Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr
Lokað er í verslun á uppstigningardag fimmtudaginn 9 maí.

Fréttir

Gullni hringurinn og Snaps

(English below)

Höldum þá áfram sögunni um heimsóknina um síðustu helgi.

Við sóttum Charles og Suzanne á hótelið kl 12:00 á Laugardeginum en þau höfðu tekið daginn snemma, farið í morgunmat á Café París sem þau voru mjög ánægð með og röltu um miðbæinn. Þau fóru upp að Hallgrímskirkju, kíktu í Hörpu og spjölluðu við allskonar fólk eins og þeim einum er lagið, en Charles er einn "opnasti" maður sem ég hef nokkurntíman hitt! Hann býður öllum góðan daginn og spjallar við alla, dásemd!

 

Jæja, þau komu í bílinn þar sem við vorum með fersk íslensk jarðaber fyrir þau til að smakka og niðurskorna gula melónu sem þau jöpluðu á, á leiðinni í sumarbústaðinn hennar Helgu. Hún var búin að panta smurbrauð frá Jómfrúnni og var með ískaldan bjór, þið getið ímyndað ykkur hvað þetta sló í gegn!

Allt svo smekklegt og smart hjá Helgu enda mikill fagurkeri!

Svo fengum við kaffi og lakkríssúkkulaði frá Omnom (sem er án gríns, eitt það besta ever!!!)

Áfram héldum við ferðinni og keyrðum að útsýnispallinum hjá Almannagjá og þar á eftir að Geysi, þar sáum við Strokk gjósa!

Svo kíktum við í Geysis verslunina eins og sannir túristar og ég missti það aðeins á myndavélinni, mér fannst hún æðisleg! Ótrúlega skemmtilega innrétt og sjarmerandi, ekta túrista en hrikalega töff og vel gerð!

Þar splæsti Charles í ís og þau Tóta mátuðu víkingahjálma, fór þeim ekkert smá vel!

Hér sá ég líka eina þá allra túristalegustu vöru EVER, án gríns fólk: íslenskt loft í dós!!! ókei, cool og skemmtileg hugmynd en fyrir 1600.- þá finnst mér brandarinn aðeins missa marks :S (æi þetta finnst mér of mikið okur og skammast mín ekkert fyrir að segja það!) En þetta selst örugglega ótrúlega vel! úff... 

Hönnuðurinn hún Tóta mín er með mun sterkari hugmynd að pakkningu, sjáði þetta ekki fyrir ykkur? Glær dós (þetta var plast svo það er örugglega hægt að græja þetta í glæru) eða einfaldlega í glerkrukku sem væri virkilega fallegt, með mynd af íslensku landslagi innaní krukkunni og fallega skrift sem segir: "memories from Iceland, fresh mountain air!" ... já hún er ekki öll sem hún er séð hún Tóta, hér er komin ferðamannavara sem ég myndi vilja hafa uppí hillu, smart, einföld og skemmtileg! 

Þá var það Gullfoss, svona til að klára hringinn og við keyrðum smá útsýnistúr heim og við sem ekki vorum undir stýri nutum útsýnisins með einum ísköldum, ekki amalegt það!

Um kvöldið fórum við saman á Snaps en Gunna vinkona kom með okkur þangað. Maturinn var himnaríki og Selma sem þjónaði okkur til borðs var dásamleg! Æi það er alltaf svo geggjað að fá svona heimilislega og notalega þjónustu en hún stóð sig eins og hetja og ég held að maturinn hafi orðið enn betri fyrir vikið! Það var ferlega mikið stuð á okkur eitthvað og þau elskuðu að vera leidd á milli staða hugsunarlaust!

Við enduðum svo kvöldið í drykk á Skylounge og 101 Hótel en fórum þokkalega snemma heim til að geta klárað síðasta daginn með trompi!

Meira næst..

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

 

The Golden circle and Snaps.

To continue with our little story about last weekend with our friends.

Well we picked them up at the hotel on Saturday at 12:00, they had then been out and about, took a stroll in down-town Reykjavík, had breakfast at Café Paris which they were very happy with. Went to check out Harpa concert hall and walked up to Hallgrímskirkja our largest church and enjoyed the weather that had fortunately changed it's forecast to sunny and sweet! We couldn't believe it, it was supposed to be raining all weekend but the weather gods were super nice to us!

So we went to a little tourist drive, started with visiting Helga's beautiful summerhouse but she had ordered Danish open sandwiches called "Smørrebrød" and cold Icelandic beers!

Yeah, it was all right! :)

We then drove to the observation platform next to Þingvellir, our national park to take a look at Almannagjá.

Then we checked out Geysir and saw a small one called "Strokkur" blow. ("we didn't see that coming, ha! Suzanne?!) :)

Finally we went to see Gullfoss and on the way home, us "non drivers", enjoyed the view with one ice-cold beer! 

That evening Gunna our friend joined us for a meal at Snaps, I must recommend this place! The food is always delicious, the atmosphere is buzzing, young and fun and the service it top notch! If you ever get the change to visit please do! The only thing is, is that you can't order a table, just arrive and wait at the cellar bar lounge until your name is called. It is completely fine, but just so you know, it can take a bit of time for the wait., but well worth it if you have the time to kill! Check it here: Snaps.

We ended the night at two lovely Hotel bars: Skylounge and 101 Hotel.

The evening was super fun, lots of laughs and joking about, idiotic comments and to explain it the best: "Friendships growing stronger!"

More next time..

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira

Sushi sumar!

(English below)

Sumarið er tíminn fyrir grill og gúmmelaði en einnig létta rétti og þá er tilvalið að fá sér girnilegt sushi og kælt hvítvín!

Mér finnst það allavega alveg tilvalið! Ef vinum er boðið í heimsókn í annaðhvort heimagert sushi eða keypt er dásamlegt að eiga fallegt sett til að raða sushi-inu á.

Hér má sjá Sushi settið frá Kristu Design. Um er að ræða 1 stóran bakka 29x29 cm með skál í miðju fyrir engifer,wasabihnetur, soya eða hvað sem er.

JUndir bakkanum er gúmmíhlemmur sem lyftir honum frá borðinu, veitir stöðugleika og er góð vörn fyrir borðplötuna. Með þessu setti fylgja svo 6 sushi diskar, með skálum sem falla ofan í endann fyrir wasabi eða soyasósuna, ekta fyrir Sushi partýið :) Settið kemur allt í snyrtilegri öskju. Settið kostar 16500.-

 

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

Sushi summer!

We love having friends over for sushi during the summer time! It's such a light meal and fantastic with cold white wine or Japanese beers! 

And it doesn't hurt having a pretty sushi set to cater the bites beautifully! Introducing Krista's lovely sushi set!

It is a bit heavy and can't be shipped abroad but if you are in Iceland and happen to pop by our store, do not hesitate to check it out!

The collection comes in a lovely package that is easy to store. A plate of 29X29 cm with a glass bowl in the middle for wasabi nuts or ginger. It is raised slightly from the table with a rubber plate, giving it stability and a little height on the table.

 

The set includes six plates made of nature stone tiles with a hole for a glass bowl at one end for the soya.

We recommend using the set for more things than sushi and at my home we love to serve cheese on the big plate and putting olives and jam in the little bowls!

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

 

Lesa meira

Sumarpartý á pallinum- "Retox Colony"!

(English below)

Þetta er nú svolítið skemmtileg saga, við Tóta fórum fyrir ári síðan til Spánar með Helgu, vinkonu okkar. Tilgangurinn var að slaka á og "hreinsa" okkur aðeins, svo við bókuðum okkur á djús og líkamsræktarhótel í viku! Ef einhver ykkar þekkir okkur Tótu þá er þetta eins langt frá okkur og mögulegt er held ég!

En við skelltum okkur út, fengum okkur eplaköku með rjóma fyrir flug (síðasti séns á sykri í bili) og banana í flugvélinni (voða byrjaðar eitthvað)! Mætum út og við tekur vika af djús og vatni! Án gríns!! "Detox Colony"

Engar dýraafurðir, ekkert kaffi, ekkert áfengi, ekkert neitt! Tebolli með sítrónu var orðinn "heaven"!

Við byrjuðum dagana á því að vakna, fara í 5km göngu á fastandi maga með vatnsbrúsa, heim á hótel: djús, yoga, sundæfing, djús, slökun og sólbað, kaffidjús (sem var basically decilíter!) æfing eða ganga, fyrirlestur (eða bara sólbað og bókalestur), sund, djús, chilla og sofa. Svona voru dagarnir okkar í viku. Við fórum frá því að vera að drepast úr hausverk á 2-3 degi í að líða dáááásamlega restina af vikunni! Þegar vikan var að klárast vorum við aðeins farnar að borða aftur eitt og eitt kálblað og sneið af tómat og jeminn það var himnaríki!

Jæja, þetta er nú ekki aðalatriðið, málið var það að við kynntumst æðislegu fólki sem var þarna með okkur! Aðallega bretar og skotar og þau voru yndisleg! Það voru einhvernveginn allir þarna á sömu forsendum, að missa nokkur kíló, og við ræddum um meltingu og vanlíðan eins og ekkert væri, alveg bullandi edrú, ekki dropi af áfengi eða nokkru til að auðvelda spjallið og umræðan varð furðu lífleg og hrikalega skemmtileg! "Hvernig er meltingin?" kom í staðinn fyrir "Góðan daginn"? 

Ári síðar fáum við Tóta skilaboð frá hjónum sem voru með okkur úti: "eruð þið uppteknar næstu helgi"? -Nei?

"Getum við komið og hitt ykkur"?!!

 er

Við trylltumst, hoppuðum af gleði og spenningi og við lögðumst yfir blöð og pappíra til að plana plana plana til að ná sem mestu úr helginni! Við komumst yfir ótrúlega margt þessa helgi og ég ætla að byrja á því að segja ykkur frá föstudeginum:

Við sóttum þau út á flugvöll þar sem þau mættu frá Glasgow með djús í hönd (það var sá eini sem að þau fengu að drekka alla helgina, restin var plönuð fyrir mun "skemmtilegri" drykki). Við vorum með skylti sem á stóð "Retox Colony", en helgin fór í að "re-toxicate", (restin af sumrinu fer þá líklega í að "de-toxicate" aftur hehehehe).

Tóta henti mér heim þar sem ég gat klárað matarmál, fór með þau að skrá sig inn á hótelið og svo komu þau heim saman með Helgu vinkonu á pallinn í sumarpartý.

Það rigndi svolítið en við vorum með nóg af teppum, markísu sem hélt okkur þurrum og hitara. Umræðan fór fljótt af stað, við skiptumst á gjöfum (aðallega nammi sem var ótrúlega viðeigandi!) og drukkum og átum og nutum og spjölluðum þar til við þorðum ekki að "jinxa" næsta degi meir!

Við Tóta elskum svona matarboð, létta smárétti, osta, kex og sultur úr Búrinu, sultur frá okkur: Systrum & Mökum ásamt döðlupoppinu. Beikonvafðar döðlur hitaðar í ofni (þessi réttur slær alltaf í gegn!). Svo keyptum við carpaccio í Kjötkompaníi og 2 tegundir af snittum þar sem við höfðum takmarkaðan tíma til að græja mat og þetta varð bara æðislegt!

Lúpínan er náttúrulega í fullum blóma núna svo hún skreytti borðið án þess að kosta okkur krónu, kerti og kósý og allir urðu glaðir!

 

Suzanne, Charles og Helga

Ég, Gunna æskuvinkona Tótu og nágranni og Tóta.

(Ég held svo áfram með helgarsöguna á næstu dögum).

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

Retox Colony!

Here is a little story about me and Tóta and our good friend Helga, but we went to a detox centre in Spain about a year ago. Anyone who knows me and Tota just about at all would realize that this is so far from our comfort zone! But off we went, cakes and coffee at the airport (apparently this was very common among the "detox patients" which we found very funny!).

The week consisted of Juice, water, exercise, swimming, chilling, reading, sunbathing, juice, sleep!

No animal products what so ever, no caffeine, no alcohol, no nothing really and for the first 3 days we thought we would DIE!

... But, after that, seriously we felt so amazing, way better than we could have ever thought! Writing this makes me want to juice right now.. in fact, hold on, be right back! ;)

So being completely chilled, very relaxed but having hunger pains, we met all this wonderful people! It was such a great thing to get to know people under such different circumstances, completely sober and chilled, and for the first days completely out of energy. Normal greetings went from being: "Good morning!" to being "How's your digestion?" and it was the most normal thing in the world! We got close, very close in these few days! :) Especially to this wonderful couple Charles and Suzanne. (I mean we were planning on opening another juice treatment centre, we were so into the whole thing.. then you step into reality and get meat.. things change you know! hahaha

Anyway, a year went by, and we get a message: "Hi guys, busy next weekend?"

What, uu NO!, "Well we are thinking about coming, would that be OK?!"... as you can only imagine, we completely lost it, jumping with joy like puppies we were so excited! this was so sudden and wonderful and we couldn't wait! So me and Tota started planning the weekend, we had to pack a lot into a very short time!

So I'll just briefly tell you about the first day, Friday. and in the next couple of days I will finish the story :)

Me and Tota picked them up at the airport with a card saying: "Retox Colony" (very fitting since there would be no detoxing done here!). Greeted them with one juice, the only one they would get all weekend, we planned on more fun sort of drinks for the rest of the stay.

Tota drove me home to finish preparing the dinner, and them to the hotel to check in. They then picked up Helga and Gunna, Tota's childhood friend joined us, they all came to our place were we greeted them with Champagne, hugs and kisses. Exchanged gifts, mostly candy which was very fitting! Laughed, lived and loved! 

Such a wonderful evening! 

Me and Tota love dinner parties like this: small courses, tapas style dining, cheese, jams, crackers, canapés and beef carpaccio. Oh and bacon wrapped dates, that is a dish that always hits the mark! 

So we enjoyed the evening until we couldn't risk jinxing the next day, it was fully planned! 

More next time..

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira

Loki, svona svolítið skvísulegur!

(English below)

Loki er ótrúlega klæðilegur og klassískur kjóll sem sómir sér vel í hvaða fataskáp sem er. Hann er svona „go to“ kjóllinn þegar þig vantar eitthvað klæðilegt, kynþokkafullt en samt þægilegt átfitt.

Efnið er stíft og fínlegt en heldur vel að. V-hálsmálið klæðir margar og rykkingarnar í hliðinni gera það að verkum að hann sýnir það sem sýna á, ýkir mittið en liggur þó ekki þétt upp við magann.

Loki er fáanlegur í XS (hentar 36/38-40) S (hentar 40-42/44) og M (hentar 44-46)

Við mælum með 30°C þvotti á þessari vöru.

Efnablanda: 92% polyester og 8% spandex.

 

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

Loki, the perfect little black dress for going out...

“Loki“, the Norse God, is a strong symbol in Scandinavian and Icelandic mythology. This naughty little Shape- shifter was the inspiration for this fun, shapely, curve-hugging design.

This must have little black number is made from fine, stiff fabric and is strong, durable and sensually stretchy.  

Clinging to (yet not exposing) the female form, Loki is an extremely flattering addition to the wardrobe of any woman who likes to show what her Mamma gave her. With its wrap around style and sexy plunging V-neck, this classy yet kinky piece holds you in in all the right places (No Spanx necessary!)

Note: our sizes are a bit different than elsewhere: it is available in XS (suits UK sizes 36/38-40) S (suits UK sizes 40-42/44) M (suits UK sizes 44-46)

Care: We recommend 30°C washing and do not tumble-dry.

Blend: 92% Polyester, 8% Spandex.

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira

Hlýrabolir sem fela "krúttin"!

(English)

 

Ég þarf alltaf að eiga nokkra góða hlýraboli í fataskánum mínum. Mér finnst þeir svo mikil "grunnflík" sem ég gríp reglulega í. Innanundir blazer jakka, þá sérstaklega í hlýjum veðrum, innanundir gollur, kimonoa og opnar peysur sem og gegnsæa kjóla.

Ég vil hafa hálsmálið rúnað og fallegt og helst racer bak, finnst það svo grennandi að aftan (svona sport toppa snið). Mikilvægast finnst mér svo að þeir nái hátt upp í handakrika! Afþví ég er sjálf með svona "krútt" í handakrikunum sem að ég þoli ekki að kíki út.

Þessi krútt minnka og nánast hverfa ef ég er MJÖG dugleg að drekka vatn, en í gegnum tíðina hef ég þóst vera úlfaldi sem þarf ekki vatn nema með nokkurra daga millibili. Sko ég er alveg að skána með þetta en án gríns, stundum gleymi ég að drekka vatn í 1-2 daga! (nema það sem að sleppur niður hálsinn með tannburstanum..)

Ergó, ég hannaði bara góða hlýraboli sem að ná vel og hátt upp í handakrikana og fela vatnsþyrstu krúttin mín, með racer baki sem mér finnst svo klæðilegt, bæði síða og stutta svo nú á ég marga til að nota innanundir þunna kjóla eða við buxur alveg eins og ég vill! (það er stundum soldið mikill kostur að hanna eigin fataskáp..)

Sérstaklega góður grunnur með mjög góðu aðhaldi úr stífu og fínlegu efni sem að gerir hann bæði sparilegan sem og hversdags!

Við erum með þá í nokkrum litum, stutta og síða.. þessa verður þú að prufa! 

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

Tank tops that hide the armpit "cutesies"!

Ok, after a bit of Google search I did find they are apparently not called "armpit cutesies", actually not at all: commonly called armpit fat, or armpit lump, or armpit bulge, or armpit fat hang! Seriously?! how nasty can you call something so innocent? Yeah sure it's a pain to have them as i do but damn, let's be polite about our own bodies!

So from now on they are called: "armpit cutesies"! Well I have them and I don't particularly love the sight of them, so I designed myself a tank top that reaches so high up to the armpits it practically eliminates the cutesies from sight! I really should just drink more water and do some specific exercises but sometime I just don't want to be bothered.. and having me own design studio must have it's merits, right?! 

Hlýri is one of those very basic essentials you need in your closet. It works as a stand-alone dress that goes down to mid-thigh, or you can wrinkle it up to work as a shorter tank.

We also offer a short version to be used with pants!

This type has the funky racer back look and what is especially great about this tank is that it goes super high up close to your armpit and hides the cute bubbly-underarm-bits (remember the cutesies?!) , I know they are fab but sometimes I just don’t want them to be seen! ;)

Note: our sizes are a bit different than elsewhere: Hlýri is available in XS (suits UK sizes 36/38-40) S (suits UK sizes 40-42/44) M (suits UK sizes 44-46/48)

Care: We recommend 30°C washing and do not tumble-dry.

Blend: 92% Polyester, 8% Spandex.

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

 

Lesa meira

Uglur uglur út um allt!

(English below)

Uglur hafa notið ótrúlega mikilla vinsælda undanfarin ár enda svo fallegir fuglar og Snæuglan svo íslensk!

Krista Design hefur verið með uglukrúttin sín í sölu í rúmlega ár en þau eru alveg ferlega vinsæl.

Uglukrúttin eru hugsuð sem híbýlaprýði og henta vel í glugga eða sem hangandi skraut úr lofti. Uglurnar eru tilvalin útskriftargjöf en hafa einnig verið mikið teknar í fermingar- og afmælisgjafir. Uglurnar fást í tveimur stærðum og eru úr dufthúðuðu áli, ýmist í svörtu eða hvítu. Silkiborði fylgir með og koma uglurnar í gjafapakkningu.

Stærðir 

Stór: 23 cm x 14 cm 

Lítil: 12 cm x 7 cm

Þær hafa líka verið vinsælar í gluggana í sumarbústöðunum og vinsælar gjafir. Litlu uglurnar koma líka í lítilli flatri pakkningu svo auðvelt er að senda þær með póstinum út á land eða erlendis.

Krista framleiðir einnig dásamleg uglukort og uglumyndir í nokkrum mismunandi útfærslum, þær hafa verið sérstaklega vinsælar í útskriftargjafirnar.

Annars er sjón sögu ríkari og bjóðum við ykkur því í heimsókn í búðina okkar á Laugavegi 40 eða á Strandgötu 9 á Akureyri!

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

Owl trend sweeps the nation and we of course take part!

Krista has been selling her very popular owl cutenesses for the past year and has now added owl images and greeting cards. 

The owl cuteness’s are designed as a home décor pieces for hanging in the window or from the ceiling. They are great as graduation presents and have also been popular as presents for the teenager or for the summer house owner.

They are available in two sizes made of aluminium, cut in a water jet cutter and finally powder coated in the locally based workshop in black and white.

It comes in a pretty package with a silk ribbon for hanging.

Sizes

Large: 23 cm x 14 cm 

Small: 12 cm x 7 cm

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira

Perluskottin frá Krista Design

(English below)

 

Perluskottin komu fyrst í sölu hjá Kristu 2012 og hafa verið alveg ótrúlega vinsæl síðan þá! 

Ég er alveg sérstaklega hrifin af þeim þar sem að þau lengja búkinn og gefa fallegan "fókus punkt". Litirnir eru líka sérstaklega fallegir og fara vel með allskonar átfittum hvort sem er til vinnu eða í fín boð. 

Þau eru hinn fullkomni fylgihlutur við einfaldan kjól eða skyrtu. Þær eru úr handmáluðum tréperlum og koma með keðjuskúf sem gefur þeim skemmtilegt yfirbragð. Festar sem þessar eru mjög klæðilegar og setja punktinn yfir i-ið, sérstaklega þegar fatnaður er einlitur eða einfaldur í sniði. Keðjan er 90 cm en hægt er að krækja henni í keðjuna ef það þarf að stytta. 

Það eru 5 mismunandi litir fáanlegir á netversluninni:

Beige silver

Pink

Light green

Black bronze

Black silver

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

Handpainted wooden beads tassel necklace!

 

These hand painted wooden bead necklaces are a perfect accessory with a plain dress or shirt. They come with a chain tassel and is very figure hugging if you can say so. Makes the body taller and brings that little bit of extra too the outfit. The chain is 90 cm long and can be adjusted.

Krista Design first released these in 2012 and they have been super popular ever since! Available in 5 different colours on our online store. 

Beige silver

 

Pink

 

Light green

Black bronze

Black silver

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira

Flugsa Maxi með léttu þjóðbúningaívafi!

(English below)

Það er gaman að því hvað Maxi Flugsu peysan okkar hefur fengið jákvæð viðbrögð, hún hreinlega rýkur út og er ótrúlega klæðileg á svo mörgum! 

Flugsa er ótrúlega þægileg og klæðileg síð peysa með löngum erum og miklum drop kraga. Hún er fín ein og sér í vor/sumar eða innanundir stutta þrönga jakka, td leðurjakka.

Kraginn er stór og fellur vel með fallegum skrautborðum við hálsmálið sem gefur henni skemmtilegan blæ. 

Hún er til í tveimur útfærslum annarsvegar með gylltum borða og hinsvegar borða í svolitlum indjána-stíl. Gyllti borðinn minnir óneitanlega á fínleg smáatriði íslenska þjóðbúningsins en ég og mamma erum á námskeiði í þjóðbúningasaum. Ótrúlega skemmtilegt verkefni sem ég þarf endilega að segja ykkur frá við tækifæri!

Flugsu er bæði hægt að nota hversdags eða bara skella á sig smá hælum og varalit og kvölddressið er komið!

Hún er fáanleg í XS (hentar UK stærðum 36/38-40) S (hentar UK stærðum 40-42/44) M (hentar UK stærðum 44-46/48)
Við mælum með 30°C þvotti en ekkert alltof mikinn snúning- ekki nota þurrkara.
Blanda: 95%Cotton/5%Lycra

Verð: 29900.-

ATH, þessi er því miður ekki fáanleg á netversluninni þar sem þær komu í frekar takmörkuðu magni. 

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

Flugsa Maxi- full length is my newest addiction..

As you can read from my title: maxi and full lengths has become quite an obsession of mine.. I'm probably not far from becoming a full blown bohemian, which is a style I absolutely love! well.. stay tuned, you never know what will come out of our darling workshop!...

Flugsa is a light casual sweater, perfect as an outerwear for those nice and easy summer breezes or it can be used under short leather jackets and/or paired with an oversize scarf for colder weathers.

Casual cool dressing made easy with this badass Maxi rippled-fabric cardigan. It has a shawl collar with a beautiful trim sewn on the end giving it a fun little detail.
Its flattering loose fit against those tight fitting sleeves give a great slimming effect and is super comfortable. This organically designed piece naturally falls with and compliments the female form and teamed with a pair of leggings and a great set of accessories one can’t help feeling a bit like a runway model… just very cool!

Note: our sizes are a bit different than elsewhere: Flugsa is available in XS (suits UK sizes 36/38-40) S (suits UK sizes 40-42/44) M (suits UK sizes 44-46/48)
Care: 30°C washing and please keep it on slow spin in the machine. Please do not tumble- dry.
Blend; 95%Cotton/5%Lycra
Price 29900.- ISK

*These are not available at our online store since the quantity is very limited, please send an inquiry to systurogmakarrvk@gmail.com to order.

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira

Lengdur opnunartími í sumar!

(English below)

Við höfum ákveðið að lengja opnunartímann okkar í versluninni á Laugaveginum í sumar!

Nú er opið alla virka daga milli 10:00 - 20:00

Laugardaga 11:00 - 17:00

Sunnudaga 12:00 - 16:00

Verslunin okkar á Akureyri er með eftirfarandi opnunartíma:

Alla virka daga 11:00 – 18:00
Laugardaga 11:00 – 16:00

Sunnudaga: Lokað

Svo er netverslunin ávallt opin! :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

Longer opening hours in the store at Laugavegur!

Opening hours
All week days 10:00 – 20:00
Saturdays 11:00 -17:00
Sundays 12:00 – 16:00

And at our store at Akureyri the opening are as following:

Opening hours
All week days 11:00 – 18:00
Saturdays 11:00 – 16:00

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

 

Lesa meira

Villimey fæst hjá Systrum & Mökum

(English below)

Vörurnar frá Villimey fást í versluninni okkar en Vara Galdurinn er í sérstöku uppáhaldi hjá mér! Ef þú ert með varaþurrk þá er þessi einfaldlega snilld 1-3 skipti og hann er farinn, hann endist því sérstaklega vel!

Við systur höfum stundum verið með bás á Handverkshátíðinni á Hrafnagili í Eyjafirði og þar kynntumst við henni Aðalbjörgu sem er konan á bakvið þessar frábæru vörur.

Þróun og framleiðsla á smyrslum, salva og áburði úr plöntum sem eru tíndar við Tálknafjörð og Arnarfjörð hefur staðið frá árinu 1990.

Viðtökurnar hafa verið sérlega góðar og stækkandi hópur ánægðra viðskiptavina hefur séð til þess að vörurnar auglýsa sig nánast sjálfar.

Við byrjuðum á að hafa aðeins Vara Galdurinn en erum nú einnig búin að bæta við okkur Sára Galdri, Húð Galdri og Fóta galdri. Þetta eru frábærar gjafir í yndislega fallegum pakkningum og henta bæði fyrir dömur og herra, unga sem aldna, við mælum eindregið með að þið kynnið ykkur þessar vörur! Hér fyrir neðan má sjá söguna um Villimey en fleiri upplýsingar má finna á www.villimey.is

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

Villimey- organic products from handpicked herbs.

These wonderful products are now available at Systur & Makar!

Villimey started out as a hobby at the kitchen table over twenty years ago. Today it is a thriving cottage industry, its lovingly formulated salves largely derived from traditional Icelandic remedies, passed on by word of mouth from generation to generation over hundreds of years.

The products can be used to treat ailments of various nature such as pain, swelling, skin rash, skin burn and diaper rash, to name a few. The materials used for the balms and salves are picked from the largest certified organic picking area in Iceland, which is over 120 km in size. Icelandic herbs are especially potent since the soil is extremely cold and the summers are very short. (text from Villimey homepage).

So the products are simply fabulous to say the least, I have been a great fan of their lip balm for couple of years now, it works a treat! Plus their Foot Charm and Mucle&Joint Charm is very popular!

At Systur & Makar we offer a range of products from their collection and are very proud to do so! 

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

 

 

Lesa meira

Krakkasnagar í allskonar útfærslum!

(English below)

 

Krakkasnagarnir hafa verið ansi vinsælir hjá Kristu í gegnum tíðina en hún er reglulega að bæta við nýjum útfærslum! Kórónusnaginn er nýjasta viðbótin sem er strax farin að virka vel!

Snagarnir eru ekki aðeins fyrir börnin en við höfum einnig heyrt að þeir séu vinsælir fyrir viskastykkin í eldhúsinu eða handklæðin á baðherberginu!

Kisusnaginn kom líka fyrir stuttu og hann er fáanlegur hér á netversluninni í svörtu eða hvítu.

Krakkasnagarnir fást í nokkrum stærðum og gerðum og hér er á ferðinni Kisu snaginn sem hentar öllum aldri að sjálfsögðu en er sérlega góður undir skólatöskuna, úlpuna, uppáhalds hálsmenin eða bindin.  Snaginn er úr áli og pólýhúðaður og því mjög endingargóður sem er æskilegt á fjörugum heimilum ekki satt. Hann er um 11 cm breiður og 18 cm hár. Festist með 2 skrúfum á einfaldan hátt. Fæst í svörtum og hvítum lit.

Batman snaginn hefur einnig verið vinsæll og mikið tekinn í afmælispakkana!

Hann fæst einnig hér á netversluninni: 

Annars er sjón sögu ríkari og bjóðum við ykkur því í heimsókn í búðina okkar á Laugavegi 40 eða á Strandgötu 9 á Akureyri!

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

All sorts of hangers in various shapes- kid and grown-up friendly!

Krista Design offers all sorts of pretty hangers made of aluminium. They come in couple of different shapes and are a very popular gift for the kids.. or the kids within!

We hear they have also become popular for the kitchen towels as well as bath towels!

 

The Cat hangers is a recent addition to the collection and they are available online:

The aluminium kids hangers are available in few different shapes. This one is for the Cat lovers of every age and can be used to hang your school bag, overcoat or just your favourite necklace or tie. The size is about 11 cm wide and 18 cm high. The hanger is powder coated and has a good duration in a busy children's room. It is available in black and white.

 

The Bat hanger is also available online, but those are popular for the birthday presents! 

More to see in the store so if you have the change, definitely try to stop by! We are located at the main shopping street in Reykjavík; Laugavegur and at the heart of Akureyri: Strandgata.

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

 

Lesa meira

Júlía buxurnar eru með ótrúlega klæðilegu sniði!

(English below)

Júlía twist eru nýjasta viðbótin í buxnaflóruna hjá Volcano Design.

Þær eru gerðar úr svörtu "quilt" efni sem að við höfum notað töluvert uppá síðkastið sérstaklega þar sem það heldur sér einkar vel eftir þvott. Hliðarsaumarnir hafa verið færðir á mitt framanvert og aftanvert læri og snýst saumurinn klæðilega niður á innan og utanverðan fót. Með því að hafa sauminn á miðju læri virkar fóturinn grennri og lengri.

Júlía er með litla grunna vasa, sem eru aðallega til sýnis, en buxurnar eru jafnframt með háum streng sem að heldur vel við magann.

Þessar eru flottar við flata skó og geggjaðar við hæla, en þær eru ekta fyrir tjúttið eða fyrir aðeins fínni tilefni.

Júlíu buxurnar eru fáanlegar í XS (hentar 36/38-40), S (hentar 40-42/44) og M (hentar 42/44-46)

Við mælum með 30°C þvotti og helst ekki nota þurrkara.

Blanda: 96% polyester og 4% Spandex.

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

Júlía twist is our newest addition to our pant selection.

They are made of black quilt-like material that holds itself very well throughout washing. The side seams have been moved to the middle part of the pant twisting to the inner or outer leg. This gives the pant a slimming effect, elongating the leg and a seam on the front of the leg is always becoming!

Small shallow pockets, mostly for show, are at the front and the pants are extremely comfy yet sleek, with their figure hugging high waist band, bringing in and supporting the tummy area.

By having a waistband makes it possible to use the pants with a tight top without the zipper, pocket and button shade to be peeking through.

Wear these with flats or high heels for a night on the town and these babies will for sure give you a great time!

Note: our sizes are a bit different than elsewhere: Júlía is available in XS (suits UK sizes 36/38-40) S (suits UK sizes 40-42/44) M (suits UK sizes 42/44-46)

Care: We recommend 30°C washing and do not tumble-dry.

Blend: 96% Polyester 4%Spandex

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira
158 niðurstöður