Volcano Design
Volcano Design var stofnað árið 2008 en komst í fullan rekstur árið 2009 og er rekið af Kötlu Hreiðarsdóttur.
Katla Hreiðarsdóttir er útskrifuð sem innanhúshönnuður frá Istituto Europeo di Design í Barcelona en hefur ávallt haft áhuga á fatahönnun frá því að hún kláraði textílbrautina úr Fjölbrautarskóla Garðabæjar.
Frá upphafi reksturs hefur Katla lagt ríka áherslu kvenleikann í hönnun sinni og hannar klæðilegar, smart og tímalausar vörur og vinnur með skemmtileg og fjölbreytt snið. Hefur þessi stefna hitt vel í mark sem sýnir sig í öflugum kúnnahópi sjálfstæðra, töff og kynþokkafyllra kvenna. Merkið hefur notið mikilla vinsælda frá byrjun og er stolt af því að vera alfarið með íslenska framleiðslu á eigin saumastofu.
Starfsmenn fyrirtækisins eru reynslumiklir á sínum sviðum með góða reynslu og sést það vel á handbragðinu. Gæði efnanna skipta Kötlu miklu máli og leggur hún uppúr því að hafa sem endingarbestu efnaflóruna, faglegan saum og snyrtilegt handbragð.
Katla hefur trú á því að þegar konum líður vel í fötunum eru þær fallegastar svo þægindi skipta miklu máli.