Turnu blazerarnir eru byggðir á Turnu gollunum sem hafa verið alveg einstaklega vinsælar hjá okkur. Þeir eru frekar beinir niður en þó teknir aðeins inn í hliðunum og parast mjög vel bæði við buxur og toppa sem og kjóla.

Þeir ná niður á miðjan rass og okkur finnst mjög smart að brjóta upp á ermarnar og hafa þær kvart.

Þeir henta sem utanyfirflíkur í léttara veðri en munu einnig koma sér mjög vel í vetur þegar það fer að kólna. Einfaldir í sniðinu með góðum ermum, saum í baki og opnir að framan með kanti sem rammar hálsmálið fallega og vösum sem falla niður í saum að framan.

Ermarnar eru tvískiptar jakkaermar, ísettar og eru því skarpar og flottar.

Blazerinn er fáanlegur í: XS (36/38-40), S (40-42/44), M (44-46/48)

Við mælum með 30°C þvotti og hengið upp til þerris frekar en að nota þurrkarann, hann fer aldrei vel með flíkurnar.

Blanda: 69%Nylon/26%Rayon/5%Spdx

ATH. Ef að varan er ekki til á lager mun starfsmaður láta þig vita með áætlaðan afgreiðslutíma. Einnig er hægt að ath með lagerstöðu áður en pöntun er framkvæmd á opnunartíma í síma 5880100 eða í gegnum systurogmakarrvk@gmail.com

Ef ekki er hægt að sauma í pöntunina bjóðum við þér aðra vöru, inneign eða fulla endurgreiðslu.

Takk fyrir að styðja við íslenskt atvinnulíf- íslenska hönnun og framleiðslu.


Tengdar vörur

Sjá allt
Leggings mattar
Leggings mattar
12.900 kr
20%
Skjól navy blátt
Útsala
Skjól navy blátt
Frá 3.120 kr 3.900 kr
Skjól svart
Skjól svart
Frá 3.900 kr
Júlía twist svartar mattar
Skutla svört
Skutla svört
32.500 kr
Leggings mattar/riff
Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm