En athyglisvert

Systur&Makar opna nýja og stærri verslun í Síðumúla! HUH!

Systur&Makar opna nýja og stærri verslun í Síðumúla! HUH!

Við byrjuðum á því að skella okkur í ferð til Frakklands sem mun taka þó nokkra bloggpósta til að vinna úr. Hamingjudagurinn tók á móti okkur þegar við komum heim og erum við einstaklega stolt af þeim frábæra degi sem heppnaðist svo vel.
Lesa áfram
Þrjú stór ævintýri framundan, viltu vera memm?

Þrjú stór ævintýri framundan, viltu vera memm?

Þetta er jú vinnan okkar sem við elskum og okkur finnst alveg frábært að það sé stór hópur þarna úti sem hefur gaman af því að fylgjast með ruglinu í okkur. Það eru forréttindi að fá að starfa við það sem maður elskar og sú staðreynd að geta tekið ykkur með í ferðalagið er rúsínan í pylsuendanum!
Lesa áfram
10 Sniðug DIY fyrir garðinn í sumar

10 Sniðug DIY fyrir garðinn í sumar

Nú þegar sólin er vonandi loks komin til að vera þá dettur maður ósjálfrátt í "útígarð" fílinginn. Ég á það til að missa sig yfir BYKO bæklingum og sólstólaauglýsingum frá RL vöruhúsi enda ótrúlega margt í boði alltaf sem hægt er að falla fyrir.
Lesa áfram
Marsala- litur ársins 2015.

Marsala- litur ársins 2015.

MARSALA PANTONE 18-1438

Marsala bætir hug, líkama og sál og gefur frá sér mikið sjálfstraust og jafnvægi.

Marsala er lúmskt tælandi en jafnframt hlýr og aðlaðandi.

-Leatrice Eiseman Executive Director, Pantone Color Institute®

Einhvernveginn svona lýsir Leatrice Eiseman framkvæmdarstjóri Pantone, Marsala lit ársins.

Hún talar um að Marsala taki nafn sitt frá þekktu víni og eins og vínið fyllir liturinn öll skynfæri eins og girnileg máltíð! Við erum nú ekki svona svakalega góðar í lýsingarorðunum eins og markaðsstjóri Pantone, enda er mjög erfitt að þýða háfleiga textana þeirra...

Við erum þó algjörlega sammála því að liturinn finnst okkur dásamlegur, hann er hlýr og notalegur og klæðir mörg litarhöft. Hann er einnig mjög fallegur í varalitum, naglalökkum og í skarti. Pantone telur litinn einnig henta vel fyrir heimilin og við sjáum hann algjörlega fyrir okkur í púðum, teppum, kertum ofl.

Hann hentar bæði dömum og herrum og mælir Pantone með því að para Marsala með eftirfarandi litum: hlutlausir tónar ss hlýir grábrúnir og gráir einnig parast hann með gulbrúnum, svarbrúnum, gylltum og grænum í túrkis og grænbláum sem og skærum bláum tónum.

Við erum nú þegar byrjaðar að vinna með litinn eins og sjá má í flíkum, fylgihlutum og skarti.. hvernig líst ykkur á?!

Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!

Katla – Systur & Makar –

Hægt er að fylgja okkur á InstagramFacebookPinterest og Twitter

Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Lesa áfram
Klúbbakvöld í búðinni

Klúbbakvöld í búðinni

Við systur bjóðum upp á notaleg kvöld í búðinni okkar á Laugaveginum eftir lokun og í gær var eitt svolleiðis kvöld.

Hópurinn var algjörlega dásamlegur, 9 konur sem vinna hjá sama fyrirtækinu og ákváðu að eiga notalega kvöldstund saman.

Þær mættu til okkar kl 19:00 en við vorum þá búnar að leggja á borðið og lækka örlítið lýsinguna svo það var voðalega kósý hjá okkur.

Við systurnar sögðum svo örlítið frá fyrirtækinu og hvernig við byrjuðum, lýstum aðeins opnun Systra & Maka og samvinnunni. Eins fengu dömurnar að sjá stutt video sem að sýnir ferlið á bakvið vörurnar.

