Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Krista Design

 

 

Krista Design er lítið fyrirtæki sem rekið er af hjónunum Maríu Kristu Hreiðarsdóttur og Berki Jónssyni.


María Krista er grafískur hönnuður frá Listaháskóla Ísland og einnig útskrifuð úr iðnhönnun úr iðnskólanum í Hafnarfirði. Börkur er menntaður vélfræðingur. Hjónin eiga 3 börn og búa í fallegu húsi í Hafnafirði sem horfir yfir sjóinn.

Handverk og hönnun hefur lengi verið áhugamál hjá þeim hjónum og finnst þeim sérstaklega gaman að hanna nytjahluti og skrautmuni úr efnum sem eru óvenjuleg og ekki er verra ef að þau eru endurnýtt á einhvern hátt.

Krista Design framleiðir skart sem og margskonar gjafa- og heimilisvöru en vöruúrval þeirra er með ólíkindum. Fyrirtækið hefur notið aukinna vinsælda frá stofnun og farið frá því að vera með lítið gallerí í bakgarðinum ásamt sölu í fjölmörgum verslunum um land allt í eigin verslunarrekstur Systra og maka með tilheyrandi stækkun og vöruaukningu.

Þau hjónin sjá um alla framleiðslu sjálf ásamt einum starfsmanni og reka eigið verkstæði og vinnustofu. Verandi foreldrar þriggja hafa þau lært að hagræða tíma sínum vel en tímalaus hönnun þeirra hjóna nýtur um leið góðs af. Fyrir utan þennan rekstur skrifaði María Krista einnig uppskriftarbókina Brauð og eftirréttir Kristu sem að einblínir á sykur-, hveiti- og glútenlausar uppskriftir. Bókin fæddist eftir matarblogg Maríu Kristu sem naut mikilla vinsælda.

Þar fyrir utan eru þau hjón miklir dýravinir og er María mjög virkur meðlimur í Villikattafélagi Hafnarfjarðar.

Sjón er sögu ríkari en það er víst að eitthvað er fyrir alla frá Kristu Design!