Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr
Systur & Makar opna verslun á Akureyri!

Systur & Makar opna verslun á Akureyri!

Verkefnið: Systur og Makar, byrjaði sem lítil og einföld hugmynd í framhaldi af söluferð á handverksmarkaði á Hrafnagili í ágúst 2014. Eftir svolítið sushi og hvítvín fannst okkur frábær hugmynd að opna verslun á Akureyri þar sem að við myndum sameina sölu fyrirtækjanna okkar.

Volcano Design sérhæfir sig í fatnaði og aukahlutum þar sem allt er framleitt á Íslandi á eigin vinnustofu. Krista Design er einnig með eigin vinnustofu og íslenska framleiðslu en það fyrirtæki sérhæfir sig í heimilisvörum, skartgripum og nytjavörum.

Boltinn fór að rúlla og á sunnudeginum, eftir hvítvínið, var búið að finna frábæra staðsetningu í miðbæ Akureyrar, við forum að finna mublur og innréttingar og verslunin opnaði svo nokkrum vikum seinna! Þetta gekk ótrúlega hratt og vel fyrir sig, systir Tótu (annars makans) var ráðin sem verslunarstjóri og sér hún um verslunina með miklum metnaði ásamt manni sínum Stefáni.

Þar sem að þetta gekk svona vel var ákveðið að opna aðra verslun í Reykjavík, á Laugavegi 40 þar sem verslun Volcano Design var áður. Mun hún opna 5 febrúar 2015 í samfloti við þessa netverslun!

Ansi spennandi tímar framundan og gætum við ekki verið þakklátari fyrir móttökur kúnna okkar og aðstoðina frá fjölskyldu, vinum og starfsmönnum okkar!

Við vonum að þið fylgið okkur í þessa rússíbanaferð sem að við erum svo sannarlega spennt að leggja í!

Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!

Katla – Systur & Makar –

Hægt er að fylgja okkur á InstagramFacebookPinterest og Twitter

Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Lesa meira