Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr
Frí sending innanlands með Dropp af pöntunum yfir 25.000.-
Systur & Makar opna netverslun

Systur & Makar opna netverslun

Jæja kæru vinir, frá því að fyrsta verslun Systra og Maka var opnuð á Akureyri er nú önnur “búðin” komin í loftið á internetinu!

Þetta er ansi spennandi verkefni fyrir okkur að selja svona á netinu í sameiginlegri verslun. En við vonum svo innilega að þið séuð jafn hrifin af vörunum okkar og litlu fínu síðunni og við! Við hönnum vörurnar í sitthvoru lagi sem og með mökum okkar og veitum hvort annarri innblástur. Gæti kannski mögulega haft einhver áhrif að vera búnar til af sömu foreldrunum… okkur finnst vörurnar allavega passa ágætlega saman og eru með ákveðna heildarmynd!

Við elskum báðar að nota klæðilegan og þægilegan fatnað og þrífumst best í notalegu umhverfi með fallegum hlutum.. eruð þið ekki sammála?

Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!

Katla – Systur & Makar –

Hægt er að fylgja okkur á InstagramFacebookPinterest og Twitter

Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Lesa meira