
Yndislegt alveg


Hver er Sveina Peta?

Hamingjudagurinn: sú heppna er...

Hamingjudagur Systra&Maka - Kosningin er hafin!

Hamingjudagur að verðmæti 250.000.- Hver verður sú heppna?

The Age of Adaline
Jæja góðan og blessaðan daginn. Nú er vasaklúturinn minn loksins farinn að þorna eftir að horfa á hina yndislegu mynd The Age of Adaline. Aðdáendur mynda á borð við Note Book og About Time verða ekki sviknir af þessari mynd sem hún gullfallega Blake Lively leikur aðalhlutverkið í ásamt Harrison Ford og hinum fjallmyndarlega Michiel Huisman. Þetta er mynd sem tilvalið er að horfa á með bestu vinkonunni, systur, móður eða þínum heittelskaða og það síðastnefnda gerði ég núna að morgni annars í Hvítasunnu. Sagan er rómantísk og búningar og stílisering er frábær fyrir tískuunnendur því hún spannar marga áratugi í lífi aðalpersónunnar. Ég vil þó ekki gefa of mikið upp af söguþræðinum en endilega kíkið á þessa mynd við fyrsta tækifæri. Mig langar helst að leggjast upp í sófa núna með súkkulaði og kirsuber og láta mig dreyma ........ um manninn minn :) hvað annað ?
Hér er trailerinn úr myndinni: https://www.youtube.com/watch?v=clbSd2JzAqc
Og hér er IMDB umfjöllun sem gefur myndinni einkunnina 7.3 sem telst nokkuð gott á þeim ágæta miðli. http://www.imdb.com/title/tt1655441/?ref_=nv_sr_1
Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!
Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!
María Krista – Systur & Makar –
Hægt er að fylgja okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter
Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.