
Vörurnar okkar


Rafskinna - gömul íslensk auglýsingaplaköt!

Áskorun: klæðileg buxnadragt!

Útskriftargjafir og Skúmaskot
Ég er nú bara hálf klökk yfir athyglinni sem litla bloggfærslan okkar fékk í gær og geri nú mitt allra besta að koma með spennandi blogg færslur!
Það eru margir á leiðinni í útskriftarveislur enda nóg af þeim á næstu dögum og vikum. Systur & Makar bjóða upp á heilan helling af gjöfum á virkilega góðu verði sem um leið er falleg íslensk hönnun og framleiðsla auðvitað. Hægt er að panta gjöfina hér á síðunni og fá hana senda beint heim.. getur það verið mikið þægilegra?!
Fyrir dömurnar eru möguleikarnir endalausir:
Úrvalið af skarti er mikið og hér má sjá nokkur dæmi:
Stjörnumerkja menin hafa rækilega slegið í gegn en þau eru bæði falleg og ótrúlega persónuleg gjöf.
Perlulengjurnar, fáanlegar í ljósu og svörtu, fínlegu og grófu en þær eru sérstaklega smart og henta við mörg tilefni.
Fjaðrirnar eru líka smart gjafir sem og nafnanistin en þau er hægt að gera með nafni hvers og eins.
Fuglasnagarnir eru fallegir á vegg fyrir skart og klúta og þeir eru fáanlegir bæði í svörtu og hvítu.
Hjartagull er virkilega smekklegt í glugga eða til að nota fyrir eyrnalokkana.
Fyrir herrana er tilvalið að gefa ermahnappa og/eða bindisnælur.
Eins erum við með töffaralega hitaplatta fyrir þá sem eru farnir að búa, gæjalegir á eldhúsborðið á hvaða heimili sem er!
Bókamerkin henta líka sérstaklega vel fyrir alla útskriftarnema; dömur og herra, enda virkilega vel menntaðar uglur hér á ferð!
Fyrir utan þetta er enn meira að finna í verslununum okkar á Laugavegi 40 og Strandgötu 9, Akureyri, heimsókn í verslanirnar er enn skemmtilegri og hér er að sjálfsögðu ávallt heitt á könnunni!
Ég fór svo á smá rölt niður Laugaveginn áðan og datt inn í yndislega krúttlega búð: Skúmaskot!
Ég vissi af henni en hafði ekki tekið eftir henni nógu vel áður, nú eru þær aftur á móti búnar að merkja götuna svo að litríkur stígurinn leiðir mann inn. Fyrst er farið inn um hlið (mér leið svolítið eins og Lísu í Undralandi).. beygði mig alveg á leiðinni inn, þó það hafi ekki þurft! Veggirnir eru í fallega pastel grænum og bleikum, borð í skotinu og ljósaseríur, í alvöru þetta er BARA krúttlegt!
Þá er þarna hurð og hvítt frekar lítið en vel skipulagt rými tekur á móti og nær að rúma hönnun eftir 10 íslenska hönnuði í öllum regnbogans litum!
Frá fíngerðum puntudúkkum upp í vegg listaverk, prentuð púðaver, keramik og fatnað, skart og smávöru, fylgihluti og gjafavöru, hér er sko nóg að finna!
Ég held að ég láti myndirnar tala sínu máli, en eins og þið sjáið þá er tilvalið að taka smá gönguferð niður Laugaveginn, kíkja á okkur í kaffi kósý og skoða svo dýrðina í Skúmaskoti!
Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!
Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!
Katla – Systur & Makar –
Hægt er að fylgja okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter
Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.
Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Búðin er að fyllast af nýjum vörum!
Útskriftarveislur og stórafmæli krefjast fallegra korta og kjóla, en um það fjallar einmitt póstur dagsins! Við höldum áfram að koma með nýjar og spennandi vörur og fögnum nú sumrinu með fallegum mynstrum.
Einnig ætlum við að vera sérstaklega jákvæð í dag, veðrið er yndislegt, Eurovision á morgun og við ætlum svo sannarlega að fylgjast með keppninni enda mörg frábær lög að keppa. Það skiptir engu þó að María hafi ekki komist áfram, við tökum þetta að ári!
„Sker“ kjóllinn frá Volcano Design kom fyrst í verslanirnar í byrjun apríl og varð strax mjög vinsæll en sniðið er sérstaklega notalegt.
Hann er með V-hálsmáli sem að hentar svo mörgum en einnig svolítið laus og ósamhverfur sem gerir það að verkum að hann fellur ótrúlega fallega í annarri hliðinni.
Sker er nú fáanlegt í þremur nýjum litum í björtu og skemmtilegu mynstri. Efnið er það sama og var í svarta, pólýesterblanda sem að heldur sér svakalega vel og er frekar þungt svo að það „draperast“ vel.
Nú erum við einnig að kynna hér nýjustu viðbótina í kortaflóruna frá Kristu Design, uglur í íslenskri náttúru. Hún systir mín er ekkert blávatn og græjaði ótrúlega skemmtilega „origami“ uglu og fékk svo að notast við myndir frá frænku okkar sem að er sérstaklega góð að mynda íslensku náttúruna okkar, svona náum við að nýta hæfileika fjölskyldumeðlima okkar og vina.. ÞAÐ SLEPPUR ENGINN!
Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!
Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!
Katla – Systur & Makar –
Hægt er að fylgja okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter
Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.
Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Hamur er kominn aftur sem og ný nisti frá Krista Design.
Við systurnar erum í „ham“ þessa dagana. Það bætast inn nýjar vörur reglulega úr smiðjum okkar beggja og ýmislegt spennandi í vændum.
María systir, hönnuður Kristu Design, var að koma með ný men sem heita „Sameining“ og fást þau hér. Þau eru unnin út frá vel þekktu keltnesku merki sem táknar sameiningu. Einnig er það talið sýna þroskaskeið konunnar á þremur mismunandi stigum; saklausa unga meyjan, mòðirin sem verndar og nærir og að lokum gamla vitra ættmóðirin. Það er bæði fáanlegt með síðri keðju sem er „rosa mikið ég“, sem og með stuttri keðju þar sem það liggur rétt fyrir neðan viðbeinið.. „rosa mikið María“.
Það er svo dásamlegt að geta græjað bara það sem hentar okkur báðum vel, já já öfundist bara.. þetta er snilld! ;)
Menið er ótrúlega fallegt og ég veit að það mun henta í ansi marga gjafapakkana í sumar..
Við hjá Volcano Design ákváðum svo að gera Ham peysurnar okkar aftur. Fyrri útgáfan var með háum kraga, lokaður „peysukjóll“. Nú breyttum við aðeins til og höfðum lágan og svolítið sumarlegan kraga, úr þykkara efni en hún er einnig opnanleg svo nú er Hamur farinn frá því að vera „peysukjóll“ í að vera „peysujakki“. Svona er nú sniðugt að hlusta á kúnnana en þetta var einmitt hugmynd frá kúnna sem að kom á einu klúbbakvöldinu okkar í vor. Það fór bara allt á flug og búmm.. allt i einu komin snilldar hugmynd, ég fór að leita að efni og tadaa flíkin er komin!
Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!
Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!
Katla – Systur & Makar –
Hægt er að fylgja okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter
Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.
Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Tvista - nýr kjóll í mjög takmörkuðu upplagi
Tvista: skemmtilega snúinn kjóll með þröngum síðum ermum, aðsniðinn yfir bringu og fellur svo fallega niður í skemmtilegan snúning. Þennan er hægt að nota við brjóstahaldara og uppháar leggingsbuxur eða síðan hlýrabol.
Skemmtilega öðruvísi kjóll sem mun pottþétt vekja athygli og það er sérstaklega gaman að því að það eru fáir til í þessu efni og það mun ekki koma aftur!
Tvista er fáanleg í XS (36/38-40) S (40-42/44) M (44-46/48)
Efnablanda: 81% Acrylic/19% Polyester
Við mælum með 30°C og vinsamlegast ekki nota þurrkara!
Verð 26.900.-
Þar sem svo ofsalega fáir eru þeir ekki á netversluninni, en hægt er að panta í gegnum systurogmakarrvk@gmail.com
Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!
Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!
Katla – Systur & Makar –
Hægt er að fylgja okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter
Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.
Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Lóu kjólar og smá sýnishorn af sumarvörunum okkar!
Kæru vinir!
Meiri blog pásan á okkur systrum, þetta stendur allt til bóta en við erum einfaldlega búnar að vera á milljón að græja nýjar vörur í búðirnar.
Hér má til dæmis sjá kjóla sem komu í búðirnar fyrir nokkrum vikum en voru ekki myndaðir fyrr en nú. Þeir hafa aldeilis slegið í gegn og eru að verða uppseldir en við höfum pantað örlítið meira efni og verða þeir því einnig fáanlegir á netversluninni innan skamms.
Einnig erum við að undirbúa helling í viðbót af sumarvörum og hér má sjá smá sýnishorn.
Munið að fylgjast vel með facebook síðunum okkar, við setjum reglulega inn nýtt efni þar og pósta og svo má einnig finna okkur á twitter @systurogmakar og @volcanodesign sem og á Instagram: “systurogmakar” og “volcanodesign”.
Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!
Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!
Katla – Systur & Makar –
Hægt er að fylgja okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter
Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.
Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Doppur, doppur allsstaðar!
Ó hvað ég elska doppur, mér finnst þær alltaf svo sætar, unglegar og “trendy”. Þær poppa upp öll átfitt og eru yndislegar á heimilismunum og jafnvel veggjum eða í heilu herbergjunum!
Doppur fengu fallega umfjöllun fyrir vor/sumar 2015 en Swide Magazine taldi þær vera eitt af heitustu tískutrendum sumarsins og komu Dolce & Gabbana með doppur í blúndu og Marc Jacobs blandaði doppum við pastel!
Við hjá Volcano elskum líka doppur og erum með þær í buxum og bolum.
Nú er málið að verða svolítið doppóttur og vonandi hjálpar sólin til og freknurnar fara að birtast, það gerist ekki mikið sumarlegra!
Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!
Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!
Katla – Systur & Makar –
Hægt er að fylgja okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter
Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.
Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!
Images:
Cup: Found on diamondandsapphireforever.tumblr.com
Skirt with purse: Found on choies.com
Pants and scarf: Found on alexkiddfashion.blogspot.com.au
Whole outfit: Found on gryulich.tumblr.com
Dots on a bike: Found on bloglovin.com
Huge dots on skirt: Found on leeoliveira.com
Wallpaper: Found on etsy.com
Polka dot face: https://www.flickr.com/photos/ranm/488895474/
Freckles front: https://www.flickr.com/photos/ranm/488895474/
Freckles side: https://www.flickr.com/photos/eric-rose/4472308678/

Notalegir páskar!
Jæja þá eru páskarnir á næsta leyti og í rauninni minn uppáhalds tími ársins hvað frítíma varðar. Engin uppstríluð jólaboð framundan, stress yfir pökkum og matarboðum og leyfilegt að vera í náttfötunum alla páskahelgina ef því er að skipta. Sumir eyða þessum frítíma í ferðalög með fjölskyldunni, aðrir lesa og sofa og enn aðrir velja sér að nýta fríið í endurbætur á heimilinu og nýtist þessi tími oft vel ef veðrið er til friðs. Við fjölskyldan erum búin að ákveða að endurbyggja hænsnakofann okkar sem ekki hefur fengið mikla ást síðustu 10 árin og hlakkar okkur mikið til að útbúa krúttlegan kofa fyrir landnámshænurnar okkar. Það er hægt að fá endalaust af hugmyndum á vefnum og ég lét fylgja hér nokkrar myndir til að kveikja á ímyndunaraflinu ef einhver er í sömu hugleiðingum. Hversu páskalegt er það að byggja hænsnakofa um páskana !!!
Þegar kemur að páskaskrauti þá hef ég aldrei alveg náð að tengja við það.. liturinn guli er ekki uppáhalds og passar illa við heimilið okkar. Við ákváðum að reyna að snúa þessu samt okkur í hag og hanna hreinlega okkar eigið páskaskraut sem er úr vatnsskornu áli og pólýhúðað egghvítt með mattri áferð svo það minnir einna helst á alvöru egg. Mynstrin eru þrjú talsins, ungi, kanína og blóm og fylgja silkiborðar í ljósum pastellitum sem hægt er að skipta út eftir smekk. Eggin koma 3 saman í pakka.
Eigið yndislega páska framundan í faðmi fjölskyldunnar og njótið þess að vera til.
Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!
Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!
María Krista – Systur & Makar –
Hægt er að fylgja okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter
Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.
Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!
Sources of images:
kanina: animalblog.me
kanina i grasi: http://obeedesigns.tumblr.com/
ungi grar og gulur sjuskaður: http://backyardfarming.blogspot.com/
ungi m bleikum blomum http://heatherbullard.typepad.com/
paskaegg: TheCookieCutterCompany
hænsnakofi:https://www.pinterest.com/pin/403705554068634375/
hænsnakofi:https://www.pinterest.com/pin/138063544802101177/
https://www.pinterest.com/pin/459507968205443038/

Vorið og Vefja
Er vorið ekki eitthvað aðeins farið að segja til sín loksins.. páskarnir handan við hornið, fuglarnir syngja í görðunum, búðirnar að fyllast af páskaeggjum.. ahhh páskaegg.. elska súkkulaði og þá er ekki verra að eiga topp sem er smart og klæðilegur.. en svolítið laus yfir súkkulaði magann!
Vefja er frábær toppur/peysa með virkilega klæðilegu V-hálsmáli sem víxlast að framan, hann er með þröngum síðum ermum og liggur þétt við axlir en víkkar fljótt út og er laus yfir magasvæðið og bakið er virkilega dömulegt og fellur niður í örlítið síðara bakstykki. Við mælum með því að vera í topp innanundir þar sem hálsmálið er frekar laust.
Við elskum þennan efripart við Skálma buxurnar okkar, töffaralegar gallabuxur eða jafnvel við síðan hlýra og leggingsbuxur. Hentar bæði spari sem hversdags.
Vefja er fáanleg í XS (hentar 36/38-40) S (hentar 40-42/44) M hentar 44-46/48)
Við mælum með 30°C þvotti og ekki nota þurrkara.
Blanda: 94% polyester, 6% spandex.
Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!
Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!
Katla – Systur & Makar –
Hægt er að fylgja okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter
Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.
Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!
Source of images:
Images of Vefja, Volcano Design product
Bird: Photo: Allison Trentelman
Table setting photo: Stylizmo Blog
Birds on a sprig: indulgy.com
Cotton grass: http://charmingtreasures.tumblr.com/

Bókamerki - unnið út frá UGLU
Nýjasta viðbót Kristu Design í vöruúrval Systra og Maka er bókamerkið Uglan.
Hönnunin á bókamerkinu er byggð á afsteypu Ásmundar Sveinssonar sem kallast: UGLA og var valin ein af topp 10 tillaga í hugmyndasamkeppni á vegum Ásmundarsafns.
ÁSMUNDUR SVEINSSON
Ásmundur Sveinsson var fæddur árið 1893 og lést árið 1982.
Ásmundur hélt alla tíð tryggð við þá hugmynd að listin ætti erindi til fólksins og ætti heima á meðal þess. Hann var kallaður alþýðuskáldið í myndlist og án efa á þessi hugsjón rætur að rekja til lífsafstöðu hans, ekki síður en höggmyndahefðarinnar.
Flest verk hans voru hugsuð sem hluti af opinberu rými, órofa hluti af umhverfi sínu eða útfærð sem hönnun og nytjahlutir.
Ásmundur Sveinsson myndhöggvari ánafnaði Reykjavíkurborg verk sín ásamt heimili sínu eftir sinn dag. Ásmundarsafn í Sigtúni var opnað formlega vorið 1983.
Í safninu eru haldnar sýningar á verkum listamannsins, sem og verkum annarra.
Í garðinum við safnið er einnig að finna mörg verka Ásmundar sem hafa verið stækkuð eða unnin sérstaklega til að standa utandyra.
Apríl 2010
Hönnunarsamkeppni – Ásmundur Sveinsson.
Samstarfsverkefni Kraums, Listasafns Reykjavíkur og Hönnunarmiðstöðvar Íslands.
Verkefnið: Hönnunarsamkeppni sem felst í því að hanna vöru sem endurspeglar hugarheim og verk myndhöggvarans Ásmundar Sveinssonar.
Tillaga Kristu:
Uglubókamerkið er byggt á hönnun Ásmundar “Uglan”en afsteypa hennar fæst nú þegar hjá safninu.
Uglan og bókin á meðfylgjandi mynd kveiktu hugmyndina að notagildi vörunnar sem nytjahlut.
Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!
Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!
Katla – Systur & Makar –
Hægt er að fylgja okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter
Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.
Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!
Bókamerkið er tilvalin útskriftargjöf og eru umbúðirnar í laginu eins og gjafakort svo það passar vel á útskriftargjöfina eða getur hreinlega staðið eitt og sér sem hugguleg gjöf.
Íslensk hönnun / Ryðfrítt stál
Varan fæst hér:
Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!
Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!
Katla – Systur & Makar –
Hægt er að fylgja okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter
Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.
Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!
- 1
- 2