Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Jólamerkimiðar til styrktar Villiköttum!

(English below)

Hún María sys á sér áhugamál sem hún sinnir af ástríðu! Hún er ss í félagi Villikatta í Hafnarfirði og hefur talað áður um þetta verðuga verkefni hér:

Hér er á ferðinni alveg ótrúlega duglegur hópur af sjálfboðaliðum sem eyða fleiri fleiri kvöldum í að fara út með búr og veiða villta ketti og kettlinga. Þá tekur við heljarinnar vinna við að gefa þeim mat, koma þeim í geldingu og/eða inn á heimili.

Kettlingarnir sem finnast er komið inn á heimili þar sem þeir fá framtíðar samastað og breytast í raun í heimilisketti. Eldri kisurnar eru ekki alveg á því að venjast mönnum svo glatt svo þær fara aftur á sínar heimaslóðir eftir að þær hafa verið geldar og merktar.

Félagið er alfarið rekið í góðgerðarskyni en það er heljarinnar kostnaður sem fylgir þessum krúttum, matur, kisusandur, búr, geldingar og hvaðeina.

Fjáraflanir hafa því verið hluti af vinnu þeirra sjálfboðaliða og hefur María nú hannað og sett upp jólamerkimiða sem félagið er að framleiða og við seljum meðal annars í verslununum okkar, ágóðinn af þeim rennur óskiptur til Villikatta.

Miðarnir koma 20 saman í pakka og eru límmiðar, bara beint á pakkann ekkert vesen á aðeins 2000.- sem er náttúrulega bara gjöf en ekki gjald!

Ég get sagt ykkur það að mér hefur oft fundist óþarflega mikill tími fara í litlu krúttin en ég hitti nokkra þeirra í gær, sérstaklega í þessum kulda. Þeir leyfa manni að halda á sér og kúra og jeminn eini hvað ég skil hana Maríu vel og þau öll sem eru í félaginu!

Áfram Villikettir og áfram þið ótrúlega duglegu sjálfboðaliðar! Ég skora því á ykkur að styrkja þetta verðuga verkefni og fá þessa yndislega krúttlegu merkimiða í leiðinni. Hægt er að versla þá hér á netversluninni og fá þá senda beint heim í pósti með því að smella á einhverja af myndunum hér í færslunni!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

 

Christmas cat stickers supporting feral cats!

My sister has this interest that she tends to with passion! She is a part of an organization which works by the method of Trap-neuter-return (TNR) which is a program through which free-roaming cats are humanely trapped, sterilized and medically treated, and returned to the outdoor locations where they were found. Kittens still young enough to be socialized and friendly adult cats are typically placed in foster care for eventual adoption into homes as companion animals rather than returned to the outdoors.

It is a remarkable group of volunteers that spend hours on end helping and rescuing these little adorable cats! The organization is a charity but their work can be costly: cages, cat food, cat sand, castration process, shots and medicine for the cats so they have been very creative with raising money.

This is their newest project and my sister, creative as she is, designed a collection of Christmas card stickers.

They are sold 20 together in a package for 2000.- ISK and they are available in our store as well as here on-line.

Simply press any of the images and you will be taken to the purchasing page! :)

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!