Skyrtukjóll Karrý bletta m hnút
Því miður er þessi vara uppseld.
Lýsing
Þessi dásamlega fallegi skyrtukjóll er fljótt að verða einn af okkar uppáhalds frá byrjun! Hann er með A sniði og fellur út í góða vídd í hliðunum. Hann er með svolítinn kraga og V hálsmáli, með saum sem fer niður og endar þar í klauf.
Spíssana tvo í endanum að framan er hægt að binda í hnút og gera hann þannig skemmtilega öðruvísi. Þá myndast svolitlar rykkingar neðst sem er ferlega smart!
Einnig er hægt að hafa hann bara lausan niður og er hann þá enn klassískari en ella en fallegt er að ýkja mittið með því að nota við hann belti.
Hann er með vösum í hlið og fallegu broti í bakinu sem gerir hann sérstaklega sætan og felur svolítið brjóstahaldaralínur. Ermarnar eru síðar með svolítilli vídd og teygju fremst.
Klæðilegur kjóll úr dásamlega fallegu föstu efni, þessi er dásemd!
Hann fæst í 3 stærðum: XS (hentar ca 36/38-40), S (42-44/46) og M (46/48-50)
Við mælum með 30°C þvotti og forðist þurrkarann.
Blanda: 100% polyester
ATH. Ef að varan er ekki til á lager mun starfsmaður láta þig vita með áætlaðan afgreiðslutíma. Einnig er hægt að ath með lagerstöðu áður en pöntun er framkvæmd á opnunartíma í síma 5880100 eða í gegnum systurogmakarrvk@gmail.com
Ef ekki er hægt að sauma í pöntunina bjóðum við þér aðra vöru, inneign eða fulla endurgreiðslu.
Takk fyrir að styðja við íslenskt atvinnulíf- íslenska hönnun og framleiðslu.
Sendingarkostnaður
FRÍ SENDING AF ÖLLUM PÖNTUNUM YFIR 20.000KR
DROPP
Dropp afhendingarstaðir á Höfuðborgarsvæðinu 750 kr
Dropp afhendingarstaðir á Suðvesturhorninu 900 kr
Dropp afhendingarstaðir á Landsbyggðinni 900 kr
Flytjandi á Landsbyggðinni 1.350 kr
Heimsendingar á Höfuðborgarsvæðinu 1.350 - 2.350 kr
Heimsendingar á Suðvesturhorninu 1.450 - 2.950 kr
Pósturinn
Pakki rekjanlegur á pósthús eða póstbox á höfuðborgarsvæðinu 990 kr
Pakki rekjanlegur sendur heim á höfuðborgarsvæðinu 1.290 kr
Pakki rekjanlegur á pósthús eða póstbox á landsbyggðinni 1.150 kr
Pakki rekjanlegur sendur heim á landsbyggðinni 1.590 kr