"Palla-makeover"
"Pallamakeover"
Þar sem við systur og makar eyddum öllu síðasta sumri í að standsetja verslunina okkar í Síðumúlanum þá gafst okkur takmarkaður tími til að sinna garðinum og pallinum á heimilum okkar. Við höfðum sett upp pall og græjað sófaaðstöðu á Brúsastöðum hjá mér og Berki fyrir 2-3 árum sem var farið að sjá verulega á og í síðustu viku gafst okkur smá tími til að endurbæta pallaparadísina okkar í samstarfi við Slippfélagið.
Katla var klædd í skítagallann ....
...og við tóku þrif með háþrýstidælunni góðu frá Nilfisk sem mikið hefur verið spurt út í en þetta er bara hefðbundin dæla sem hægt er að fá aukabursta á og svínvirkaði hann á pallinn.
Háþrýstigræjan fæst í Bauhaus og Húsasmiðjunni síðast þegar við athuguðum. Við bárum fyrst á pallinn Grámahreinsi frá Viðar og létum liggja á pallinum í 30 mín. Síðan skrúbbuðum við af pallinum með vélinni góðu en auðvitað er alveg eins hægt að nota skrúbbkúst og venjulega garðslöngu í verkið, hitt er bara meira kúl og auðvitað fljótlegra.
Þegar pallurinn var orðinn þurr bárum við á hann pallaolíu, einnig frá Viðar sem kallast Hägenas og er fallega hnotubrúnn.
Við það hresstist töluvert upp á útlitið og hann varð eins og nýr. Bárum sama lit á skjólvegginn og nýttum afganginn úr fötunni á pallinn fyrir framan húsið í leiðinni.
Næst var að skafa og hreinsa upp palletturnar sem við höfðum málað fyrir 2 árum og voru farnar að vera ljótar. Háþrýstidælan góða kom þar við sögu og við náðum að hreinsa slatta af bara með vatninu. Börkur málaði svo brettapalletturnar með þekjandi viðarvörn frá Viðar sem heitir Aska AF 407 (sérstaklega þægilegt að vinna með!) allt frá Slippfélaginu.
Þegar palletturnar höfðu þornað var passlega komið að okkur systrum að fá að raða upp pallinum.
Við Börkur eigum dýnur sem við keyptum á sínum tíma í IKEA, einhversskonar svampdýnur sem við duttum niður á en þær pössuðu akkurat upp á breiddina á pallettunum. Þær eru renndar saman einhverra hluta vegna svo þetta hefur líklega verið fyrir einhversskonar sófa, gestarúm eða sólbekk. Allavega mælum við með því að nota svampdýnur úr IKEA eða rúmfatalager og sauma jafnvel utan um þær eða klæða með fallegu teppi. Það er mikið þægilegra að sitja á almennilega þykkum pullum. Jafnvel leggja sig á fallegri sumarnótt undir berum himni.
Púðar og ábreiður gera heilmikið og fengum við værðarvoðina hjá Systur&Makar. Eins má sjá á myndunum Útileguteppið frá Volcano Design en það er snilldar teppi sem má einnig nýta sem yfirhöfn. Sú hugmynd fæddist einmitt á þessum sama palli fyrir nokkrum árum þegar kalt var í veðri og erfitt að handleika "kókflöskuna" vafin inn í teppi. Þá datt okkur í hug að gera raufar fyrir hendurnar og setja festingu framan á til að geta fest teppið á sér. Það er ákveðin víkingastemming í teppinu en það svínvirkar og er sítt og kósý á pallinum.
Hér er linkur á teppið sem fæst á vefverslun Systra & Maka og kostar 14.900.-
Skrautvörurnar eru frá Nkuku eins og lugtir, skálar og garland lengjan á skjólveggnum. Macrame teppið kemur einnig frá Systrum&Mökum. Liljuljósin svörtu eru frá Kristu Design og fást í Systur&Makar, sem og Íslandsglasamotturnar.
Við urðum að sjálfsögðu að næra okkur eitthvað eftir myndatökuna og var boðið upp á Lava Cheese og Hindberjalakkrískúlur frá This is Nötts. Við systur erum náttúrulega bara nautnagormar og nýtum öll tækifæri í mat og drykk.
Pallurinn er orðinn dásamlegur og settu sumarblómin punktinn yfir i-ið á þessu paradísarsvæði okkar.
Við þetta má bæta að við hreinsuðum óæskilega fífla og arfa fyrst úr garðinum með undraefninu Garðahreinsi frá UNDRA. Algjör snilld.
Ef þið viljið sjá smá myndband af ferlinu þá er það hér:
Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!
Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!
María Krista – Systur & Makar –
Hægt er að fylgja okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter
Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.