Innanhúshönnun og stílisering

Eldhúsbreyting eftir örlitlar samningaviðræður !!

Eldhúsbreyting eftir örlitlar samningaviðræður !!

Jú það er til góð lausn við þessu, þegar ég ákveð að BREYTA þá þarf það að gerast í GÆR og þar sem makinn minn er ekki alveg jafn duglegur við að sjá hlutina fyrir sér þá þarf oft að nota sannfæringarkraftinn. EF það gengur ekki þá luma ég á einu ráði í viðbót og það er að tína niður úr herberginu sem á að græja, í mínu tilfelli eldhúsinu, og rífa allt niður af veggjum helst áður en viðkomandi maki kemur heim úr vinnu. Þegar sá hinn sami maki þarf svo að klífa heilt fjall af leirtaui, bókum, eldhúsáhöldum eða núðlupökkum þá er ekkert aftur snúið ef hann ætlar að fá heitan mat á næstunni.
Lesa áfram
Veitingarstaður tekinn í gegn: fyrir & eftir.

Veitingarstaður tekinn í gegn: fyrir & eftir.

Páskarnir fóru í miklar breytingar hjá okkur Tótu minni og vinkonu okkar Gullu. Þær stöllur eru fæddar og uppaldar á Þórshöfn á Langanesi og hef ég verið tíður gestur þar frá því við Tóta hittumst.

Þórshöfn er hluti af Langanesbyggð sem er frekar lítið bæjarfélag sem byggist aðallega á fiski, ofsalega fallegu umhverfi og þéttu samfélagi. Á Þórshöfn er veitingarstaður og bar sem kallast Báran en þann stað höfum við heimsótt í hvert skipti sem að við förum norður og hefur mig klæjað í fingurna frá fyrstu kynnum að „kósýa“ staðinn svolítið upp. Hann hefur reglulega verið betrumbættur í gegnum tíðina: ný gólfefni, nýjir ofsalega fallegir gluggar, pallur ofl. en að mínu mati vantaði svolítið uppá hlýleikann og persónuleikann í staðinn. Þar sem við Tóta elskum breytingar innanhús og ég elska að fá að fikta svolítið í innanhúshönnun enda menntuð á því sviði, án þess að hafa unnið við það þó, þá kviknaði hugmynd...

Við Tóta fórum svo norður núna síðustu jól og eftir góðan mat, nokkra bjóra og spil buðum við Nic eiganda okkar aðstoð í að breyta aðeins staðnum. Það þáði hann með þökkum en okkur grunaði að hann gerði sér ekki alveg grein fyrir breytingunum sem yrðu í vændum.

Ákváðum við að gera þetta verkefni alfarið sem greiða fyrir Nic og vonandi samfélagið í Langanesbyggð.. (en í raun var þetta að mestu leiti útrás fyrir sköpunargleði og breytingarþráhyggju okkar.. sssshh ekki segja neinum).

Eftir svolítinn undirbúning, mælingar, hugmyndavinnu ofl fórum við svo norður núna sunnudaginn 29.mars, komum við á Akureyri þar sem við versluðum restina af málningunni sem að okkur vantaði, (það er erfitt að redda sér á Þórshöfn svo ekkert mátti gleymast) shoppuðum svolítið i Hertex (örlítið sófasett og svona.. J) og drifum okkur svo til Þórshafnar með fullan bíl af dótaríi 30.mars.

Moodboards..

Þá hófst heljarinnar yfirhalning, sparsl og málningarvinna, þrif og smíði næstu 5 daga. Stefnan var að klára salinn en við vorum svolítið duglegri en það og fengum heljarinnar aðstoð frá bæjarbúum. Við kláruðum því barinn líka, ganginn og salernin!

Samvinnan og gleðin í þessu verkefni var svo algjörlega til fyrirmyndar! Við fengum svolítið að ráða bara og allir treystu og gerðu það sem við báðum um, ekkert nema skemmtilegt!!!

Hér má sjá myndirnar frá verkefninu, bæði fyrir og eftir myndir og af einhverjum af dugnaðarforkunum sem hjálpuðu til, við náðum ekki myndum af öllum sökum flassfælni en þökkum þó öllum endalaust fyrir aðstoðina!

Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!

Katla – Systur & Makar –

Hægt er að fylgja okkur á InstagramFacebookPinterest og Twitter

Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Lesa áfram
Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm