Vinsamlegast hafðu samband ef þú hefur áhuga á þessari vöru.

Turna gollurnar eru svakalega klæðilegar og tímalausar opnar peysur sem eru frábærar við allskonar kjóla og toppa. Þær eru vel síðar og ná niður á miðjan kálfa, opnar að framan með vel síðum ermum sem krumpast aðeins fremst.

Þessar eru úr flaueli með svolitlu slettu mynstri, hrikalega cool!

Turnurnar eru einstaklega tignarlegar og grennandi, teknar inn í mittið með fallegum kraga sem stoppar á miðri leið. Það gefur þessum peysum virkilega töffaralegt yfirbragð en þó eru þær algjör klassík! 

Þær henta sem utanyfirflíkur í léttara veðri en munu einnig koma sér mjög vel í vetur þegar það fer að kólna. Þær eru einfaldar í sniðinu með góðum ermum, opnar að framan með kanti sem rammar hálsmálið fallega og vösum sem falla niður í saum að framan.

Ermarnar eru ísettar og eru því skarpar og flottar.

Þær eru fáanlegar þremur stærðum: XS sem hentar 36/38-40, stærð S 40-42-44 og stærð M 44-46/48. 

Við mælum með 30°C þvotti og hengið upp til þerris frekar en að nota þurrkarann, hann fer aldrei vel með flíkurnar.

Blanda: 97% Polyester 3% Elasthanne/Spandex

ATH. Ef að varan er ekki til á lager mun starfsmaður láta þig vita með áætlaðan afgreiðslutíma. Einnig er hægt að ath með lagerstöðu áður en pöntun er framkvæmd á opnunartíma í síma 5880100 eða í gegnum systurogmakarrvk@gmail.com

Ef ekki er hægt að sauma í pöntunina bjóðum við þér aðra vöru, inneign eða fulla endurgreiðslu.

Takk fyrir að styðja við íslenskt atvinnulíf- íslenska hönnun og framleiðslu.

Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm