Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Fréttir / glutenfree

3 mínútna morgunverður

(English below)

Þá er runninn upp mánudagur og helgin mögulega búin að taka sinn toll t.d. í mataræðinu. Mataræðið hefur nefninlega svo mikið að segja með blessaða heilsuna og er ég sjálf mikill reynslubolti á því sviði. Ég hef líklegast prófað alla kúra sem skapaðir hafa verið og skipt um mataræði oftar en einu sinni. Ég hef tapað þegar mest var um rúmum 30 kílóum sem máttu alveg missa sig sérstaklega hvað heilsufarið varðar. Það að sleppa sykri í mat er þó það einna gáfulegasta sem ég hef reynt og lifi 80-90% eftir þeirri reglu og búin að gera síðustu 2 árin með mismiklum áherslum.  Lág kolvetna mataræðið sem hefur rækilega slegið í gegn undanfarið er frábær leið til að losa sig undan sykurpúkanum því í stað sykurs má leyfa sér feita osta, sósur og steik nánast í öll mál ef maður hefur lyst á því. Ég elda og borða mikið af grænmeti, góðri fitu og prótíni og reyni fyrir alla muni að standast sykurinn. Ég hef haldið úti bloggi síðustu árin sem hefur gengið ótrúlega vel og vonandi náð að hjálpa einhverjum sem hafa verið í sömu sporum og ég varðandi breytta lífshætti. Það þarf ekki endilega að vera barátta við vigtina sem ýtir fólki í átt að þessu mataræði því margir þjást af glútenóþoli eða hveitiofnæmi eins og sonur minn og þá er þessi leið að henta sérlega vel. Ég vil setja hér inn uppskrift af einni vinsælustu uppskriftinni af blogginu frá upphafi og fylgir með dálítið myndskeið sem útskýrir ferlið á nokkrum mínútum. Endilega prófið þessa því hún getur alveg bjargað manni á ögurstundu þegar EKKERT er til í skápnum nema súkkulaðikex.

Örbylgjubollan:

Innihald:

1 egg

1/2 tsk vínsteinslyftiduft

1/4 tsk salt

1/2 tsk HUSK trefjar

1 kúfuð tsk af kókoshveiti

eða 2-3 tsk af möndlumjöl

3 tsk rjómi  eða möndlumjólk

1 tsk kúmen

Aðferð:

Öllu innihaldinu hrært saman með gaffli ofan í örbylgjuvænum bolla þar til nokkuð kekkjalaust. Bollinn fer svo í örbylgjuofninn í 2.10 -2.30 mín og þá bakast þessi líka fína bolla sem hægt er að hafa í morgunmat með áleggi að eigin vali.

 

Þreytt og áhugalaus um lífið og tilveruna.                     Betra form og betri líðan á hreinna mataræði.

 

 

Eins viljum við benda á að uppskriftabókin sem kom út jólin 2013 er fáanleg í verslunum Systra&Maka og einnig hér á vefversluninni okkar.

Við systur höfum líka gengið skrefinu lengra varðandi sykurleysið og fengið til liðs við okkur hana Eirnýju í dásamlegu ljúfmetisversluninni BÚRIРá Grandagarði 35 í Reykjavík.Hún framleiðir nú sultu og chutney fyrir verslunina okkar eftir uppskriftum mínum (Kristu) sem inniheldur engan sykur og er því frábær fyrir þá sem vilja halda kolvetnum í lágmarki. Um er að ræða hressandi chilisultu með papriku og hindberjum og rabarbarachutney með aprikósum og hressandi kryddum. Vörurnar henta vel með ostum, ofan á kex en eru líka frábærar með hverskonar mat og smáréttum. Nú eru sulturnar fáanlegar á netverslunninni okkar hér.

Bloggið hjá Kristu er hér:

http://mariakristahreidarsdottir.blogspot.com

 

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja María Krista

- Systur & Makar –

Today its monday and the weekend was hopefully joyful for everyone. It might though be possible that your diet hasn´t  been the healthiest as it tends to when you are on your vaction but diet has such a huge impact on your health and I personally really know what I´m talking about having lost over 60 pounds through the years, gaining some back and lost again.

I've been on every diet there is and changed lifestyles several times. The one thing though that has worked best for me is skipping suger and I try to obey that rule 80-90% of my time.

Low carb dieting is very popular in Iceland at the moment and is very good for people who are in the progress of "de-sugering" You can eat a lot of good fat, meat and veggies instead and roasted broccoly, steak and bearniese isn´t such a terrible alternative is it?

I´ve been blogging for about 2 years about low carb dieting  but not only is it better for your waistline, it also suits people with gluten intolarence and allergies to wheat like my 12 year old son, so it´s got a lot of benefits.

Here we have a recipe who has been my most popular blog post from beginning and it is really easy to make and can save you when there is "NOTHING" to eat in the kitchen except sugary cookies.

Breakfast bun in less than 3 minutes.

Ingredients:

1 egg

½ tsp baking powder

¼ tsp salt

½ tsp HUSK fiber

1 tsp coconut flour or 2-3 tsp almond meal

3 tsp cream or almond milk

1 tsp cumin seeds ( optional )

How to:

Mix every ingredient together in a microwave safe bowl or cup. Mix until mixture is lumpfree and then place the bowl in a microwaveoven and cook on high for 2.10- 2.30 min, it can vary between ovens. Be careful when you remove bun from bowl it is very hot. Slice and enjoy with butter, cheese or whatever your want.

We have now made jams and chutneys in collaboration with the lovely delicatessen shop in Reykjavik, called BÚRIРtransl. :Pantry and we proudly introduce the Rhubarb chutney which is made of rhubarb, apricot, stevia, erythritol and variation of spices and the Chilijam with peppers and rasberrys. The jam is now available in our webstore. Here.

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

María Krista on behalf of

- Systur & Makar –

Lesa meira