Fjársjóðskjallari í Hólminum
(English below)
Það má segja að við systur hafi verið á faraldsfæti síðustu helgi. Á meðan þær stöllur Katla og Tóta þeystust um suðurlandið með skosku vinahjónin þá fórum við fjölskyldan í Stykkishólm í bústað foreldranna og tókum svo Snæfellsnesið á leið heim. Við elskum „Hólminn“ eins og við köllum hann og það er alltaf jafnfallegt þar og þá sérstaklega á sumrin þegar höfnin er iðandi af mannlífi og ferðamönnum sem lífga svo sannarlega upp á bæjarmyndina. Við duttum inn á frábæra sýningu í Tang og Riis þar sem vinnustofa og galleríið hennar Ingibjargar H. Ágústsdóttur er staðsett en þar sýnir hún nú lágmyndir af eyjum og skerjum í Breiðafirðinum og eru þær hver annarri skemmtilegri. Þessi kona er fatahönnuður að mennt en er einnig snillingur með útskurðarhnífinn og myndirnar hennar ótrúlega lifandi og skemmtilegar bæði fyrir unga sem aldna. Húsnæðið er svo annar kapituli því önnur eins smartheit hef ég sjaldan upplifað. Þarna blandar hún saman gallerí og vinnustofu í gamla kjallaranum í Tang og Riis húsinu sem var upphaflega pakkhús Gramsverzlunarinnar og síðar verslunarhús Tang & Riis. Upprunalegar hansahillur og fagurlega uppgerðum tekkhúsgögnum er smekklega raðað inn í rýmið og gerir þennan grófa en fallega kjallara að fallegum og hlýlegum ævintýraheim. Ef þið komist ekki á sýninguna EYJAR í Hólminum þá hvet ég alla til að kíkja á síðuna hjá þessari frábæru listakonu www.bibi.is og njóta þess sem þar má sjá. Ég á mér þann draum að eignast krummahöfuð inn á heimilið mitt. Bara svona ef einhverjum vantar hugmynd af fimmtugsafmælisgjöf t.d.
Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja María Krista
- Systur & Makar –
Höfnin fallega
Smart uppsetngin
Já takk mamma og pabbi ég væri til í svona !
Such a homy gallery
The Hidden gem in Stykkisholmur
You may say my sister and I have been very ambulant last weekend. Katla & Tóta travelled about the south with their Scottish friends, me and my family stayed in Stykkishólmur in my parent’s summerhouse. We love this place, it is always equally beautiful there, in every which weather but especially during the summertime when the harbour is buzzing with tourists and locals that bring everything to life!
We checked out a wonderful art exhibition in Tang & Riis, but the artist: Ingibjörg H Ágústsdóttir has a workshop there as well as a gallery. At the moment she is showing bas-reliefs of the islands in the fjord, each one more beautiful than the other!
The artist is educated as a fashion designer but she is also really great working the carving knife and her pieces are so alive and suit everybody, young and old!
The house is another chapter: it is so well organized and the decoration and finishes are remarkable! She blends a workshop and a gallery in “one” in the old basement of this historical building. In the olden days it used to be a retail outlet called Tang & Riis and the basement used to be its warehouse.
Original designer shelves called “Hansa-shelves” adorn the space among beautifully renovated teak furniture’s that are very tastefully arranged in the space which gives this rustic basement a warm fairy tale flavour!
The workshop
A beutiful handknitted pillow
If you can’t visit this exhibition: EYJAR (meaning ISLANDS) in Stykkishólmur, I really recommend you checking out her site: www.bibi.is Her work is well worth the look!
I personally have a dream of getting a raven head by her, just you know, if somebody close nee
Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn
María Krista on behalf of
- Systur & Makar –