Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Fréttir

Handverkshátíðin á Hrafnagili- byrjun á miklu ævintýri!

(English below)

Það er nú svolítið gaman að segja frá því að hugmyndin á bakvið Systur & Maka fæddist á Handverkshátíðinni á Hrafnagili, Eyjafirði í fyrra, árið 2014 ss.

Eftir skemmtilega og vel heppnaða hátíð fórum við systur og makar okkar ásamt systur Tótu og manninum hennar, á Rub23 sem er einn af okkar uppáhaldsstöðum á Akureyri í svolítið sushi og mögulega svolítið hvítvín til að skála góðu gengi!

Við systur höfum nokkrum sinnum tekið þátt í Handverkshátíðinni á Hrafnagili og síðustu ár höfum við verið með heila skólastofu saman þar sem vörurnar blandast í eitt og úr verður ein heildarverslun. (hér fyrir neðan má sjá myndir af fyrri árum).

Eins og sjá má á myndunum af hátíðinni í fyrra er básinn okkar ótrúlega svipaður búðunum okkar í dag.

Við settumst inn á veitingarstaðinn og umræðan fer á flug: "hvað ef við opnum bara búð saman!", "Abba þig vantar vinnu, getur þú ekki verið verslunarstjóri?", "Stefán, þú þekkir svo marga, veistu um eitthvað laust verslunarpláss?", "Hvað með að hún heiti bara Systur & Makar?!"...

Svo var skálað svona milljón sinnum og hlegið og grínast og ha ha ha.. viti menn, daginn eftir fórum við að skoða laust húsnæði á Strandgötu 9, þar hafði áður verið golfbúð og þar á undan tölvuverslun. Hún var alveg hæfilega stór og leigan viðráðanleg svo við bara "ókei kýlum á þetta!!"

Atburðarrásin sem fór af stað þar á eftir var ótrúlega mögnuð:

Við stofnuðum fyrirtækið, bjuggum til lógó, negldum leigusamning, pöntuðum poka, framleiddum vörur og hönnuðum búðina mestmegnis í gegnum síma sem og réðum auðvitað Öbbu mágkonu sem verslunarstjóra til að stýra skipinu: allt á 3 vikum frá því hugmyndin fæddist þarna yfir hráum fiski og léttvínsglasi!

Handverkshátíðin skipaði semsagt stóran þátt í þróun þessarar hugmyndar sem og auðvitað síaukinn kúnnahópur hér fyrir norðan og í nánasta nágrenni. Í ár verðum við Systur & Makar ekki með á hátíðinni sjálfri í tímabundinni verslun, heldur verðum við á Akureyri í búðinni okkar  á Strandgötu 9 til að kynna okkur, enda vonandi komin til að vera! 

Við bjóðum öllum gestum hátíðarinnar að fá 10% afslátt af öllu hjá okkur (gegn framvísun miða eða armbands), alla helgina, en við verðum einnig með opið hjá okkur á sunnudaginn hér á Akureyri.

Við hvetjum ykkur öll því til að fara og skoða hátíðina, hún er ávallt svo skemmtileg og vil söknum hennar mjög!

Þið eruð öll hjartanlega velkomin en á laugardag og sunnudag munum við bjóða upp á léttar veitingar, andlitsmálningu fyrir börnin, notalega stemmningu og léttan sumarblæ afþví við erum búin að panta sólina þessa helgi! Einnig er alltaf heitt á könnunni!

Við vonumst svo sannarlega til að sjá ykkur sem flest!

(Verslunin okkar á Strandgötu 9, beint á móti leigubílastöðinni).

Hér má sjá myndir af fyrsta básnum okkar árið 2010 (það árið unnum við verðlaun fyrir besta básinn sem var sérstaklega skemmtilegt).

Árið 2011 fórum við svo út í aðeins dekkri stíl:

Árið 2012 urðum við svo ofsalega rómantískar og sumarlegar og duttum í pastel litina:

Árið 2013 ákváðum við að taka þátt í árlegu ættarmóti sem er hjá fjölskyldu okkar systra og komumst því ekki á handverkshátíðina. 

2014 er svo stíllinn okkar að verða nokkuð mótaður og við höfum haldið okkur við létta rómantíska stílinn síðan þá í verslunum okkar.

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

Inspiring craft fair- the beginning of a great fairytale!

The story behind the stores Systur & Makar (translates to sisters and partners) began at a craft fair held in the north of the country (just outside of Akureyri).

We took part together for 4 years and combined our two brands into one cohesive booth or "pop up, 4 day store".

The style and the set-up of the booth changed year by year, as you can see from the photos here below,  but we finally found a style that we have more or less kept in our stores today. Anyway, back to the story...

After last fair, the year 2014, we went to a dinner at one of our favourite restaurants in Akureyri called Rub23, got some sushi and white wine, cheered and celebrated! And we thought it would be a great to open up a shop at Akureyri. After being here for couple of years our clientèle grew larger and stronger and every time we arrived we got such positive welcome from the locals! Couple of glasses and ideas started flying: "what if we just open up a store together?", Abba, Tóta's sister needed a job and she lives at Akureyri: "Abba, you could run it", "lets check out some free spaces", "what if we call it Sisters & Partners?"..

The ball started rolling and that very next day we had found a space and we measured it all.

On the way to Reykjavík we designed it on the phone mostly between cars, signed a lease in that following week and went to stock up on products. 3 weeks from the idea's inception, the store first opened it's doors, September 5th 2014 at Strandgata 9, in the heart of Akureyri, Iceland's largest town in the north.

Essentially the craft fair had huge influence on our company, and taking part in this great adventure led us to where we are today!

This year we will not be taking part, we can't be at two places at once sadly, but we welcome you all to check out our store, not a pop-up booth any more but hopefully a permanent location! We will be there with light refreshments, face paint for the kids. And to say thanks to the craft fair we encourage you to go and check it out and the admission bracelets you get at the fair will work as a 10% discount coupon at our store!

Here you can see images from past years craft fairs: This was 2010, that year we won a price for the best booth.

Here we have 2011, a bit darker look:

In the year 2012 we went for the pastel look:

The year 2013 we took a little break and finally, the year 2014, the eventful year the style of the booth matched the style of our stores:

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

María Krista, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

 

Lesa meira

Sameining, ó svo falleg!

(English below)

Nýju nistin okkar Sameining er nýkomin úr smiðju Kristu Design. Þau eru unnin út frá velþekktu keltnesku merki sem táknar sameiningu. Einnig er það talið sýna þroskaskeið konunnar á þremur mismunandi stigum; saklausa unga meyjan, mòðirin sem verndar og nærir og að lokum gamla vitra ættmóðirin. Efni ryðfrítt stál bæði í nisti og keðju. Menin fást í 2 stærðum og síddum, 45 cm og 90 cm keðjum. 

Þessi hafa orðið mjög vinsæl í gjafir! 

Hægt er að smella á myndirnar til að sjá þau á netversluninni!

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

This stainless steel necklace by Krista Design is inspired by the Celtic symbol for Unity and exists all around the world.

It appears across many cultures and generations in quite a few incarnations, the most common of which are the three interlocking spirals and the three human legs spiralling out symmetrically from a common centre. Similar forms are the three number sevens or any figure composed of any three-pronged protrusions.

Although it does appear in many ancient cultures, it is most commonly accepted as a symbol of Celtic origins, depicting the Mother Goddess and the three phases of womanhood namely; maiden – innocent and pure, mother – compassionate and nurturing, and crone – old, experienced and wise.

Material is stainless steel, both in pendant and chain.
The pendant is available in two sizes and different chain length, 45 cm and 90 cm

You can click on the images to go straight to our web store!

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

 

Lesa meira

Bílaspa- þetta er brilliant hugmynd!!!

(English below)

Muniði eftir matarboðinu á pallinum sem að við Tóta héldum um daginn fyrir skosku vini okkar? Jæja, það var allt ofsalega spikk og span á pallinum og girnilegt með meiru en undirbúningurinn tók alveg svolítinn tíma. Við héldum að við værum svooo tímanlega og með allt á hreinu, það eina sem við áttum eftir að gera áður en við sóttum þau á flugvöllinn var að þrífa bílinn.

Við vorum að fara með þau í bíltúr á laugardeginum og sunnudeginum reyndar líka svo bíllinn mátti ekki verða okkur til skammar. Tíminn leið og leið og fyrr en varir sáum við fram á það að fara með skítugan bíl á flugvöllinn og það fannst okkur ekki hæfa gestunum okkar, æi nei, fyrsta sem þau sjá: "skítugur bíll" - off!

Með vonina að vopni hringdum við í Bílaspa, Tóta hafði séð bílinn þeirra einhverntíman, og með þennan óttarlega ofurheila sinn, mundi hún eftir þeim og bjallaði.

Hreyfanleg bílaþvottastöð!

Þetta virkar ss þannig: þeir koma á staðinn, jebb fyrir utan ræktina, vinnuna heimilið: hvert sem er (næstum): þetta er fyrsta hreyfanlega bílaþvottastöðin á Íslandi. Þeir koma um allt höfuðborgarsvæðið fyrir utan 116 og 114 Reykjavík.

"Já ekkert mál, við komum klukkan 14:00 og þetta mun taka innan við klst" Samdægurs sko!!

Ekki málið, við hendumst í sturtu og græjum okkur og gerum, og á meðan mætir sendiferðabíll fyrir utan heimilið okkar, út stökkva 3 ofurmenn og fara á fullt! Þetta var eins og smurð vél (get it? -bíll, þvottur, vél hohoh?! )

Við náttúrulega höfðum engan tíma lengur til að græja okkur, heldur stóðum við stjarfar við gluggann og dásömuðum þessa snilldar hugmynd í bak og fyrir! Þónokkur "Snap-chöt" voru send og fáranlega fáar myndir því við vorum eiginlega bara stjarfar!

Þeir blésu úr loftræstingunni, þrifu hann að innan og utan, ryksuguðu allt, tóku gólfmotturnar í gegn svo þær enduðu nánast nýjar og eins og þeir lýsa þrifunum:

"Þrifin fara aðallega fram með gufu og því þurfum við aðeins 2L af vatni til að þrífa heilan bíl. Þessi aðferð er bæði umhverfisvæn því ýmis hreinsiefni eru ekki nauðsynleg en einnig fer hún mjög vel við lakkið. Allir bílar eru handþvegnir, handþurrkaðir og handbónaðir."

Best í heimi!!!

Svo hentumst við bara út eins og prinsessur, greiddum mönnunum og skutluðumst út á flugvöllinn í bíl með "nýjubílalykt"!

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

A mobile "car-spa" one of the best ideas of the year!

Do you remember the dinner party we had the other day with our Scottish friends?

Well we had everything planned out and then time passed and passed quickly and before we knew it we saw that we wouldn't have time to clean the damn car!

We were taking them on a drive that weekend, plus picking them up and driving them to the airport so having a dirty car was not an option!

With "hope" as our weapon, Tóta called this company called "Bílaspa", meaning Car-spa and checked if there would be any change in hell they could come and safe the day! "Yes we will be there in about two hours and it will take about 40 - 50 minutes"

OMG, so happy we kept on planning our dinner party and getting ready for the evening and suddenly a little van arrived, 3 men jumped out and cleaned the car like a "well oiled car-machine" -pun intended!

So cool!, we went from being super busy pampering ourselves to being completely stuck next to the window, in awe of this brilliant idea! I mean snap-chats were flying, and we were high-five-ing each other with wet hair becoming way to late for our date, but so damn happy with this super smart move we just made! (all on us, right?!)

They come to your workplace, your gym, your home, your anything within the great Reykjavik area, and clean that car of yours! Plus they do it mostly with steam which apparently takes way better care of your car, all hand-washed, hand-polished, well basically: "handled"! And the quality of their work is fantastic!

With a brand new car we drove off (I'd like to say "to the sunset", but to the airport in the rain, but the car was cleeeeeean! ;)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira

#dollyaroundiceland

(English below)

Dolly er einföld útfærsla af íslensku kindinni og bæði skemmtilegur minjagripur sem og stofustáss. Hún hefur heldur betur slegið í gegn meðal ferðamannanna en hún er hæfilega stór í töskuna og hentar sérstaklega vel í gjafir! Dolly fæst í nokkrum sauðalitum og 2 stærðum Dolly stór og Dolly lamb. (Þeim líður voða vel saman, en það er svo auðvitað smekksatriði!) Hún er einnig fáanleg í bleiku og túrkis í verslununum okkar.

Upprunalega er fyrirmyndin af Dolly skólaverkefni sem sonur minn Nói gerði í handmennt hjá Sólveigu Baldursdóttur á sínum tíma en hún er með betri kennurum sem ég hef kynnst. Nói minn dýrkar hana og dáir og saknar hennar mikið.  Hann kom heim með þessa sætu kind úr pappír og þvottaklemmum og var búið að vefja hana ansi hraustlega með vínrauðri ull eins og syni mínum einum er lagið. Ég heillaðist af þessari einföldu útfærslu sem reyndar má finna á alnetinu og pinterest í allskonar búningi en rauði þráðurinn var að nota þvottaklemmur og pappaspjald. Mig langaði að gera hana örlítið veigameiri svo ég settist við teikniborðið og teiknaði upp Dolly úr krossvið. Festingin við botninn var aðalhöfuðverkurinn en við hjónin leystum það þó enda maðurinn minn afskaplega klár og er því hægt að losa Dolly af botninum og jafnvel skipta um "föt" á henni ef því er að skipta. Það var þó ekki auðfengið að fá að að setja Dolly á markað án þess að sonurinn fengi eitthvað fyrir sinn snúð þar sem hann taldi sig eiga hugmyndina og fljótlega fóru í hönd samningaviðræður. Hann samdi móður sína algerlega undir borðið um prósentur pr stk enda hafði hún ekki hugmynd um hversu fljótt vinsæl Dolly yrði og í dag er hann massa sáttur eigandi að Playstation 4 tölvu.

 

Efniviður: Krossviður og íslensk ull.

Stærð: Dolly stór 12 cm x 10 cm

            Dolly lamb 6 cm x 5 cm

Dolly fór nýlega á ferðalag um landið og kom við á hinum ýmsu stoppistöðum á leiðinni.

Hægt er að fylgjast með ferðum hennar á instagramminu okkar hér: https://instagram.com/systurogmakar/ En þið getið að sjálfsögðu tekið þátt í ferðalaginu, farið með dolly með ykkur í ferð og smellið mynd, og "hashtaggið": #dollyaroundtheworld

það væri gaman að sjá hversu víða hún Dolly fer en við heyrum sögur af henni allsstaðar að úr heiminum enda áfangastaðirnir mjög fjölbreyttir!

Hér má sjá nokkrar myndir af ferðum hennar um landið okkar.

Einnig fæst Dolly hér á netversluninni með því einfaldlega að smella á myndirnar.

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja María Krista

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

#dollyaroundiceland #systurogmakar

Dolly is Krista Design's version of the Icelandic sheep, simple yet very smart and is both a very fun souvenir as well as a cute décor for the home.

It is available in several colours and two sizes “The mommy” and “the lamb”.. just so you know, they like to be together ;)

Material: plywood and Icelandic wool

Size: Mommy: 12 cm x 10 cm

Dolly lamb: 6 cm x 5 cm

Now Dolly is taking a trip around our lovely country and you can follow her travels on our Instagram page with the hash-tags above. 

You can also take part in her travels and for those of you that have bought Dolly here in Iceland it would be wonderful to see where they end up, just place them at a fun and caring little place, because you know, they need to be taken care of, and take a photo, add to Instagram and hash-tag with #dollytravelstheworld and/or #systurogmakar

Plus you can shop Dolly by clicking on any photo of her.

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

María Krista, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira

Saga Vendingsins vinsæla!

(English below)

Já saga Vendingsins er að verða svolítið löng, svona þannig séð en hann kom fyrst á markaðinn árið 2010.

Ég hannaði hann þegar mig vantaði utanyfirflík við "batwing sleeves" sem að voru vinsælar hjá mér á þessum tíma. Allar utanyfirflíkur sem að ég átti voru með þröngum ermum en mikið af kjólunum og toppnum mínum voru með víðum ermum, svo þetta varð vandamál sem ég þurfti klárlega að leysa!

Hann hentaði einnig svakalega vel fyrir íslenska veðráttu en hægt var að nota þykkar peysur innanundir en samt vera svolítið smart!

Fyrir þá sem ekki þekkja vöruna þá snýst hann mikið um lokunina, maður klæðir sig í, smellir að framan, setur hettuna á og snýr upp á hettutreflana og aftur fyrir höfuð!

Svo er einnig hægt að smella treflunum aftu fyrir bak en þá er hann eins og "opin slá".

Við bjuggumst aldrei við viðtökunum sem Vendingurinn fékk en hann varð strax alveg ótrúlega vinsæll. Við fengum brátt Vendinginn varinn gegn eftirhermum en hann var þó svo vinsæll að hann var mikið saumaður í heimahúsum landsmanna. Vendingurinn varð því fljótt merktur með bróderuðu lógói Volcano Design en "upprunalega varan" fékk þá strax meira vægi.

Svolítið örlaði á fyrirtækja eftirhermum og efnaverslunum sem að seldu sniðið, en það snerti okkur hvað mest, þar sem við vorum ekki ánægð með að ekki einungis var verið að hagnast á okkar hönnun og vinnu án þess að við fengjum nokkuð af gróða fyrirtækjanna, heldur var einnig bókstaflega verið að stela vinnu af okkar starfsfólki. Við vörðum hann því með lögfræðingi sem að sjálfsögðu vann hvert mál enda nokkuð borðleggjandi. Eitt tilfellið var verst þegar búið var að setja hann í framleiðslu erlendis og selja til 7 sölustaða á Íslandi. Þarna þótti mér vanta ansi mikið upp á virðinguna við íslenska hönnun því það hefði verið lang eðlilegast að fara réttu leiðina, hafa samband við okkur og við hefðum mögulega náð samkomulagi um samstarf. Það kostar nefnilega ekkert að spyrja!

Þetta er eitthvað sem við þurfum alltaf að fá áminningu um, sem hönnuður þá snýst vinnan mín um ferli sem fer frá hugmynd að raunverulegri söluvöru alveg eins og rithöfundur skrifar bók og verður þarafleiðandi höfundur bókarinnar. Það myndi engum detta í hug að ljósrita bókina og skrifa sitt eigið nafn undir sem höfundur, þá er talað um ritstuld, þetta vitum við öll og fyndist álíka brot fáranlegt en hönnun er því miður ekki komin með sama vægi. Ég tel þó að með auknu vöruframboði, stækkandi hópi hönnuða og meira umtali fær íslensk hönnun þá virðingu sem hún á skilið.

Við fórum brátt að sjá Vendinginn út um allt, hann varð svo vinsæll að eitt sinn sá ég 45 stykki sama daginn bæði frá okkur og heimasaumaða!

Ég trúði ekki mínum eigin augum en hann hefur klárlega verið okkar best-selda vara frá upphafi og frábær auglýsing fyrir Volcano Design og það erum við svo sannarlega þakklát fyrir!

Hugmyndin hefur verið þróuð í nokkrar mismunandi útfærslur, á tímabili komum við með tvílita Vendinga sem að voru úr tveimur mismunandi efnum og vösum.

 

Þá komum við með Vendingajakka og Vendingakápu sem eru með ísettum ermum og vösum en einnig líkari klassískum jökkum, aðeins með "vendings" virkninni.

Þessi flík er enn okkar vinsælasta vara bæði meðal Íslendinga og við heyrum sögur af konum sem eiga tvo og þrjá, en ferðamennirnir eru einnig stór kúnnahópur sem okkur finnst mjög skemmtilegt. Hann hefur því ferðast víða og verið vinsæll hér á netversluninni.

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

The story about our most popular product: "Vendingurinn".

This unique and slightly “twisted” design was first released in our store 2010. Named for the way it wraps and twists around the neck, this piece has a funky-edged, yet elegant layered look that sets it apart as an original Icelandic inspired design

With a line more like a cape, the “Vendingur” has an enigmatically sexy hood (which can be worn on or off the head… depending on how you feel that day!) and a connected wrap- around scarf.

This alluring piece can be worn in numerous unusual ways to create various different flattering and funky looks. Also adding to its unique design, the renowned “Volcano Design logo” features in black on the side of the garment… for you to show off at your will.

Available in three sizes, this old-school-charming design is appealing on all body types! The “Vendingur” can be worn with almost anything to finish off your look with a quirky, unique and very Icelandic style.

I designed this piece because at this time I had many tops and dresses with bat-wing sleeves and wearing coats and jackets with tight sleeves didn't really work.

So basically this idea came as a solution to a problem! Another solution which I found this design to fix was layering of sweaters. You see, the weather in Iceland can vary quite drastically and rapidly and having to layer clothes is very needed here sometimes, but I also wanted it to work as a semi light jacket. That it did also.

This is how it works:

Snap at the front, put the hood on, make a cross, behind the head, fix slightly and voilà!

Another way is to use it as an open cape, simple snap the buttons (one is enough) under the coat and behind your back, voilá voilá!

We never expected the acceptance to be so great but it became super popular super fast! We got it design protected to safe it from copies but I soon saw it being home-made all around town, so we started labelling the piece on the outside with the embroidered Volcano Design logo and the original got more appreciated. 

Sadly we had some company's that copied my design, and fabric stores that sold the pattern without asking and without paying any royalties. It was hard for me but especially because they were stealing work from my employees! We protected it with a lawyer and won every case, having it protected really paid off. But what I found especially sad was that they didn't even ask! Asking doesn't cost anything and taking this that way we might have found a way to work together. 

I find this to be a way to common problem here in Iceland, the lack of respect for other people's design. As a designer my work involves me getting an idea to a real and hopefully sellable product. It's a process that sometimes takes a long long time, many prototypes and failures before reaching the final goal. It is the same with authors, they write a book and become the authors of that book. It wouldn't occur to anyone to copy that book and sign with their own name underneath! That is called a plagiarism, we all know this and would find such a breach ridiculous! The same has to be for design, but it seems like we haven't reached the weight of importance, I do however feel we will with more designers, various product supplies and growing attention and popularity, Icelandic design will hopefully gain the respect it reserves!

Soon the product got so widespread and popular I remember seeing (hardly believing my eyes) 45 of them in a day, both originals and home-made!

It has been our best sold product from the get go and a great advertisement for Volcano Design and for that we are endlessly grateful!

The idea got developed into several different varieties, at one point we offered Duo-tone Vendingur made of two contrasting materials with pockets.

And then we brought Vendingur jacket, and Vendingur coat, with inserted sleeves, sharper shoulders but with the twist function.

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

 

 

 

Lesa meira

Cuddle-Me kynnir nýja vöru: Krílakort!

(English below)

 

Eftir að hafa tekið þátt í Handverkshátíðinni undanfarin ár höfum við kynnst allskonar skemmtilegu fólki, fyrirtækjum og spennandi vörum.

Cuddle-Me er eitt af þessum fyrirtækjum sem að mér finnst sérstaklega skemmtilegt! Ég kynntist reyndar Maríu Rut sem er orðinn hluti af þessu batterýi fyrir nokkrum árum síðan þegar við vorum báðar í námi í Teko, hönnunarskóla í Danmörku, en hún María er mikill dugnaðarforkur og allt sem hún snertir verður svo fallegt. Ég held að hún verði því góð viðbót í fyrirtækið!

Við systur elskum að kynna önnur fyrirtæki, hvort sem það eru verslanir, veitingarstaðir eða önnur hönnunarteymi því við trúum því að samvinna sé stór lykill að velgengni, takið því vel eftir því Cuddle-Me hópurinn er nú að kynna nýja vöru: Krílakortin og standa fyrir söfnun á Karolina fund.

Cuddle-Me er lítið fyrirtæki rekið af þremur vinkonum, Valdísi, Unu og Maríu. Markmið Cuddle-Me er að hanna og framleiða vörur sem stuðla að auknum tengslum foreldra og barna og fjölga gæðastundum í lífi fjölskyldunnar. 

Upphafið að Cuddle-Me má rekja til lokaverkefnis Unu og Valdísar í uppeldisfræði við Menntaskólann á Akureyri vorið 2005. Þar kviknaði hugmyndin að nuddsamfellunni en verkefnið sigraði keppnina "Ungir vísindamenn" sem haldin var á vegum Háskóla Íslands og voru þær í framhaldi fulltrúar Íslands í Evrópukeppni ungra vísindamanna í Moskvu sama haust. Þær eru engin blávötn þessar stelpur!

Cuddle-Me samfellan, eða „nuddgallinn“, byggir á þeirri hugmynd að sjónrænar leiðbeiningar hjálpi foreldrum að nýta sér ungbarnanudd. Á samfelluna eru því prentaðar myndir af krúttlegum dýrum með löng skott, en skottin eru leiðbeinandi fyrir strokur í ungbarnanuddi. Cuddle-Me samfellan er úr mjúkri bómull og kemur í nettri öskju ásamt leiðbeiningum, hentug sængurgjöf handa nýbökuðum foreldrum.

Nýjasta vara Cuddle-Me eru Krílakort, fallega hönnuð spjöld sem hjálpa foreldrum að myndgera mikilvæg augnablik á fyrsta ári barnsins.

Um er að ræða öskju með spjöldum (13 x18cm) og er hvert og eitt þeirra helgað merkisstund í lífi barnsins. Í hverju setti af Krílakortum eru 22 spjöld, meðal annars fyrir mánaðarafmæli eitt til ellefu, fyrsta afmælið, fyrsta brosið, fyrstu baðferðina, fyrstu jólin og fleiri dýrmætar minningar. Spjöldin koma í fallegri öskju og eru falleg minning um tíma þar sem barnið þroskast ört.

Við freystum þess nú að fjármagna fyrsta upplagið af Krílakortunum í gegnum Karolina Fund - en það er hópfjármögnunarsíða þar sem hægt er að forkaupa afurð og þannig hjálpa til við að koma henni í framkvæmd.


Í tengslum við söfnunina á Karolina Fund höfum við einnig hannað litabókarblöð og kúluspil - en afraksturinn má sjá á Karolina Fund síðunni okkar.

 Ef þið sjáið ykkur fært að styrkja þessa duglegu og framkvæmdarglöðu töffara þá er um að gera að skella sér á síðuna þeirra og velja ykkur styrktargrein, þær eru ótrúlega sanngjarnar í verði og munið að margt smátt gerir ótrúlegustu hluti mögulega!

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

Cuddle-Me introduces a new product: Tiny moments!

Me and my sister love introducing other stores, company's, restaurants and smarts ideas to you all, and this is one of those great ideas we think will interest you!

Cuddle-Me is a company we got to know at a craft fair we have taken part in for the past couple of years. It just got a new member: María Rut, but I know her personally from my studies with her in a design school in Teko, Denmark. Everything María Rut touches becomes so pretty, she is a great graphic designer and I believe she will be the perfect fit to this company!

Cuddle-Me is a small family company focusing on products that encourage families to spend quality time together, strengthening the bond between parents and children. Our newest product is "Tiny Moments", cute cards that help parents visualize precious moments during their child's first year. The set contains 22 cards, each dedicated to a milestone such as monthly anniversaries, baby's first smile, first bath, first Christmas and more. By shopping Cuddle-Me products through Karolina Fund you support us to fund the first printed edition of Tiny Moments. The cards are available both in English and Icelandic.



The company's first product was Cuddle-Me Clothes, a bodysuit designed to teach and remind parents about infant massage. The idea was born in the spring of 2005 at Akureyri Junior College, a secondary school located in North Iceland. It was initially a school project that turned into a big adventure when it was selected as Iceland's representative in the 2005 European Union Contest for Young Scientists.

The bodysuit is made from wonderful and soft organic cotton. It has silk-screen printed pictures of animals with long tails on the back, chest and abdomen areas. The tails actually form directions, outlining basic strokes of infant massage. Therefore, the instructions are "printed" directly onto the child! (Genius, right?) It comes in a paper box, instructions with pictures are included.



Most recently the carpenter in the family has been brainstorming ideas for homemade toys, and the first product is a homemade pinball game, perfect to entertain the older siblings.

Please check out their pitch at Karolina Fund and take part in this wonderful project by clicking this link.

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira

Sykurlausa döðlupoppið er komið aftur!

(English below)

450.- krónur pokinn.

Vá!! við trúðum nú eiginlega ekki viðtökunum við Sykurlausa Döðlupoppinu okkar en jeminn, það bara seldist svakalega hratt!

Þið eruð náttúrulega bara mögnuð að vera svona opin fyrir nýjungunum og sykurleysið fer bara svona ofsalega vel í kúnnana okkar greinilega!

Önnur sending af poppinu er nú komin aftur svo það er um að gera að tryggja sér poka, en einnig er hægt að versla þá hér á netversluninni!

Poppið er poppað í gufu ekki olíu sem gerir það sérstaklega létt og stökkt en það mýkist svo svolítið aftur við döðlublönduna.

Því næst er poppinu blandað við döðlublönduna okkar sykurlausu og góðu en hún samanstendur af: döðlum, smjöri, kókosolíu, erythritoli og salti. 

Þetta er gert í stórum potti svo að karamellan dekkist örlítið á þessu stigi og fær ljúfa brennda tóna sem gerir poppið unaðslega gott! (ótrúleg á lýsingarorðunum finnst ykkur það ekki? Alveg næstum eins og Guðrún Veiga!, nei ókei, hún vinnur!) :)

Þá er poppinu pakkað í 50 gramma krúttlega poka og þeir svo merktir með gæjalegu "carnival" límmiðunum!

Fást í verslunum Systra & Maka á Laugavegi 40 sem og á Strandgötu 9 á Akureyri!

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

Sugarfree caramel dates popcorn- a must try!

We simply can't believe the amazing acceptance and popularity of our caramel popcorn! Thank you all, you rock!!!

Well after such great reviews we ordered another shipment of these little bags of sweet and salty gold nuggets and they are now available again!

They can be ordered here on line or at our stores at Laugavegur 40, Reykjavík and at Strandgata 9, Akureyri!

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

 

Lesa meira

Seyðandi Snæfellsnesið

(English below)

Ég verð að deila með ykkur nokkrum myndum sem við tókum á ferð okkar um Snæfellsnesið fagra en fallegri akstursleið er varla hægt að finna.

Endalaust myndefni í krúttlegum smábæjunum á leiðinni frá Stykkishólmi og niður að Hótel Búðum. Eftir notalega helgi í bústaðnum í Hólminum þar sem við nutum þess að vera í smá fríi frá vinnunni, með nokkrum Dolly vafningum þó, þá héldum við heim á leið en ákváðum að fara „hina“ leiðina niður að Vegamótum. Með viðkomu í pylsuvagninum þar sem menn fengu sér mögulega eina Þórhildi og Hinrik þá var brunað af stað.

Grundarfjörður, Ólafsvík, Hellissandur, Rif, Arnarstapi og Hellnar voru sérstaklega fallegir í frábæra veðrinu sem við fengum. Nautnabelgirnir sem við erum stoppuðum hér og þar í ís og snakkáfyllingum og eitthvað var sopið á kaffinu. Ég verð þó að nefna að verðlagið á veitingastöðum er ansi breytilegt og víða sorglega hátt að mínu mati. Okkur langaði að setjast niður í kökusneið á einum stað en hreinlega tímdum ekki að borga 1100.- fyrir litla sneið af hjónabandssælu ! Fannst það bara hreinlega ekki málið.

 

Eftir kríuhitting á Rifi og skoðunarferð um eyðibýli sem ég laðast sérstaklega mikið að þá ákváðum við að bruna beint á Akranes og prófa veitingastað sem ég hafði lesið góða dóma um.

Þetta var Gamla kaupfélagið sem stendur við Kirkjubrautina og þótt húsið hafi ekki kallað neitt sérlega á mann þá var andinn innandyra notalegur og matseðilinn kjánalega girnilegur.

Eldri sonurinn átti í mestu vandræðum með að velja sér en við enduðum á að prófa nokkra mismunandi rétti svo hægt væri að smakka hjá hvor öðrum. Það er eitthvað sem einkennir okkur systur, matseðlagræðgi og smakkárátta.

Helst viljum við að allir panti sitthvort svo við missum ekki af neinu með mismikilli ánægju samferðafólks.

Þjónustan var ljómandi góð og sérþörfum yngri sonarins sinnt með ánægjusvip. Verðinu var stillt í hóf, maturinn kom hratt og örugglega úr eldhúsinu og smakkaðist hreint út sagt frábærlega. Þetta er flott tilbreyting frá vegasjoppunum og svei mér þá jafndýr ef ekki ódýrari. Get alveg mælt með þessu fína veitingahúsi fyrir allan aldur og buddur.

 

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

The seductive Snæfellsnes

I must share with you couple of photos we took on our way around Snæfellsnes but a more appealing drive can hardly be found. Snæfellsnes is a peninsula situated to the west of Borgarfjörður, in western Iceland.

We spent a weekend at my parent’s summerhouse and took the “other way home”.

They drive is filled with photo-moments, all sorts of cute small towns; Grundafjörður, Ólafsvík, Hellissandur, Rif, Arnarstapi and Hellnar. And being the foodies that we are we stopped at several places on the way to enjoy hot dogs, ice-creams, refilled our snack supplies at every other drive through and the coffee limit was reached and passed!

The prices are very different at the restaurants and at some I must say I found it to crude, so travelling around Iceland try to look for the best prices. Sometimes it is totally worth it, especially if the surroundings, interior and details has been touched with love (you see that straight away) then I am totally willing to spend the buck. But too high of a “tourist price” I really feel put off.

Anyhow, after a meeting with some crazy arctic terns at “Rif”, (they pick your head if you get to close). We decided to go straight to Akranes to try a restaurant I had heard raves about. (I know, you’d expect us to be fully fed up at this point but this lovely Sunday our tummy’s seemed to be bottomless!) The restaurant is called “Gamla Kaupfélagið” which is a not necessarily the most attractive on the outside the interior was very cosy, the menu was especially desirable!

My older son had problems picking a dish to try so we ended up trying a few. My sister and I have this in common, we get “food jealous”, because someone might get a better dish! A great solution is to get everybody to order differently so we can try all the dishes, not exactly popular always but hey, give us some love! “Menu-greed” and “taste fetish”, those are some real symptoms you know!

The service was great, which we value greatly, the food was delish, (all the dishes) and the price was very reasonable, I can definitely recommend this place! Check out the restaurant here.

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

María Krista, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

 

Lesa meira

Kríuóróinn- falleg heimilisprýði!

(English below)

Kríuóróinn er kominn aftur hjá Kristu, og sem betur fer því þetta er ein af mínum uppáhalds vörum frá henni systur minni!

Ég elska skrautmuni og ef einhver ykkar hefur komið heim til okkar Tótu þá vitið þið það að þar hef ég fyllt allt af dóti! Veggirnir eru orðnir fullir, allar hillur, öll borð svo þá er komið að því að hengja í loftin og jeminn hvað óróinn kemur þá sterkur inn!!

"Krían er líka besta móðir í heimi", þetta sagði hún Bergrún Íris vinkona mín, en hún er teiknari og rithöfundur og gaf nýlega út bókina "Sjáðu mig sumar", en hún hefur alveg rétt fyrir sér, það er líklega enginn sem ver eggin og ungana sína jafn harðlega og hún, ef þú kemur nálægt verður allt vitlaust!

 

(Hér er mynd úr fallegu bókinni hennar en hana má finna hér:)

Fuglinn er hávær í raunveruleikanum og nokkuð árásargjarn en sérlega fallegur svo við gerðum okkar eigin hljóðlátu útgáfu. Kríuna má hengja upp í glugga eða loft og ég lofa að hún ræðst ekki á neinn.

Efni: Krossviður og kemur fuglinn í flötum pakkningum. Tilvalið til gjafa erlendis.

Hægt er að versla óróana hér á netversluninni með því að smella á myndirnar af óróanum!

Stærð: Vænghaf um 60 cm 

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

 

Arctic Tern mobile, a beautiful decoration that comes in a flat pack!

The Arctic Tern (Sterna paradisea) is a very common bird here in Iceland. It is a sea bird and we love the sharp shapes of the bird and it‘s striking features! The bird can be a bit agressive but our mobile is very calm and beautiful, floating in the air, or in a window. Guarantee no pecking from this one!

All the shapes are designed and drawn by Krista and made of plywood cut in a water jet cutter and finally painted in the locally based workshop.

The bird comes in a beautiful flat pack packaging.

Size: Wing span about 60 cm 

You can shop this fantastic mobile by simply clicking on the images of the bird and you will be re-directed to our web store.

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

 

Lesa meira

Sunnudagurinn, síðasti dagurinn með skosku vinum okkar!

(English below)

Eftir smá stuð kvöldið áður á Snaps og börum borgarinnar þýddi ekkert annað en að fara með vini okkar á Vitabar í einn almennilegan borgara!

Systir hennar Tótu og maðurinn hennar reka Vitabar og sonur þeirra var að afgreiða, (ég held að hann hafi sett extra mikla sósu því borgararnir voru sérstaklega góðir!)

Þá fórum við með þau á saumastofuna okkar og sýndum þeim hana, sem og í búðina á Laugaveginum, þau versluðu sér svolítið af gripum og 2 döðlu-popppoka en þau smökkuðu á því kvöldið áður og það sló svona heldur betur í gegn! Grunar að þeir hafi svo verið kláraðir í vélinni heim!

Með fulla maga af mat og í yndislegu veðri tókum við þau í smá bíltúr, keyrðum út að Bessastöðum. Þeim fannst ótrúlegt að sjá að hús forsetans væri bara svona "bert", ekki varið innan um risastór hlið í lokuðum garði á einkasvæði sem væri ómögulegt að sjá glitta í! Þetta fannst þeim stórmerkilegt, enda er þetta það. 

Á leiðinni út afleggjarann fannst okkur við sjá hann og þau tístu eins og smákrakkar!

"It waaas him, he's going in, WE JUST PASSED THE PRESIDENT!!"

Ótrúlega skemmtilegt að sjá þau láta svona því okkur fannst þetta ekkert svo merkilegt, hann Ólafur fer stundum að sækja sér rúnstykki í Sandholt hérna við hliðina á búðinni (enda eitt besta bakaríið í bænum) svo við stöndum stundum við hliðina á honum í röð, hann var því líklega bara á leiðinni heim út bakaríinu þennan fína sunnudag. Æi það er svo notalegt að vera Íslendingur og vera algjörlega í eigin heimi stundum!

Við keyrðum með þau um Hafnarfjörð og sýndum þeim hvar við systurnar ólumst upp og þar sem við vorum með svo góðan tíma fórum við í smá rölt um Hellisgerði. Ég lék mér þar iðulega þegar ég var krakki svo ég gat leitt þau um þennan fallega garð. Það er frábært að sjá hvað það er búið að taka hann í gegn, öll tún voru vel slegin, þar voru nýir bekkir og tjörnin var búin að fá yfirhalningu! Við fengum okkur svo kaffibolla á Álfakaffi og sleiktum sólina!

Þá var kominn tími til að bruna í Bláa Lónið, og það var yndislegt!

Við höfðum bókað tíma sem borgar sig klárlega að gera núna en þau sögðu okkur frá því að þau þyrftu oft að vísa fólki frá þar sem lónið væri fullt! Það voru um 500 manns í lóninu þegar við fórum ofaní en það virkaði alls ekki þannig. 

Ég fór síðast fyrir nokkrum árum síðan og fannst aðstaðan búin að taka stakkarskiptum, vatnið var mjög hreint og kísillinn var greinilega unninn, ég man að síðast var hann allur í kögglum, nú var hann eins og mjúkt krem. Ég veit ekki hvort að virknin sé alveg sú sama en þetta var eins og að maka á sig hárnæringu, svo við gerðum það öll að sjálfsögðu og vorum með þetta á okkur þar til það storknaði! Jú þetta kostaði svolítið en við vorum öll sammála um að þetta var alveg þess virði!

Þá var kominn tími til að kveðja, við skutluðum þeim á völlinn eftir algjörlega frábæra helgi sem að við munum lifa á lengi!

Okkur fannst skemmtilegast að geta gert hluti allan tímann sem að kostuðu alls ekki mikið, matarboð á pallinum, smurbrauð við Þingvallavatn, kaffibolli í Hellisgerði og langir og góðir bíltúrar í góðum félagsskap er klárlega uppskrift að góðri helgi!

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

Sweet Sunday, last day with our dear Scottish friends!

After a super fun Saturday, great food at Snaps and couple of drinks at the local bars it was definitely time to treat them to some seriously juicy burgers! 

We went to Vitabar, Tota's sister and her husband run this burgerbar and their son was working this day, I am sure he added some sauce because they were extra tasty! It is one of the staple places in Reykjavík, been here for years and the locals love it! Basic burgers but oh so good, the blue cheese addition is also wonderful!

You can find them here:

We then showed them our sewing room and workshop and our store in Reykjavik. They really loved the tour and shopped some souvenirs and sugar free dates popcorn in our store, (sure that was for the air plane ride home!). 

We took them to a little drive around Hafnarfjörður, my hometown, and drove to Bessastaðir, where the president lives. 

They found that so remarkable, the state is not isolated at all, no fancy gates and metal fence, no bodyguards just a relatively humble house, a church and a fantastic view.

On the way back from his driveway we passed him in his car, they freaked! It was so funny: "It waaaas him, he's going in, WE JUST PASSED THE PRESIDENT"!!

This is such a normal thing here in Iceland, we meet him in the bakery from time to time and don't find this to be so amazing, which is the difference between Iceland and most other countries I suppose.

After a sunny day of driving around we went to Hellisgerði, a lovely park in Hafnarfjörður, but that town is said to be filled with elves and trolls, my hometown. Hellisgerði is no exception and the elves have a party here all the time! 

This lovely lava park in the centre of Hafnarfjordur town, was founded in 1922. The park gets its name because of from the cave in it's centre. It is dedicated to the old folk tales, the Icelandic strong believe in the existence of hidden folk.
This park is considered to be one of the major settlements of elves and fairies and other mystical beings.

It is a friendly park to visit, with a collection of about 150 miniature bonsai trees and a playground for children. One might perhaps find a cave or a hole the hidden folk live in.

(This text is found on a comment at Trip advisor, so well written I couldn't not post it!.)

By the time we had finished with the park it was time to take them to the Blue Lagoon. For those who don't know what it is, it's a geothermal spa recognized as one of the 25 wonders of the world. and as they write at their homepageThe Blue Lagoon was formed in 1976 during operation at the nearby geothermal power plant. In the years that followed, people began to bathe in the unique water and apply the silica mud to their skin. Those with psoriasis noticed an incredible improvement in their condition. Over the years, Blue Lagoon has been innovative in harnessing this gift of nature to develop different spa services and products. Today, Blue Lagoon is recognized as one of the wonders of the world.

We had reserved a spot in the lagoon which was essential due to it's huge popularity! There were about 500 people in when we arrived but it didn't feel that way at all. The water was fantastic and everything was very clean and they have now added a poolside bar in the water, oh we loved that!!

Finally after a great weekend it was time to say goodbye! Not ashamed to say but a little tear formed in the corner of my eye, this lifelong friendship is just beginning and we can't wait to see them again! Lots of love to you guys, Charles & Suzanne, you rock!!

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

 

Lesa meira

Fjársjóðskjallari í Hólminum

(English below)

Það má segja að við systur hafi verið á faraldsfæti síðustu helgi. Á meðan þær stöllur Katla og Tóta þeystust um suðurlandið með skosku vinahjónin þá fórum við fjölskyldan í Stykkishólm í bústað foreldranna og tókum svo Snæfellsnesið á leið heim. Við elskum „Hólminn“ eins og við köllum hann og það er alltaf jafnfallegt þar og þá sérstaklega á sumrin þegar höfnin er iðandi af mannlífi og ferðamönnum sem lífga svo sannarlega upp á bæjarmyndina. Við duttum inn á frábæra sýningu í Tang og Riis þar sem vinnustofa og galleríið hennar Ingibjargar H. Ágústsdóttur er staðsett en þar sýnir hún nú lágmyndir af eyjum og skerjum í Breiðafirðinum og eru þær hver annarri skemmtilegri. Þessi kona er fatahönnuður að mennt en er einnig snillingur með útskurðarhnífinn og myndirnar hennar ótrúlega lifandi og skemmtilegar bæði fyrir unga sem aldna. Húsnæðið er svo annar kapituli því önnur eins smartheit hef ég sjaldan upplifað. Þarna blandar hún saman gallerí og vinnustofu í gamla kjallaranum í Tang og Riis húsinu sem var upphaflega pakkhús Gramsverzlunarinnar og síðar verslunarhús Tang & Riis. Upprunalegar hansahillur og fagurlega uppgerðum tekkhúsgögnum er smekklega raðað inn í rýmið og gerir þennan grófa en fallega kjallara að fallegum og hlýlegum ævintýraheim. Ef þið komist ekki á sýninguna EYJAR í Hólminum þá hvet ég alla til að kíkja á síðuna hjá þessari frábæru listakonu www.bibi.is og njóta þess sem þar má sjá. Ég á mér þann draum að eignast krummahöfuð inn á heimilið mitt. Bara svona ef einhverjum vantar hugmynd af fimmtugsafmælisgjöf t.d.
Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja María Krista
- Systur & Makar –

 

 

Höfnin fallega

 

Smart uppsetngin

Já takk mamma og pabbi ég væri til í svona !

Such a homy gallery

The Hidden gem in Stykkisholmur

You may say my sister and I have been very ambulant last weekend. Katla & Tóta travelled about the south with their Scottish friends, me and my family stayed in Stykkishólmur in my parent’s summerhouse. We love this place, it is always equally beautiful there, in every which weather but especially during the summertime when the harbour is buzzing with tourists and locals that bring everything to life!
We checked out a wonderful art exhibition in Tang & Riis, but the artist: Ingibjörg H Ágústsdóttir has a workshop there as well as a gallery. At the moment she is showing bas-reliefs of the islands in the fjord, each one more beautiful than the other!
The artist is educated as a fashion designer but she is also really great working the carving knife and her pieces are so alive and suit everybody, young and old!
The house is another chapter: it is so well organized and the decoration and finishes are remarkable! She blends a workshop and a gallery in “one” in the old basement of this historical building. In the olden days it used to be a retail outlet called Tang & Riis and the basement used to be its warehouse.
Original designer shelves called “Hansa-shelves” adorn the space among beautifully renovated teak furniture’s that are very tastefully arranged in the space which gives this rustic basement a warm fairy tale flavour!

The workshop

A beutiful handknitted pillow

If you can’t visit this exhibition: EYJAR (meaning ISLANDS) in Stykkishólmur, I really recommend you checking out her site: www.bibi.is Her work is well worth the look!
I personally have a dream of getting a raven head by her, just you know, if somebody close nee

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn
María Krista on behalf of
- Systur & Makar –

Lesa meira

Kirkjuprýði, falleg fyrir heimamenn og gesti!

(English below)

Kirkjur eiga sér langa sögu á Íslandi en trúin hefur ávallt verið frekar sterk hér á landi. Þegar við Tóta fórum með Skosku gestunum okkar í smá ferð um landið furðuðu þau sig á fjölda kirkja sem þau sáu á þessum stutta tíma sem að við vorum á veginum.

(mynd fengin af www.kirkjukort.net)

Þetta vakti mig til umhugsunar og áhuga og hef ég nú komist að því að á Íslandi eru á fjórða hundrað kirkjur.. það finnst mér alveg ótrúlegur fjöldi. (það eru mismunandi magntölur taldar upp en á einum stað sá ég töluna: 361)

Sérstaklega ef að við hugsum okkur að fjöldi Íslendinga sé skv Hagstofu Íslands 1. janúar 329.100.

Þá þýðir það að við eigum eina kirkju fyrir hverja 912, og ekki eru allir trúaðir svo talan er í raun mun lægri... magnað á Íslandi!

Þar sem að kirkjurnar eru sterk tákn á Íslandi og oft mikil bæjarprýði þá hannaði Krista kirkjuprýði en sú fyrsta var gerð af Akureyrarkirkju í tilefni af opnun fyrstu Systra & Maka versluninni okkar þar í september 2014.

Kirkjuprýðin er framleidd úr hvítu húðuðu áli og eins og er fást þær í þessum nokkrum mismunandi úttfærslum. Kertastjakinn er einfaldur og fallegur og um leið táknrænn og vonandi minningarsjóður fyrir þá sem þekkja til sinnar kirkju. Glerstjaki fylgir með kertaprýðinni undir sprittkerti.

Fríkirkjan í Hafnarfirði kom næst en við systurnar ólumst upp í Hafnarfirði og vorum skírðar og fermdar í þessari dásamlegu kirkju.

Þá var komið að Hallgrímskirkju en þegar við opnuðum verslun okkar á Laugavegi var ekki annað hægt en að framleiða eina þekktustu og mest mynduðu kirkju landsins.

 

Nýjasta kirkjan er sveitakirkjan, en hún kemur aðeins í svörtu og er tilvísun í gömlu sveitakirkjurnar og hér með sérstakri vísun í Krísuvíkurkirkju.

Þessir fallegu stjakar hafa bæði verið mjög vinsælir í gjafir fyrir heimamenn sem og minjagripur fyrir ferðamanninn en þær fást einnig hér á netversluninni einfaldlega með því að smella á viðkomandi mynd.

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

Icelandic churches, a strong symbol!

I was driving about the country side with friends from Scotland last weekend as you might remember reading about. And they were amazed with the amount of churches we saw here in Iceland though we weren't driving for so long.

I found this very interesting since I had never thought about it that way before so I checked it out and got a figure of 361 churches in Iceland.

I think that is remarkable especially if you think about the amount of Icelanders, according to statistic council of Iceland, January 1st we were 329.100!

This means we have one church for every 912, and not all attend mass so the number is in fact even lower! 

Well.. to make use of this very strong symbol, Krista designed beautiful candle holders to honour these beautiful buildings.. (not all 361 of them, but they have 4 so far!)

They are also available here on-line by simply clicking the images of each church.

The church ornaments are candle holders made of aluminium, cut in a water jet cutter and finally powder coated in the locally based workshop. They are available in several implementations that are all inspired by Icelandic churches.

The church candle holder is simple and beautiful and yet it holds a great significance. Many have as a memorabilia to “their” church or simply their belief. A glass candle holder for a tea light is included with the church.

Akureyrarkirkja was made due to our first store opening at the largest city in the north of Iceland, Akureyri.

Fríkirkjan in Hafnarfjörður is simply because the sisters of Systur & makar are born and raised in that town and were confirmed and baptised in that church.

Hallgrímskirkja is the newest addition to the “church family” and simply because it could not be left out once we opened our main store at Laugavegur, Reykjavík.

The old icelandic church is a typical church we know from the country side and the simple shape is very common for those kind of churches in Iceland.

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira
158 niðurstöður