Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Saga Vendingsins vinsæla!

(English below)

Já saga Vendingsins er að verða svolítið löng, svona þannig séð en hann kom fyrst á markaðinn árið 2010.

Ég hannaði hann þegar mig vantaði utanyfirflík við "batwing sleeves" sem að voru vinsælar hjá mér á þessum tíma. Allar utanyfirflíkur sem að ég átti voru með þröngum ermum en mikið af kjólunum og toppnum mínum voru með víðum ermum, svo þetta varð vandamál sem ég þurfti klárlega að leysa!

Hann hentaði einnig svakalega vel fyrir íslenska veðráttu en hægt var að nota þykkar peysur innanundir en samt vera svolítið smart!

Fyrir þá sem ekki þekkja vöruna þá snýst hann mikið um lokunina, maður klæðir sig í, smellir að framan, setur hettuna á og snýr upp á hettutreflana og aftur fyrir höfuð!

Svo er einnig hægt að smella treflunum aftu fyrir bak en þá er hann eins og "opin slá".

Við bjuggumst aldrei við viðtökunum sem Vendingurinn fékk en hann varð strax alveg ótrúlega vinsæll. Við fengum brátt Vendinginn varinn gegn eftirhermum en hann var þó svo vinsæll að hann var mikið saumaður í heimahúsum landsmanna. Vendingurinn varð því fljótt merktur með bróderuðu lógói Volcano Design en "upprunalega varan" fékk þá strax meira vægi.

Svolítið örlaði á fyrirtækja eftirhermum og efnaverslunum sem að seldu sniðið, en það snerti okkur hvað mest, þar sem við vorum ekki ánægð með að ekki einungis var verið að hagnast á okkar hönnun og vinnu án þess að við fengjum nokkuð af gróða fyrirtækjanna, heldur var einnig bókstaflega verið að stela vinnu af okkar starfsfólki. Við vörðum hann því með lögfræðingi sem að sjálfsögðu vann hvert mál enda nokkuð borðleggjandi. Eitt tilfellið var verst þegar búið var að setja hann í framleiðslu erlendis og selja til 7 sölustaða á Íslandi. Þarna þótti mér vanta ansi mikið upp á virðinguna við íslenska hönnun því það hefði verið lang eðlilegast að fara réttu leiðina, hafa samband við okkur og við hefðum mögulega náð samkomulagi um samstarf. Það kostar nefnilega ekkert að spyrja!

Þetta er eitthvað sem við þurfum alltaf að fá áminningu um, sem hönnuður þá snýst vinnan mín um ferli sem fer frá hugmynd að raunverulegri söluvöru alveg eins og rithöfundur skrifar bók og verður þarafleiðandi höfundur bókarinnar. Það myndi engum detta í hug að ljósrita bókina og skrifa sitt eigið nafn undir sem höfundur, þá er talað um ritstuld, þetta vitum við öll og fyndist álíka brot fáranlegt en hönnun er því miður ekki komin með sama vægi. Ég tel þó að með auknu vöruframboði, stækkandi hópi hönnuða og meira umtali fær íslensk hönnun þá virðingu sem hún á skilið.

Við fórum brátt að sjá Vendinginn út um allt, hann varð svo vinsæll að eitt sinn sá ég 45 stykki sama daginn bæði frá okkur og heimasaumaða!

Ég trúði ekki mínum eigin augum en hann hefur klárlega verið okkar best-selda vara frá upphafi og frábær auglýsing fyrir Volcano Design og það erum við svo sannarlega þakklát fyrir!

Hugmyndin hefur verið þróuð í nokkrar mismunandi útfærslur, á tímabili komum við með tvílita Vendinga sem að voru úr tveimur mismunandi efnum og vösum.

 

Þá komum við með Vendingajakka og Vendingakápu sem eru með ísettum ermum og vösum en einnig líkari klassískum jökkum, aðeins með "vendings" virkninni.

Þessi flík er enn okkar vinsælasta vara bæði meðal Íslendinga og við heyrum sögur af konum sem eiga tvo og þrjá, en ferðamennirnir eru einnig stór kúnnahópur sem okkur finnst mjög skemmtilegt. Hann hefur því ferðast víða og verið vinsæll hér á netversluninni.

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

The story about our most popular product: "Vendingurinn".

This unique and slightly “twisted” design was first released in our store 2010. Named for the way it wraps and twists around the neck, this piece has a funky-edged, yet elegant layered look that sets it apart as an original Icelandic inspired design

With a line more like a cape, the “Vendingur” has an enigmatically sexy hood (which can be worn on or off the head… depending on how you feel that day!) and a connected wrap- around scarf.

This alluring piece can be worn in numerous unusual ways to create various different flattering and funky looks. Also adding to its unique design, the renowned “Volcano Design logo” features in black on the side of the garment… for you to show off at your will.

Available in three sizes, this old-school-charming design is appealing on all body types! The “Vendingur” can be worn with almost anything to finish off your look with a quirky, unique and very Icelandic style.

I designed this piece because at this time I had many tops and dresses with bat-wing sleeves and wearing coats and jackets with tight sleeves didn't really work.

So basically this idea came as a solution to a problem! Another solution which I found this design to fix was layering of sweaters. You see, the weather in Iceland can vary quite drastically and rapidly and having to layer clothes is very needed here sometimes, but I also wanted it to work as a semi light jacket. That it did also.

This is how it works:

Snap at the front, put the hood on, make a cross, behind the head, fix slightly and voilà!

Another way is to use it as an open cape, simple snap the buttons (one is enough) under the coat and behind your back, voilá voilá!

We never expected the acceptance to be so great but it became super popular super fast! We got it design protected to safe it from copies but I soon saw it being home-made all around town, so we started labelling the piece on the outside with the embroidered Volcano Design logo and the original got more appreciated. 

Sadly we had some company's that copied my design, and fabric stores that sold the pattern without asking and without paying any royalties. It was hard for me but especially because they were stealing work from my employees! We protected it with a lawyer and won every case, having it protected really paid off. But what I found especially sad was that they didn't even ask! Asking doesn't cost anything and taking this that way we might have found a way to work together. 

I find this to be a way to common problem here in Iceland, the lack of respect for other people's design. As a designer my work involves me getting an idea to a real and hopefully sellable product. It's a process that sometimes takes a long long time, many prototypes and failures before reaching the final goal. It is the same with authors, they write a book and become the authors of that book. It wouldn't occur to anyone to copy that book and sign with their own name underneath! That is called a plagiarism, we all know this and would find such a breach ridiculous! The same has to be for design, but it seems like we haven't reached the weight of importance, I do however feel we will with more designers, various product supplies and growing attention and popularity, Icelandic design will hopefully gain the respect it reserves!

Soon the product got so widespread and popular I remember seeing (hardly believing my eyes) 45 of them in a day, both originals and home-made!

It has been our best sold product from the get go and a great advertisement for Volcano Design and for that we are endlessly grateful!

The idea got developed into several different varieties, at one point we offered Duo-tone Vendingur made of two contrasting materials with pockets.

And then we brought Vendingur jacket, and Vendingur coat, with inserted sleeves, sharper shoulders but with the twist function.

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!