Við kynnum með stolti myndverk Kristinu Gordon sem við bjóðum upp á í verslun okkar.

Kristina Gordon er grafískur hönnuður og teiknari sem býr í Kaupmannahöfn. Eins og hún segir sjálf þá hefur hún alltaf verið heilluð af þjóðsögum og þá sérstaklega Skandinavískum sögum.

Mörg hennar verka eru innblásin af þessum gömlu sögum sem segir frá litlum verum sem búa meðal vor án þess að við sjáum þær. Sú hugmynd að það sé til leyniheimur sem lifir og hrærist í okkar heimi heillar hana og hún lýsir þessu svo skemmtilega:

"Þið vitið ekki hvað ég hef kíkt í marga skápa til að athuga hvort það væri nokkuð töfraskógur bakvið vetrarkápurnar".


Myndirnar eru allar handteiknaðar af henni Kristinu með bleki og svo eru þær skannaðar og prentaðar á 170 gramma pappír. Þær eru í stærð A3 29,7 x 42cm og passa í standard stærð af römmum.

Circus critters - Sirkus kvikindin

Þegar maí gengur í garð með rólegu kvöldunum sínum fyllast allir í skóginum eftirvæntingu því það er kominn tími fyrir Sirkus kvikindin!
Þeir eyddu löngum köldum vetri í grenum, holum og húsum í trjám og neðanjarðar við að búa til grímur, búninga og hljóðfæri. Um leið og snjórinn bráðnar hittast þeir og æfa sig fyrir gjörninginn!

Það er alltaf svolítið lotterí hver fær að leika hvaða hlutverk í píramídanum og það geta ekkert allir haldið sinni stöðu með reisn...

Verð í ramma 10.900.-

Verð án ramma 6.900.-

 

Tengdar vörur

Sjá allt
Verma svört
Verma svört
49.900 kr
Innpökkun
Innpökkun
300 kr
Dagatal Sykurlaust 2020
Hreistur síðkjóll rauður
Hreistur síðkjóll teal
Kósýsokkar stórir - 2 litir
Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm