Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Dagskrá Aðventupartý 2022

Dagskrá Aðventupartý Systur&Makar 1. desember kl:20:00

Auðvelt verður að horfa á þáttinn í fríu streymi í gegnum Vimeo hvar í heiminum sem er. Vimeo er hægt að sjá í gegnum síma, tölvur og sjónvarp.

Linkur á streymið kemur þegar nær dregur.

Við förum bæði í heimsóknir sem og fáum frábæra gesti til okkar í þáttinn. Hér kemur yfirlit yfir það sem verður í boði í þættinum raðað upp í stafrófsröð.

  • Áslaug Snorradóttir kemur með skemmtilegar og frumlegar hugmyndir að jólaeftirréttum en hún er algjör fagurkeri, matarstílisti og ljósmyndari.
  • Beautybox kemur með góð ráð og verður með förðunarkennslu.
  • Birgitta Elín, ein af eigendum Bókabeitunnar kynnir okkur fyrir nokkrur vel völdum bókum sem Bókabeitan gefur út í ár.
  • Bryndís Eir eigandi @blomdis gefur frábær ráð í kransagerð.
  • Dregið verður úr risavöxnu happdrætti þar sem allir áhorfendur eiga kost á að vinna.. það þarf bara að finna könglana 3 víðsvegar um heimasíðu systurogmakar og skila inn þátttökuseðli ekki síðar en á miðnætti 29. nóvember.
  • Eirný Sigurðardóttir ostadrottning Íslands gefur okkur frábærlega góð ráð og uppskriftir að jóla Brunch boði.
  • Eva Laufey segir okkur allt um nýjasta samstarfsverkefnið sitt og Kötlubaksturs.
  • Fanney Dóra, einn eigandi veitingarstaðarins Hnoss kynnir okkur fyrir ljúffengu íslensku kampavíni.
  • Í skóginum stóð kofi einn, við kíkjum í heimsókn í Skátalund þar sem búið er að skreyta skálann með upprunalegu jólaskrauti frá byggingu hússins 1968 en það er gert eins ár hvert.
  • Jólabjöllurnar koma í viðtal og syngja fyrir okkur falleg jólalög.
  • Katla fer í mátun til sassy.is og sýnir okkur m.a. klæðilegan og þægilegan undirfatnað en úrvalið hjá Sassy.is er til fyrirmyndar.
  • Kolbrún Ýr hönnuður og heilsuþjálfari ræðir við okkur um andlega heilsu og fallega skartið sitt.
  • Sigríður Inga hjá YAY segir okkur aðeins frá þessu unga en öfluga fyrirtæki sem er heldur betur að gera spennandi hluti þessa dagana!
  • Við fáum nokkrar mátanir á vörum Volcano Design þar sem 4 módel sýna fallegt úrval fyrir jólin.
  • Við förum í dásamlegt jólaboð á Hæðinni og fáum þar að heyra frumsaminn texta við lag sem er í einstöku uppáhaldi Kötlu. Textinn var sérsaminn fyrir þáttinn og mun Arna Ómarsdóttir flytja lagið.
  • Við förum í einstaklega fallegt jólainnlit á Brúsastaði til Maríu Kristu en þau Börkur hafa svo sannarlega tekið húsið sitt í gegn síðastliðið ár sem margir hafa fylgst með á @kristaketo.
  • Við förum í heimsókn í herrafataverslunina Kölska og skoðum úrvalið þeirra.
  • Við skoðum dásamlega fallega verslun Blush.is og gefum ykkur svolitla innsýn í ævintýraheim fullorðna fólksins.

Við hlökkum svo sannarlega til að hafa ykkur með okkur þann 1. desember 2022