Aðventuspjöld Systra og maka er hægt að nota á mismunandi vegu. Hægt er að nota spjöldin sem samverudagatal á aðventunni þar sem mætti rita skemmtilegar uppástungur á bakhlið spjaldanna. Eins er hægt að festa spjöldin á litlar gjafir og hengja á band. Fallegt er að útbúa kertadagatal úr krukkum og skreyta eldhús eða stofugluggann.
Spjöldin eru fáanleg í hvítu með dökkgráum texta eða kvistpappír með svörtum texta.