Yndislegt alveg

Sveina Peta og HAMINGJUDAGURINN hennar

Sveina Peta og HAMINGJUDAGURINN hennar

Því ber þó helst að þakka hversu skemmtilega opin og einlæg hún Sveina Peta er en hún kom svo sannarlega til dyranna eins og hún er klædd ! Hér er hægt að lesa viðtalið við hana sem við birtum fyrr í vikunni en Sveina var kosin úr hópi 12 kvenna sem allar áttu skilið að komast í dekur. Í þetta sinnið vann hún Sveina Peta með 25% atkvæða.
Lesa áfram
Hver er Sveina Peta?

Hver er Sveina Peta?

Sveinborg Petrína Jensdóttir er 37 ára, brátt 38 ára dugnaðarforkur frá Garði. Hún er eiginkona Ólafs Ómarssonar og saman eiga þau Ólöfu Sólveigu 14 ára, Jens Sævar 4 ára og tíkina Línu sem er að verða 7 ára.
Lesa áfram
Hamingjudagurinn: sú heppna er...

Hamingjudagurinn: sú heppna er...

Við erum nú komin heim frá Frakklandi og raunveruleikinn er aftur tekinn við. Takk þið öll sem fóruð í ferðina með okkur út á SnapChattinu.. meiri vitleysan og stuðið sem við vonum svo innilega að þið hafið öll notið að fylgjast með. Aðaltilgangurinn með snappinu var að reyna að skemmta ykkur og samkvæmt mikilli fylgjenda aukningu og dásamlegum svörum sem við fengum svo reglulega höldum við að það hafi tekist!
Lesa áfram
Hamingjudagur Systra&Maka - Kosningin er hafin!

Hamingjudagur Systra&Maka - Kosningin er hafin!

Þetta var erfitt en um leið yndislegt, gefandi og ánægjulegt. Nú er væmnin að ná hámarki en í alvöru elskurnar, það var dásamlegt að sjá hvað þið hugsið vel um hvor aðra! Við erum meirar eins og lambakjöt og erum búnar að lesa yfir öll bréf og skilaboð vel og vandlega. Að lokum ákváðum við að hafa úrvalið fjölbreytt og gott.
Lesa áfram
Hamingjudagur að verðmæti 250.000.- Hver verður sú heppna?

Hamingjudagur að verðmæti 250.000.- Hver verður sú heppna?

Okkur systrum finnst fátt skemmtilegra en að fá kúnna til okkar sem við getum dressað, skartað og helst tekið svolítið úr þægindarramma sínum. Toppurinn er svo þegar þær rölta út úr búðinni með sjálfstraustsprautu í bossanum og fulla poka af vörum sem þær segjast sjálfar "aldrei hefðu látið sér detta í hug að máta!"..
Lesa áfram
The Age of Adaline

The Age of Adaline

Jæja góðan og blessaðan daginn. Nú er vasaklúturinn minn loksins farinn að þorna eftir að horfa á hina yndislegu mynd The Age of Adaline. Aðdáendur mynda á borð við Note Book og About Time verða ekki sviknir af þessari mynd sem hún gullfallega  leikur aðalhlutverkið í ásamt  og hinum fjallmyndarlega . Þetta er mynd sem tilvalið er að horfa á með bestu vinkonunni, systur, móður eða þínum heittelskaða og það síðastnefnda gerði ég núna að morgni annars í Hvítasunnu. Sagan er rómantísk og búningar og stílisering er frábær fyrir tískuunnendur því hún spannar marga áratugi í lífi aðalpersónunnar. Ég vil þó ekki gefa of mikið upp af söguþræðinum en endilega kíkið á þessa mynd við fyrsta tækifæri. Mig langar helst að leggjast upp í sófa núna með súkkulaði og kirsuber og láta mig dreyma ........ um manninn minn :) hvað annað ?

Hér er trailerinn úr myndinni: https://www.youtube.com/watch?v=clbSd2JzAqc

Og hér er IMDB umfjöllun sem gefur myndinni einkunnina 7.3 sem telst nokkuð gott á þeim ágæta miðli. http://www.imdb.com/title/tt1655441/?ref_=nv_sr_1

 

Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!

María Krista – Systur & Makar –

Hægt er að fylgja okkur á InstagramFacebookPinterest og Twitter

Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Lesa áfram
Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm