Vinsamlegast hafðu samband ef þú hefur áhuga á þessari vöru.

Þar sem lagerinn okkar er svo lítill þá fást útsöluvörurnar ekki á netverslun. Við biðjum þig því vinsamlegast að hafa samband beint við verslunina í síma 5880100 eða systurogmakarrvk@gmail.com til að athuga hvort varan sem þú hefur áhuga á sé til. 

Þökkum kærlega skilninginn, þetta fylgir því víst að vera með íslenska framleiðslu og lítið vöruupplag :)

Alma er dásamlega fallegur síðerma kjóll sem er einstaklega dömulegur. Hann er með svolitlum kraga sem er þó ekki of þröngur í hálsinn. Hann er tekinn saman að aftan og liggur vel við kroppinn og sýnir fallegar kvenlegar línur, en hann er samt alls ekki níðþröngur að framan heldur fyrirgefur vel og er dásamlega klæðilegur.

Hann er í "midi" sídd svo hann nær niður fyrir hné efnið teygist vel svo auðvelt er að ganga í honum.

Geggjaður kjóll á tjúttið eða spari hvert sem er! 

Alma er fáanleg í XS (36/38-40) S (40/42-44) M (44-46/48)

Við mælum með 30°C þvotti og vinsamlegast forðist þurrkarann.

Blanda: 95% polyester 5% elastine

Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm