Jákvæðni í formi Geocaching, About Time og sumarsalats.
(English below)
Elsku vinir, ég held að eftir átök gærdagsins; umsátur, kúgun og slyddu til dæmis á Akureyri þá þarf eitthvað jákvætt í tilveruna í dag. Þjóðfélagið á það stundum til að detta niður í dvala og þunga og facebook síðurnar fyllast af fréttadeilingum þar sem að við hristum hausinn yfir samlöndum okkar og eigum það svolítið til að alhæfa að allt sé glatað.
Ég er ekki nokkur jógi í þessum málum og fer alveg þangað með mörgum öðrum en þá er einmitt svo gott að standa upp, draga djúpt andann og reyna að líta á björtu hliðarnar, fara í labbitúr, horfa á góða og helst jákvæða mynd eða borða eitthvað yndislegt!
Þannig að ég ætla að koma með nokkrar hugmyndir að jákvæðum breytingum sem að við getum gert strax í dag og við opnum svo armana öll og tökum á móti sólinni! (of mikið..? o jæja..)
Labbitúrinn
Ég vil endilega kynna fyrir ykkur Geocaching. Ef að þið þekkið ekki þennan skemmtilega alþjóðlega leik þá held ég að þið séuð að missa af miklu. Geocaching byrjaði árið 2000 þegar GPS kerfið var gert opinbert, á undan því var það eingöngu ætlað hernaði og almenningur gat því ekki lesið hnitin nákvæmlega. Maður að nafni Dave Ulmer ákvað að fela fötu með allskonar dóti daginn eftir að aðgangur að hnitunum var gerður opinber til að athuga hvort þetta virkaði, hann merkti hnitin á fötunni inn á spjall síðu og einhver snillingur fór út og fann pakkann og lét Dave vita! Þar með var Geocahing leikurinn hafinn!
Þetta er svo einfalt, í raun er þetta risastór leikur sem er í gangi um allan heim sem snýst um að „fela hlut“. Nema í þessu tilfelli eru þetta vatnsheldar dollur, krukkur, fötur, dósir, box og allt niður í filmubox og örsmáa hluti. Í boxunum eru allskonar hlutir, skráningarbók eða eiginlega gestabók til að skrásetja fundinn og oft eru þarna ýmsir smáhlutir. Þá er reglan einfaldlega: þú mátt taka hlut, en þú þarft þá að skilja eitthvað eftir. Svo þarf að passa að fela fjársjóðinn aftur vel svo að næstu aðilar geti notið leiksins!
Fyrst var þetta gert með því að skrá hnit inn í gps tæki og svo var haldið af stað í labbitúr og fjársjóðurinn fundinn. Í dag er hægt að gera það sama en auðvitað er líka komið app til að setja inn í símana og það er algjör snilld!
Nú athugaði ég áðan á síðunni og miðað við skráningar eru hér 574 „caches“ eða dósir faldar á Íslandi! Jebb, það er erfitt að trúa því en svona er þetta út um allan heim!
Við höfum leikið okkur við þetta í nokkur ár og finnst þetta skemmtileg gulrót, sérstaklega fyrir börnin (við erum reyndar oft spenntari), til að fá þau út í labbitúr! Ég mæli með því að sækja appið og skrá ykkur á síðuna og hefja leit, klárlega sumarleikurinn í ár!
Bíómyndin
Ég algjörlega elska svona „feel good“ bíómyndir og get oft horft á sömu myndirnar aftur og aftur. „Love Actually“ er td tekin á mínu heimili á hverjum jólum alveg eins og „Holiday“. Ég meina, Hugh Grant, Bill Nighy, Kate Winslet og fleiri álíka snillingar: nammi nammi namm!
Þessi er frá sama skapara og Love Actually og þar af leiðandi gull!
„About Time“ þið hafið örugglega mörg séð þessa en hún er yndisleg í alvöru og hana er hægt að horfa á aftur og aftur. Ég vil ekki segja of mikið um myndina en hún skartar leikurum eins og Rachel McAdams, Bill Nighy (sem ég elska meira en kaffi!) og aðalleikarinn er dásamlegur: Dohmnall Gleeson. (Þekki hann ekki úr nógu mörgum myndum en fyrir mér er hann About Time gaurinn).
Kíkið á þessa í rólegheitunum með maka, vini eða fjölskyldu og njótið þess!
Sumarsalat með perum og hráskinku.
Við systur vorum með klúbbakvöld í búðinni um daginn og einn gesturinn okkar var með mjólkuróþol sem þýddi að súpan var ekki í boði. Þá var bara að skella í eitt girnilegt sumarsalat og þetta varð útkoman. Munið að við borðum líka með augunum og það skiptir máli að vera svolítið listamannslegur í framsetningum..
Á diskinn setti ég fyrst smá blöndu af klettasalati (rucola) og lambhagasalati.
Þá reif ég niður hráskinku sem ég krullaði niður í salatið ásamt ferskju bátum sem eru bara dásamlega mjúkar og flottar núna. Þunnar sneiðar af perum kíktu upp úr salatinu reglulega ásamt nokkrum ristuðum valhnetum sem að ég sáldraði yfir.
Dressingin var gerð úr 1 dl ólívuolíu, 2 msk balsamic ediki, 1 msk soja sósu, 2 msk hunangi (best að nota svolítið fljótandi eins og td frá Sollu), 2 tsk Sriracha hot chili sósu og 2 msk eplaedik, svo þarf örugglega að krydda smá með svörtum pipar og mögulega salti. Blanda þessu öllu vel saman og setja yfir salatið eins mikið eða lítið og þið viljið.
Að lokum skóf ég nokkrar sneiðar af parmesan osti og lét liggja ofan á salatinu! Tada og þið eruð komin með gúmmelaði salat og frábært myndefni fyrir instagram og facebook! :)
Verið góð við hvort annað kæru vinir!
Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla
- Systur & Makar –
Athugið að við erum á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter.
Eins minnum við á að skrá ykkur á póstlistann þar sem við látum vita af tilboðum, nýjustu vörunum og bloggfærslunum! Hægt er að gera þetta allt saman hægra megin á síðunni, örlítið ofar..
Positivity in the form of Geocahing, About Time and a summer salad..
Yes sometimes we need a little inspiration for something good and healthy for our body and soul. I’m not exactly the picture of health and enjoy my occasional drink and should eat way less sugar like my sister, but I do love a good walk, a fantastic movie and a healthy salad so I would like to share that with you today!
Geocahing
This is a wonderful game concept that has been up and running since May 2000, the year the GPS system became public! A guy called Dave Ulmer decided to try out the system and check if it really worked by going out and hiding a “treasure” or a bucket with several items and he signed in the coordinates. Someone went out and found the treasure and reported back to Dave: It works!! So the game began and is now up and running all over the world!
As they describe it on their webpage: Geocaching is a real-world, outdoor treasure hunting game using GPS-enabled devices. Participants navigate to a specific set of GPS coordinates and then attempt to find the geocache (container) hidden at that location.
Now you can also get an app to your phone and I love that, I don‘t have to prepare anything beforehand, I just go out for a walk and I can check at any point if there is something hidden close by.. so very exciting! Plus this is a great way to get the kids out for a walk, a real „carrot“ that you might find some treasures! (And believe me, the grownups are no less excited then the children!)
Please check out their site and read all about this extraordinary game!
About Time
I love my classics and pretty much all „feel good“ films. Some I can watch over and over, you know films like Love Actually, Holiday, Bridget Jones, all fantastic films I just love! And if you‘re anything like me and you like those, you will love About Time. You might actually have seen it, it came out 2013 but I don‘t care, it‘s a classic and it‘s wonderful and if by any change you didn‘t know about it I have done one good deed today!
I don‘t want to say too much about the movie to give anything away, but please check it out.. and btw Bill Nighy stars in it, that for one thing is reason enough!
Summer salad with pears & prosciutto!
As I said before I love a healthy salad and here is a recipe I threw together the other day. Is all good things put together in a bowl and you feel good eating it! Remember you also eat with your eyes so try to be a bit particular about how you put it in the bowl, it makes the world of difference!
Start off with tossing together a bit of rucola and garden lettuce and put it down as a base. Rip down some strips of prosciutto ham or any cured ham and curl it into the salad.
Small boats of peaches, which are just wonderful right now, peek up from the salad among a spread of toasted walnuts and thinly sliced pieces of pear.
Dress it with a mix of 1 dl olive oil, 2 Tbsp. balsamic vinegar, 1 Tbsp. soy sauce, 2 Tbsp. honey (best is to use soft honey), 2 tsp Sriracha hot chili sauce and 2 Tbsp. apple vinegar. Season with black pepper and salt and mix it all together in a bowl or a jar before drizzling lightly over the salad.
Finally top with couple of shavings of parmesan cheese, enjoy!
Please be kind to one another!
Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn
Katla, on behalf of
- Systur & Makar –
Please note we are on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter.
We also remind you to sign up for our newsletter to get offers, newest products and the most recent blog posts, all available here to the right, slightly higher up :)