Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Klútur Hvönn Ljósgrár

16.900 kr

Lýsing

Stóru Volcano klútarnir hafa notið mikilla vinsælda í gegnum árin enda hefur stærðin og formið haldið sér en efnin breyst og prentin sömuleiðis.

Nú bjóðum við upp á klúta með hvannarprenti en hvönnin er bæði táknræn og stórmerkileg og öflug lækningarjurt.

í tungumáli blómanna táknar hvönnin innblástur. Sagt er að gefir þú öðrum hvönn þýðir það að þú viljir hvetja viðkomandi eða veita honum innblástur.

Ætihvönn er ein merkasta lækningajurt Íslandssögunnar en hvönnin var notuð á Íslandi allt frá landnámi. Auk þess að vera mikilvæg matjurt á Norðurlöndum og Bretlandseyjum var lækningamáttur hvannarinnar vel þekktur meðal norrænna manna.

Ætihvönn var einkum talin góð fyrir fólk sem var að ná sér eftir erfið veikindi, ef það skorti þrek og kraft.

Klútarnir eru tímalausir og poppa upp hvaða dress sem er, þeir eru einnig oft notaðir sem sjöl enda stórir og notalegir með kögri sem gerir þá enn áhugaverðari og gefur þeim örlitla hreyfingu.

Við mælum með handþvotti á þessari vöru:

ATH* prentin geta dofnað í þvotti og notkun, vinsamlegast þvoið í höndum eða í netapoka og forðist að setja í vél á mikinn snúning eða með grófum efnum og/eða fatnaði með rennilásum.

Sendingarkostnaður

DROPP

Dropp afhendingarstaðir á Höfuðborgarsvæðinu 750 kr
Dropp afhendingarstaðir á Suðvesturhorninu 990 kr
Dropp afhendingarstaðir á Landsbyggðinni 990 kr
Flytjandi á Landsbyggðinni 1.350 kr
Heimsendingar á Höfuðborgarsvæðinu 1.350 - 2.350 kr
Heimsendingar á Suðvesturhorninu 1.450 - 2.950 kr