post this now, as the second blog of the day!

Thank you so much for sharing!

I also want to thank you all for reading what we are putting out to the cosmos and thank you all especially for sharing what we have to offer!

The December blog will be full of all sorts: how to wrap your presents, Christmas DIY projects, sugar and gluten free cookie recipes as well as stories of different Christmas traditions and gift ideas for your loved ones and here begins the first one:

What to give the grandparents who seem to own it all?!!

This can sometimes be a little bit tricky right? I mean how many scarf's can one woman have, or socks? like really?! 

Grandmothers and grandfathers SHOULD get presents on Christmas- I think so!

What is important tough is that the presents do not to be overly large or overly expensive! You need to be smart, it is better if they are practical and boy: try to find something that fits just right! 

Here we have couple of great ideas for the grandparents from Systur & Makar:

A Lovely bookmark inspired by a statue made by the famous Icelandic artist Ásmundar Sveinssonar!

The owl bookmark is a great example of a gift that will proof to be useful yet doesn't take up too much space. The design is based on a statue by Ásmundur Sveinsson, a famous sculptor in Iceland and a very known artist! The bookmark was actually a part of a design competition Krista took part in, in 2010 and was chosen one of the top 10 ideas! 

The bookmark is available here:

You can also read some more about it here:

Grandpa's spoon!

Like the name of this product indicates, this idea can be the perfect gift for the grandparents right?!

Out sisters grandfather got this brilliant idea because he really didn't like the juice that came with the beans. The holes in the spoon could then strain away the juice before the beans hit the dish!

Krista Design upgraded this great idea and the spoons are now available with couple of different words: Feta, Mais (meaning corn) and Baunir (meaning beans) and they are available here:

You can also read more about this fun little product here:

 Keyhouse - a home for your keys!

This great little hanger is one of the newest additions from Krista Design and has become quite popular! 

The keys need to have a home somewhere right? 

It is available here:

Lilja-light, a lovely spot for a tea light!

Krista Design has great variety of candle holders and the Lilja light is a great example of those and it is such a pretty little present! 

The lily itself is a pattern that comes from Sjónabók, a collection book with old cross-stitch patterns from Iceland. 

When the candle is lit the lily will mirror it's shade on the table surrounding the piece. 

It is available here:

The angel light is another candle holder version from Krista.

This one might be a little bit more holiday-ish but it can also pride the table all year around!

It is available here:

Let's not forget the church ornaments!

These beautiful candle holders are all patterned after actual Icelandic churches. The most famous and popular one being the on in the photo here above: Hallgrímskirkja!

Hallgríms-church is here:

Akureyris-church is here:

Fríkirkjan in Hafnarfjörður is here:

And the black country church is here:

Please read more about these pieces in their links. 

Snuggly blanket, we all need that during the cold winters!

Blankets are especially necessary at the grandparents for the TV room!

When we decorated the summerhouse, we bought these beautiful blankets and decided to buy couple more for the stores whereas our customers kept asking about them! The light greys and beige work in every home I believe! 

It is available here:

This is not at all the whole variety of gift ideas for the grandparents, only a section of ideas from our stores! Hand lotions from Crabtree&Evelyn, the old Icelandic ads, scented candles and loads more products and jewellery from Krista Design could also work!

Please come visit the store to see more or browse our web-store!

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira
Jólagjafatal Systra & Maka - gjafir að andvirði 200.000.-

Jólagjafatal Systra & Maka - gjafir að andvirði 200.000.-

(English below)

Við hjá Systrum&Mökum ætlum að koma öllum í jólaskapið í ár með jólagjafatali fyrirtækisins!

Krista Design gerði tvö stór dagatöl fyrir verslunina í Reykjavík og annað á Akureyri og við munum svo draga úr vinninga alla 24 dagana til jóla! Dregið verður úr vinum Systra&Maka á síðunni okkar í Reykjavík og svo á Systra&Maka síðunni á Akureyri.

Andvirði vinninganna er um 200.000.-

En gjafirnar eru allt frá yndislegu handáburðunum frá Crabtree & Evelyn upp í stóra pakka í verslununum okkar, þetta verður því mjög spennandi og tilkynnt verður um vinningshafana hér á blogginu okkar sem og á Facebook síðunum :)

Það þarf ekkert að gera nema passa bara að vera vinur okkar á Facebook og þá áttu möguleika á því að vinna!

Einfalt, skemmtilegt og jólalegt allt í bland ekki satt?! :)

Þá er ekkert að vanbúnaði en að draga fyrstu vinningshafana:

Fyrsti vinningurinn er þetta skemmtilega aðventudagatal frá Systrum&Mökum en lesa má meira um það hér:

Á síðunni okkar í Reykjavík er vinningshafinn: Dagmar Ösp Vésteinsdóttir

Á síðunni okkar á Akureyri er vinningshafinn: Berglind Birna Erlendsdóttir

Við bjóðum ykkur kæru að koma í heimsókn verslanirnar okkar og sækja dagatölin ykkar :)

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

(English below)

We have decided to boost the Christmas spirit with an advent gift calendar every day until the 24th!

Krista Design made two beautiful calendars for each shop (one in Reykjavík and another at Akureyri) and every day we will pull one person from each page:

Systur&Makar Reykjavík and also from Systur&Makar Akureyri.

The total gift value is about 200.000.-

From a lovely Crabtree&Evelyn hand lotion to big and warm present in our store! This will be exciting, festive and fun all at once!

You don't have to do anything except be our friend at Facebook because we will only pull from our friends list! The winners will be announced here on the blog as well as on each Facebook page! 

Fun, festive and fabulous all at once, right?! :)

The first price for 1st of December is this lovely advent calendar from Systur&Makar

You can read all about it here, but this is a way to do something fun, creative and active during the advent with your partner, children, friend and/or family!

On our Reykjavík page the winner is: Dagmar Ösp Vésteinsdóttir

On our Akureyri page the winner is: Berglind Birna Erlendsdóttir

We invite you to come to our stores and collect your gifts! :)

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira
Jólatrésstjakinn - nýjasti gripurinn úr smiðju Kristu Design.

Jólatrésstjakinn - nýjasti gripurinn úr smiðju Kristu Design.

(English below)

Jólatrésstjakinn er nýjasti gripurinn úr smiðju Kristu Design!

Hann kom á markaðinn núna rétt í byrjun nóvember og hann er algjört æði!

Tréð er úr dufthúðuðu áli og er fáanlegt í hvítu, það kemur í litlum kassa og er tilvalin jólagjöf!

Einfalt og fallegt en með stjakanum fylgir einnig glerstjaki undir teljós. Tréð er í stærðinni 22 X 11 cm

Stjakinn kostar 6900.- m/VSK en hægt er að versla hér á netversluninni með því að smella á myndirnar!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

The Christmas tree candle-holder is a popular choice for presents, particularly before Christmas!

It displays a christmas tree with christmas lights and a few presents all around.  It is a simple yet decorative candle holder.

Do you need a gift for mum or the grandparents, anyone?!

It is made of made of aluminium, cut in a water jet cutter and finally powder coated in the locally based workshop.

The light comes with a glass bowl for tea lights in a beautiful packaging.

Size: 22 cm x 11 cm

The candle holder can be shopped here on-line and shipped to you wherever, just by clicking on the images!

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira
Aðventustjakarnir frá Kristu Design og sagan um aðventukransinn!

Aðventustjakarnir frá Kristu Design og sagan um aðventukransinn!

(English below)

Kæru vinir! 

Ég vil byrja á því að óska ykkur öllum gleðilegrar aðventu og við viljum biðja ykkur að njóta hennar eins og þið getið! Ég minni aftur á viðburðardagatalið sem ég talaði um hér: Þar má finna fullt af fallegum hugmyndum til að gera saman í aðventunni með makanum, börnunum, fjölskyldunni og/eða vinunum. Þetta þarf neflinlega ekki að vera mjög flókið, einfalt er oft best! 

Nú er aftur á móti sá dagur þar sem að vert er að kynna aðventustjakana frá Kristu Design og segja ykkur söguna af aðventunni og kertunum fjórum.

Það eru líklega allir búnir að græja sinn stjaka eða krans og kveikja svo á fyrsta kertinu í kvöld en ég á einmitt laufkransinn frá Kristu og finnst hann alltaf svo hátíðlegur og fallegur!

Hann er eins og margar vörurnar frá Kristu, úr húðuðu áli og er 33 cm í þvermál. Kransinn kemur í kassa sem auðvelt er að geyma hann í ár eftir ár og laufin eru flöt til að byrja með. Þið potið svo laufunum út sjálf eins og þið viljið (munið bara að það má ekki pota til baka, þá geta laufin brotnað af eins og getur gerst þegar áli og járni er juggað fram og til baka).

Laufkransinn kemur með 4 silfurlituðum kertastöndum en hægt er að skrúfa þá úr og nota hann þá sem gluggaskraut (þá sjást 4 lítil göt á kransinum sjálfum). Við eigum þó einnig til Laufkransinn frá Kristu ætlaðan eingöngu í glugga eða á hurð hér: (og þá eru ss engin göt). 

Kransinn er einnig hægt að skreyta að vild, setja í hann rauð ber eða greni eða einfaldlega láta hann standa á stærri bakka og skreyta meira í kringum hann, ég sé fyrir mér eitthvað grænt og kannski jólakúlur, stjörnur eða bambastyttur! Hér fær hugmyndaflugið að njóta sín! Hann fær þó iðulega að njóta sín einn og sér á mínu heimili, fallegur í einfaldleika sínum!

Hreindýrastjakinn er önnur útgáfa frá Kristu en hann er bæði hægt að nota sem aðventustjaka sem og hátíðlegan kertastjaka yfir öll jólin! Hann kostar 8900.-

Honum fylgja 4 kertaglös sem hægt er að raða sprittkertum í og birtan glitrar í gegnum götin og speglar myndunum á borðið á kring.

Einnig er hægt að raða fjórum stórum kertum í stjakann og nota hann þannig.

Þessi stjaki fæst í verslununum okkar á Laugavegi 40, Strandgötu 9 Akureyri og Strandgötu 11 í Hafnarfirði :)

1-2-3-4, þessi stjaki er ekta aðventu! Hann er líka opinn í báða enda og hægt að draga grenilengju eða perlur eða eitthvað í gegnum hann og láta hann standa þannig með 4 stórum kertum. Einnig er hægt að raða litlum stjökum eða krukkum fyrir sprittkerti eins og sjá má hér að ofan.

Hann kemur í fallegri pakkningu eins og allt sem Krista gerir og ég bendi á að litlu glerstjakarnir fylgja ekki með þessum, enda er stjakinn mest hugsaður fyrir stór kubbakerti.

Öðru megin eru tölustafirnir og hinum megin má sjá jólatré: 

Þessi fallegi stjaki kostar 6900.-

Sagan um aðventukransinn:

Þar sem að uppruni hluta og hefða heillar mig sérstaklega mikið ákvað ég að gera örlitla leit að sögunni á bakvið aðventukransinn og fann heilmiklar heimildir á Vísindavefnum: Ég ákvað því að deila greininni þeirra hér með ykkur en mér þykir hún vel skrifuð með mjög áhugaverð! 

 

Orðið aðventa er dregið af latnesku orðunum Adventus Domini, sem þýða „koma Drottins“ og hefst hún á 4. sunnudegi fyrir jóladag. Þessi árstími var löngum - og er reyndar víða enn - kallaðar jólafasta, sem helgast af því að fyrr á öldum mátti þá ekki borða hvaða mat sem var, til dæmis ekki kjöt.

Aðventukransinn byggist á norður-evrópskri hefð. Hið sígræna greni táknar lífið sem er í Kristi og hringurinn táknar eilífðina. Fyrsta kertið nefnist spádómakertið og minnir á fyrirheit spámanna Gamla testamentisins er höfðu sagt fyrir um komu frelsarans. Annað kertið nefnist Betlehemskertið. Þar er athyglinni beint að þorpinu sem Jesús fæddist í, og þar sem ekkert rúm var fyrir hann. Þriðja kertið nefnist hirðakertið en snauðum og ómenntuðum fjárhirðum voru sögð tíðindin góðu á undan öllum öðrum. Fjórða kertið nefnist síðan englakertið og minnir okkur á þá sem báru mannheimi fregnirnar.

Aðventukransinn, sem talinn er vera upprunninn í Þýskalandi á fyrri hluta 19. aldar, barst til Suður-Jótlands og varð algengur í Danmörku eftir 1940. Frá Danmörku barst þessi siður til Íslands. Í fyrstu var aðventukransinn aðallega notaður til að skreyta búðarglugga en á milli 1960 og 1970 fór hann að tíðkast á íslenskum heimilum og er nú orðinn ómissandi hluti þessarar árstíðar.

„Nå tenner vi det første lys“.

Fyrir rúmlega 40 árum orti norski rithöfundurinn Sigurd Muri (1927-1999) ljóð um aðventukertin fjögur sem kallast „Nå tenner vi det første lys“ og er það sungið við sænskt lag frá 1898 eftir Emmu Christinu Köhler (1858-1925). Lilja Sólveig Kristjánsdóttir fyrrverandi kennari og safnvörður í Reykjavík þýddi ljóðið sem á íslensku ber heitið „Við kveikjum einu kerti á“ og er það á góðri leið með að verða einn þekktasti aðventusálmur Íslendinga fyrr og síðar. Hann er á þessa leið:

Við kveikjum einu kerti á.
Hans koma nálgast fer
sem fyrstu jól í jötu lá
og Jesúbarnið er.

Við kveikjum tveimur kertum á
og komu bíðum hans,
því Drottinn sjálfur soninn þá
mun senda‘ í líking manns.

 

Við kveikjum þremur kertum á,
því konungs beðið er,
þótt Jesús sjálfur jötu og strá
á jólum kysi sér.

 

Við kveikjum fjórum kertum á.
Brátt kemur gesturinn,
og allar þjóðir þurfa að sjá,
að það er frelsarinn.

En um aðventukertin er líka til þýsk saga, er ber heitið „Fjögur kerti“. Höfundur hennar er ókunnur en þýðinguna gerði Pétur Björgvin Þorsteinsson. Sagan er á þessa leið:

Það var búið að kveikja á öllum fjórum kertunum á aðventukransinum. Í kringum þau ríkti þögn. Ef einhver hefði verið nálægur þá hefði hann heyrt kertin tala saman.

Fyrsta kertið andvarpaði og sagði: „Ég er friðarkerti. Ljós mitt lýsir en fólkið býr ekki í friði hvert við annað. Fólkinu er alveg sama um mig!“ Ljósið á fyrsta kertinu varð minna og minna þangað til það slokknaði alveg.

 

Annað kertið flökti og sagði: „Ég heiti trú. En ég er alveg óþarfi. Fólkinu er alveg sama um Guð, það vill ekkert af honum vita. Það hefur engan tilgang að það sé ljós á mér.“ Krafturinn í kertinu sem nefndi sig trú var þrotinn. Lítill trekkur dugði til. Ljósið slokknaði.

 

Með lágri, dapurri röddu tók þriðja kertið til máls: „Ég heiti kærleikur. En ég hef enga orku til þess að láta ljós mitt skína. Fólkið er búið að ýta mér til hliðar. Það sér bara sig sjálft og ekki náungann sem þarf á kærleikanum að halda.“ Að þessum orðum mæltum slokknaði á þriðja kertinu.

 

Lítið barn kom inn í herbergið þar sem aðventukransinn stóð á borðinu. Með tárin í augunum sagði það: „Mér finnst ekki gaman þegar það er slökkt á ykkur.“

 

Þá svaraði fjórða kertið: „Ekki vera hrætt, kæra barn. Meðan ljós er á mér getum við kveikt á hinum kertunum. Ég heiti von.“ Það var gleðisvipur á andliti barnsins þegar það notaði ljósið af vonarkertinu til þess að kveikja á kærleikskertinu, trúarkertinu og friðarkertinu. Að því loknu sagði barnið eins og við sjálft sig: „Nú geta jólin komið í alvöru.“

Jólafundur Fríkirkjunnar í Hafnarfirði.

Við systur ætlum svo á hinn árlega jólafund Fríkirkjunnar í Hafnarfirði en það var siður að fara á þennan fund með ömmu Böggu heitinni sem var virkur Fríkirkjumeðlimur.

Þetta höfum við gert eins oft og við höfum getað í gegnum tíðina enda sérstaklega hátíðleg stund! Við gefum einnig nokkrar gjafir í happadrættið sem er iðulega sérstaklega veglegt! Ein af gjöfum kvöldsins frá okkur verður að sjálfsögðu Fríkirkjustjakinn sjálfur!

(Hægt er að versla stjakana hér: eða í einhverri af verslununum okkar þremur).

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

The advent wreaths and candle holders from Krista Design plus the story about the advent wreath!

Dear friends!

I would like to begin to wish you a happy and peaceful advent and remind you to please try to enjoy it! I also emphasize on the blog I did couple of days ago about the advent calendar right here, you can find loads of lovely ideas of how to spend this time with your partner, children, family and/or friends!

Today is the day to tell you a bit about the advent wreath and candle holders from Krista Design as well as the story about the origin of the wreath!

I have one of the leaf wreaths from Krista which I absolutely love and will light the first candle tonight!

It is, like so many products from Krista, made of aluminium, cut in a water jet cutter and finally powder coated in the locally based workshop. It is 33cm in diameter and it comes with silver powder coated aluminium candle holders. The wreath comes in a box where it can easily be stored year after year.

The wreath comes flat so the new owner can pull up the leaves to create its beautiful 3 dimension to taste. A classic and simple Christmas decoration that can easily be decorated and adjusted to each year’s colour theme. We recommend decorating with holly berries, ribbons or branches. After the holiday’s the candle holders can be easily detached and the wreath can hang in the window and essentially works as a decoration for the whole year around.

Please note: do not bend the leaves back and forth, stick to a position once it has been found, moving many times can reduce the hold of the aluminium and its strength can decrease and eventually fall off.

Size: 33 cm x 33 cm 

The reindeer candle holder is another version of a decorative piece that can be used for the advent or simply as a Christmas décor throughout the holidays! 

It comes with 4 candle glasses you can use for tea lights and the flare makes the cut-out forms mirror on the table around the holder.

It is also great for larger candles like you can see here:

This piece is only available in our stores for now.

1-2-3-4, this one is perfect for the advent! It is open in both ends so you can even thread spruce through it and let it sit proudly in the centre of the table!

It comes in a lovely package like every other piece from Krista but I note that the little glass holders are not included in the package whereas this holder is more meant for larger candles like so:

On one side you can see the numbers and on the other it has 4 little Christmas trees! (Perfect for the window sill!) 

The story about the advent wreath:

I did a little search about the story behind the wreath since origin and traditions is something that just fascinates me! I found a great article on the Icelandic science web and I will try to translate it here to the best of my abilities! 

The word "advent" comes from the Latin words Adventus Domini, meaning: "the arrival of the Lord" and it begins on the fourth Sunday before Christmas! This time of the year was, and in many places it is still, called the Christmas fast. It is because in the early ages you weren't allowed to eat just anything, for example meat.

The advent wreath is based on a northern-European tradition. The "evergreen" stands for life in Christ and the "circle" symbolises the eternity. The first candle is called "The prophecy candle or candle of hope". The second one is called "The Bethlehem candle or the candle of preparation". The third one is called "The shepherd candle or the candle of joy" and the fourth and final candle is called "The angel candle or the candle of love".

The wreath which is considered to be based in Germany early 19th century, carried to South Jotland and became popular in Denmark after 1940. From Denmark this tradition came to Iceland and in the beginning it was mainly used to decorate store windows but in the years of 1960-1970 it got a common part of Icelandic homes and is now an essential part of this holiday time!

„Nå tenner vi det første lys“.

Over 40 years ago the Norwegian writer Sigurd Muri (1927-1999) wrote a poem about the four advent candles called: „Nå tenner vi det første lys“ and it is sang with a swedish song from 1898 by Emma Christina Köhler (1858-1925). Lilja Sólveig Kristjánsdóttir translated the poem to Icelandic and it is now one of the most known advent psalm in Iceland. (I'm sorry but I will not even endeavour translating this beautiful psalm!) 

Við kveikjum einu kerti á.
Hans koma nálgast fer
sem fyrstu jól í jötu lá
og Jesúbarnið er.

Við kveikjum tveimur kertum á
og komu bíðum hans,
því Drottinn sjálfur soninn þá
mun senda‘ í líking manns.

 

Við kveikjum þremur kertum á,
því konungs beðið er,
þótt Jesús sjálfur jötu og strá
á jólum kysi sér.

 

Við kveikjum fjórum kertum á.
Brátt kemur gesturinn,
og allar þjóðir þurfa að sjá,
að það er frelsarinn.

There is also a German story about the four advent candles. The writer is unknown but it is called "The four candles" and goes something like this:

All the candles had been lit and around them was some sort of silence. If someone had been close enough he would have heard the candles whisper to each other:

The first candle sighed and said: "I am the candle of peace. My light illuminates but the people don't live in peace with one another. They don't care about me!" The light on the first candle got smaller and smaller and finally it went out.

The second candle flickered and said: "my name is faith, but I am completely unnecessary. The people don't care about god and they don't want to recognize him. There is no point for me to be lit". The power in the candle called faith was over and a little gust turned the light off completely.

In a low, sad voice the third candle said: "My name is love, but I have no energy to let my light still shine. The people have pushed me to the side. They only take care of themselves and not the fellow who really needs affection". And with these words the third candle blew out.

A small child entered the room where the advent wreath stood and with tears in it's eyes it said: "I don't like it when you are not lit."

The fourth candle replied: "Don't be scared little child. When I am lit we can turn on the other candles. My name is Hope". The child got happy and it used the candle of hope to light the candle of love, the candle of faith and the candle of peace. Finally the child said to itself "Now the Christmas can come, for real."

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira
Nýjar vörur frá Volcano Design - utanyfirflíkur!

Nýjar vörur frá Volcano Design - utanyfirflíkur!

(English below)

Ég vil byrja á því að þakka öllum kærlega fyrir frábærar móttökur á "popup" versluninni okkar í Hafnarfirði. Bloggið í gær fór aðeins yfir ferlið við breytingarnar og sýna myndir úr búðinni "fyrir og eftir" en við verðum með opið allar helgar á aðventunni og bætum svo örugglega aðeins í opnunina þegar líður nær jólum.

 

Aðeins til ykkar kæru kúnnar:

Að opna þriðju götuverslunina var ekki beint á planinu með svo stuttum fyrirvara svo biðjum ykkur kæru kúnnar að sýna okkur svolitla þolinmæði ef að vörurnar klárast á einhverjum stað. Við reynum okkar allra besta við að selflytja vörurnar á milli verslana og starfsfólkið okkar tekur niður nafnið ykkar og símanúmer og við bjöllum um leið og varan kemur í hús. Þetta verður svona svolítið samvinnuverkefni með ykkur og við þökkum ykkur kærlega fyrir skilninginn, þið fáið það líka verðlaunað með heitu kakó, kaffibolla eða cappuchino þegar þið mætið aftur að sækja vöruna :)

Við systur keppumst við að gera nýjar vörur og nýja hluti enda er engin lognmolla í kringum okkur. Við þrífumst neflinlega best þegar hausinn er á milljón og því fleiri verkefni sem eru í gangi þá fæðast fleiri hugmyndir.

Kollurinn á mér leggst í dvala 2-3 sinnum á ári og hreinlega sofnar og það er alveg hrikalega óþægileg tilfinning og ég fer í dramakast og held að "ég fái bara aldrei aftur hugmyndir"... (já það er erfitt að vera ég stundum..) en svo vaknar hann aftur og er iðulega á milljón korter í jól! Það er td. ástæðan fyrir því að ég stútfylli allt af nýjum vörum rétt fyrir jólin, nánast undantekningarlaust svolítið mikið seint við mjög svo dræmar undirtektir á saumastofunni, því þegar svona gerist þá vil ég ná helst ÖLLU! 

Þau á saumastofunni eru reyndar alveg mögnuð og ná ótrúlegustu hlutum á stuttum tíma þegar það þarf enda á mandarínu og nóakonfekts bensíni í allan desember! 

Nú var ég sem betur fer aðeins fyrr á ferðinni með hugmyndirnar en þá bara hef ég tíma til að bæta meiru við, hér ætla ég því að kynna aðeins fyrir ykkur vörurnar frá Volcano Design sem eru nú komnar (en það verður allavega ein myndataka enn fyrir jólin svo fylgist vel með!).

(Hægt er að smella á myndirnar og annar gluggi opnast með viðkomandi vöru á netversluninni, þar má lesa frekari upplýsingar um stærðir, efnablöndur osfrv.)

Ég hef alltaf haft sérstakt dálæti á því að gera utanyfirflíkur. Það er það skemmtilegasta sem að ég hanna og ég á töluvert safn sjálf. Vendingurinn er líklega þekktasta dæmið um utanyfirflík frá Volcano Design.

Hér að ofan er nýjasta týpan, grábrúnn ullarvendingur með ullarstroffi og ljósu köflóttu efni í hettunni.

Eins hefur Röggva orðið ótrúlega vinsæl en hún er ofsalega tímalaus og notaleg. Falleg kápa í góðri sídd með stórum kraga sem fellur til hliðanna. Hún er með saum á miðju baki þar sem við þrengdum hana svolítið inn hjá mjóbakinu en það gerir hana ofsalega dömulega og klæðilega! Röggva fæst í svörtu og grá/brúnu en sá litur er uppáhalds hjá mér, María sys á einmitt fyrstu Röggvuna í þeim lit ;)

Röggva stroff er svo "rokkaða" útgáfan af Röggvu hér að ofan. Hún er með leðurlíki á ermunum úr þykku og frekar þungu stroff efni með silfurkrækju á hliðinni! Jebb ég á eina svona... :)

Kötlupeysurnar hef ég gert áður en við breyttum sniðinu aðeins núna, kraginn er hár og þykkur með fallegum "beina tölum" sem að krækjast í leðurlíkislykkju. Þær eru einnig með einföldum ermum og sléttu baki (áður voru follur á miðju baki sem og á ermum) en það hentaði betur þessum efnum að hafa hana einfaldari og svolítið látlausari. Kötlupeysurnar eru með leðurlíkisbútum á öxlunum sem gefur henni skarpt og svolítið rokkað yfirbragð. Þær eru fáanlegar í brúnu, ljós gráu og svar gráu.

Kögra- þessi er ný og ég gerði hana aðallega afþví að mig vantaði sjálfri notalega peysu. Ég fæ oft mikla löngun til að nota þægilega, stóra og hlýja peysu sem ég get verið í við tölvuna eða skoppast í henni út. Þessi er líka hrikalega töff með leðurlíkiskögri sem ég elska og leðurlíkis þríhyrningum og spíssum: allt sem mér finnst yndislegt!

Poncho eða slár hafa oft heillað mig en ég hef aldrei fundið mér neitt sem að ég hef fallið endanlega fyrir. Ég gerði því útaf við snillingana mína á saumastofunni með þessari yndislegu slá: spíssar, þríhyrningar og sítt kögur sem flækist fyrir í saumavélunum! En þær eru yndi og bestar og svo ótrúlega færar að eftir svolitla aðlögun þá hafa þær nú náð tökum á saumnum á þeim og fyrirgefið mér vesenið! Þessi heitir Flögra sem á vel við enda langar mann bara að setja hendurnar út og snúa sér! Leðurlíkiskögur, þríhyrningar og spíssar, vítt, laust, stórir vasar, hetta og allt sem er skemmtilegt samansett í eina flík eins og systir hennar Kögra. I LIKE IT A LOT (sagt eins og Jim Carrey myndi segja það...)

Mokkajakkar hafa alltaf verið í sérstöku uppáhaldi hjá mér! Ég keypti efnið í þá fyrir rúmlega ári síðan og var í óttarlegum vandræðum með að finna fullkomið snið sem myndi henta efninu best. Þá er nú gott að vera með frábært starfsfólk en þessi var 100% samvinna allra á saumastofunni!

Við höfum gert svipaðan jakka áður sem heitir Vinstur, hann var með svolítið stærri kraga og belti sem lokaði honum og ein af uppáhalds flíkunum hennar Olgu. Olga er ss yfir saumastofunni og ræður öllu (miklu meira en ég, segja þér það!) Hún sagði við mig eftir að ég var búin að fara marga hringi og prófa allskonar flíkur: "Katla, prufaðu nú að gera einn úr Vinstur sniðinu, bara fyrir mig".. það varð úr og ég féll kylliflöt! Ástfangin - enda stórvel heppnaður, klæðilegur og flottur með góðu mitti og fallegum kraga! Mokka kemur í 3 litum, brúnum, svörtum og ljósgráum. Búmm! Ekkert meira um hann að segja, mátið bara og innri hippinn brýst út!

Fleiri utanyfirflíkur má finna hér sem og í verslununum okkar á Laugavegi 40 og Strandgötu 9 á Akureyri.

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

The newest outerwear pieces from Volcano Design

Me and my sister are in our mojo right now, doing new products and our brains are bursting with ideas. You see, this is what happens to us, when we are super busy we thrive the best and the more busy we are the more ideas get born!

My head goes to sleep 2-3 times a year and I simply don't function! No ideas and I get very dramatic and "I will never have any ideas again, EVER"! Yeah it's hard being me sometimes.. 

But like clockwork it opens its gates, 15 minutes till Christmas and new ideas flood out, and this isn't so popular at the workshop because I want everything DONE and we don't have time. You see, I should be working seasons ahead like designers normally do, but since we produce all our goods in Iceland in our own sewing room we often work with great time constraints and we need to be on our toes always!

They are actually fabulous my staff at the sewing room, they know me very well and are amazing when I vomit ideas out! The last week before Christmas they work on mandarin and chocolate gasoline!

So I would like to introduce some of our new products, this is not final and only the first post of several ones so please stay tuned. Now it's Outerwear time!

Outerwear is one of my favourite things to design! Coats, jackets, poncho's, blazers etc I love it and it goes to show, the more love you have the more successful you are!

Our most popular product by far is our capecoat called Vendingur. It is available in several colour combinations and different fabrics and it is our best-seller for years and has been since it was first introduced! You can even read it's story right here:

This one here above is our newest edition: grey brown wool with wool sleeves and light plaid lining in the hood- just lovely!

Röggva has also been a popular coat. It is super timeless and classic, long sleeves, great shoulders, the collar drapes nicely and it accentuates the waist quite well!

It is available in grey-brown-ish and black.

Röggva stroff, the rock'n roll version is the same pattern but made of heavily riffled fabric, quite heavy but very soft with foe leather sleeves and a silver snap. (I have one of these.. :)

The Katla sweaters I have done before but this time I simplified the pattern slightly since it suited these fabrics much better. The collar is high with a bone and leather loop clasp with long sleeves and pockets. They drape beautifully when they are open and close up in a warm and neck hugging collar when they are closed and they overlap on the front. Available in grey, brown and black-grey.

Kögra (meaning fringe) is a new style. I made this one essentially because I wanted an oversized cosy sweater and I love fringe, especially leather fringe (or foe leather fringe like in this case), so we made it and I love it! Yes my life can be very simple also, if I need something in my closet, I get it! :) Foe leather triangle in the back as well as at the front and an overlapping closure with a hidden button at the front. I also adore it open: yeah it's good! Fringe fringe fringe!!!

Ponchos have always fascinated me but I have never found the one I just fell for! So we made one and yes you guessed it: triangles, fringe and a lovely large hood, deep pockets and loose fit: everything we love in one!

This is fantastic if you pair it with a tight leather jacket underneath: oh so lovely!

Shearling shearling shearling: the free spirit life is back and now it is foe shearling!

This wonderful fashion is making a huge comeback: believe me, piece signs will be all over before you know it and flower love and guitar sounds with wild hair will take over social media- I can't wait!

This one will keep you warm but also so very chic! Fitted waist in the sides as well as the back with a showing fur collar and details around the rim, plus pockets because we MUST have pockets!

Available in grey, brown and black!

More outerwear pieces from Volcano Design can be found here as well as at our stores at Laugavegur 40 and Strandgata 9 Akureyri.

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira
Popup verslun í Hafnarfirði í desember!

Popup verslun í Hafnarfirði í desember!

(English below)

Við Systur&Makar fengum símtal í byrjun nóvember þar sem við vorum beðin að íhuga þá hugmynd að setja upp skammtíma verslun, eða svokallaða "popup" verslun í Hafnarfirði. Hugsunin var að hafa hana opna í desember mánuði í samfloti við jólaþorpið.

Okkur fannst þetta auðvitað strax spennandi þar sem við systur og annar makinn erum úr Hafnarfirði svo eftir svolitlar samningarviðræður og örlitla leit að góðu húsnæði slógum við til.

Húsnæði vinstri grænna stóð okkur til boða sem að við þáðum með þökkum enda á frábærum stað og stærðin algjörlega mátuleg!

Við byrjuðum á því að tæma allt út en það er hellings pláss í bakrými hússins þar sem við gátum raðað upp öllum borðum og stólum.

Það var svolítið búið að negla og svona í veggina og líklega þónokkur tími frá því síðast var málað, svo Tóta, sem er ofurmálari hópsins, skellti einni umferð af hvítu á allt á mettíma svo við byrjuðum með "hreinan striga" (ofsalega hljómar þetta listamannslegt!).

Þá var þrifið, skúrað og allt gert klárt fyrir innréttingar og röðun!

Við vorum búnar að mála nokkrar mublur þarna vikuna áður og bólstra einn stól. Svo fundum við nokkrar púðafyllingar sem við saumuðum utanum sem og tvo löbera á borðið.

Hér sjást fínu löberarnir, þeir fela neflinlega samskeytin á borðinu þar sem stækkanirnar koma, aldeilis flott redding ;)

Svo þurftum við aðeins að prufa nokkrar uppraðanir á stofunni góðu.

Það þurfti auðvitað að nærast inn á milli flutninga og þrifa.

Hér var farin að koma nokkuð góð mynd á stofuna.

Ragga frænka að leggja lokahönd á arininn, ohhh svo jólalegt að hafa svona arinn!

Þá var komið að því að jóla búðina svolítið upp en við ákváðum að halda okkur svona í skandinavískum stíl, piparpökur, músastigar, greni og "origami" jólatré (sérstaklega skandinavísk! ;)

Í gærkvöldi kláruðum við svo alltsaman! Jólaglöggsblandan er næst á dagskrá en við opnum kl 17:00 í dag og bjóðum upp á glögg og piparkökur!

Það eru allir hjartanlega velkomnir í heimsókn á eftir sem og allar helgar fram að jólum. Við bætum mögulega svolítið í opnunartímana þegar líða fer að jólum og auglýsum við það þá á Facebook síðunni okkar hér.

Jólaþorpið hefst í dag og verður lifandi alla helgina sem og kveikt verður á jólatrénu kl 18:00 í kvöld.

Hér má svo sjá dagskrá jólaþorpsins í kvöld: 

                                  

Er þá ekki rétt að enda á nokkrum myndum úr búðinni en það er auðvitað allt annað að mæta sjálfur og upplifa með eigin augum :)

Við vonum svo sannarlega að við getum orðið hin fínasta viðbót á Strandgötuna í Hafnarfirði fyrir þessi jólin og tökum vel á móti öllum gestum í aðventunni!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Systur & Makar open up a "popup shop" in Hafnarfjörður!

We got a message in the beginning of November asking us to do a popup shop in Hafnarfjörður but that is a town close to Reykjavík where me, my sister and her husband were raised.

It was not exactly planned to open up the third shop so close to Christmas, even though it is short term, because this year will be the first year we are running two stores as well as the web store. The third walk in store was not in the plans but we just couldn't say no, so off we went to plan everything, paint and decorate and voilà! -a new store has been born! 

The idea is to have the store open according to the Christmas village in Hafnarfjörður, but they have been praised for great Christmas spirit in past years. They actually set up a small "village" of houses where there are all sorts of goods, crafts and design sold among great entertainment on the stage.

This year they are adding horseback riding, decorated bus that will be driving around the town and bunch of pop up stuff like ours.

The street will be full of life every weekend in the advent and if you have any change to we encourage to come and visit!

We are opening our store tonight at 17:00 and will be open until the 23rd of December every weekend (and perhaps a bit more). Tonight we are celebrating the first Christmas village day with some mulled wine and ginger snaps!

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira
Föstudagur til Fjár - "Black Friday" - allt fullt af tilboðum!

Föstudagur til Fjár - "Black Friday" - allt fullt af tilboðum!

(English below)

Við hjá Systrum & Mökum erum að stússa heilan helling þessa dagana og föstudagurinn verður sérstaklega stór hjá okkur!

Í verslununum okkar í Reykjavík og á Laugavegi ætlum við að halda upp á Föstudag til fjár eða svokallaðan "Black Friday" en búðirnar verða stútfullar af allskonar tilboðum sem væri hrein og bein vitleysa að láta framhjá sér fara! 

 

(Kl 17:00 á föstudeginum erum við svo að opna pop-up verslun í Hafnarfirði sem ég ætla að segja ykkur betur frá á morgun). ...dááálítið spennandi!!! ;)

 

Tilboðssláin í búðinni bætir við sig 10% afslætti svo sumar vörurnar þar fara upp í -70% afslátt!

Eins verðum við með stórar slár á -30% afslætti, -20% afslætti og smávörur á -10% afslætti aðeins þennan eina dag!

Við verðum með allar Crabtree & Evelyn vörurnar á -10% sem og vörurnar frá Villimey og öll fallegu lökkin frá Essie! Hér er tilvalið að gera jólagjafakaup!

Þar sem að við erum á flugi út og suður þá höfum við því miður ekki tök á því að vera með afsláttinn á netversluninni svo við biðjum ykkur því að fylgjast vel með okkur á Facebook síðunni og senda pantanir inn þar. 

Hér má svo sjá albúm með hluta af því úrvali sem verður á afslættinum okkar á föstudaginn!

Við hlökkum ofsalega til að sjá ykkur sem flest kæru vinir, það verður mikið stuð á Laugaveginum á föstudaginn og allt að gerast!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Systur & Makar take part in Black Friday!

We are having a huge one day Black Friday sale tomorrow!

We have loads of products going on discount for this one day and it is the perfect opportunity to get some Christmas gift shopping done, and perhaps find your holiday outfit!

This is happening both in Reykjavik and at Akureyri but unfortunately we can't have it on-line whereas our stock is very very limited! So if you have the change, show up early and get your shopping on! :)

For more images of the products on offer click here:

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

 

 

Lesa meira
Jólakort síðustu ára frá systrum og mökum!

Jólakort síðustu ára frá systrum og mökum!

(English below)

Hún María sys og hennar fjölskylda hefur alltaf staðið sig alveg ótrúlega vel með jólakortin og senda í tugatali á alla sína vini og vandamenn eins og þau hafa gert í fjöldamörg ár. 

Kortin eru alltaf heimagerð og hvert öðru fallegra eins og sjá má á meðfylgjandi myndum!

Þau eru svo klikkuð og hafa td. sent útskorna jólaóróa og laufabrauð brotin úr pappír með sínum kortum!

 

Allir sem fengu kort fengu því um leið jólaskraut.. eins og ég segi: svolítið klikkuð!

Okkur Tótu fannst þetta svo skemmtilegt hjá þeim að við ákváðum að taka þátt í stuðinu og höfum nú sent okkar eigin kort í 5 ár í röð, prentuð í massavís og send til vina, vandamanna og fjölskyldumeðlima en kúnnarnir okkar hafa stundum fengið að finna fyrir því líka!

(Þetta byrjaði ósköp saklaust, Tótu var skellt í kjól af mér sem er sérstaklega ólíkt henni og ég fór í gamla rúllukragapeysu frá henni sem og hneppt vesti, þetta var fyrsta árið okkar saman og vestið sem og rúllukragabolurinn er ekki meðal vor lengur...) ;)

Þetta er alveg ótrúlega skemmtileg hefð og maður reynir að toppa sig á hverju ári!

Það er "alls engin" íronía í þessu... þetta var ss 2011 þegar allir voru að sprengja sig úr líkamsrækt og dugnaði!

 

 

Það varð allt skemmtilega vitlaust þegar við sendum ballettkortið og fólk fór að senda okkur hugmyndir að næstu kortum! En það var erfitt að toppa ballettinn.. sérsaumaðir spandexgallar.. hvað skal gera?

Við ákváðum því að róa alla niður, halda upp á friðinn og gáfum Yoko og Lennon heiðurinn! Við fengum meira að segja vinkonu okkar til að taka myndina en hún hafði "pantað að mynda" með árs fyrirvara! Hrikalega skemmtilegt!

 

Nú er aldrei að vita hvað kemur á þessu ári en við munum auðvitað leyfa ykkur að fylgjast með og við setjum örugglega inn myndir af kortunum eftir jólin! 

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

There has been a Christmas card tradition in our family for years. Our mother was our greatest influence but she used to craft all her cards and they were all pieces of art really! Then she hand-wrote every single one - like 40-50 pieces each year, and they all had little "essay's".

María, my sister took up the tradition with her family but they have always created these super fun cards, printed yes, but often they included a little hand made ornament! (They are also crazy!)

María, which by profession is indeed a graphic designer, makes all her cards herself and they photograph themselves as well.. and I know the image here above was done using a "timer"! Just so fantastic!

We just loved this so we decided to start making our own and it began relatively "innocent".

 Tóta dressed in a dress from me and I wore a vest and a turtle-neck from her. (both items are not among us any more..!) :)

People loved it! So we of course wanted to better and better every year here are the results:

 

 When we sent out the ballet card- people went nuts! They loved it! We began to get ideas for next year's card and one friend asked to be the next years photographer.. year ahead! 

But it was difficult to "top" the ballet.. so we just asked everybody to calm down and love peace and dressed up as Yoko Ono and John Lennon!

 

We don't know what this years card will look like, but it will be fun I can tell you that!

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira
Skapaðu þína eigin hamingju - yndislegt skart frá Kristu Design.

Skapaðu þína eigin hamingju - yndislegt skart frá Kristu Design.

(English below)

Það er nú meira hvað þetta fallega men hefur slegið í gegn! Heilu vinkonuhóparnir og saumaklúbbarnir hafa fengið sér eins enda allir á því að skapa sína eigin hamingju ekki satt?

Menin eru úr smiðju Kristu Design en um er að ræða hringlaga nisti með rúnaletri sem segir "Skapaðu þína eigin hamingju". Við trúum því neflinlega að hver og einn skapi sína hamingju í lífinu og við endum iðulega póstana okkar hér á blogginu á þessum fallegu orðum.

Nistið er vissulega táknrænt fyrir eiganda mensins en það hefur verið sérstaklega vinsælt í gjafir fyrir vinkonu, fjölskyldumeðlimi eða ástvin.

Hamingjunistin fást bæði í 45 cm sídd sem og 90 cm og eru um 3 cm í þvermál. Hægt er að fá krómaða áferð og matta, allt eftir smekk en nistin eru úr stáli og koma á ryðfrírri keðju sem fellur ekki á.. Stutt nisti 5.900.- og síða nistið kostar 6.900.- 

Þau koma í fallegri öskju með þýðingum setningarinnar á þónokkrum tungumálum.

Skapaðu þína eigin hamingju - Íslenska

Create your own happiness - English

Crea la tua felicità - Italian

Créer votre propre bonheur - French

Lag din egen lykke - Norwegian

Skapa din egen lycka - Swedish

Stwórz własną szczęścia - Polish

Erstellen Sie Ihr eigenes Glück - German

Создай свое счастье - Russian

Skab din egen lykke - Dansk

创建你自己的幸福 - Chinese

Menin fást hér á netversluninni, smelltu einfaldlega á hvaða mynd sem er og það opnast gluggi sem býður upp á kaupmöguleika.

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

 

"Create your own happiness".. yes, isn't that just in our power?

This stainless steel necklace by Krista Design is engraved with the slogan " Create your own happiness". Sisters and Partners often refer to this beautiful sentence and we wanted to use it in our design somehow. Circle necklaces are a big hit these days and we wanted to join the party with our version of a circle necklace but with our own unique twist.

The writing is in Futhark runes but the translation comes along with the necklace in 12 diffrent languages: 

Skapaðu þína eigin hamingju - Íslenska

Create your own happiness - English

Crea la tua felicità - Italian

Créer votre propre bonheur - French

Lag din egen lykke - Norwegian

Skapa din egen lycka - Swedish

Stwórz własną szczęścia - Polish

Erstellen Sie Ihr eigenes Glück - German

Создай свое счастье - Russian

Skab din egen lykke - Dansk

创建你自己的幸福 - Chinese

The necklaces are made of stainless steel, available in two different lengths and matte as well as shiny.
The lengths are 45 cm and 90 cm. The ring is 30 mm in diameter.

 

These lovely pendants have been very popular as gifts for friends, family members and loved ones!

They can be ordered here on-line simply by clicking any of the images :)

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

 

 

Lesa meira
158 niðurstöður