Annað stúss

Ferðin til Frakklands fyrstu dagarnir..

Ferðin til Frakklands fyrstu dagarnir..

Sagan hefst í raun um síðustu jól, þegar við systur og makar ákváðum að sleppa að gefa hvort öðru jólagjafir nema heimagerðar og kostnaðurinn mátti nema 2000.- krónum á gjöf. Já og við máttum ekki nota efni og vélar sem við erum vön að vinna við.. ég mátti ekki sauma neitt með saumavél td..
Lesa áfram
Ferðalagið til Frakklands -planið!

Ferðalagið til Frakklands -planið!

Ég er búin að liggja svolítið yfir dagskrárgerð, plani og lestri um Provence héraðið og elskurnar okkar á saumastofunni eru búnar að vera sveittar að græja á okkur dress.. er það ekki bara eðlilegt þegar maður fer í 11 nátta útlandaferð.. þá þarf maður alltaf að hafa glænýjan fataskáp með sér ekki satt?!! 
Lesa áfram
Skemmtilegur bíltúr með fjölskyldunni!

Skemmtilegur bíltúr með fjölskyldunni!

Við systur og makar fórum í bíltúra um daginn, þeir áttu sér báðir stað suðurlandi en í sitthvoru lagi þó. Þetta var jú "æfing" fyrir komandi ferðalag til suður Frakklands sem mun vara í heila 11 daga þar sem við munum keyra mikið um svæðið!!
Lesa áfram
A surprise day- simple, easy and cheap fun!

A surprise day- simple, easy and cheap fun!

Við systurnar þurfum ekki beint að „búa“ okkur til verkefni, við erum vanalega með nóg að gera í hinu daglega amstri, vinnu og fyrirtækjarekstri. En stundum er gaman að breyta svolítið til og gera eitthvað skemmtilegt!

Hún gaf mér óvissuferð í afmælisgjöf sem að var algjör snilld en María hefur gert þetta fyrir fjölda vina og fjölskyldumeðlima og þetta er alltaf jafn skemmtilegt!

Það var því komið að henni að fá svolítið óvænta ferð svo að þá var bara að plana og skella sér!

Hún var sótt heim um 11:00 um morgun og okkur skutlað upp að Úlfarsfelli í Mosfellsbæ þar sem við fórum út og bíllinn keyrði burt! Það var því ekki annað að gera en að rölta upp hæðina.. eða FJALLIÐ réttara sagt, úff! Þegar ég var við það að falla niður af þreytu stoppuðum við í miðju fjallinu og ég dró rauðan og hvítan dúk (svona köflóttan ekta piknik klút, ég legg ekki meira á ykkur) og skellti í brekkuna ásamt tveimur flöskubjórum!

Ansi hreint notalegt, drukkum ölið og nutum sólarinnar þar til að við vorum við það að krókna á rassinum og héldum við þá aftur af stað.

Kláruðum þá fjallgönguna og upp á topp þar sem við fundum rjúpur, hvítar rjúpur sem vissu ekkert hvað væri í gangi, hvort það væri að koma sumar eða vetur eða hvað væri að gerast og hvað rauðu rassálfarnir væru að gera þarna..

María fékk þá símann minn þar sem ég var búin að setja inn hnit fyrir næstu staðsetningu og hún þurfti að gjöra svo vel og koma okkur á staðinn (ég var mögulega ekki búin að skoða aðstæður nógu vel þar sem ég hafði ekki hugmynd um hvernig við kæmumst á næsta áfangastað, né hversu langt þetta var..)

Við enduðum þó á réttum stað, í Kvosinni með aðstoð áttavita (skátinn í okkur að brillara) þar sem að við skelltum okkur á hádegishlaðborð á Álafoss Kaffi.

Yndislegt umhverfið í Kvosinni og ef þið hafið ekki farið þangað.. farið þá þangað!

Við skoðuðum það sem að var opið, meðal annars hittum við hnífasmið og fengum að skoða vinnustofuna hans sem var öll í skipulögðu kaosi alveg eins og við elskum!

Fórum og fengum þvílíkt flottan túr um Ásgarð og vinnustöðvarnar þeirra! Þetta er náttúrulega dásamlegur vinnustaður og ef þið hafið ekki séð þetta.. sjáið þetta þá líka!

„Ásgarður Handverkstæði var stofnað 1993 og hefur starfsleyfi frá Velferðarráðuneyti sem verndaður vinnustaður. Þar starfa nú 30 þroskahamlaðir einstaklingar ásamt 7 leiðbeinendum.

Ásgarður er vinnustaður sem hefur metnað til að vinna með og þroska hinn manneskjulega þátt vinnunnar. Í því felst m.a. að framleiðslan er löguð að getu hvers og eins, og honum hjálpað við að ná valdi á hugmyndum og verkfærum og vinna með þau. Sem sagt, að taka þátt í sköpunarferli frá hönnun að endanlegri útkomu. Þetta veitir einstaklingnum sjálfstraust, skerpir vilja hans og eykur þolinmæði“. (texti af heimasíðu Ásgarðs).

Þegar hér var komið við sögu gekk ég að húsi með Maríu í eftirdragi og þar í garðinum biðu hjólin okkar læst. Þetta fannst henni merkilegast, að það hefði verið vesenast við að koma hjólunum á staðinn daginn áður, sem var náttúrulega bara ekkert mál en skemmtilega óvænt samt sem áður.

Héðan lá leiðin í sund í Lágafellslaug þar sem að við busluðum í pottinum í ca klukkutíma. Þá var hjólað í Egilshöll (enn og aftur, ég kann ekkert á þetta svæði og gerði mér enganveginn grein fyrir því hvað það var langt á milli, enda vorum við kófsveittar þegar við vorum komnar þangað, vel gert eftir sundið!) Við ætluðum að skella okkur í keilu hér en skipulagið fór aðeins í kleinu þar sem það var allt uppbókað! HA? Kl 18:00 var allt uppbókað, hvernig hefði ég átt að láta mér detta það í hug?! Þannig að við fórum bara á barinn, enda ekkert annað að gera, og biðum eftir því að verða sóttar :)

Það var sossum ekki svo slæmt, við fengum okkur djúpsteiktan disk og var svo skutlað heim til mín þar sem að ég skellti Maríu í bubblubað og við græjuðum okkur fyrir kvöldið!

Að lokum fórum við út að borða þar sem að við skáluðum fyrir vel heppnuðum degi með marðar rasskinnar og harðsperrur í kálfum en lungun full af frísku lofti!

Svona óvæntur dagur er algjör snilld, það er ekkert væl í krökkum um að gera eitthvað annað eða að þau nenni ekki, þau vita ekki hvað er í vændum og finnst allt svo spennandi! Ég held að þetta ætti að vera markmið hjá ykkur í sumar: ferð fyrir vinkonuna/vininn, makann eða fjölskylduna. Þarf ekki að kosta mikið en ótrúlega margt sniðugt hægt að gera:

Hér eru nokkrar hugmyndir sem að ég var búin að láta mér detta í hug:

Hvalasafnið, Badminton, Bogfimisetrið, Grasagarðurinn, kaffi Flóra, Fjölskyldu- og Húsdýragarðurinn, hjóla eða gönguferð um Granda og kíkja á alla staðina þar ss Búrið ostaverslun, skoða gallerýin, borða á The Coocoo‘s nest og fá sér ís hjá Valdísi, miðbæjarferð og hljómskálagarðurinn, Kolaportið ef þetta er um helgi, Nauthólsvík og sjósund, safnaferð á listasöfn borgarinnar, Hafnarfjarðarferð þar sem allt er morandi í galleríum, listasöfnum, veitingarhúsum og skemmtilegum verslunum, Landnámssetrið í Borgarnesi og fara á Bjössaróló eða fara í Friðheima til að skoða tómatræktun og fá fræðslu um hana.

Þetta og svo ENDALAUST margt meira er svo auðvelt að gera, þarf ekki að kosta handlegg en getur verið uppskrift að dásamlegum degi.. eða kvöldi, það er auðvitað líka hægt að koma með vinkonuhópinn í óvissuferð á klúbbakvöld í búðina okkar ;)

Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!

Katla – Systur & Makar –

Hægt er að fylgja okkur á InstagramFacebookPinterest og Twitter

Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Lesa áfram
Klúbbakvölds vinningshafar!

Klúbbakvölds vinningshafar!

Það er búið að vera mikið að gera hjá okkur síðustu daga.. en það er einmitt þannig sem að við viljum hafa það!

Við María drógum úr klúbbakvöldsleiknum okkar og tókum á móti æðislegum dömuhóp síðasta fimmtudagskvöld í búðinni.

