Turna midi Navy
Lýsing
Turna gollurnar eru svakalega klæðilegar og tímalausar opnar peysur sem eru frábærar við allskonar kjóla og toppa. Þær eru milli síðar og ná vel niður fyrir rass, opnar að framan með vel síðum ermum sem krumpast aðeins fremst.
Turna virkar svolítið eins og blazer en er úr þægilega Ponte efninu okkar sem er eiginlega eins og sparilegt jogging. Þær eru svolítið teknar inn í mittið með einföldum kraga sem stoppar á miðri leið. Það gefur þessum peysum virkilega töffaralegt yfirbragð en þó eru þær algjör klassík!
Þær henta sem utanyfirflíkur í léttara veðri en munu einnig koma sér mjög vel í vetur þegar það fer að kólna. Þær eru einfaldar í sniðinu með góðum ermum, opnar að framan með kanti sem rammar hálsmálið fallega og vösum sem falla niður í saum að framan.
Ermarnar eru ísettar og eru því skarpar og flottar.
Þær eru fáanlegar fimm stærðum: 1 34/36, XS sem hentar 38-40, stærð S 42-44 og stærð M 46-48 og XM 50-52
Við mælum með 30°C þvotti og hengið upp til þerris frekar en að nota þurrkarann, hann fer aldrei vel með flíkurnar.
Blanda: 69%Nylon/26%Rayon/5%Spdx
Sendingarkostnaður
DROPP
Dropp afhendingarstaðir á Höfuðborgarsvæðinu 750 kr
Dropp afhendingarstaðir á Suðvesturhorninu 990 kr
Dropp afhendingarstaðir á Landsbyggðinni 990 kr
Flytjandi á Landsbyggðinni 1.350 kr
Heimsendingar á Höfuðborgarsvæðinu 1.350 - 2.350 kr
Heimsendingar á Suðvesturhorninu 1.450 - 2.950 kr