Nýjar vörur frá Volcano Design - utanyfirflíkur!
(English below)
Ég vil byrja á því að þakka öllum kærlega fyrir frábærar móttökur á "popup" versluninni okkar í Hafnarfirði. Bloggið í gær fór aðeins yfir ferlið við breytingarnar og sýna myndir úr búðinni "fyrir og eftir" en við verðum með opið allar helgar á aðventunni og bætum svo örugglega aðeins í opnunina þegar líður nær jólum.
Aðeins til ykkar kæru kúnnar:
Að opna þriðju götuverslunina var ekki beint á planinu með svo stuttum fyrirvara svo biðjum ykkur kæru kúnnar að sýna okkur svolitla þolinmæði ef að vörurnar klárast á einhverjum stað. Við reynum okkar allra besta við að selflytja vörurnar á milli verslana og starfsfólkið okkar tekur niður nafnið ykkar og símanúmer og við bjöllum um leið og varan kemur í hús. Þetta verður svona svolítið samvinnuverkefni með ykkur og við þökkum ykkur kærlega fyrir skilninginn, þið fáið það líka verðlaunað með heitu kakó, kaffibolla eða cappuchino þegar þið mætið aftur að sækja vöruna :)
Við systur keppumst við að gera nýjar vörur og nýja hluti enda er engin lognmolla í kringum okkur. Við þrífumst neflinlega best þegar hausinn er á milljón og því fleiri verkefni sem eru í gangi þá fæðast fleiri hugmyndir.
Kollurinn á mér leggst í dvala 2-3 sinnum á ári og hreinlega sofnar og það er alveg hrikalega óþægileg tilfinning og ég fer í dramakast og held að "ég fái bara aldrei aftur hugmyndir"... (já það er erfitt að vera ég stundum..) en svo vaknar hann aftur og er iðulega á milljón korter í jól! Það er td. ástæðan fyrir því að ég stútfylli allt af nýjum vörum rétt fyrir jólin, nánast undantekningarlaust svolítið mikið seint við mjög svo dræmar undirtektir á saumastofunni, því þegar svona gerist þá vil ég ná helst ÖLLU!
Þau á saumastofunni eru reyndar alveg mögnuð og ná ótrúlegustu hlutum á stuttum tíma þegar það þarf enda á mandarínu og nóakonfekts bensíni í allan desember!
Nú var ég sem betur fer aðeins fyrr á ferðinni með hugmyndirnar en þá bara hef ég tíma til að bæta meiru við, hér ætla ég því að kynna aðeins fyrir ykkur vörurnar frá Volcano Design sem eru nú komnar (en það verður allavega ein myndataka enn fyrir jólin svo fylgist vel með!).
(Hægt er að smella á myndirnar og annar gluggi opnast með viðkomandi vöru á netversluninni, þar má lesa frekari upplýsingar um stærðir, efnablöndur osfrv.)
Ég hef alltaf haft sérstakt dálæti á því að gera utanyfirflíkur. Það er það skemmtilegasta sem að ég hanna og ég á töluvert safn sjálf. Vendingurinn er líklega þekktasta dæmið um utanyfirflík frá Volcano Design.
Hér að ofan er nýjasta týpan, grábrúnn ullarvendingur með ullarstroffi og ljósu köflóttu efni í hettunni.
Eins hefur Röggva orðið ótrúlega vinsæl en hún er ofsalega tímalaus og notaleg. Falleg kápa í góðri sídd með stórum kraga sem fellur til hliðanna. Hún er með saum á miðju baki þar sem við þrengdum hana svolítið inn hjá mjóbakinu en það gerir hana ofsalega dömulega og klæðilega! Röggva fæst í svörtu og grá/brúnu en sá litur er uppáhalds hjá mér, María sys á einmitt fyrstu Röggvuna í þeim lit ;)
Röggva stroff er svo "rokkaða" útgáfan af Röggvu hér að ofan. Hún er með leðurlíki á ermunum úr þykku og frekar þungu stroff efni með silfurkrækju á hliðinni! Jebb ég á eina svona... :)
Kötlupeysurnar hef ég gert áður en við breyttum sniðinu aðeins núna, kraginn er hár og þykkur með fallegum "beina tölum" sem að krækjast í leðurlíkislykkju. Þær eru einnig með einföldum ermum og sléttu baki (áður voru follur á miðju baki sem og á ermum) en það hentaði betur þessum efnum að hafa hana einfaldari og svolítið látlausari. Kötlupeysurnar eru með leðurlíkisbútum á öxlunum sem gefur henni skarpt og svolítið rokkað yfirbragð. Þær eru fáanlegar í brúnu, ljós gráu og svar gráu.
Kögra- þessi er ný og ég gerði hana aðallega afþví að mig vantaði sjálfri notalega peysu. Ég fæ oft mikla löngun til að nota þægilega, stóra og hlýja peysu sem ég get verið í við tölvuna eða skoppast í henni út. Þessi er líka hrikalega töff með leðurlíkiskögri sem ég elska og leðurlíkis þríhyrningum og spíssum: allt sem mér finnst yndislegt!
Poncho eða slár hafa oft heillað mig en ég hef aldrei fundið mér neitt sem að ég hef fallið endanlega fyrir. Ég gerði því útaf við snillingana mína á saumastofunni með þessari yndislegu slá: spíssar, þríhyrningar og sítt kögur sem flækist fyrir í saumavélunum! En þær eru yndi og bestar og svo ótrúlega færar að eftir svolitla aðlögun þá hafa þær nú náð tökum á saumnum á þeim og fyrirgefið mér vesenið! Þessi heitir Flögra sem á vel við enda langar mann bara að setja hendurnar út og snúa sér! Leðurlíkiskögur, þríhyrningar og spíssar, vítt, laust, stórir vasar, hetta og allt sem er skemmtilegt samansett í eina flík eins og systir hennar Kögra. I LIKE IT A LOT (sagt eins og Jim Carrey myndi segja það...)
Mokkajakkar hafa alltaf verið í sérstöku uppáhaldi hjá mér! Ég keypti efnið í þá fyrir rúmlega ári síðan og var í óttarlegum vandræðum með að finna fullkomið snið sem myndi henta efninu best. Þá er nú gott að vera með frábært starfsfólk en þessi var 100% samvinna allra á saumastofunni!
Við höfum gert svipaðan jakka áður sem heitir Vinstur, hann var með svolítið stærri kraga og belti sem lokaði honum og ein af uppáhalds flíkunum hennar Olgu. Olga er ss yfir saumastofunni og ræður öllu (miklu meira en ég, segja þér það!) Hún sagði við mig eftir að ég var búin að fara marga hringi og prófa allskonar flíkur: "Katla, prufaðu nú að gera einn úr Vinstur sniðinu, bara fyrir mig".. það varð úr og ég féll kylliflöt! Ástfangin - enda stórvel heppnaður, klæðilegur og flottur með góðu mitti og fallegum kraga! Mokka kemur í 3 litum, brúnum, svörtum og ljósgráum. Búmm! Ekkert meira um hann að segja, mátið bara og innri hippinn brýst út!
Fleiri utanyfirflíkur má finna hér sem og í verslununum okkar á Laugavegi 40 og Strandgötu 9 á Akureyri.
Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)
Verið góð við hvort annað kæru vinir!
Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.
- Systur & Makar –
Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter
Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri
Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!
The newest outerwear pieces from Volcano Design
Me and my sister are in our mojo right now, doing new products and our brains are bursting with ideas. You see, this is what happens to us, when we are super busy we thrive the best and the more busy we are the more ideas get born!
My head goes to sleep 2-3 times a year and I simply don't function! No ideas and I get very dramatic and "I will never have any ideas again, EVER"! Yeah it's hard being me sometimes..
But like clockwork it opens its gates, 15 minutes till Christmas and new ideas flood out, and this isn't so popular at the workshop because I want everything DONE and we don't have time. You see, I should be working seasons ahead like designers normally do, but since we produce all our goods in Iceland in our own sewing room we often work with great time constraints and we need to be on our toes always!
They are actually fabulous my staff at the sewing room, they know me very well and are amazing when I vomit ideas out! The last week before Christmas they work on mandarin and chocolate gasoline!
So I would like to introduce some of our new products, this is not final and only the first post of several ones so please stay tuned. Now it's Outerwear time!
Outerwear is one of my favourite things to design! Coats, jackets, poncho's, blazers etc I love it and it goes to show, the more love you have the more successful you are!
Our most popular product by far is our capecoat called Vendingur. It is available in several colour combinations and different fabrics and it is our best-seller for years and has been since it was first introduced! You can even read it's story right here:
This one here above is our newest edition: grey brown wool with wool sleeves and light plaid lining in the hood- just lovely!
Röggva has also been a popular coat. It is super timeless and classic, long sleeves, great shoulders, the collar drapes nicely and it accentuates the waist quite well!
It is available in grey-brown-ish and black.
Röggva stroff, the rock'n roll version is the same pattern but made of heavily riffled fabric, quite heavy but very soft with foe leather sleeves and a silver snap. (I have one of these.. :)
The Katla sweaters I have done before but this time I simplified the pattern slightly since it suited these fabrics much better. The collar is high with a bone and leather loop clasp with long sleeves and pockets. They drape beautifully when they are open and close up in a warm and neck hugging collar when they are closed and they overlap on the front. Available in grey, brown and black-grey.
Kögra (meaning fringe) is a new style. I made this one essentially because I wanted an oversized cosy sweater and I love fringe, especially leather fringe (or foe leather fringe like in this case), so we made it and I love it! Yes my life can be very simple also, if I need something in my closet, I get it! :) Foe leather triangle in the back as well as at the front and an overlapping closure with a hidden button at the front. I also adore it open: yeah it's good! Fringe fringe fringe!!!
Ponchos have always fascinated me but I have never found the one I just fell for! So we made one and yes you guessed it: triangles, fringe and a lovely large hood, deep pockets and loose fit: everything we love in one!
This is fantastic if you pair it with a tight leather jacket underneath: oh so lovely!
Shearling shearling shearling: the free spirit life is back and now it is foe shearling!
This wonderful fashion is making a huge comeback: believe me, piece signs will be all over before you know it and flower love and guitar sounds with wild hair will take over social media- I can't wait!
This one will keep you warm but also so very chic! Fitted waist in the sides as well as the back with a showing fur collar and details around the rim, plus pockets because we MUST have pockets!
Available in grey, brown and black!
More outerwear pieces from Volcano Design can be found here as well as at our stores at Laugavegur 40 and Strandgata 9 Akureyri.
If you liked this post, please be a dear and share the joy:)
Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn
Katla, on behalf of
- Systur & Makar –
Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter
Plus you can sign up for our newsletter here on the right!