
Hver kannast ekki við að sykurpúkinn skríði upp á öxlina á manni þegar það er nýbúið að prenta út heilsuátakið og setja á ískápinn.
Klukkan dottin í súkkulaðitíma fyrsta kvöldið í átaki og heilinn fer í "out of control mode". Engin rök geta stoppað löngunina í dísætt og freistandi Pipp súkkulaðið sem gleymdist í skápnum eftir helgina.... ahhh.
En elskurnar mínar það er ástæða fyrir þessari óstjórn og það er að heilinn okkar er ekki betur hannaður en svo að sykurlöngunin getur sigrað öll rök af líffræðilegum ástæðum sem er aðeins of flókið að útlista hér en þá er ekki annað að gera en að vera tilbúinn í stríð ! Vertu tilbúin með vopnin í bakhöndinni, t.d sykurlaust súkkulaði sem er jafnvel nokkuð hollt ef notuð eru góð hráefni og hversu töff er að geta notið þess á hverju kvöldi að maula á sykurlausum konfektbita með kaffinu.
Hér er uppskrift sem ég nota oft þegar púkinn mætir á svæðið því eins og aðrir þá er ég mannleg þótt ég sé búinn að kveðja hvíta sykurinn að mestu og hef alveg dottið í sykur og nammi gildrurnar ef ég er ekki nógu vel undirbúin. Endilega prófið þessa einföldu uppskrift og njótið með mér.

Uppskrift ,Súkkulaðikonfekt 3,2,1,
3 msk kókosolía
2 msk fínmöluð sæta, Erythritol t.d. Via Health, eða sambærilegt
1 msk gott sykurlaust kakó
8 dropar stevía, má vera með bragði t.d. súkkulaði eða vanillu.
1/2 tsk piparmyntu extract
Hitið kókosolíuna í potti eða í örbylgjuofni þar til hún er tær. Takið pottinn af hellunni eða ílátið úr ofninum og leyfið olíunni að kólna örlítið svo kakóið brenni ekki. Sigtið þurrefnum saman við og hrærið. Bætið stevíu og bragðefnum út í og hrærið aftur. Hellið nú blöndunni í þartilgerð konfekt mót, gott að nota silikon. Frystið í lágmark 20 mín og þá höfum við dísæta og góða konfektmola sem hægt er að njóta með kaffibollanum án samviskubits.
Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!
Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!
María Krista – Systur & Makar –
Hægt er að fylgja okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter
Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.
Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!