Elduðum sveppasúpuna góðu, kúrbítsbollur og eftirrétt og okkur fannst alveg endalaust gaman að taka á móti þessum sérstaklega skemmtilega og hressa hóp!

Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!

Katla – Systur & Makar –

Hægt er að fylgja okkur á InstagramFacebookPinterest og Twitter

Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Lesa áfram
Vorgleði á Akureyri

Vorgleði á Akureyri

Það er búið að vera mikið að gera hjá okkur síðustu daga.. en það er einmitt þannig sem að við viljum hafa það!

Á föstudeginum lögðum við af stað norður en við héldum Vorgleði í versluninni okkar á Akureyri, þar var sko sólin skal ég segja ykkur, hún bara beið eftir okkur og var dásamleg alla helgina!

Við saumuðum veifur og skreyttum búðina, grilluðum pylsur og gáfum trópí, bökuðum vöfflur með nutella og rjóma og svo aðra tegund með sykurlausum jarðaberjarjóma! Það er snilldar uppskrift frá Maríu sys en fyrir ykkur sem ekki vitið þá heldur hún úti öðru bloggi (mikið að gera hjá dömunni).

Hér er td uppskriftin hennar:

Jell-O hindberjabúðingur:

1 pk Jell-O ( Rasberry/strawberry )má velja hvaða bragð sem er , sykurlaust

250 ml rjómi

Blanda Jell-O duftinu út í rjómann, annaðhvort í skál eða bara beint út í rjómasprautuna.

Hrista vel, ágætt að gera þetta hratt og örugglega svo duftið setjist ekki í botninn.

Sprautið svo guðdómlega góðum bleikum búðing í skálar og njótið.

Hér má sjá video af þessu.. ég legg ekki meira á ykkur, video, nú er þetta algjörlega imbaprúf svo ef þörfin hellist yfir ykkur þá er þessi uppskrift meiri snilldin!

Annars var hátíðin ofsalega vel heppnuð, kaupaukar í formi grænmetisfræja með smá sumarkveðju, andlitsmálning fyrir gormana og ekkert nema notalegheit!

Laugardagskvöldið fór svo í smá gleðistund með starfsmönnum okkar og mökum þeirra á Akureyri, en við fórum út að borða á Strikinu. Algjörlega magnaður þriggja rétta matseðill með alltof mikið af gleðivökva og alltof mörgum selfie myndatökum en jiiii hvað það var gaman, þvílík forréttindi að vera með svona snilldar starfsmenn!

Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!

Katla – Systur & Makar –

Hægt er að fylgja okkur á InstagramFacebookPinterest og Twitter

Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Lesa áfram
Ó þú fríði föstudagur!

Ó þú fríði föstudagur!

Kæru vinir, það er kominn föstudagur!!!

Ahh, ég elska föstudaga, einn af uppáhalds dögunum mínum.. ekki afþví það er frí á morgun í vinnunni, nei ég og Tóta munum sjá um búðina alla helgina og hlökkum mikið til. Heldur er það afþví það eru allir svo ótrúlega glaðir!

Í alvöru, finnið þið ekki fyrir því? Allir geggjað léttir á því, kaka með kaffinu, reyndar tvær, það var basically hlaðborð af kökum... og svo er hvítvín heima í ísskáp að bíða eftir mér!

Pastakvöld í kvöld, með kjúkling og rjómasósu og rjómaosti og örugglega einhverju grænmeti til að holla það upp, eða bara til að dýfa í rjómasósuna.. jebb það verður svo epic og ég mun njóta þess alla leið! Svo bara fer ég í labbitúr.. eða bara aðhaldsleggings.. held ég fari bara í leggings og „Sker“, nýja kjólinn og drekk safa á mánudaginn.. (finnst það massa sniðug lausn, njóta helgarinnar og láta græna safann svo bara redda þessu á mánudaginn!)

Allavega, við Tóta verðum í gleðivímu í búðinni eeeeendilega kíkið á okkur:

Opið á Laugaveginum á morgun 11:00 – 17:00 og á sunnudaginn 12:00 – 16:00

Akureyri á morgun laugardag 11:00 – 16:00

Netverslunin er opin ávallt!

Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!

Katla – Systur & Makar –

Hægt er að fylgja okkur á InstagramFacebookPinterest og Twitter

Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

 

Lesa áfram
Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm