Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Epískt jólaboð, nýr "pissublöðruvænn" samfestingur og 13. og 14. í jólagjafatalinu!

(English below)

Þetta bloggmarkmið mitt á hverjum degi í desember er aðeins að klikka hjá mér, það var annar dagur í "bloggbeili" í gær þar sem ekkert blogg fæddist og ætla ég að kenna dásamlegum samstarfsmönnum mínum um það!

Afhverju? Jú, við héldum jólagleðina okkar á laugardaginn og þau eru svo endalaust hress og skemmtileg að við tjúttuðum í salnum okkar langt fram á nótt og þökkuðum öllum heilögum fyrir það að vera EIN í salnum!

Pakkaleikurinn árlegi var að sjálfsögðu tekinn og metnaðurinn í pökkunum var nú toppaður! Þar má td nefna, sérmerktan Systra&Maka púða, jólastjörnu, creme brulé skálar, Star Wars sverð og beikon nammi (sem er með öllu óætt!!)

Hún Ingunn Huld kom og tók nokkur jólalög fyrir okkur sem og nokkur lög af glænýju plötunni sinni Fjúk. Yndisleg stelpa alveg sem söng eins og engill en þetta atriði gaf hún Myrra okkur samstarfsmönnunum að gjöf og þökkum við kærlega fyrir það!

Endilega smellið á diskinn hér og fylgist með þessari efnilegu stelpu!

Við sungum karókí og ég tók dúett með Lilju: "Baby it's cold outside" svona 40 sinnum þar sem setningin: "eeeeiiiinu sinni enn, núna skulum við sko rúlla þessu upp" heyrðist eftir hvern flutninginn á fætur öðrum... mágur minn, Börkur, hefur tekið af mér loforð að þetta lag verði aldrei spilað aftur það sem af er ári! Það er auðvitað ekki mér að kenna að hann muni allt, eini maðurinn með viti sem að skellti sér ekki í rauðvínsþamb og hefur það hér með verið ákveðið að bannað sé að mæta aftur í jólaboð nema taka þátt í vitleysunni! Minnið er með öllu horfið og heilsan var ekki upp á marga fiska í gær!

Kaffitímarnir í dag fóru þó í upprifjanir á þessu yndislega kvöldi og ég hef nú fengið það fullkomnlega staðfest að ég er ekki sú eina í fyrirtækinu sem er "léttgeggjuð", kolruglað lið allt saman og það er það sem gerði þetta kvöld svo æðislegt!

ERGO: þeim að kenna að ég bloggaði ekki í gær!!

Við erum enn að bæta í vörulínuna okkar hjá Volcano Design og nýjasta nýtt eru sparilegir samfestingar!

Ég skrifaði nú einu sinni um það að mér þætti erfitt að vera í samfesting, sérstaklega á tjúttinu, sérstaklega ef bjór væri við hönd þar sem samfestingar eru hreint ekki vænlegir til salernisferða!

Við gerðum því "pissublöðruvæna" samfestinga og hér er komin ný útgáfa af þeim, sparilegir og sætir, þægilegir og góðir og fullkomnir á tjúttið!

Samfestingarnir eru samkurl af vinsælustu vörunum okkar: Júlíu buxurnum og twist toppunum. Við erum sumsé með nokkrar útgáfur af þessum frábærlega klæðilegu buxum en þær komu fyrst í svolítið þrengri útgáfu. Sú tegund er auðvitað enn fáanleg í svörtu sem og allskyns mynstrum!

 

Þessar buxur er svona aðeins sparilegri kannski, klassískar svartar sem henta með allskyns toppum og blazerum og til hvaða tilefnis sem er í raun! Þær eru með snúnum saumum sem gefur svolitla vídd yfir rass-svæðið, lausar niður með breiðum og góðum streng sem heldur svolítið að og stroffi að neðan. Eins eru vasar framaná þeim og þær eru yndislega þægilegar!!

Topparnir eru svo eins og twist skyrturnar með smá breytingu þó. Þessar eru með blúndu V-i á bakinu sem endar rétt fyrir ofan brjóstahaldaralínu.

Eins eru þær teknar saman með teygjustroffi að neðan svo þær haldist á sínum stað í mittinu.

Fallegt og klæðilegt V-hálsmál en toppurinn er auðvitað fallegur við annarskonar buxur eða pils. Samfestinginn má því klárlega nota í sitthvoru lagi og fæst því heilmikil nýting úr báðum pörtunum!

Hægt er að ýta á myndirnar og nýr "verslunargluggi" opnast.

Þá er komið að því að rífa mig upp á rassinum og tilkynna sigurvegarana í jólagjafaleiknum í dag og í gær (munið, samstarfsmönnunum að kenna, alfarið!!)

Þann 13. desember voru verðlaunin ilmolía að eigin vali en við bendum á að þónokkuð úrval er til í verslununum okkar. Þessar má setja í olíubrennara eða einfaldlega í spreybrúsa með vatni og spreya um heimilið eða í teppi og púða og gýs lyktin svo upp við notkun.

 

Í Reykjavík er sigurvegarinn: Heiðrún Gréta

Á Akureyri er Kolbrún Einarsdóttir

Sigurvegarar dagsins í dag 14. desember hljóta uppskriftarbókina: Brauð og eftirréttir Kristu, en hún er stútfull af allskonar sykur- hveiti og glútenlausum uppskriftum! Virkilega falleg og gerðarleg bók en hún fæst einnig hér:

 

Í Reykjavík vann: Vilborg Ragna Ágústsdóttir

á Akureyri: Ragnheiður Arna Magnúsdóttir

Til hamingju kæru sigurvegarar, verið velkomnar í verslanirnar okkar til að sækja vinningana!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

An epic Christmas staff-party and a new jumpsuit which isn't really a jumpsuit!

All-right, so I had this goal to blog every day in December, of all months this was probably the most ridiculous timing of all months whereas this time is the busiest of all! I am still going to try to stick to it but this time is was absolutely not my fault. I didn't blog yesterday but that is completely because of my wonderful co-workers! 

Why? Well we had the annual Christmas staff party and like every year it is completely epic! These people I work with are all crazy and so much fun and thankfully we were alone, late into the night!

Secret Santa was done like every year and the ambition peaked this year and among the gifts were: specially printed Systur&Makar pillow, Christmas star, crème brulé bowls, Star Wars light saber and bacon candy completely inedible!

We sang karaoke and me and Lilja did "Baby it's cold outside" about 40 times! The memory is all gone except for one person that didn't drink that night, that is now forbidden and is a rule for future parties; you must take part in the drinking, no-one can remember more then the others!!! ;)

However, the evening was so fantastic and my darling co-workers are all insane which makes me feel happy, I'm at least not alone in co co town!

ERGO: that's the reason I didn't blog yesterday, all their fault! 

On to the next topic, we are still adding to our collection, 5 minutes before Christmas and we are not done yet! Introducing the classic, out on the town jumpsuits, the pee-friendly version! 

I did write about this topic at one point, about the pee-friendly jumpsuits, especially for going out, with beer, and dancing, you need something comfortable, sleek, cool and yes: pee-friendly!! 

Here is the new version of these lovely jump-yet-not-jumpsuits. Black, V-neck, classic, timeless and super comfy. By making them in two pieces you can pair the bottoms with other tops, and the top with other bottoms, making this such a functional set! 

The set is a mix of some of our most popular products! Júlía pants and the twisted tops. 

By clicking on the images you can see more text and description concerning each piece!

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!