Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Fréttir / slippfélagið

Bústaðurinn: pallahúsgögn

Bústaðurinn: pallahúsgögn

Þegar við tókum pallinn í bústaðnum í gegn um daginn þá verð ég að viðurkenna að við systur vorum ekkert endilega spenntastar fyrir því að pússa upp dekkið. Þó svo að það hafi vissulega verið hluti af þessu, alveg eins og að mála. En við erum bara meira fyrir skrautið og húsgögnin og smáhlutirnir áttu eiginlega alla okkar athygli.
Lesa meira
Bústaðurinn: pallaundirbúningur.

Bústaðurinn: pallaundirbúningur.

Þegar við keyptum bústaðinn upphaflega árið 2015 fórum við á fullt í að plana breytingar, velja málningarliti og láta okkur dreyma.
Lesa meira
Bústaðurinn fyrir og eftir - svefnherbergi 1

Bústaðurinn fyrir og eftir - svefnherbergi 1

(English below)

Við systur og makar skelltum okkur á Jólamarkað á Þórshöfn um helgina og erum því búin að vera frekar léleg á blogginu upp á síðkastið. Hún Tóta mín er sumsé ættuð frá Þórshöfn eins og ég hef komið inná áður (sjá hér). Okkur var boðið að taka þátt í markaðnum svo við skelltum okkur í ferðalag, skreyttum búðina okkar á Akureyri svolítið í leiðinni svo það var "multi-taskað" eins og okkar er von og vísa.

Nú erum við komin aftur í raunveruleikann eftir yndislegt dekur hjá tengdó og það styttist í jólin og nýjar vörur eru að hrúgast inn. (Ég ætla að fara aðeins betur yfir það í næsta pósti).

En nú að svefnherbergi 1 í bústaðnum.

Það var eins og restin af bústaðnum, furulitað og eins og sést á efstu myndinni snéri rúmið í átt að hurðinni þegar maður kom inn. Okkur fannst það ekki nýta herbergið alveg nógu vel en grunar að ástæðan hafi verið hjá fyrri eigendum að koma kommóðu í hornið. Þau notuðu neflinlega bústaðinn ótrúlega mikið og þurftu því enn meira geymslupláss.

Við ákváðum strax að létta svolítið á þessu með hvítu rúmi, léttum náttborðum og að sjálfsögðu fallega Þoku litnum úr Slippfélaginu.

Hún Gulla, sem er mikil vinkona okkar, var í örlitlu fríi þarna frá námi erlendis og brunaði auðvitað beint upp í bústað í málningargallanum og eyddi stórum hluta frísins hjá okkur! Meira hvað það er dýrmætt að eiga svona yndislega félaga, í alvöru, það er svo ótrúlega mikið gull!

Gunna, önnur frábær vinkona, kom og græjaði gamlan spegil sem við fengum í Góða Hirðinum fyrir 3000.- Hún pússaði létt yfir hann en ramminn var í raun hart plast (1990 stíll), grunnaði með hvítum grunni og málaði svo með þráhyggjupenslinum með hvítu lakki.

Þessa sætu kommóðu fengum við líka í Góða Hirðinum á 2000.- (Svo sá ég systur hennar nokkrum vikum síðar, reyndar í svolítið verra ástandi en við vorum þá orðin svo ánægð að við vorum ekkert að splæsa í hana). Hún fékk sömu meðferð og spegillinn, þrif, létt púss, hvítur grunnur og svo hvítt lakk. Hnúðana átti María en hún fékk þá upphaflega í Kaupmannahöfn.

Rúmið keyptum við í IKEA ásamt borðlampanum sem sést hér á myndinni að ofan. Veggljósið var líka úr IKEA en við áttum það síðan einhverntíman í geymslunni. (Það átti greinilega að eiga heima hér!)

Gardínurnar voru í bústaðnum áður og þar þökkum við fyrri eigendum enn og aftur fyrir vandaða hluti, myrkvunargardínur í hvítu með keðjum og það sá að sjálfsögðu ekki á þeim!

Rúmteppið saumuðu snillingarnir á saumastofunni sem og flesta púðana. Bleiku púðana fengum við þó í Söstrene Grene, aðra græjuðum við. Efnin fengum við í Vogue og Álnabæ en við notuðum frekar gróf-ofið efni í teppið sjálft með flauelis kanti. 

Heklaða blúnduteppið er gamla fermingarteppið hennar Tótu sem við stálum í einhverri heimsókninni til tengdó, það var upphaflega úr IKEA.

Hér má sjá spegilinn fína sem sómir sér svona vel á veggnum. Það þarf neflinlega ekki alltaf að vera rándýrt til að vera dásamlega fallegt! 

Krossinn er úr smiðju Kristu Design en þau eru með tvær stærðir af þessum fallegu vegg krossum.

Kransinn í glugganum er að sjálfsögðu einnig frá Krista Design, en hann hentar bæði sem heilsárs eða sem jólakrans. Þeir hafa verið að slá í gegn uppá síðkastið en Krista býður einnig upp á Ílex krans sem og Hreindýrakrans.

Myndirnar hér á veggnum prentaði María út af þessari síðu og hér má einnig sjá minni týpuna af krossinum sem hangir hér á skápahurðinni.

Það má einnig geta þess að við tókum viðarhnúðana af skápahurðunum og nýttum hnúðana sem áður voru á eldhúsinnréttingunni úr bústaðnum. 

Þetta ljós var einnig í eldhúsinu svo það passaði svona glimrandi vel við hnúðana fínu!

Hér á myndinni fyrir ofan má einnig sjá hjarta sem er eins og krossarnir frá Kristu Design og slána fengum við í IKEA en hún er hugsuð fyrir rúmteppið meðan gestirnir hrjóta.

Þetta var þá svefnherbergi eitt sem að við erum svo ofsalega ánægð með. Það er töluvert léttara og ljósara en hitt herbergið en það var planið frá upphafi að hafa þau svolítið misjöfn, María og Börkur eiga þetta herbergi enda ótrúlega rómantísk og væmin bæði tvö ;) 

Ég og Tóta rokkari eigum svo næsta herbergi en það er allt annað lúkk á því, miklu svartara og dekkra...

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

It is time to tell you about the first bedroom in our summerhouse.

We decided to have the bedrooms quite different; one light and quite romantic and the next one quite dark and a bit more eccentric.

The bedroom was like the rest of the house, covered in pine and as you can see from the top image the bed faced the door as soon as you entered the room.

We decided to turn it to the left to get more space when you entered and to get an easier access to the cabinets.

We believe the reason for turning the bed the way they used to was to have more storage in the room, they actually fitted a dresser next to the bed but since the house will not be used as much by us and more by guests we don’t need quite as much permanent storage solutions.

Firstly we wanted to lighten the space up, painted the ceilings white as well as the doors, the windows and window frames. The walls got to be in the grey colour, same as the rest of the house.

Gulla, our dear friend, had a little vacation from her studies abroad when we renovated the house and she came as soon as we called to help us out. Seriously, it is so very precious to have friends like that!

Gunna, another helping hand, came and renovated the frame. It was s very cheap old second hand plastic framed mirror we sanded lightly. Based it with a base foundation and did a top coat with white lacquer.

This little bedside table we also got at a second hand store very cheaply. Same process: cleaning, light sanding, base foundation and a top coat of white lacquer. The knobs my sister got some time ago in Copenhagen so they fitted perfectly!

The bed frame is from IKEA as well as the table lamp. The wall lamp is also from IKEA but we had that from some time ago and now it found itself a place to belong!

The curtains came with the house and again we thank the previous owners for quality in their choices! Full darkness curtains are a necessity here in Iceland whereas the summer nights have full daylight for the whole 24 hours!

The bedspread was sewn at Volcano Design’s sewing room as well as most of the cushions. The pink velvet cushions we got at Sostrene Grene but the other ones we made.

The white crochet throw is also from IKEA but a quite old collection, sadly not available anymore.

Here you can see the mirror, perfect by the bed!

We decided to use a simple fold chair as the other side table. It was light and simple and doesn't take much space, plus we found it was very “beachy” and “summerhouse-y” (that’s a word, right?!)

The cross is made by Krista Design but they offer two sizes of these beauties!

The wreath in the window is also from Krista Design. This one I absolutely love! It can be used as a Christmas decoration but it is also perfect for the whole year around!

Krista also has 2 other wreaths, the Christmas reindeer one and the Holly Berry wreath!

The images on the wall María printed from this page:

Here you can also see the smaller version of the wall cross.

The pole is for the bed spread during the nights and the heart is the same collection from Krista Design as the wall crosses.

So, this was bedroom one and we are completely thrilled with it! It is very light and airy and very different from the next room, (more coming soon).

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira