Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Fréttir

Tiramisú fylltar bollakökur, lyginni líkast

(English below)

Jæja eins og þið eruð væntanlega farin að taka eftir þá erum við systur miklir nautnabelgir og það sem við eigum sameiginlegt er að elska Tiramisu!

Ekta ítalskt Tiramisu með dash af líkjör og auðvitað mascarpone rjómaosti, það er málið! Nú um helgina síðustu ákváðum við systur og makar að skreppa í bústaðinn góða til að slaka bara pínu á, s.s. ekki mála, laga, breyta né bæta ekki nema þá hugsanlega að taka einn fund í mesta lagi.

Eftir hið vinsæla blogg um hana Öldu sem svo sannarlega hefur snúið við blaðinu og tileinkað sér súperhollt líferni þá áttum við erfitt með að sukka bara alla helgina eins og vill gerast í sumarbústaðarferðum.

Við völdum því hinn gullna meðalveg og vorum með ítalskt þema:

Nauta carpaccio, osta úr Búrinu, kúrbítspasta, tómata, ferska basiliku með mozarella di Bufala sem við fengum í Hagkaup (vonum að þessi sé kominn til að vera!) og ferska ávexti. Já sko okkur!! Semi hollt allavega en hrikalega gott og obbosins fallegt til að mynda!

Til að næra eftirréttaþörf okkar systra ákvað ég samt að baka tiramisu-fylltar bollakökur sem ég útfærði án sykurs, gers og glúteins en þær eru ótrúlega góðar, þrátt fyrir sykurleysið!

Ég vil því deila uppskriftinni hér með ykkur og skora á alla að prófa! Virkar pínu flókið en er það þó ekki!  

      

      

Tiramisú bollakökur 6 stk

Deig:
2 egg
40 g Via Health strásæta eða Sukrin 
10 dropar Via Health stevía
1/2 dl rjómi
1/2 dl sýrður rjómi eða grísk jógúrt
20 g mjúkt smjör
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk vanilludropar
30 g kókoshveiti
1/4 tsk salt
20 ml kaffiblanda

Kaffiblanda:
30 ml soðið vatn
2 tsk skyndikaffi
1/2 tsk rommdropar eða 2 msk koníak

Fylling:
80 g mascarpone ostur
1-2 msk kaffiblanda
1/3 tsk vanilludropar
30 g Via Health , fínmöluð sæta eða Sukrin Melis
10 dropar Via health stevía

Krem:
80 g rjómaostur
60 g Sukrin Melis
1/2 tsk vanilludropar
10 dropar Via Health stevía
120 ml rjómi (ég nota laktósafrían)

Aðferð:

Þeytið fyrst eggin, sukrin og stevíu saman þar til eggin eru létt og ljós, bætið,smjöri, rjóma og sýrðum rjóma út í og þeytið vel. Næst fara þurrefnin saman við ásamt kaffiblöndunni Setjið deigið í smurð bréfa-bollakökuform ( nóg að spreyja létt með kókosfeiti eða Pam)
Bakið í 20 - 25 mín við 170°C á blæstri.
Kælið vel kökurnar og munið að taka þær upp úr álmúffuforminu svo þær bakist ekki áfram í hitanum af því.

Fylling:

Þeytið innihaldinu í fyllingunni saman með þeytara eða setjið í matvinnsluvél þar til allt hefur blandast vel saman, þynnið með kaffiblöndunn þar til hægt er að sprauta fyllingunni með sprautupoka.
Þegar múffurnar eru kólnaðar, þá skal skera úr miðjuna með breiðari endanum á sprautustút og moka upp með teskeið. Sprautið fyllingunni í kökurnar og kælið.

Krem:

Þeytið saman rjómaost, Via Health fínmalaða strásætu eða Sukrin Melis, stevíu og vanillu. Hellið rjómanum varlega saman við og hrærið hægt. Þegar rjóminn er kominn út í þá setjið þið vélina á fullan kraft þar til toppar myndast í kreminu.  Setjið kremið í sprautupoka með fallegum sprautustút og skreytið hverja köku. Fallegt er að sigta dökku kakói yfir kökurnar áður en þær eru bornar fram.

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja María Krista.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

 

Tiramisu filled cupcakes- sugar-free and you won't believe it!

(English below)

Well, like you have probably noticed already my sister and I are complete foodies and we have one favourite dessert in common: Tiramisu!

Tiramisu is originally and Italian dessert made of ladyfingers dipped in coffee, layered with whipped mixture of eggs, sugar and mascarpone cheese, flavoured with cocoa oh, and with a dash of liquor for good measure!

Last weekend the group (my sister and I and our partners) decided to go to our darling summerhouse to relax! Yes, no work, and no painting, nothing but a meeting at the most which our “nights off” normally end up like... (You know this: it’s like being parents that go on a date and skip talking about their children! it doesn’t work that way!!)

But after the very popular blog about Alda, my dear friend that decided to change her diet and lifestyle we didn't want to go all out and overdose on sugar. These stories can truly be inspiring you know!

So we chose the golden mean and decided to throw an Italian themed dinner party!

Beef carpaccio, cheese, zucchini pasta, tomatoes with fresh mozzarella di buffala and basilica and fruits. So very tasty, quite healthy and beautiful to photograph!

To fill our dessert needs I decided to bake Tiramisu filled cupcakes which I elaborated without sugar, yeast and wheat and believe me: they are DELISH!

I wanted to share the recipe with you here and I encourage you all to try it! It seems a bit complicated but it really isn't!

Tiramisu cupcakes: 6 items.

Dough:
2 eggs
40grams Sukrin Melis (sugar free sugar)
10 drops Stevia drops
½ dl full fat cream
½ dl sour cream
20 grams soft butter
1 teaspoon raising powder
½ teaspoon vanilla essence
30 grams coconut wheat
¼ teaspoon salt
20ml “coffee blend” (see recipe below)

 

Coffee blend:
30ml boiled water
2 teaspoons instant coffee
½ teaspoons Cognac

 

Filling:
80 grams mascarpone cheese
1-2 tablespoons coffee blend
1/3 teaspoons vanilla essence
30 grams finely  Sukrin Melis
10 drops Stevia drops

 

Cream:
80 grams cream cheese
60 grams Sukrin Melis
½ teaspoon vanilla drops
10 drops Stevia
120 ml full fat cream (I use without lactose)

 

 

Method:
Firstly whip the eggs, Sukrin and stevia together until the eggs are light and fluffy. Add butter, cream and sour cream and whisk well together. Next you add the dry ingredients and the coffee blend.
Put the dough in buttered paper muffin tins (you can also use Pam).
Bake for 20-25 minutes 170°C on a fan setting.
Cool the muffins well and remember to take them from the aluminium-tin-form so they don’t bake more.
Filling:



Fylling:
Whip the filling with a whisk or put in a food processor until everything is mixed well, thin with the coffee blend until it is soft enough for a piping bag, put it to the side.
When the muffins are cold, cut the middle out with a melon bowler. Pipe the filling in the holes and cool.

Frosting:
Whisk cream cheese, fine Sukrin, stevia and vanilla essence. Pour the cream softly in and whisk slowly. When the cream is mixed set the machine to full speed until you see soft peaks. Put the frosting in a piping bag with a lovely looking, jagged edged tip and decorate each muffin. Then sift each cake with cocoa just before you serve them.

Bon appetite!

If you liked this post, please be a dear and share the joy :)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira

Bústaðurinn fyrir og eftir - baðherbergið!

(English below)

Næst er komið að því að segja ykkur aðeins frá baðherberginu. Við máluðum það eins og restina af húsinu, hvít loft með Sperregrunn málningunni, tvær umferðir, grunn á veggina og tvær umferðir af Þokulitinum á veggina.

En í þetta skiptið blönduðum við þokulitnum í Acryl 35 vatnsþynnanlega lakkmálningu sem inniheldur sveppa- og mygluvörn, þessa málningu fengum við líka hjá Slippfélaginu.

Við byrjuðum á því að hreinsa út allt af veggjunum til að fá hreinan striga, svo var málað og málað! Við reyndum eiginlega ekkert að sjá fyrir okkur uppröðunina hér fyrr en allt væri tilbúið. Það var svolítið erfitt að ímynda sér hillurnar aftur, hvaða hillur ætti að nota osfrv. Þetta var því svona "go with the flow" dæmi.

Við vorum náttúrulega mjög heppin með fyrri eigendur, öll tæki og tól voru í hæsta gæðaflokki og við nýttum nánast allt sem þau skildu eftir! 

Spegillinn var td mjög sætur og praktískur með þessari fínu hillu svo við máluðum hann og komum aftur fyrir á sinn stað!

Þarna sést grunnurinn undir og fyrsta umferðin af málningunni sem var að fara á veggina.

Þessi hvíta plata var þarna fyrir aftan vaskinn og við ákváðum að hylja hana með marmarafilmu sem að við fengum í Bauhaus. Við einfaldlega límdum hana á og skárum meðfram plötunni með dúkahníf, þetta var lítið mál við þurftum bara að passa að það kæmu ekki loftbólur undir!

Hér sést svo þetta svæði eins og það var áður...

Hér sést það svo á eftir. Alveg ótrúlegur munur að nota filmuna fannst okkur, eins skiptum við ljósinu út fyrir aðeins "rómantískara" veggljós. (Það fæst í IKEA)

Hillurnar eru þær sömu og voru á baðinu áður, stóra hillan nýtist ótrúlega vel og við settum hana aftur á sinn stað. Þessi neðri var reyndar annarsstaðar áður svo við máluðum hana bara og færðum til.

Alla glervasa og glerkrukkur sem eru hér á baðinu fengum við í Söstrene Grene.

Myndirnar á veggnum eru frá Kristu Design.

Þessa lausn notuðum við á baðherberginu í búðinni okkar á Akureyri, en ég hef einmitt bloggað um þetta áður hér:

Snaginn hvíti er úr IKEA, hjörtun eru úr smiðju Kristu Design og Íslandstöskuna seljum við hjá Systrum & Mökum.

Gólfið var áður lakkað ljósgrátt svo við lökkuðum tvær umferðir af skipalakki frá Jötun í koxgráu, litanúmer 7000 og létum þorna vel á milli.

Því næst stensluðum við fallegu áttablaðarósina í gegn en hún er einmitt bæði virkilega íslensk en einnig hluti af lógóinu hjá Kristu Design. Börkur skar stensilinn út í vatnsskurðarvélinni en þau nota hana einmitt mikið við framleiðsluna á vörunum sínum.

Svo bara dúmpuðum við misfast og misvel í gegn til að fá svolítið skýjaða áferð, það gerðum við með hvítu vatnslakki. og Voilà! 

Crabtree & Evelyn vörurnar eru ómissandi inn á baðið og við völdum Caribbean Island línuna, bæði afþví lyktin af henni er dásamleg en einnig er hún svo falleg á svona létt og ljóst bað! 

Við erum með mun fleiri vörur frá Crabtree & Evelyn og má lesa meira um þær hér:

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

The summerhouse before and after - bathroom!

 

Now the bathroom was a bliss to renovate. Originally we had imagined the whole house much lighter! Basically we were going to go all white, light light grey and use white decorations. That changed quite quickly because we wanted a cosier feel, but we however kept the bathroom kind of in the original theme. Very light with lots of white accents! 

Firstly we cleaned out all of the wall hung shelves and units of the bathroom to get a clean slate because when it was time to hang everything back up we kind of just went with the flow.

Luckily our past owners did all of their finishing’s to the top with the highest quality so we could use mostly everything again with a little tweaking and painting.

The white wooden backsplash behind the zinc was something we wanted to update slightly so we covered it with a plastic marble looking foil. Such an easy thing to do to get a more expensive and clean look. Just take care that you don’t get any air bubbles.

We changed the light above the mirror for a bit more romantic shade but we kept the shelves, simply painted them white!

This is a smart solution for the toilet paper rolls we have in our store at Akureyri, you can also read about it here:

 

The floors we lacquered with dark grey and made a stencil in the shape and form we liked. When the grey paint had dried we brushed through the holes lightly to get a sort of a shading effect with white paint. This ended up as such a cool and very cheap solution to this floor!

The Crabtree & Evelyn products are so nice and we used them for the bathroom. We chose the Caribbean Island collection because it smells and looks wonderful!

We have many more products from Crabtree & Evelyn and you can read all about them here:

If you liked this post, please be a dear and share the joy :)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira

Bústaðurinn fyrir og eftir - gangurinn!

(English below)

Jæja ég held það sé löngu kominn tími til að segja ykkur aðeins frá bústaðnum. Sýna ykkur ss myndir af honum fyrir og eftir og fara aðeins yfir hvað við gerðum. Það eru ótrúlega margir búnir að biðja um litanúmer á málningunni osfrv. og ég mun fara aðeins yfir það í þessum póstum líka.

Fyrst ætla ég að byrja á ganginum. Bústaðurinn var náttúrulega allur furuklæddur í hólf og gólf og við það verður allt frekar svona einsleitt. Ekki misskilja mig, ég er sjálf hrifin af furubústöðum og finnst þeir iðulega mjög kósý. Viðarliturinn öskrar að þú sért kominn í frí og það er betra að kynda hús sem eru viðarklædd og ómáluð. En þetta verkefni snérist svolítið um ákveðið lúkk sem að við vildum ná fram svo að við ákváðum að það þyrfti að mála alla furu!

Loftin voru máluð tvær góðar umferðir með efni sem heitir "Sperregrunn", það er úr Slippfélaginu og við það að nota þetta segja sérfræðingarnir að kvistarnir eigi ekki að blæða í gegn. Þeir sögðu einnig að við þyrftum ekki að mála aðra umferð yfir þetta, svo við hlýddum því og erum mjög sátt enn sem komið er.

Veggirnir voru einnig grunnaðir eina umferð með "Sperregrunn" og svo tvær umferðir af veggjamálningu.

Veggjamálningin er einnig úr Slippfélaginu og heitir liturinn Þoka. Við vorum búin að sjá fyrir okkur muuuuun ljósari lit og fengum vægt sjokk þegar fyrsta strokan fór á veggina! En brátt urðum við alveg heilluð af honum og okkur finnst hann í dag vera geggjaður! Hann er stundum svolítið blár, stundum svolítið grænn og okkur finnst hann svolítið Árbæjarsafnslegur svona á panilnum. 

Stiginn átti alltaf að verða hvítur en hugmyndin er svo seinna meira að setja kókosteppi á tröppurnar. Það bæði eykur öryggi og svo er það í stíl við kókosmottuna sem að fylgdi bústaðnum. 

Hér er allt að verða ofsalega létt og ljóst! Eins og þið sjáið tókum við alla hurðarkarma af veggjunum á meðan við máluðum og lökkuðum þá svo sér. Það er alveg ómögulegt að mála þá á (sérstaklega ef þeir eiga að vera í öðrum lit en veggirnir sjálfir). 

Hér má svo sjá kíkja inn í fyrsta svefnherbergið.

Þetta veggljós var í bústaðnum og okkur fannst það mjög fallegt og ákváðum að halda því á sínum stað. 

Liljuljósin eru úr smiðju Kristu Design og fást í verslununum okkar sem og hér:

Allar myndirnar hér á ganginum eru ljósmyndir sem að María og Börkur hafa tekið í gegnum tíðina.. og á símana sína! Það er alveg ótrúlegt hvað það er hægt að taka flottar myndir með símum!!

Hann er ofsalega stílhreinn og léttur og hér sést kókosmottan vel. Útidyrahurðin er einnig orðin svört en eins og þið kannski munið þá er planið að mála bústaðinn svartan að utan næsta vor.

Hér er fallegi stiginn í allri sinni mynd. Við vorum sérstaklega ánægð með þennan! Eftir að hafa skoðað nokkra mismunandi bústaði sáum við það að svona stigar eru mjög misjafnir og þetta er sá allra gerðarlegasti! 

Áður voru snagar hér utaná stiganum en við það myndast svolítil hrúga af úlpum og jökkum og tómarúm þar á bakvið. Við færðum því staðsetningu snaganna og komum þeim fyrir á leiðinni upp stigann. Jú vissulega getur myndast úlpuhrúga þar líka en okkur fannst það samt koma betur út.

Brúnu greinarnar eru svo aðallega til að fela rafmagnstöfluna en þær eru ósköp kósý líka! (Karfan undir þeim fékkst í Rúmfatalagernum).

Þessa mynd fengum við á antikmarkaðinum á Akranesi! Það er nú meira ævintýrið að kíkja þangað en við fengum nokkra vel valda hluti í bústaðinn þaðan :)

Við máluðum rammann bara svartan. Lyklalykilinn fékk ég fyrir mörgum árum á lagersölu Tekk Vöruhúss, við munum samt örugglega skipta honum út fyrir nýju Lyklabæina frá Kristu Design, þeir voru bara ekki komnir þegar myndin var tekin! Jii þeir eru svo æðislegir!!

Þessi spegill var svo gamall í eigu Maríu sem að við máluðum svartan.

Hér má sjá fleiri myndir úr símunum hjá Maríu og Berki, æðislegar!

Hér má sjá inní svefnherbergi 2 og þarna glittir svo í eldhúsið.

Þessi hattur var soldið skemmtileg saga lika: Þegar við vorum að hugsa um að fjárfesta í bústað allra fyrst þá fórum við systur eitthvað að skoða allskonar myndir til að fá innblástur. Við sendum svo fram og tilbaka á hvor aðra hugmyndir. Ein af þessum myndum var af svona löngum snaga (við nýttum þá pælingu inní svefnherbergi tvö). Þetta var semsagt veggur með snögum alveg þvert yfir hann, það hékk mest lítið á snögunum en þar hékk þó þessi forláta stráhattur!

Við ohhuðum og ææææuðum og sögðum :"svona VERÐUR að vera í bústaðnum, það VERÐUR bara að vera hattur á snaga!!"

Ekki það að nokkur muni nota hann en hatturinn var MÖST!

Nema hvað að svo fundum við loks bústaðinn, gengum frá samningum og svona og byrjum að græja og gera og ég var sjálf svona nánast búin að gleyma hattinum. Mökunum fannst við svo búin að eyða nógu miklu í skrautmuni og voru eiginlega farin að stoppa okkur af. Nema hvað, þegar bústaðurinn er tilbúinn og það var kominn tími á að mynda og við ætlum að hittast uppí bústað sendir María mér línu: "ég keypti eitt enn, en það er surprise, og það er líka alveg nauðsynlegt"!

Stuttu síðar kem ég í bústaðinn og þar er hatturinn mættur á sinn stað og náttúrulega miklu flottari en sá sem við sáum á upphaflegu myndinni! (sko makar, allir þessir hlutir eru algjörlega nauðsynlegir, eruði ekki sammála kæru vinir?)

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

The summerhouse renovations before and after - the hallway!

Well I think it is time to tell you a little bit about our summerhouse project. I will now in few posts show you what we did, the steps and images of it: before and after!

I will start with the hallway. The whole house was covered with pine and for this look we decided to paint all of it. The ceilings were painted white everywhere and we did one coat of white on all the walls before painting them with this grey, green/blue-ish colour.

We love the colour and think it looks a little antique looking and at the same time modern and warm.

We wanted the hallway to look welcoming, light, bright and quite simple. As soon as you walk in you see a chair, mirror and some lovely images in a frame. All of the images are shot by María and Börkur on their phone, it's remarkable what you can do with an I-phone!

The coconut rug on the floor came with the house and we love it! We matched it with a rope chair in this natural look. 

 

We panted the shelf in a matching colour to the walls so it wouldn't stand out to much but the emphasis would go on the items on it. 

For example these lovely Lilja candle holders by Krista Design which I just love!

Stay tuned for the next room reveals!

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira

Dagbjört Drífa Thorlacius - þvílík færni!

(English below)

Fuglakona 120 X 100 cm

Ég rakst á síðuna hennar Dagbjartar Drífu Thorlacius á Facebook fyrir þónokkru síðan þar sem ég sá svo fallegar myndir eftir hana. Mér finnst þær yndislega rómantískar, svolítið spúkí og ótrúlega vel málaðar.

Mér datt í hug að fleiri myndu vilja kynnast þessari kláru stelpu og sendi henni smá línu til að forvitnast aðeins um hana. 

Dagbjört er fædd 1980 og kemur frá Búðardal, litlu samfélagi þar sem allir þekkja alla. Hún hafði alltaf hugsað sér að verða listamaður frá því að hún var 8 ára stúlka þó auðvitað með nokkrum efasemdum. Eftir Grunnskólann í Búðardal fór hún í fjölbraut í Breiðholti á myndlistabraut, síðan í smástund í hjúkrunarfræði en komst að því að það þýddi ekkert að streytast á móti, hún var alltaf með hugann við myndlist.

Þannig að þá var það Listaháskólinn sem var upphafið á einhverju spennandi, nýjar dyr inn í annan heim opnuðust...

"Ég sé sem sagt ekkert eftir því að hafa hætt í hjúkrun. Það er bara svo frábært að rækta með sér þessa þráhyggju að mála og teikna og hafa þannig ákveðna rödd."

Dagbjört bætti svo við sig diplomagráðu í listkennslufræðum frá sama skóla árið 2006. Bjó um tíma í Kaupmannahöfn og fór þar á ljósmyndanámskeið og núna síðast kláraði hún Master í hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands. Það má því óneytanlega segja að hún hafi  smán saman verið að bæta ofan á menntun sína margskonar áhugaverðu sem nýtist í myndlistinni:

Fuglamaður 120 X 80 cm

"Ég er alltaf að horfa í kringum mig, alltaf með fólk á heilanum, fólk í sínu nánasta umhverfi. Tengsl milli fólks og umhverfis er það sem vekur alltaf áhuga minn".

Hún segir að málverkin séu í raun vangaveltur um tilvist einstaklingsins og fjalla öll á einhvern hátt um manneskjuna og umhverfið í kringum hana. Verkin varpa ljósi á fólk í gegnum tímans rás og byggja á fólki sem hún hefur einhversstaðar séð, það hefur orðið á vegi hennar eða hún séð það í sjónvarpi eða bæði á nýlegum og gömlum ljósmyndum.

"Þetta er allt fólk sem hefur einhverra hluta vegna vakið áhuga minn. Þannig að útgangspunkturinn er alltaf byggður á raunverulegu fólki en svo veit ég aldrei hver lokaútkoman verður, ég er fljót að segja skilið við þetta raunverulega fólk og mannverurnar í myndunum mínum byrja að myndast jafnt og þétt á meðan ég er að mála þær og ráða sér þannig sjálfar hvernig þær koma til með að líta út".

Svona vindur verkið upp á sig smátt og smátt og í því er leikurinn fólginn. Drífa segir að sér fyndist ekkert gaman að mála ef hún vissi fyrirfram hvernig útkoman yrði. Í verkunum fléttast síðan utanaðkomandi þættir sem hafa áhrif á okkar daglega líf eins og tilfinningar, náttúra, litir og tíðarandi. Hvert verk býr yfir eigin sögu  og sagnabrotin koma úr ólíkum áttum líkt og fólkið á myndunum en tengjast þó í nýja frásögn með hversdagslegum og ljóðrænum undirtóni. Svo er sveitin aldrei langt undan það er oft svona dulin sveitarómantík í myndunum, einskonar fortíðarþrá.

Drífa notar yfirleitt alltaf olíuliti, þynnir þá vel með terpentínu og málar í einu þunnu lagi og áður en hún veit af er komin mynd! 

Við óskum Drífu góðs gengis með framtíðina en við höfum trú á að þetta mikla talent muni komast langt og þökkum henni kærlega fyrir viðtalið! 

Ef að þið hafið áhuga á að skoða fleiri verk eftir Drífu þá mælum við með því að fylgjast með henni á Facebook síðunni hennar eða heimasíðunni hennar hér:

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

I was browsing Facebook the other day and someone shared a photo I completely loved! I checked out the page it belonged to and it turns out it is by and Icelandic artist called Dagbjört Drífa Thorlacius. I find her paintings to be so beautiful, charming and a little spooky!

I contacted her and got to ask her a couple of questions because firstly I really wanted to get to know the person behind the paintings and secondly I wanted to share her story!

Dagbjört is born in the year 1980 and comes from a rather small community in Iceland called Búðardalur, everyone knows everyone kind of a thing! She had always thought she would end up as an artist from 8 year old but she tried several different things on her way there. She went to college with emphasis on painting, took a little while where she studied nursing but saw quickly that she belonged in the art world!

She went to study at the Icelandic Art Academy which was the door into something very interesting and exciting.

She says that she doesn't regret quitting nursing because she loves to have a voice through her paintings!

Dagbjört added to her studies and finished a diploma degree as an art teacher, lived for a while in Copenhagen and took a seminar in photography. Lastly she finished a master’s degree in pragmatic culture communication from the Icelandic Academy.

So you can for sure say that she has added to her field with education that will for sure do her art scene some good!  

“I am always checking my environment, I have people on my mind all the time and watch people in my nearest surroundings. Connection between people and their environment interest me greatly!”

She says that her paintings are in fact her thoughts of the individual’s existence and they have all to do with the person and their surroundings. She is interested in time, day and age and she bases the pieces on people she has seen somewhere, seen on screen, or on new or old photographs.

"These are all people that have spiked my curiosity and interest! The beginning is always based on real people but I never know how the end result will look like! I am quick to part from reality to the creatures in my paintings because they start to take over shortly after I begin to paint and inevitably take charge of the way they will end up looking like."

Drífa says that she wouldn’t find it very fun to paint if she knew the final outcome in the beginning. Each piece has its own story and it is influenced by motions, nature, colours and zeitgeist. It is influenced by diverse factors that surrounds the artist and country life is never far ahead and an underlying country romance is common in her pieces, some sort of a nostalgia.

Normally Drífa uses oil paint and thins it down with turpentine, she paints in thin layers one at a time and before she knows it the image has appeared.

We wish Drifa the best of luck with her art future which we are sure will be bright for this young talent!

If you are interested to see more pieces by Drífa please follow her Facebook page and/or check out her homepage here.

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira

Nýr kroppur, sami hláturinn !!

(English below)

Það sem ég er stolt af henni Öldu vinkonu minni !!!

Ég ætla að kynna ykkur fyrir vinkonu minni henni Öldu Þórunni Jónsdóttur.

Við Alda kynntumst þegar við vorum pínu ponsur í vesturbænum í Hafnarfirði. Hún bankaði bara upp á heima hjá mér einn daginn og spurði hvort stelpan sem ætti heima þarna vildi leika við sig og þar með upphófst margra ára vinátta okkar, ok, næstum 40 ára vinátta ef ég á að segja eins og er, við erum víst að eldast eitthvað.

       

Við vinkonurnar á uppvaxtarárunum, mikið að spá í kökum greinilega þarna ...

Við lékum okkur mikið saman á uppvaxtarárunum og vorum hreinlega límdar saman, hún einu ári eldri en við fylgdumst þó að í grunnskóla og langt fram á unglingsár. Við fórum saman í sumarbúðir þar sem hún huggaði vælukjóann mig sem grenjaði á hverju kvöldi af heimþrá og var stoð mín og stytta í öllu.

Hún var meira að segja svo huguð að hún skráði sig sem skiptinema í heilt ár til Bandaríkjanna.  Það fannst mér ferlega kúl enda hefði ég aldrei þorað neinu svona ævintýralega spennandi. Alda eignaðist frábæra fjölskyldu í USA og kom heim sem pínu "ný" Alda, talaði með smá hreim og alveg svaka skvísa. Talaði um "mömmu" sína og "systur" í útlöndum og mér fannst það skrítið og var held ég pínu abbó.

Við tóku síðan framhaldsskólaárin og við fórum aðeins að stækka vinahópinn eins og gengur og gerist.

Ég ákvað síðan að gerast mamma aðeins 19 ára og fara að búa en þá skildu leiðir okkar Öldu. Ég var upptekin í bleyjuskiptum og stússi á meðan Alda hljóp af sér hornin, drottningin sem hún er.

Árin liðu og við Alda hittumst æ sjaldnar því miður, hún var ekki komin á fast og fannst mér ganga heldur hægt hjá henni að finna sér mann og stofna fjölskyldu enda er ég með eindæmum óþolinmóð og vil að allir hlutir gerist í gær. 

Það kom þó að því að Alda mín kynnist ástinni sinni, honum Kristjáni og bomm 3 börn fæddust með talsvert stuttu millibili. Þau eru nú eins árs, þriggja ára og tæplega sex ára ! Já sæll, geri aðrir betur!

Það sem ég gladdist með Öldu og fjölskyldu og dáðist að því að "nenna" þessu að nálgast fertugt stelpan!

Við tók uppeldið og vinna og var heilsan sett í annað sætið eins og gengur og gerist hjá uppteknum mæðrum, ég þekki það allra best sjálf.

Það gladdi mig því mikið þegar ég hitti Öldu fyrir ekki svo löngu í verslun okkar Systra&Maka þar sem hún var að velja sér ný föt því gömlu fötin voru orðin svo stór !!! Hún sagðist vera farin að stunda hreyfingu af fullum móð og leit svo stórkostlega vel út að ég þekkti hana varla.

Fyrir 10 árum snéri ég sjálf við blaðinu við hjá mér og tengi því innilega við hennar upplifun. Ég ákvað því að spyrja hana nokkurra spurninga varðandi lífstílsbreytinguna því fyrir mér eru reynslusögur á við þessa einstök hvatning og kannski fyrir fleiri þarna úti.

Við systur báðum Öldu um að koma í myndatöku hjá okkur í nýju fötunum sem hún verðlaunaði sig með og erum við að springa úr stolti yfir þessari fallegu vinkonu okkar. En leyfum nú Öldu að fá orðið.


Hvernig kom það til að þú ákvaðst að breyta um lífstíl?

Ég var orðin mjög feit . Ég hafði hingað til verið nokkuð spræk þrátt fyrir þyngdina, en ég fann að ég var farin að veigra mér við ákveðinni hreyfingu því ég fann að hún hafði áhrif á hnéð (gömul íþróttameiðsl). Ég ákvað að ef ég ætlaði að geta gert eitthvað skemmtilegt með mínum nánustu í framtíðinni þá þyrfti eitthvað að breytast. 


Leitaðir þú eftir aðstoð við að breyta um mataræði ?

Ég skráði mig á Heilsulausna námskeið i Heilsuborg. Þar fékk ég fjölbreytta fræðslu og í framhaldi af því valdi ég þá leið sem ég taldi henta mér best. En svona við mataræðið dags daglega þá skoða ég ýmis matarblogg til að fá hugmyndir um hvað ég hef í matinn hverju sinni t.d. ef ég vil prófa eitthvað nýtt.

Hvað telur þú að sé mikilvægt að hafa í huga þegar breyta á um lífsstíl ?

Það er mikilvægt að prófa sig áfram til að finna það sem hentar hverjum og einum og aðlaga þetta að sínum þörfum og smekk. Mjög mikilvægt að breyta ekki öllu í einu, taka þetta frekar í fleiri smærri skrefum.

Áttu þér þinn uppáhaldsmat ?

Erfið spurning, mér finnst flest allur matur góður. En ef ég ætlaði að gera vel við mig þá er góð steik ofarlega á listanum.

Hvernig breyttist matseðillinn hjá þér og ertu búin að taka eitthvað alveg út ?

Helsta breytingin fólst í því að ég fór að borða reglulega, sérstaklega fyrri part dagsins, sem hafði verið dálítið happa og glappa hjá mér. Núna borða ég morgunmat og borða hádegismat og kem þannig í veg fyrir að ég sé orðin glorhungruð í eftirmiðdaginn og á kvöldin. Það var hættulegasti tíminn hjá mér og maður tekur ekki bestu matarákvarðanirnar þegar maður er orðinn svona svangur. 

Í öðru lagi fór ég að skrá niður hvað ég var að borða, til þess nota ég forrit sem heitir MyFitnessPal. Þá fór ég að átta mig betur á því hvaðan hitaeiningarnar sem máttu missa sín voru að koma.
Ég fór þá leið að í raun væri ekkert bannað. En ég vel sjálf að sleppa ákveðnum hlutum eða að fá mér frekar lítið af þeim.


Ertu að stunda einhverja hreyfingu og getur þú mælt með einhverri ákveðinni leið ?

Ég fer í mína föstu tíma 3 sinnum í viku í Heilsuborg.
En ég og maðurinn minn höfum einnig byrjað að fara í styttri og lengri gönguferðir. Í styttri ferðirnar höfum við getað tekið krakkana með, en svo eigum við mjög góða að sem hafa passað fyrir okkur þegar við förum í lengri ferðirnar. Gengum t.d. Fimmvörðuhálsinn í sumar. Mér finnst frábært að geta sameinað útivist og hreyfingu og það gefur mér mikið og ég mæli heils hugar með því.

Hvað myndir þú segja að það væri best við þennan breytta lífsstíl hjá þér?

Það besta er líklega þessi aukna orka sem maður finnur. Hlutirnir eru bara auðveldari þegar líkaminn er kominn í betra ástand.



Hvað var erfiðast í ferlinu við að byrja?

Það erfiðasta við að byrja var að breyta gömlum siðum og búa til nýja. Breyta hugsunarhættinum og skipuleggja sig fram í tímann. Maður er ekkert nema vaninn og leitar oft í það sem maður þekkir og finnst auðveldast.

Verðlaunaðir þú þig með einhverju til að fagna góðum árangri ?

Ég verðlaunaði mig reglulega. Fékk t.d. nýjan vatnsbrúsa eftir fyrstu 5 kílóin, svo ný íþróttaföt o.s. frv. Nú er ég komin ansi nálægt lokatakmarkinu og þá fór ég einmitt í Systur og Maka og keypti mér flíkur frá henni Kötlu sem mig hafði lengi langað í.

Settirðu þér einhver markmið?

Í upphafi ákvað ég að setja mér markmið sem væri ekki algjörlega kílóatengt heldur heilsutengt, þar sem þessi breyting hjá mér snýst um betri heilsu. Ég setti mér það markmið að vera komin niður fyrir 88 cm í mittinu fyrir september 2015. Það tókst með stæl, ég náði af mér 25 cm í mittinu og er núna 84 cm. Næst er líklega að komast niður fyrir 80 cm, sjáum hvernig það gengur.

Má ég spyrja hvað þú hefur misst mörg kíló, það er alltaf vinsæl spurning ?

Ég er búin að missa 37 kg síðan í janúar segir Alda og brosir sínu fallega brosi. 

Við þökkum Öldu Þórunni fyrir spjallið og óskum henni alls hins besta. Hver veit nema við séum búin að finna annað módel fyrir búðina okkar. 

 Ef þér líkar þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja María.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

 

 I am so proud of my dear friend Alda!

I would like to introduce you to my friend Alda but we became dear friends when we were little girls playing in our neighbourhood in Hafnarfjörður.

She knocked on my door one time and asked if she could play with the girl that lived there and that day became the start of a yearlong friendship, well almost 40 years because apparently we are becoming grown-ups..

We used to play together all the time when we were growing up and we were kind of glued together! She is one year older then I am but we attended the same school.

I remember when we went to a summer camp together and the drama queen I am cried every evening from home sickness and she comforted me and was my statue the whole time!

She became an exchange student in USA and I remember I thought she we was so brave and adventurous! She got to know a whole new family there and talked about here american parents and american sister! I must admit I got a bit jealous really!

Soon it was time to attend college and our group of friends grew larger. I became a mum only 19 years old and became busy with changing diaper´s while she enjoyed a different life to mine.

She found her love and whoosh 3 children in a short time, they are now one year old, a three year old and a six year old!

I was so happy for her and admired her for “being bothered” in her thirties!!

Upbringing became her priority and herself and her health took second place like is so common with busy mothers, and I know that all too well myself! When I saw her again not so long ago in our store she was choosing new clothes because her older ones were now all too big! She told me that she had started working out and eating healthier and she looked so wonderful I hardly recognised her!

 

About ten years ago I turned my page myself and I completely connect to her experience! I decided to ask her a couple of questions about this great life change she had made because for me these kind of stores are such a motivation and probably for many others out there!

My sister and I asked her to come for a photo shoot in her new clothes and we are so happy for her and basically exploding with pride!

Why did you decide to change your lifestyle?

Well, I had become too fat. Up till now I have been quite brisk besides my weight but now I had started to avoid certain activities and felt it hurt my knee (an old sports wound). I thought that if I was going to enjoy my life with my family, something had to change!

Where did you get information about your new diet?

I signed myself up at Heilsuborg, a health centre here in Reykjavik but they specialise in getting healthy and an “all-around” change! They offer lessons, gym sessions, weigh-ins etc. and I got a very diverse schooling and I based on that I chose the road that suited me the best! But about my everyday diet I look at a lot of blogs to get new food ideas and I am very adventurous in the kitchen and love to try new things!

What advise can you give others that would like to change their diet?

Well I think it is different for everybody! It is important to find what suits each one and adjust this to each ones taste and need. I also believe it is important not to change everything at one, take smaller steps!

What it your favourite food?

This is a tough one, I love all food! But if I want to treat myself a nice steak would have to be high on that list!

What was the biggest change for you, diet wise?

The biggest change for me was to start eating regularly, especially at the beginning of each day which had been an up and down thing. Now I eat breakfast and lunch and avoid getting super hungry late afternoon and during the evenings! That was my most dangerous time and you don’t make the best decisions when you become so hungry!

Secondly I began noting what I was eating and for that I use a programme called MyFitnessPal. Then I started realising where my calories were coming from. I decided that nothing is off limits! But I choose to avoid certain things or consume them in smaller portions!

Are you exercising something that you would recommend?

I take my regular classes at Heilsuborg, three times a week. My husband and I have also began taking shorter and longer walks. Fort the shorter walks we have included our kids but we are also very lucky to have close friends and family members that can babysit. I love to be able to combine exercise and enjoying the outdoors into one and I really recommend that!

What would you say is the best thing about this changed lifestyle?

The best thing it this added energy. Things just get way simpler when the body is in better shape!

What was the hardest to get started with?

The hardest thing was to change old habits and make new ones! Change the way you think and get organised ahead! I think you tend to get stuck in a certain rut and often look for what is familiar and the easiest! This can be a challenge to overcome by itself!

Did to award yourself with anything when you did well?

I awarded myself regularly! I bought myself a new water bottle after the first 5 kg, then new gym clothes and so on. Now I am very close to my final goal and I went to Systur & Makar and bought myself some new clothes I had been longing for, for a while!



Did you set yourself some goals?

In the beginning I decided to set myself a goal that was completely health concerned not weight loss concerned, whereas this change has everything to do with better health! I set myself a goal to be down to 88cm in the waist before September. I reached that and then some and I am now 84cm in the waist, about 25cm gone! Next it is probably getting below 80 cm but we will see how that will go!

May I ask how many kg you lost, that is always a popular question!

Yes, I have lost 37 kg since January!

We thank our dear Alda for the talk and wish her the very best for the future!

 If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

María, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira

Hressandi að gefa !!!

(English below)

Ég ætla hér með að lýsa ánægju minni og stolti af því að vera meðlimur að vinalegustu líkamsræktarstöð landsins, þótt víðar væri leitað svei mér þá en ég er að tala um hverfisstöðina mína HRESS á Dalshrauninu í Hafnarfirði.

Það er hreinlega eitthvað krúttlegt við það að raunveruleg manneskja bjóði manni góðan daginn en ekki augnskanni eða kortahlið og ég vel þetta umhverfi fyrir mig fremur öðru og hef gert undanfarin 10 ár. Það er ekki nóg með að stöðin sé heimilisleg, starfsfólkið frábært og tímarnir séu fjölbreyttir heldur eru þau hjónin Linda og Nonni einstaklega góðhjartað fólk.

Þau hafa staðið fyrir svokölluðum Hressleikum síðustu 6 árin en Hressleikarnir eru góðgerðaleikar þar sem þátttakendur styrkja kroppinn og gott málefni í leiðinni.

Þetta eru sannkallaðir gleðidagar því það er einstaklega mikil jákvæðni í lofti allt frá því að maður stígur inn á stöðina og þar til lokastundar þegar sviti og hellingur af gleði-og sorgartárum renna saman niður kinnarnar í sameiginlegri stund með viðtakendum söfnunarinnar. Ég mæli með að þú mætir og takir þátt en ef þú átt ekki heimangengt er hægt að styrkja málstaðinn með frjálsum framlögum. Ég hef sjálf tekið þátt allavega fimm sinnum og stefni á að bæta sjötta skiptinu við í ár, á bara eftir að velja mér lið, viltu vera memm ? :)

Ég hef auðvitað farið alla leið í litaþemanu og má sjá hér nokkrar svipmyndir af ósköpunum.

Fjölmörg fyrirtæki og einstaklingar hafa styrkt HRESSLEIKANA í gegnum árin og erum við hjá Systrum & Mökum stolt af því að vera með í ár. Áfram HRESS !!!

Á leikunum eru 8, 28 manna lið sem öll klæðast sérstökum lit sem æfa í 15 mínútna lotum í tvo tíma.
Eftirtaldir litir eru í boði: Gulur, rauður, grænn, blár, hvítur, appelsínugulur, bleikur og fjólublár.
Aðgangur að leikunum er 2.500.- og rennur óskiptur til söfnunarverkefnis ársins 2015
Það eina sem þú þarft að gera er að velja lit og greiða 2.500 kr.
Það er öllum velkomið að taka þátt hvort sem þeir eru korthafar í Hress eða ekki.

Oftar en ekki eru liðin vel skreytt sínum lit og kennarar klæðast búningum sem eru oft óborganlegir.


Græna liðið

Það er 5 manna fjölskylda úr Hafnarfirðinum sem HRESS styrkir í ár.

Fjölskyldan samanstendur af Kristínu Þórsdóttur (móðir 31 árs) og Kristjáni Birni Tryggvasyni (faðir 34 ára). Saman eiga þau þrjú börn, Bóas Örn 2 ára, Öglu Björk 7 ára og Ísak Þór 12 ára.


Fyrir 9 árum greindist Kristján með heilaæxli og var honum ekki spáð langlífi en á einhvern ótrúlegan hátt náði hann að sigrast á meininu. Afleiðingarnar af heilaæxlinu er framheilaskaði. Kiddi hefur alltaf verið ótrúlega jákvæður og glímt við veikindin af mikilli jákvæðni. Kristján hefur undafarin ár lagt mikið á sig til að safna fyrir aðra og m.a. safnað nokkrum milljónum fyrir Mottumars.

Eftir að Kiddi sigraðist á veikindunum vann hann hjá Hreinsitækni á dælubíl. Hjá Hreinsitækni lenti hann í alvarlegu vinnuslysi. Eftir árs veikindaleyfi byrjaði hann að vinna á sambýli í Hafnafjarðabæ sem var hans draumastarf. Því miður greindist Kristján aftur með illkynja heilaæxli í maí á þessu ári og varð að láta af störfum og hefja lyfjameðferð.

Við þetta áfall varð Kristín að láta tímabundið af störfum líka til að sinna veikum eiginmanni og börnum. Því miður hefur Kristjáni hrakað undanfarið og hafa öll þessi áföll haft veruleg áhrif á fjárhag fjölskyldunnar og framtíðar drauma þeirra.

REIKNINGSUPPLÝSINGAR UM SÖFNUNARREIKNINGINN FYRIR ÞÁ SEM VILJA STYKJA MÁLEFNIÐ ER:
135-05-71304 KT 540497-2149 

Svitnum saman til góðs!!

Ef þér líkar þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja María.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

Linda Hilmarsdóttir eigandi HRESS í svakalegum gír

 

Superwomen teaching Foam Flex

Team purple

Sweating for charity !!

I am so proud to be a member of one of the friendliest gyms in the country: Hress in Hafnarfjörður. I just love the fact that when I go to the gym I am greeted friendly by a person not an eye scanner and I have chosen this environment for the part 10 years.

Not only are the staff super friendly, the classes very fun and the gym itself extremely “homey”, but the owners: Linda and Nonni are such goodhearted people! They have been responsible for so-called “Hress-games” for the past six years but that is an event for charity fundraising. Meaning the participants that take part strengthen their own bodies as well as a support a good cause at the same time.

This is one of the spinning teachers!!!

This is such a great event where people come together to do something great for themselves as well as others at the same time.

I have taken part myself for the past 5 years and will definitely do so again this year, I just need a team: do you need a member?!

The games are full of joy and fun and sympathy and each team dresses up in a distinct colour as you can see from the photos!

Me and my daughter Mekkín

The games are 8 teams of 28 people that exercise for 15 minutes in turns for two hours. To participate in the games you pay 2500.- ISK per person but that fund goes undivided to the cause. The only thing you have to do is pay 2500.- and choose a colour, and you do not have to be a member of the gym, everybody are welcome!

Many companies have taken part in the fundraising for the past years and we at Systur & Makar are of course a proud part of those companies.

This year Hress is funding a family of 5: Krístín Þórsdóttir(mother), Kristján Björn (father) and together they have 3 children: Bóas (two year old), Öglu Björk (7 years old) and Ísak Þór (12 years old).

9 years ago Kristján, the father, got diagnosed with a brain tumour, the doctors didn’t expect him to live for long but remarkably he survived the disease. Kiddi has always been such a positive person dealt with the disease with such grace and positivity. He has always been the person to give back and being kind to others has been his forte.

Unfortunately the tumour came back in May this year and Kristín had to stop working to take care of him and their children. These series of events have obviously been a huge struck to their finance plan and future.

If you would like to make a donation here is their account:

Account: 135-05-71304 ID number: 540497 - 2149

The teachers donate all their work

Fun all the way 

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

María, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Sweating for charity !!

Lesa meira

Hamingjusamur föstudagur og dömulegir dekurdagar á Akureyri!

(English below)

Ég elska föstudaga! Það eru allir svo léttir og glaðir eitthvað, hvort sem það sé tilhlökkun fyrir notalegri helgarstund með börnum og fjölskyldu, æsingur fyrir ferðalagi sem er framundan eða einfaldlega vínspenna þá er eitthvað í loftinu alltaf á föstudögum.

Það lá því beinast við að vera með léttan og notalegan póst í dag og mjög viðeigandi að segja ykkur aðeins frá hamingjunistinu frá Kristu Design. 

Þið hafið örugglega nokkur séð myndir af þessi meni áður en það er þó tiltölulega nýkomið, textinn á því á bara svo vel við föstudagsgírinn sem við erum í!

Nú eru hringir mikið í tísku í hálsmenum og lokkum og Krista vill að sjálfsögðu fylgja straumum og stefnum í þeim efnum. Við vildum þó að nistið væri táknrænt fyrir þann sem það ber og rituðum við á það með rúnaletri slagorðið sem Systur & Makar halda mikið upp á "Skapaðu þína eigin hamingju" því við trúum því nefninlega að hver og einn skapi sér sína eigin hamingju í lífinu, það er nú bara þannig.

Þetta eru því sannkölluð hamingjunisti sem fást bæði í 45 cm sídd sem og 90 cm og eru um 3 cm í þvermál. Hægt er að fá krómaða áferð og matta, allt eftir smekk en nistin eru úr stáli og ryðfrí keðja sem fellur ekki á..

Stutt nisti 5.900.- og síða nistið kostar 6.900.- 

Hægt er að smella á myndirnar til að detta beint inn á vöruna í netversluninni!

Eins minnum við á Dömulega Dekurdaga sem eru nú í fullum gangi á Akureyri.

Dömulegir dekurdagar er einn stærsti styrktaraðili Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis. Hátt í 100 aðilar voru með á síðasta ári og var afrakstur af þátttökugjöldum, pokasölu, happdrætti og einstökum framlögum í tengslum við Dömulegu dagana um 3 milljónir króna. Í ár styðjum við Krabbameinsfélagið í söfnun fyrir brjóstaómskoðunartæki á Sjúkrahúsið á Akureyri. Tækið kostar um 12 milljónir og hefur Krabbameinsfélagið þegar safnað tæplega 5 milljónum með aðstoð góðgerðarsamtaka og með einkaframlögum. Með sameiginlegum krafti tekst okkur að ná markmiðinu svo kaupin á ómskoðunartækinu verði að veruleika sem fyrst.

Systur & Makar taka að sjálfsögðu þátt í þessum flotta viðburði og er með bleikar vörur á -20% afslætti sem og þónokkrar vörur á útsöluslánni okkar.

Hún Abba verður einnig með léttar veitingar í boði fyrir gestina okkar, verið því hjartanlega velkomin öll í búðina á Akureyri, Strandgötu 9. Þar er einnig ávallt heitt á könnunni eins og vanalega!

Hér má svo fylgjast með facebook síðunni á Akureyri:

Hún Sigga Kling kíkti í búðina okkar áðan á Akureyri en hún er alltaf jafn dásamlega hress (hvort sem það sé föstudagur eða ekki, ég meina það!) Hún fékk sér einmitt Íslandsstúkur sem falla reyndar algjörlega í skuggann af þessu dásamlega stressi, en þær verða pottþétt góðar fyrir spádómsúlnliðina hennar! -  hvað sem ég dýrka þennan snilling!

Ef þér líkar þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

Happiness Friday and Lovely ladies days at Akureyri!

I adore Fridays! There is a certain tension in the air, people are excited for the weekend; whether it's for spending some quality time with friends and family or to spend some quality time with friends and cocktails: Fridays are fabulous!

So I found it fitting to tell you all a little something about Krista Design's Circle of happiness necklaces!

This stainless steel necklace by Krista Design is inspired by the slogan " Create your own happiness". Sisters and Partners often refer to this beautiful sentence and we wanted to use it in our design somehow!! Circle necklaces are a big hit these days and we wanted to join the party with our version of a circle necklace but with our own unique twist.

The writing is in Futhark runes but the translation comes along with the necklace in 12 different languages: 

Skapaðu þína eigin hamingju - Íslenska

Create your own happiness - English

Crea la tua felicità - Italian

Créer votre propre bonheur - French

Lag din egen lykke - Norwegian

Skapa din egen lycka - Swedish

Stwórz własną szczęścia - Polish

Erstellen Sie Ihr eigenes Glück - German

Создай свое счастье - Russian

Skab din egen lykke - Dansk

创建你自己的幸福 - Chinese

The necklaces are made of stainless steel, available in two different lengths and matte as well as shiny.
The lengths are 45 cm and 90 cm. The ring is 30 mm in diameter.

You can press the images to go straight to the web-store if you would like to order your own happiness necklace!

 

We would also like to tell you about the days that are happening in our store at Akureyri:

The lovely ladies days are benefit event that is happening this weekend and this event is one of the largest sponsor for Akureyri cancer organisation. This year they are collecting a fund to buy a breast scanning machine which costs about 12 million ISK. The organisation has already collected about 5 million ISK. This event will be a great support to this truly needed cause.

Systur & Makar will of course participate and we have pink products on -20% offer in the store plus we are offering light refreshments later today for our dear customers and there is always hot coffee for our clients!

Happy weekend everybody!

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira

Myndirðu segja þetta við 5 ára þig?!

(English below)

(Ein nokkuð góð af gömlum vinkonum: Hrefna Kristín, Anna Helga og ég er hér lengst til hægri,, í úlpu af stóra bróður að sjálfsögðu- mamma nýtna! :)).

Ég sagði ykkur einhverntíman frá því að við systur hefðum ofsalega gaman að því að fara í Zúmba og færum stundum í Valsheimilið til að taka svolítið á því með Dans og jóga hópnum. 

Nema hvað að ég fylgist ss stundum með síðunni þeirra því það koma reglulega inn nokkuð góðar blogg færslur og mér datt í hug að þið hefðuð gott af því að heyra þetta líka! 

Þetta límdist svolítið á heilann á mér og ég sendi Maríu sys textann líka sem gat vel "tengt" eins og ég held að margir geti gert! Nú er markmiðið að vera soldið meira næs við okkur sjálfar.. tel það ansi notalegt markmið bara!

Erum við nóg?

Þessi færsla er eftir Margréti Leifsdóttur heilsumarkþjálfa og arkitekt, en hún skrifar stundum fyrir þau færslur. Ég fékk leyfi hjá þeim að deila þessu bloggi með ykkur því ég vil endilega að fleiri taki þetta til sín. 

Þetta er ekki nógu gott hjá þér….
Þú ert léleg/ur….
Þú ert ekki nógu klár …..
Þú ert ekki að æfa nóg…..
Þú ert ekki nógu góð/ur
Þú ert ekki nóg…….
Þú ert ekki…..

Þegar ég les þessar setningar þá hugsa ég “úfff ekki myndi ég vilja láta tala svona við mig”

Það talar enginn svona við mig en skrítið ég kannast samt eitthvað svo svakalega við þessar setningar?

Já bíddu, ég tala sjálf svona við mig!

Ef ég væri spurð hverju myndir þú vilja breyta í fari þínu? Þá væri svarið; “Koma fram við sjálfa mig eins og ég væri 5 ára barnið mitt og hætta að gera þá kröfu að ég þurfi að vera og gera allt á “fullkomin hátt” annars sé ég ekki að standa mig! “

Ef okkur líður eins og við séum af einhverjum ástæðum ekki að ná að gera okkar besta og við dæmum okkur fyrir það, þá er alveg öruggt að okkur mun líða ennþá verr.

Dæmi 1: Ég geri mistök í vinnunni og ég dæmi mig hart fyrir það. Þetta gæti verið týpískt samtal sem færi fram. “Margrét hvað varstu að pæla? Hvernig gastu gert þetta, það er nú meira hvað þú getur verið vitlaus, já skammastu þín bara!

Dæmi 2: Ég geri mistök í vinnunni og ég sýni mér skilning og mildi: Margrét, ahh þetta var nú leiðinlegt, það gerðist nú ekkert alvarlegt og það geta allir gert mistök. Ég læri á þessu og geri þetta öðruvísi næst.

Hversu oft tekur þú leið 1 og hversu oft tekur þú leið 2? Ef við hefðum verið að tala við barnið okkar, hvor leiðin ætli sé vænlegri til árangurs? Við lærum þegar við gerum mistök.

Ef við leyfum okkur ekki að gera “mistök” þá lifum við í stöðugum ótta. Ótta við að einhver uppgötvi að við séum ekki nógu… eitthvað. Viðurkennum “mistök” virðum þau fyrir okkur eins og vísindamenn án þess að dæma og lærum af þeim. Því fleiri mistök sem við gerum þeim mun meira og hraðar lærum við.

Þegar við drögum okkur niður þá er erfiðara að hífa sig upp. Afhverju ættum við að draga okkur viljandi niður. Eigum við það skilið?

Það er enginn sem dæmir okkur eins hart og við sjálf.

Eitt er víst og það er að við erum alltaf að gera okkar besta!

Lífið er fullt af ævintýrum, tökum þátt í því á fordómalausan hátt gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Ef okkur tekst að vera mild gagnvart okkur sjálfum þá er miklu auðveldara fyrir okkur að sýna öðrum mildi.

Líf okkar er fullt af venjum. Við getum vanið okkur á nýjar hugsanir, hvernig væri að við skiptum setningunum sem komu fram hér í byrjun út fyrir þessar sem koma hér á eftir?

Ég er nóg eins og ég er núna…
Ég er frábær manneskja…
Ég á allt það besta skilið…
Ég þarf ekki að sanna mig fyrir neinum nema sjálfri/um mér…
Ég geri alltaf mitt besta..

Ef ykkur líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þið vilduð vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

Would you say this to the 5 year old you?!

 This is a wonderful little post I saw through me and my sister's zumba class blog. Ok, so I told you at some point that we love to take zumba classes and I try to follow their blog. They often come with some very good posts and I decided that this had to be shared and got the permission to do so.

I saw this and I sent it to my sister that could really relate which led to us having a mission: "be nicer to ourselves" and I think that is a pretty sweet mission: 

Not trying to be overly dramatic or sentimental here..but... really do read this, it WILL do you some good!

This is written by Margrét Leifsdóttir which is a health instructor and an architect but she occasionally writes for them. 

Are we enough?

This isn't good enough job...

You suck at this...

You are not smart enough...

You are not exercising enough...

You aren't good enough...

You aren't enough..

You aren't...

When I read these sentences I think :gees, I wouldn't want anyone to talk to me like this".

Nobody says things like these to me, however I really relate and I find them familiar?

Yes, wait, I talk to myself like this!

If somebody would ask what I would like to change about myself my reply would be: "treat myself like I were my 5 year old, stop making demands to be perfect and to everything perfectly otherwise I wouldn't be good enough!"

If we feel like we are for some reason not doing our best and judge us for it, it is a sure direction to be feeling worse!

Example 1. I make a mistake at work and I judge myself harshly for it, this is what I would say to myself: "Margrét, what were you thinking? How could you do this, you silly you, you should be ashamed"!

Example 2. I make a mistake at work and I show myself some understanding and mercy, this is what I would say: "well.. it wasn't that horrible, everybody can make mistakes, I will learn from it and do it better next time"!

How often do you do example one and how often example 2? If we had been talking to our child, which example is more plausible to lead to success. We learn when we make mistakes!

If we don't allow ourselves to make "mistakes" we live in constant fear. Fear that someone might figure out that we aren't enough...something! Let's recognise our "mistakes" and let's try to learn from them. The more "mistakes" we make, the faster and more we will learn.

When we kick ourselves when we are down it is so much harder to stand up. Why would we willingly by doing that? Do we deserve that?

Nobody judges us as harshly as ourselves. 

But we know we are always doing the best we can!

Life is full of adventures, let's participate in it open mindedly to ourselves and others. If we succeed in being gentle to ourselves it will be a lot easier to be gentle and tolerant to others.

Our lives are full of habits and we can break away from those and familiarise with new ones, What if we change the first sentences and use these instead?

I am enough as I am now...

I am fantastic...

I deserve the best...

I do not need to prove myself to anyone but myself...

I always do my best...

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira

Veitingastaður tekinn í gegn: fyrir & eftir.

(English below)

Þar sem þið eruð alveg sjúklega heit fyrir "Fyrir & eftir" verkefnum ákvað ég að deila aftur breytingum sem að við Tóta sáum um á veitingarstað á Þórshöfn.

Ég hef nú skrifað um þennan stað áður en lesendahópurinn á þessu litla bloggi okkar hefur aukist til muna síðan þá svo mér datt í hug að þið hefðuð kannski fleiri gaman að því að sjá þetta verkefni:

Báran er veitingarstaður á Þórshöfn sem að við Tóta buðumst til að taka í gegn. Við gerðum það með hjálp vina og vandamanna sem og góðkunningjum Bárunnar. Ferlega skemmtilegt verkefni sem að við græjuðum síðustu páska.

Báran er ss veitingarstaður, kaffihús, bar og notaður af öllum aldri. Sjónvarpið er mikið nýtt af sjómönnum og gestum til að horfa á íþróttaleiki svo við vildum gera notalega stofustemmningu sem myndi vera hentug fyrir þá en líka dömurnar og vinahópana sem koma í happy-hour.

Staðurinn var svolítið "beige" áður og okkur fannst vanta soldið mikið uppá notalegheitin og kósý stemmninguna svo það var aðalmarkmiðið.

Hér má sjá upprunalega póstinn þar sem hægt er að lesa meira um verkefnið:

Ef ykkur líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þið vilduð vera yndi og deila gleðinni! :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

Kósý hornið fyrir - cosy corner before.

 

Kósý hornið eftir- cosy corner after.

Notalegur staður til að horfa á leiki - nice spot to watch sports!

Tveggja manna hornið við gluggann, uppáhalds staðurinn minn!

The two person spot by the window, my favourite spot!

Hér má sjá vinahornið, frábært til að taka í spil! This is the friend table- fantastic to play some cards!

Salurinn orðinn miklu notalegri - the dining room is now much more intimate! 

Þetta snýst allt um smáatriðin - the devil's in the details! 

 

Barinn nú einfaldari og skipulagðari - the bar is now much more simple and more organized!

 

Báran- a restaurant, bar, coffee-house and a sports bar: before & after.

 This was a project we did last Easter and you can read more about it here: 

Our group of readers have increased vastly since we first released this blog so I thought this might interest the new readers that missed this the first time. The summerhouse changes really got a great read so before & after pictures really seem to interest you guys!

If you would like to know more about this please press the link above :)

If you liked this post it would be wonderful if you could share the joy! :)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira

Bleikur október -20% og Októberfest!

(English below)

Já bleikur október er nú hafinn og við ætlum að bjóða 20% afslátt af öllum bleikum vörum út október!

Hringborðið okkar er orðið dásamlega bleikt og hér er albúm á þær vörur sem eru fáanlegar á netversluninni.

Hluti af vörunum er fáanlegur á netversluninni okkar en einnig er náttúrulega æðislegt að fá ykkur í heimsókn í búðirnar til að skoða frekara vöruúrval. Við erum alltaf með heitt á könnunni og óttarleg notalegheit! ;)

Við erum nú einnig að bjóða Frían Sendingarkostnað af 50 fyrstu pöntununum. Þetta gildir um pantanir innanlands sem erlendis svo endilega nýtið ykkur þetta girnilega tilboð!

Þið einfaldlega notið kóðann: "FREESHIPPING" þegar komið er í checkout á netversluninni!

Myndirnar hér sýna líka fleiri vörur sem fáanlegar eru í verslununum!

Helgin verður svo ekki af verri endanum en hátíðarhöld verða um allan miðbæ Reykjavíkur í tilefni af Októberhátíð sem fer fram í verslunum og á veitingarstöðum. Í mörgum búðum verður ostur og bjórsmakk í boði, lifandi tónlist og tilboð um allan bæ, svo það er algjörlega tilefni til að kíkja í miðbæinn á stuðið á löngum laugardegi!

Við vonumst til að sjá sem flesta um helgina og minnum einnig á opnunartímann okkar á sunnudögum milli 12:00 - 16:00 (þetta á aðeins við um Laugaveginn).

Ef ykkur líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þið vilduð vera yndi og deila gleðinni! :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

Pink October and Oktoberfest in Reykjavík!!

Loads of things happening this month! First of all, Systur & Makar offer -20% of all pink products, through out October! There are more products available in the stores themselves but a few are here on line:

We are also offering Free Shipping of the 50 first orders that come through the web store, simply add the code: "FREESHIPPING" in the checkout! This is off all orders, worldwide- 50 first!

And .. it's not all over!... The city is having an Oktoberfest all around the centre of Reykjavik. There will be cheeses, meats and beers on offer in multiple stores, loads of offers in various shops (ours of course as well!) lots of live music and longer openings on Saturday!

If you have the change, this would be a perfect time to visit down town Reykjavik!

We also remind you that we are open on Sunday 12:00 - 16:00 in Reykjavik. 

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira

Brauðstangir án hveiti og glúteins !!!

 

(English below)

Brauðstangir án hveiti og glúteins !!

Það er laugardagskvöld, steikin búin að setjast í mallanum og nánast komið að háttatíma. Bíómyndin hálfnuð og þá allt í einu bankar nartþörfin hjá frú Maríu Kristu.

Hvað gera bændur, jú hendast inn í eldhús og snara fram brauðstöngum á mettíma. Örbylgjuofninn kemur sér vel í þessari uppskrift en eflaust er hægt að bræða ost í góðum potti á lágum hita ef fólk er algjörlega mótfallið örbylgjunotkun eða á ekki slíkan grip.

Bakaraofninn er reyndar líka nauðsynlegur í þetta verkefni og eftir 15-20 mín mesta lagi voru 6 ómótstæðilega girnilegar brauðstangir með hvítlaukssmjöri og parmesan lentar á sófaborðinu.

Ídýfan sem er algjörlega út í loftið var æðisleg með þessu og já kláraðist allt á mjög stuttum tíma.

Skammarlega stuttum jafnvel. Hér er uppskriftin ef þið eruð í sömu hugleiðingum og ég.

Brauðstangir:

1 egg

1 msk rjómi

2 msk kókoshveiti

140 g rifinn ostur

hvítlauksduft eftir smekk

1-2 msk parmesanduft úr bauk

Aðferð:

Hitið ostinn í öbbanum ( í skál )  í 30 - 60 sek eða þar til hann er fljótandi og ekki farinn að ofhitna.

Blandið öðru innihaldi saman við og hrærið rösklega svo allt blandist saman, gæti tekið nokkur kröftug handtök. Ofninn hitaður í 180°c og því næst skipti ég deiginu í 6 jafna hluta. Snúið upp á deigið og búið til hálferða snúninga úr því, þarf ekki að líta 100% út. Endurtakið þar til ca 6 stangir eru komnar á plötu. Dreifið pínu parmesanosti yfir, má t.d. nota úr bauk.

Bakið í ofni í ca 10-12 mín. Þegar stangirnar eru fagurgylltar þá eru þær klárar.

EXTRA GOTT EF ÞIÐ NENNIÐ:

Hvítlaukssmjör

Á meðan stangir eru í ofninum er hægt að bræða 2 msk smjör í  potti eða öbba, blanda 1/2 tsk af hvítlauksmauki saman við og um leið og stangirnar koma úr ofninum er smjörinu penslaði yfir.

Sósan:

Hunts pizzusósa væn sprauta 2-3 msk allavega

1 msk Franks hot chilli sauce ( KOSTUR)

Ath að þetta er einungis minn smekkur, það er líka nóg að nota bara pizzusósuna

 

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

 

Bread sticks, no wheat no gluten !!!

It's Saturday night and my dinner is just settling.  Some people might be on their way to bed after a busy week and a full meal, but me not so much. The movie is half way through and what happens ? Yep, you guessed it, snack time !!!! What can I do ? I love bread but I´m trying to stay off gluten and wheat so I just whip up some bread sticks with no gluten and wheat!  How is that possible ha-ha ?

Well I use my microwave and after 15 Min OK maybe 20 Min I have 6 steaming hot garlic buttered bread sticks on a plate, waiting to be eaten. I even made a dip, but regular pizza sauce is OK too. I really recommend these hot little guys for a weekend craving snack, it is soo good.

 

Ingredients:

1 egg

1 tbsp cream

2 tbsp coconut flour

140 g shredded mozzarella

1/2 tbsp garlic powder

1-2 tbsp parmesan cheese 

 

Method:

Heat a regular oven to 180°C. Meanwhile melt the cheese in a microwave (in a microwave safe bowl) for 30-60 sec. Stir occasionally.

Blend the egg, cream and coconut flour and stir, you must do this quickly. Pinch the dough and pull out 6 equal size bits. Roll them into sticks and place on a oven mat.

Sprinkle with parmesan cheese and bake in the oven for 10 - 12 minutes.

If you like garlic butter you can melt 2 tbs of butter with 1/2 tsp garlic paste and as soon as the bread sticks come out of the oven, drizzle them with butter.

For dipping I recommend mixing pizza sauce HUNTS 2 tbs and 1 tbs Franks hot sauce or some Tabasco for extra heat.

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira

Mamma, aldrei gefa upp leyniorðið að Fésbókinni, börnin þín eru kvikindi!

(English below)

Mamma mamma mamma....!

Þetta litla blogg okkar átti sossum ekki að snúast upp í endalausar grínfærslur, heldur ætluðum við að einbeita okkur að hönnuninni okkar, nýjum vörum, uppskriftum, góðum heimilisráðum eða DIY verkefnum í bland við sögur af okkur og fyrirtækinu. Síðasti póstur um hana Bryndísi Ásmunds fékk alveg dásamlega flottar viðtökur og var dreift ansi víða sem við erum auðvitað mjög þakklát fyrir enda svo gaman að þetta skemmtilega atriði hafi náð að gleðja svona marga :) Við sáum þá að þið, kæru vinir, hafið mikinn og góðan húmor og vil ég því deila hér smá glensi sem við systkinin stóðum fyrir í gær.

Þannig var mál með vexti að við systur og fjölskyldur fórum í eins árs afmæli til Öldu litlu, yngstu dóttur bróðir okkar. Góður matur, notalegt kvöld, mikið spjallað og hlegið og almennt mjög svo "ó-uppátækjasamt" kvöld. Nema hvað að mamma biður mig um að skrá sig inn á Facebookið sitt í símanum mínum, afþví hún vildi sýna okkur eitthvað fyndið og hún ekki með smartsíma. Sjálfsagt mál, hún sýndi okkur þessa mynd hér fyrir neðan, mjög svo viðeigandi enda elsku mamma ekki sú sterkasta í tæknimálum og furðar sig iðulega á því hvað barnabörnin hennar séu svakalega fljót að læra.

Mamma hugsaði ekkert meira um símann, en ég sat þarna með hana innskráða, í mínum síma.. ójá, heilinn fór á fullt og ég gekk á milli systkina og maka með hugmyndina í hausnum... "við verðum að gera eitthvað"!!!

Stuttu síðar lét ég mig hverfa afsíðis þar sem ég skrifaði (með þeim, þau eru sko ekki al-saklaus) svolitla færslu um Frakklandsferð:

Kæru vinir og vandamenn! Það er nú aldrei lognmolla í kringum okkur hjónakornin en við getum nú loksins uppljóstrað ástæðunni fyrir Frakklandsferðinni í sumar! Þannig er nú mál með vexti að þar sem að allir ungarnir eru flognir úr hreiðri og Hreiðar minn búinn að minnka við sig í vinnu þá mun ég nú láta drauma mína rætast og skella mér í myndlistarnám, en við vorum semsagt að skoða skóla í sumar! Við erum nú búin að fá leigutaka á Langeyrarveginum og höfum skrifað undir tveggja ára leigusamning á þessum ósköp snotra sveitakofa í suður Frakklandi sem er með þessum líka fína garði og hentar það okkar grænu fingrum auðvitað mjög vel! Hann Hreiðar minn er ekki alveg búinn að ákveða hvað hann ætlar sér að gera en ég efa það ekki að hann muni una sér vel í dásamlegri náttúrunni og yndislegri menningunni! Við leggjum í hann í lok október en hún mamma ætlar að koma með og dvelja hjá okkur fyrsta mánuðinn! Við reynum að vera dugleg að uppfæra myndir og fréttir hér á Fésbókinni svo þið kæra fjölskylda og vinir getið fylgst með öllu saman! Bestu kveðjur Fríða og Hreiðar Au revoir!!

Þessi mynd fylgdi svo með:

Við börnin ætluðum svo bara að steinþegja og leyfa gríninu að malla til morguns en það leið ekki á löngu þar til vinnufélagar, vinir, fjölskyldumeðlimir og fleiri hrúguðu inn heillaóskum og sorgarkveðjum yfir því að þau væru bara að fara að láta sig hverfa, hvað þá með svona stuttum fyrirvara!

Hér eru dæmi um nokkur frábær svör:

"Dásamlegt! Ekta þú Fríða mín ... Góða skemmtun og gangi þér vel í námi!"

"Ó nei ætlaru að yfirgefa okkur?! :( get eiginlega ekki sett læk á þetta en vonandi verður þetta frábært ævintýri hjá ykkur!"

"En spennandi - góða skemmtun elsku Fríða - mæ ó mæ yndislegt hús!! Skellir Hreiðar sé ekki í þrúguræktun - heimalöguð "saft" þegar frúin skilar sér ör-þreytt heim úr skólanum?"

"Til hamingju flottu hjón. Það er ekki einu sinni hægt að skrökva um sköpunarkraft, frumkvæði og framkvæmdir þessarar fjölskyldu. Allar góðar óskir."

"Bon voague... kann nú ekki að skrifa þetta rétt, en la go með það. Þið eruð meiri snillingarnir, mikið samgleðst ég ykkur að geta látið drauminn rætast !!!!"

"Ykkar verður sárt saknað á þriðjudögum sem aðra daga, en ó mæ god hvað þetta er mikil snilld!"

Þurfum við ekki að tilkynna grínið?!!

Magapínan fór að gera all-hressilega vart við sig hjá okkur og mórallinn grasseraði! OoÓ.. það trúa þessu ALLIR! Við biðum eftir símtali fyrir yfirmanni mömmu þar sem hún yrði spurð: "bíddu.. Fríða mín, þurfum við ekki að ræða eitthvað saman, ég sá tilkynninguna á Facebook"!!!????

Við ákváðum því að senda systur mömmu skilaboð og biðja hana að hringja í mömmu og spyrja út í þetta, enda gaman að sjá viðbrögðin! Það var auðvitað mjög mikið hlegið og pabbi sagði að besta "hefnið" yrði að raunverulega láta sig bara hverfa og fara bara í ferðina!! (Þau hefðu nú reyndar mjög gott og örugglega ferlega gaman að þessu, það er ekki það!).

Mamma svaraði svo vinunum með þessum skilaboðum alveg steinhissa á öllum viðbrögðunum við þessu gríni:

"Í kvöld, í eins árs afmæli yngsta gullmolans, lærði ég þrennt: Í fyrsta lagi orð úr heimi fésbókarinnar ; facerape (ekki fallegt), í öðru lagi þá segir maður engum leyniorðið sitt og í þriðja lagi þá kyrkir maður ekki krakkaormana sína einn af öðrum í barnaafmæli !

Svona eftir á að hyggja, elsku vinir, hafið þið ekkert þarfara að gera en hanga á Facebook ? Er ekkert gott í sjónvarpinu ? Riff er t.d. með margar góðar myndir í bíóum borgarinnar. Hreiðar varð að vísu dálítið fúll yfir að vera ekki með neitt annað fast í hendi en sinna mömmu á meðan ég málaði mig út í horn! Mamma, sem hefur ekki verið eins góð í skrokknum eins og eftir ferðina til Provence í haust: fannst líka einn mánuður allt of stuttur tími!

En það er voða góð tilfinning að finna að manns yrði saknað.... þetta er kannsi ekki galin hug......góða nótt....farin að pakka.... en hver á að vökva ???"

Hrikalega gaman að sjá viðbrögðin líka við svarinu hennar mömmu...

"hahahaha. Þið systkinin eruð nú meiri "apakettirnir". Samt í þeirra anda að gera eitthvað svona frábært! :)"

"O ég var svo fúl að þetta var gabb! Fannst þetta svo frábært! Nú verðið þið bara að skella ykkur ekki spurning! ;)"

"Þetta er með betri ''Facebook Rick-roll-um'' sem ég hef séð... Hreiðarsbörn - deux points!"

"Ég sem ætlaði að bóka flug í heimsókn til ykkar. Og það á stundinni! "

Fyrirgefðu elsku mamma, við meintum ekkert illt með þessu, þú rokkar! :)

Ef ykkur líkar þessi póstur væri dásamlegt ef þið vilduð vera yndi og deila gleðinni :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

Mom, never give your children your Facebook password, they are EVIL!!

Oh you know, just a funny little thing we did...

So the family came together last night at my brother's daughter's one year old birthday party! Perfectly lovely evening with great food and cakes, laughs and sharing. 

My mother, the ever so technically challenged, asked me to sign into her Facebook account on my smart phone since she wanted to show us this little thing. This was the image she showed us, very fitting don't you think?!

Well.. we laughed and she forgot she was still logged in... on my phone.. as you can imagine I didn't forget..!!!

My head started spinning and the ideas started flowing, together with my siblings (they are so not off the hook here!) we decided to write a little statement where she tells her friends and family that she and dad are moving to France!!! (evil bastards we are, I know!) 

We wrote that since her children have all moved away from home and our father is now working less, they just decided to move there to enjoy life for two years in the sun, and that she was going to study art... oh and that they were leaving in a month!

We ended the status update with, well you guessed it: "Au-revoir" and an image of the lovely little French cottage they would be living in!

The response was fantastic and much more than we anticipated, we were sure people would figure out that their horrible little kids were behind the prank.. but they didn't!

"Have a wonderful trip", "This is fantastic, I am so happy for you", "I must come and visit you"! "What, this is amazing, I met you today, why didn't you tell me?!"

And so on and so on... FANTASTIC!

But we started feeling very guilty and were afraid her boss would soon call and ask "what the heck is going on"!! So we told her and the humorist as she is found it super funny but said that the best response to the joke would be to seriously leave and do the damn trip!!!

When she came home from the birthday party she wrote a response to her friends, so surprised by the great response: 

"Tonight at my granddaughters first birthday party I learned three things, firstly: a word from the world of Facebook - "facerape" (a horrible word), secondly: NEVER tell anyone the password to your Facebook account! and thirdly: you really shouldn't choke your children one by one at a kids birthday party!!! 

Dear friends, don't you have anything better to do then hang around on Facebook? Is nothing good on TV? We have a movie festival in town full of fantastic films.. go to one! But seriously, it is a great feeling to see that we would be missed, maybe this isn't such a horrible idea... good night, off packing.. but who is going to water the plants?!!!

So sorry mom... we love you!!!! 

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira
158 niðurstöður