Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Notalegt kósýteppi - falleg gjöf!

(English below)

Gæðastund - Værðarvoð.

Þessi notalegu teppi keyptum við inn tilbúin frá Svíþjóð en þar er efnaheildsala sem að við verslum stundum af. Teppin eru 45% ull og 55% nylon í stærðinni 130 X 200 CM og þau koma með þessum fallega borða og merkingu, tilbúin til innpökkunnar ;)

Ofsalega mjúk og hlý með fallega saumuðum kanti.

Við byrjuðum á því að versla svolítið efni af þeim þegar við gerðum sumarbústaðinn en teppin eru þar einmitt og sóma sér svo vel!

Svo þar sem við vorum svo ferlega ánægð með þau keyptum við þau tilbúin inn til að bjóða upp á þau í búðinni meðan birgðir endast. Þau eru nú ekki mjög mörg, aðeins 15 stk sem deilast niður á verslanirnar okkar svo það er um að gera að næla sér í eitt meðan þau eru til 14900.- stk.

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

 

Quality time - cosy blankets!

These are new products in our stores, cosy blankets! We bought these first for our summerhouse but after we had used them a bit we absolutely fell in love with them and decided to order couple of them for the store.

They measure 130CM X 200CM and are made of 45% wool and 55% nylon, super soft and super comfy!  

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!