Huginn svartur með gulum blómum
Lýsing
Huginn er ferlega skemmtilegur og sniðugur kjóll sem hægt er að breyta á nokkra vegu.
Hægt er að hafa V hálsmálið að framan eða aftan og þá rúnað að framan eða aftan.
Hann er með böndum í hliðinni sem hægt er að binda saman á nokkra vegu:
Böndin er hægt að binda laust niður að framan og hafa hann svolítið hippalegan og lausan.
Einnig er hægt að binda böndin laust að aftan og láta þau lafa niður á rass, hann er einnig frekar þægilegur og "loose fit" þannig. Að lokum er hægt að þrengja hann og binda hann upp í mitti þannig að böndin endi að framan í hnút eða að aftan í hnút og mynda böndin þannig hálfgert belti. Það ýkir mittið en gefur þó hreyfingu í efri partinn og felur brjóstahaldaralínur.
Smart og virkilega klæðilegur kjóll með kvartermum og fallegri sídd sem lítið mál er að dressa bæði upp og niður en hann er frekar síður með svolítilli auka vídd í hliðunum neðst. Hægt að para við hæla eða boots og nota hversdags eða virkilega spari!
Við erum alveg ótrúlega ánægð með útkomuna á þessu fallega en einfalda sniði.
Þessi kemur í tveimur stærðum XS (36/38-40/42) S (42-52/54)
Við mælum með 30°C þvotti og forðist þurrkarann.
Blanda: 100% polyester
Takk fyrir að styðja við íslenskt atvinnulíf- íslenska hönnun og framleiðslu.
Sendingarkostnaður
DROPP
Dropp afhendingarstaðir á Höfuðborgarsvæðinu 750 kr
Dropp afhendingarstaðir á Suðvesturhorninu 990 kr
Dropp afhendingarstaðir á Landsbyggðinni 990 kr
Flytjandi á Landsbyggðinni 1.350 kr
Heimsendingar á Höfuðborgarsvæðinu 1.350 - 2.350 kr
Heimsendingar á Suðvesturhorninu 1.450 - 2.950 kr