Vorgleði á Akureyri
Það er búið að vera mikið að gera hjá okkur síðustu daga.. en það er einmitt þannig sem að við viljum hafa það!
Á föstudeginum lögðum við af stað norður en við héldum Vorgleði í versluninni okkar á Akureyri, þar var sko sólin skal ég segja ykkur, hún bara beið eftir okkur og var dásamleg alla helgina!
Við saumuðum veifur og skreyttum búðina, grilluðum pylsur og gáfum trópí, bökuðum vöfflur með nutella og rjóma og svo aðra tegund með sykurlausum jarðaberjarjóma! Það er snilldar uppskrift frá Maríu sys en fyrir ykkur sem ekki vitið þá heldur hún úti öðru bloggi (mikið að gera hjá dömunni).
Hér er td uppskriftin hennar:
1 pk Jell-O ( Rasberry/strawberry )má velja hvaða bragð sem er , sykurlaust
250 ml rjómi
Blanda Jell-O duftinu út í rjómann, annaðhvort í skál eða bara beint út í rjómasprautuna.
Hrista vel, ágætt að gera þetta hratt og örugglega svo duftið setjist ekki í botninn.
Sprautið svo guðdómlega góðum bleikum búðing í skálar og njótið.
Hér má sjá video af þessu.. ég legg ekki meira á ykkur, video, nú er þetta algjörlega imbaprúf svo ef þörfin hellist yfir ykkur þá er þessi uppskrift meiri snilldin!
Annars var hátíðin ofsalega vel heppnuð, kaupaukar í formi grænmetisfræja með smá sumarkveðju, andlitsmálning fyrir gormana og ekkert nema notalegheit!
Laugardagskvöldið fór svo í smá gleðistund með starfsmönnum okkar og mökum þeirra á Akureyri, en við fórum út að borða á Strikinu. Algjörlega magnaður þriggja rétta matseðill með alltof mikið af gleðivökva og alltof mörgum selfie myndatökum en jiiii hvað það var gaman, þvílík forréttindi að vera með svona snilldar starfsmenn!
Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!
Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!
Katla – Systur & Makar –
Hægt er að fylgja okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter
Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.