Klútur Burkni svartur/yrjóttur
Lýsing
Stóru Volcano klútarnir hafa notið mikilla vinsælda í gegnum árin enda hefur stærðin og formið haldið sér en efnin breyst og prentin sömuleiðis.
Nú bjóðum við upp á klúta með burknaprenti en burkninn er sjaldgæf jurt í íslenskri náttúru og þó hann sé lítið notaður í vestrænum grasalækningum nú á tímum hefur hann þónokkra eiginleika.
Stóriburkni, sem er fyrirmynd þessa prents, er sagður vera ormadrepandi en einnig hafa rannsóknir á burknanum leitt í ljós hamlandi áhrif á vöxt krabbameinsfruma og HIV veiru. (Heimildir fengnar úr bókinni „Íslenskar lækningajurtir“ eftir Önnu Rósu Róbertsdóttur).
Eins og hún skrifar í bókinni: „Rannsókn á áhrifum stóraburkna á mýs og rottur leiddi í ljós afar sérkennilega aukaverkun, en getnaðarlimur karldýra stækkaði umtalsvert er þeim var gefinn stóriburkni“.
Klútarnir eru tímalausir og poppa upp hvaða dress sem er, þeir eru einnig oft notaðir sem sjöl enda stórir og notalegir með kögri sem gerir þá enn áhugaverðari og gefur þeim örlitla hreyfingu.
Við mælum með handþvotti á þessari vöru:
ATH* prentin geta dofnað í þvotti og notkun, vinsamlegast þvoið í höndum eða í netapoka og forðist að setja í vél á mikinn snúning eða með grófum efnum og/eða fatnaði með rennilásum.
Sendingarkostnaður
DROPP
Dropp afhendingarstaðir á Höfuðborgarsvæðinu 750 kr
Dropp afhendingarstaðir á Suðvesturhorninu 990 kr
Dropp afhendingarstaðir á Landsbyggðinni 990 kr
Flytjandi á Landsbyggðinni 1.350 kr
Heimsendingar á Höfuðborgarsvæðinu 1.350 - 2.350 kr
Heimsendingar á Suðvesturhorninu 1.450 - 2.950 kr