Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Fréttir / bústaðurinn

Bústaðurinn: pallurinn

Bústaðurinn: pallurinn

Já við tókum pallinn í bústaðnum okkar í gegn og ætlum við hér í þessum pósti að fara aðeins yfir það sem við gerðum við dekkið.
Lesa meira
Bústaðurinn: pallaundirbúningur.

Bústaðurinn: pallaundirbúningur.

Þegar við keyptum bústaðinn upphaflega árið 2015 fórum við á fullt í að plana breytingar, velja málningarliti og láta okkur dreyma.
Lesa meira
Bústaðurinn fyrir og eftir - borðstofan!

Bústaðurinn fyrir og eftir - borðstofan!

Þegar maður er með vott af athyglisbresti sem háir mér stundum alveg hroðalega þá er oft erfitt að muna eftir öllum verkefnunum sem eru framundan... og þeim sem búið var að plana, og þeim sem á eftir að klára, og þeim sem mig langar til að gera, og þeim sem ég verð að prufa osfrv!! 
Ég skal leyfa ykkur að skyggnast aðeins inn í kollinn minn í eitt augnablik.. 
Lesa meira

Bústaðurinn fyrir og eftir - gangurinn!

(English below)

Jæja ég held það sé löngu kominn tími til að segja ykkur aðeins frá bústaðnum. Sýna ykkur ss myndir af honum fyrir og eftir og fara aðeins yfir hvað við gerðum. Það eru ótrúlega margir búnir að biðja um litanúmer á málningunni osfrv. og ég mun fara aðeins yfir það í þessum póstum líka.

Fyrst ætla ég að byrja á ganginum. Bústaðurinn var náttúrulega allur furuklæddur í hólf og gólf og við það verður allt frekar svona einsleitt. Ekki misskilja mig, ég er sjálf hrifin af furubústöðum og finnst þeir iðulega mjög kósý. Viðarliturinn öskrar að þú sért kominn í frí og það er betra að kynda hús sem eru viðarklædd og ómáluð. En þetta verkefni snérist svolítið um ákveðið lúkk sem að við vildum ná fram svo að við ákváðum að það þyrfti að mála alla furu!

Loftin voru máluð tvær góðar umferðir með efni sem heitir "Sperregrunn", það er úr Slippfélaginu og við það að nota þetta segja sérfræðingarnir að kvistarnir eigi ekki að blæða í gegn. Þeir sögðu einnig að við þyrftum ekki að mála aðra umferð yfir þetta, svo við hlýddum því og erum mjög sátt enn sem komið er.

Veggirnir voru einnig grunnaðir eina umferð með "Sperregrunn" og svo tvær umferðir af veggjamálningu.

Veggjamálningin er einnig úr Slippfélaginu og heitir liturinn Þoka. Við vorum búin að sjá fyrir okkur muuuuun ljósari lit og fengum vægt sjokk þegar fyrsta strokan fór á veggina! En brátt urðum við alveg heilluð af honum og okkur finnst hann í dag vera geggjaður! Hann er stundum svolítið blár, stundum svolítið grænn og okkur finnst hann svolítið Árbæjarsafnslegur svona á panilnum. 

Stiginn átti alltaf að verða hvítur en hugmyndin er svo seinna meira að setja kókosteppi á tröppurnar. Það bæði eykur öryggi og svo er það í stíl við kókosmottuna sem að fylgdi bústaðnum. 

Hér er allt að verða ofsalega létt og ljóst! Eins og þið sjáið tókum við alla hurðarkarma af veggjunum á meðan við máluðum og lökkuðum þá svo sér. Það er alveg ómögulegt að mála þá á (sérstaklega ef þeir eiga að vera í öðrum lit en veggirnir sjálfir). 

Hér má svo sjá kíkja inn í fyrsta svefnherbergið.

Þetta veggljós var í bústaðnum og okkur fannst það mjög fallegt og ákváðum að halda því á sínum stað. 

Liljuljósin eru úr smiðju Kristu Design og fást í verslununum okkar sem og hér:

Allar myndirnar hér á ganginum eru ljósmyndir sem að María og Börkur hafa tekið í gegnum tíðina.. og á símana sína! Það er alveg ótrúlegt hvað það er hægt að taka flottar myndir með símum!!

Hann er ofsalega stílhreinn og léttur og hér sést kókosmottan vel. Útidyrahurðin er einnig orðin svört en eins og þið kannski munið þá er planið að mála bústaðinn svartan að utan næsta vor.