Þá var borin fram heit rjómalöguð sveppasúpa og kúrbítsbollur með þeyttu brenndu smjöri og hvítvínsglös.

 

Þar á eftir kom kaffi og eftirrétturinn: súkkulaðikaka með rjóma, hindberjasósu og hnetukurli allt saman sykur, hveiti og glútenlaust í anda Maríu að sjálfsögðu enda höfundur „Brauð og eftirréttir Kristu“.

Skvísurnar skoðuðu sig um í búðinni, mátuðu skart og fatnað, prufuðu handáburði og lotion frá Crabtree og Evelyn og við reyndum að stjana við þær sem best við gátum.

Frábærlega notalegt kvöld í alla staði!

Í tilefni af þessu yndislega kvöldi viljum við endilega bjóða 10 manna hóp gefins kvöldstund þeim að kostnaðarlausu. Einfaldlega skrifið hér í comment eða við facebook póstinn afhverju þú og þinn hópur ætti að vinna þetta kvöld! Við drögum úr innsendum póstum fimmtudaginn 26 mars og finnum svo hentugan tíma með hópnum sem vinnur.

Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!

Katla – Systur & Makar –

Hægt er að fylgja okkur á InstagramFacebookPinterest og Twitter

Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Lesa áfram
Undirbúningur fyrir búðaropnun í Reykjavík!

Undirbúningur fyrir búðaropnun í Reykjavík!

Nú er allt á fullu við undirbúning nýju verslunarinnar! Við opnum 5. Febrúar á Laugavegi 40 þar sem Volcano Design var áður.

Hellingur að gerast í húsgagna og innréttingakaupum, þá er bara að pússa og stússa, gera og græja svo að búðin verði eins falleg og notaleg og hægt er! Sem og auðvitað framleiða lager í verslunina, það er víst nóg að gera! 

Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!

Katla – Systur & Makar –

Hægt er að fylgja okkur á InstagramFacebookPinterest og Twitter

Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Lesa áfram
Systur & Makar opna verslun á Akureyri!

Systur & Makar opna verslun á Akureyri!

Verkefnið: Systur og Makar, byrjaði sem lítil og einföld hugmynd í framhaldi af söluferð á handverksmarkaði á Hrafnagili í ágúst 2014. Eftir svolítið sushi og hvítvín fannst okkur frábær hugmynd að opna verslun á Akureyri þar sem að við myndum sameina sölu fyrirtækjanna okkar.

Volcano Design sérhæfir sig í fatnaði og aukahlutum þar sem allt er framleitt á Íslandi á eigin vinnustofu. Krista Design er einnig með eigin vinnustofu og íslenska framleiðslu en það fyrirtæki sérhæfir sig í heimilisvörum, skartgripum og nytjavörum.

Boltinn fór að rúlla og á sunnudeginum, eftir hvítvínið, var búið að finna frábæra staðsetningu í miðbæ Akureyrar, við forum að finna mublur og innréttingar og verslunin opnaði svo nokkrum vikum seinna! Þetta gekk ótrúlega hratt og vel fyrir sig, systir Tótu (annars makans) var ráðin sem verslunarstjóri og sér hún um verslunina með miklum metnaði ásamt manni sínum Stefáni.

Þar sem að þetta gekk svona vel var ákveðið að opna aðra verslun í Reykjavík, á Laugavegi 40 þar sem verslun Volcano Design var áður. Mun hún opna 5 febrúar 2015 í samfloti við þessa netverslun!

Ansi spennandi tímar framundan og gætum við ekki verið þakklátari fyrir móttökur kúnna okkar og aðstoðina frá fjölskyldu, vinum og starfsmönnum okkar!

Við vonum að þið fylgið okkur í þessa rússíbanaferð sem að við erum svo sannarlega spennt að leggja í!

Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!

Katla – Systur & Makar –

Hægt er að fylgja okkur á InstagramFacebookPinterest og Twitter

Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Lesa áfram
Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm