Cuddle-Me kynnir nýja vöru: Krílakort!
(English below)
Eftir að hafa tekið þátt í Handverkshátíðinni undanfarin ár höfum við kynnst allskonar skemmtilegu fólki, fyrirtækjum og spennandi vörum.
Cuddle-Me er eitt af þessum fyrirtækjum sem að mér finnst sérstaklega skemmtilegt! Ég kynntist reyndar Maríu Rut sem er orðinn hluti af þessu batterýi fyrir nokkrum árum síðan þegar við vorum báðar í námi í Teko, hönnunarskóla í Danmörku, en hún María er mikill dugnaðarforkur og allt sem hún snertir verður svo fallegt. Ég held að hún verði því góð viðbót í fyrirtækið!
Við systur elskum að kynna önnur fyrirtæki, hvort sem það eru verslanir, veitingarstaðir eða önnur hönnunarteymi því við trúum því að samvinna sé stór lykill að velgengni, takið því vel eftir því Cuddle-Me hópurinn er nú að kynna nýja vöru: Krílakortin og standa fyrir söfnun á Karolina fund.
Cuddle-Me er lítið fyrirtæki rekið af þremur vinkonum, Valdísi, Unu og Maríu. Markmið Cuddle-Me er að hanna og framleiða vörur sem stuðla að auknum tengslum foreldra og barna og fjölga gæðastundum í lífi fjölskyldunnar.
Upphafið að Cuddle-Me má rekja til lokaverkefnis Unu og Valdísar í uppeldisfræði við Menntaskólann á Akureyri vorið 2005. Þar kviknaði hugmyndin að nuddsamfellunni en verkefnið sigraði keppnina "Ungir vísindamenn" sem haldin var á vegum Háskóla Íslands og voru þær í framhaldi fulltrúar Íslands í Evrópukeppni ungra vísindamanna í Moskvu sama haust. Þær eru engin blávötn þessar stelpur!
Cuddle-Me samfellan, eða „nuddgallinn“, byggir á þeirri hugmynd að sjónrænar leiðbeiningar hjálpi foreldrum að nýta sér ungbarnanudd. Á samfelluna eru því prentaðar myndir af krúttlegum dýrum með löng skott, en skottin eru leiðbeinandi fyrir strokur í ungbarnanuddi. Cuddle-Me samfellan er úr mjúkri bómull og kemur í nettri öskju ásamt leiðbeiningum, hentug sængurgjöf handa nýbökuðum foreldrum.
Nýjasta vara Cuddle-Me eru Krílakort, fallega hönnuð spjöld sem hjálpa foreldrum að myndgera mikilvæg augnablik á fyrsta ári barnsins.
Um er að ræða öskju með spjöldum (13 x18cm) og er hvert og eitt þeirra helgað merkisstund í lífi barnsins. Í hverju setti af Krílakortum eru 22 spjöld, meðal annars fyrir mánaðarafmæli eitt til ellefu, fyrsta afmælið, fyrsta brosið, fyrstu baðferðina, fyrstu jólin og fleiri dýrmætar minningar. Spjöldin koma í fallegri öskju og eru falleg minning um tíma þar sem barnið þroskast ört.
Við freystum þess nú að fjármagna fyrsta upplagið af Krílakortunum í gegnum Karolina Fund - en það er hópfjármögnunarsíða þar sem hægt er að forkaupa afurð og þannig hjálpa til við að koma henni í framkvæmd.
Í tengslum við söfnunina á Karolina Fund höfum við einnig hannað litabókarblöð og kúluspil - en afraksturinn má sjá á Karolina Fund síðunni okkar.
Ef þið sjáið ykkur fært að styrkja þessa duglegu og framkvæmdarglöðu töffara þá er um að gera að skella sér á síðuna þeirra og velja ykkur styrktargrein, þær eru ótrúlega sanngjarnar í verði og munið að margt smátt gerir ótrúlegustu hluti mögulega!
Verið góð við hvort annað kæru vinir!
Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla
- Systur & Makar –
Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter
Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)
Cuddle-Me introduces a new product: Tiny moments!
Me and my sister love introducing other stores, company's, restaurants and smarts ideas to you all, and this is one of those great ideas we think will interest you!
Cuddle-Me is a company we got to know at a craft fair we have taken part in for the past couple of years. It just got a new member: María Rut, but I know her personally from my studies with her in a design school in Teko, Denmark. Everything María Rut touches becomes so pretty, she is a great graphic designer and I believe she will be the perfect fit to this company!
Cuddle-Me is a small family company focusing on products that encourage families to spend quality time together, strengthening the bond between parents and children. Our newest product is "Tiny Moments", cute cards that help parents visualize precious moments during their child's first year. The set contains 22 cards, each dedicated to a milestone such as monthly anniversaries, baby's first smile, first bath, first Christmas and more. By shopping Cuddle-Me products through Karolina Fund you support us to fund the first printed edition of Tiny Moments. The cards are available both in English and Icelandic.
The company's first product was Cuddle-Me Clothes, a bodysuit designed to teach and remind parents about infant massage. The idea was born in the spring of 2005 at Akureyri Junior College, a secondary school located in North Iceland. It was initially a school project that turned into a big adventure when it was selected as Iceland's representative in the 2005 European Union Contest for Young Scientists.
The bodysuit is made from wonderful and soft organic cotton. It has silk-screen printed pictures of animals with long tails on the back, chest and abdomen areas. The tails actually form directions, outlining basic strokes of infant massage. Therefore, the instructions are "printed" directly onto the child! (Genius, right?) It comes in a paper box, instructions with pictures are included.
Most recently the carpenter in the family has been brainstorming ideas for homemade toys, and the first product is a homemade pinball game, perfect to entertain the older siblings.
Please check out their pitch at Karolina Fund and take part in this wonderful project by clicking this link.
Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn
Katla, on behalf of
- Systur & Makar –
Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter
Plus you can sign up for our newsletter here on the right!