Hér er fallegi stiginn í allri sinni mynd. Við vorum sérstaklega ánægð með þennan! Eftir að hafa skoðað nokkra mismunandi bústaði sáum við það að svona stigar eru mjög misjafnir og þetta er sá allra gerðarlegasti! 

Áður voru snagar hér utaná stiganum en við það myndast svolítil hrúga af úlpum og jökkum og tómarúm þar á bakvið. Við færðum því staðsetningu snaganna og komum þeim fyrir á leiðinni upp stigann. Jú vissulega getur myndast úlpuhrúga þar líka en okkur fannst það samt koma betur út.

Brúnu greinarnar eru svo aðallega til að fela rafmagnstöfluna en þær eru ósköp kósý líka! (Karfan undir þeim fékkst í Rúmfatalagernum).

Þessa mynd fengum við á antikmarkaðinum á Akranesi! Það er nú meira ævintýrið að kíkja þangað en við fengum nokkra vel valda hluti í bústaðinn þaðan :)

Við máluðum rammann bara svartan. Lyklalykilinn fékk ég fyrir mörgum árum á lagersölu Tekk Vöruhúss, við munum samt örugglega skipta honum út fyrir nýju Lyklabæina frá Kristu Design, þeir voru bara ekki komnir þegar myndin var tekin! Jii þeir eru svo æðislegir!!

Þessi spegill var svo gamall í eigu Maríu sem að við máluðum svartan.

Hér má sjá fleiri myndir úr símunum hjá Maríu og Berki, æðislegar!

Hér má sjá inní svefnherbergi 2 og þarna glittir svo í eldhúsið.

Þessi hattur var soldið skemmtileg saga lika: Þegar við vorum að hugsa um að fjárfesta í bústað allra fyrst þá fórum við systur eitthvað að skoða allskonar myndir til að fá innblástur. Við sendum svo fram og tilbaka á hvor aðra hugmyndir. Ein af þessum myndum var af svona löngum snaga (við nýttum þá pælingu inní svefnherbergi tvö). Þetta var semsagt veggur með snögum alveg þvert yfir hann, það hékk mest lítið á snögunum en þar hékk þó þessi forláta stráhattur!

Við ohhuðum og ææææuðum og sögðum :"svona VERÐUR að vera í bústaðnum, það VERÐUR bara að vera hattur á snaga!!"

Ekki það að nokkur muni nota hann en hatturinn var MÖST!

Nema hvað að svo fundum við loks bústaðinn, gengum frá samningum og svona og byrjum að græja og gera og ég var sjálf svona nánast búin að gleyma hattinum. Mökunum fannst við svo búin að eyða nógu miklu í skrautmuni og voru eiginlega farin að stoppa okkur af. Nema hvað, þegar bústaðurinn er tilbúinn og það var kominn tími á að mynda og við ætlum að hittast uppí bústað sendir María mér línu: "ég keypti eitt enn, en það er surprise, og það er líka alveg nauðsynlegt"!

Stuttu síðar kem ég í bústaðinn og þar er hatturinn mættur á sinn stað og náttúrulega miklu flottari en sá sem við sáum á upphaflegu myndinni! (sko makar, allir þessir hlutir eru algjörlega nauðsynlegir, eruði ekki sammála kæru vinir?)

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

The summerhouse renovations before and after - the hallway!

Well I think it is time to tell you a little bit about our summerhouse project. I will now in few posts show you what we did, the steps and images of it: before and after!

I will start with the hallway. The whole house was covered with pine and for this look we decided to paint all of it. The ceilings were painted white everywhere and we did one coat of white on all the walls before painting them with this grey, green/blue-ish colour.

We love the colour and think it looks a little antique looking and at the same time modern and warm.

We wanted the hallway to look welcoming, light, bright and quite simple. As soon as you walk in you see a chair, mirror and some lovely images in a frame. All of the images are shot by María and Börkur on their phone, it's remarkable what you can do with an I-phone!

The coconut rug on the floor came with the house and we love it! We matched it with a rope chair in this natural look. 

 

We panted the shelf in a matching colour to the walls so it wouldn't stand out to much but the emphasis would go on the items on it. 

For example these lovely Lilja candle holders by Krista Design which I just love!

Stay tuned for the next room reveals!

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira